Morgunblaðið - 13.07.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.07.1995, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verktakar gagnrýna ákvörðun borgarráðs Morgunblaðið/Jón Stefánsson FARÞEGARNIR voru að vonum fegnir þegar flugvélin hafði stöðvast á Reyjavíkurflugvelli. Með bilaðan hreyfil SVISSNESK tveggja hreyfla skrúfuþota lenti á Reykjavíkurflug- velli síðdegis í gær með bilaðan hreyfil. Slökkviliðið á Reykjavíkurflug- velli var í viðbragsstöðu auk Slökkviliðsins í Reykjavík sem var með einn slökkvibíl og þrjá sjúkra- bfla á staðnum. Lendingin tókst giftusamlega. Samkvæmt upplýsingum frá flug- stjórn fljúga svona vélar mjög auð- veldlega á einum hreyfli en til þess að forða þeim frá ofhitnun og skemmdum bregða flugmenn á það ráð að slökkva á hreyflinum ef olíu- leki kemur að honum. Slökkviliðið slökkti í loftpressu sem kviknaði í við Háskóla Islands í gærdag eftir að hafa ofhitnað. Þá fór það tvisvar af stað vegna þess að viðvörunarkerfi höfðu farið í gang, í annað skipti hafði brauð- rist sett viðvörunarkerfið í Ráðhús- inu af stað. Á hvorugum staðnum var laus eldur. VERKTAKAR eru mjög óánægðir með þá ákvörðun borgarráðs að leggja það til við stjórn Innkaupa- stofnunar að samið verði beint við ístak hf. um framkvæmdir við 3. áfanga Rimaskóla og útboð fari ekki fram. Að sögn Guðmundar Guð- mundssonar, hjá Samtökum iðnað- arins, eru samtökin eindregið á móti því að þarna sé staðið svona að verki, en það hefur verið skýr stefna þeirra að útboð vegna fram- kvæmda skuli að jafnaði viðhaft. Segir hann að ríkt hafi ánægja með þann árangur sem náðst hef- ur að þessu leyti vegna fram- kvæmda á vegum ríkisins, sem sett hafi mjög skýrar reglur hvað þetta varðar. „Við fáum hins vegar flestar kvartanir núna vegna sveitarfé- Segja þörf á skýr- um reglum hjá sveitarfélögum laga, og þetta dæmi sýnir að það er full þörf á að sveitarfélögin myndi sér skýrar reglur um þetta og að það sé ekki einhver henti- stefna sem ráði ríkjurn," sagði Guðmundur í samtali við Morgun- blaðið. Fjölmörg fyrirtæki verkefnalítil Hann sagði að óháð því hver væri verktaki í þessu tilviki, fengi hann ekki séð að þarna sé um að ræða framkvæmd sem sé ólík öðr- um framkvæmdum sem unnar hafi verið öðruvísi. „Þessi staða hefur örugglega oft komið upp að það sé hægt að færa einhver rök fyrir því að eitt- hvað myndi sparast á því að sami verktaki héldi áfram. En ég held að það sé alrangt að það sé hækk- andi einingaverð í gangi eins og Sigrún Magnúsdóttir fullyrðir að borgin hafi orðið vör við. Það eru fjölmörg fyrirtæki sem eru verk- efnalítil og hefðu eflaust mjög mikinn áhuga á svona 70 milljóna króna bita. Þetta er því alfarið á móti okkar stefnu og við hljótum að mótmæla því eindregið að svona verði staðið að verki. Þetta er kannski enn eitt dæmið um það að menn eru að lenda í vandræðum vegna þess að þeir stilla ekki nægilega vel saman fjárhagsáætl- un, undirbúning og framkvæmd," sagði Guðmundur. * I heim- sókn til höfuð- borgar HÓPUR á aldrinum 13-16 ára úr Unglingavinnunni í Borgar- nesi fór í árlega ferð til Reykjavíkur í gærdag. Dag- skráin hófst í Sundlaug Kópa- vogs, en síðan var farið í Keilu- höllina í Öskjuhlíð. Þar var efnt til keppni á meðal krakk- anna. Finnur Jónsson og Thelma Ólafsdóttir urðu efst ogjöfn með 121 stig. Fengu þau ávisun á frían leik í höll- inni að launum. Börn og veðurguðir í sólskinsskapi Hópurinn fékk sér að því loknu hressingu á Hard Rock og endaði daginn í Sambíóun- um, þar sem flestir höfðu hug á að sjá myndirnar Á meðan þú svafst og „Die Hard“. Ægir Dagsson, verkstjóri í Unglingavinnunni, sagðist í samtali við Morgunblaðið að vonum vera ánægður með ferðina: „Veðurguðirnir voru í sólskinsskapi og krakkarnir líka.“ iworgunoiaoio/PorKen HÓPURINN gæðir sér á hamborgurum á Hard Rock. Áhugi á að þýða Nýja testamentið að nýju Talið kosta 15-20 milljónir in ástæða sé til að fyllast feiknar- legri bjartsýni," segir hann. Viðkvæmari texti Sigurður segir ennfremur að tíminn sé naumur. „Það eru miklu viðkvæmari textar sem þarf að liggja meira yfir. Þeir eru þekktari og þar af leiðandi er fólk miklu viðkvæmara fyrir breytingum þar en í ýmsum ritum Gamla testament- isins. Þá er þeim ekki breytt nema brýna nauðsyn beri til,“ segir hann. Þörfin er hins vegar mikil segir Sigurður, sérstaklega hvað bréf Páls postula áhrærir og þarf að gera þau auðveldari aflestrar. Lagt var af stað með þýðingu á Gamla testamentinu árið 1988 og miðað við að henni yrði lokið árið 2000. „Ríkisvaldið gaf fyrirheit um að jafngildi tvennra prófessorslauna yrði látið til verksins til aldamóta. Framlag ríkisins hefur hins vegar staðið í stað og ekki verið miðað við launatengd gjöld,“ segir Sigurð- ur og er um að ræða þrjár milljón- ir árlega. Hann segir ennfremur að Kristnisjóður hafi lagt sitthvað til verksins og að Biblíufélagið hafi borið mismuninn. Félagið hefur tekjur af Biblíusölu og á velunnara sem leggja því lið. SÉRA Sigurður Pálsson, fram- kvæmdastjóri Hins íslenska bibl- íufélags, segir kostnað við að þýða Nýja testamentið upp á nýtt fyrir 1.000 ára afmæli kristnitöku á ís- landi að minnsta kosti 15-20 millj- ónir króna. Hann segir jafnframt að þýðingu Gamla testamentisins miði vel áfram þótt hægt fari og er bjartsýnn á að henni megi ljúka fyrir aldamót eiris og ráð var fyrir gert. Um þessar mundir er Sigurður að vinna að kostnaðaráætlun fyrir þýðingu Nýja testamentisins til að leggja fyrir stjórn Biblíufélagsins. „I framhaldi af því verður væntan- lega tekin ákvörðun um það hvort setja á kraft í að reyna að útvega fjármagn svo megi ljúka henni fyr- ir aldamót líka.“ Félagið á 180 ára afmæli um þessar mundir og flutti mennta- málaráðherra ávarp í Dómkirkjunni sl. laugardag af því tilefni. „Ráð- herra lét í ljósi ósk um að Nýja testamentið yrði tekið til þýðingar líka og um það látum við okkur dreyma. Góður vilji er mikils virði en hann er léttur í vasa og þótt ég efist ekki um fullan vilja og heilindi ráðherrans skilst mér að fjármál ríkisins séu með þeim hætti að eng- Bygging vatnsátöppunarhúss nærri Gvendarbrunnum í Heiðmörk samþykkt í borgarráði Fyrsti áfangi 1.000 fm BORGARRÁÐ hefur samþykkt hyggingu vatnsátöppunarhúss í Heiðmörk nálægt Gvendarbrunn- um. Það er fyrirtækið Þórsbrunnur, í eigu Vatnsveitu Reykjavíkur, Víf- ilfells og Fjárfestingarfélagsins Þors, sem ætlar að byggja húsið en fyrsti áfangi þess verður um 1.000 fermetrar að grunnfleti. Einnig var samþykkt að breyta mörkum vatnsvemdarsvæða í Reykjavík. Skipulagsnefnd borgarinnar samþykkti samhljóða tillögu að staðsetningu hússins með þeim fyr- irvara að mörkum vatnsverndar- svæða yrði breytt. Vatnsvernd á Reynisvatnsheiði og Hólmsheiði verður felld niður þar sem hennar er ekki lengur þörf en vatnsvernd- arsvæðið verður á hinn bóginn stækkað verulega í átt að Bláfjöll- um. Umhverfismálaráð Reykjavíkur féllst á staðsetningu hússins þar sem vatnsátöppun telst hreinlegur iðnaður en telur þó að gera þurfi athugun á hvort framkvæmdimar hafí áhrif á mikilvæga þætti í um- hverfinu, s.s. lífríki svæðisins. Stefnt er að því að fyrsti áfanginn verði tilbúinn í febrúar á næsta ári. Nálægt lindum Þórsbrunnur gerði samning við fyrirtækið Select Beverages, í byrj- un maímánaðar, um einkaleyfi á dreifingu Þórsbrunnsvatns um öll Bandaríkin. Ný reglugerð tekur gildi þar í landi um næstu áramót en samkvæmt henni verður að tappa lindarvatni á umbúðir mjög nálægt lindinni. Bygginganefnd á eftir að fjalla um húsbygginguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.