Morgunblaðið - 13.07.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 13.07.1995, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÓÐAR fréttir berast úr flest- um laxveiðiám landsins, sér- staklega þó ánum við Faxafló- ann, þar sem ótæpilegar smá- laxagöngur eru þessa dagana. Suðurlandsárnar, sérstaklega Ytri-Rangá, og nokkrar ár norð- an heiða hafa einnig fengið góð- ar göngur og meiri en menn þorðu að vona miðað við smá- laxaleysi og síðbúið og kalt vor 1994. Hörkuveiði í Haffjarðará „Það gengur alveg Ijómandi vel fyrir vestan, byijaði reyndar alveg ágætlega og hefur verið jafnt og gott allan tímann. Síð- ustu 1-2 vikurnar hefur þó verið sérstaklega líflegt," sagði Páll G. Jónsson um gang mála í Haffjarðará á Snæfellsnesi það sem af er sumri. Þar eru nú komnir yfir 200 laxar á land sem er afburðagott miðað við hve mikið er eftir af veiðitímanum. Að sögn Páls hafa verið góðar göngur í ána að undanförnu og lítið lát þar á enn sem komið er. Mest er nú um vænan smá- lax, en að sögn Páls er hlutfall stærri laxa innan um all gott og stærstu laxarnir 16 til 18 punda. Enn mikl- ar göngrir víða Laxá í Kjós lífleg Páll G. Jónsson er einnig leigutaki Laxár í Kjós og sagði hann rúmlega 250 laxa komna á land. „Veiðin í Laxá er að 80 prósentum fiuguveiði og ég er hægt og bítandi að reyna að auka hlut flugunnar enn meira. Það hafa komið dagar að laxinn hefur verið tregur og aðra daga hafa menn fengið margar tökur en misst marga fiska. Það er mikill lax í ánni og hann er að dreifa sér um alla á, þó það hafi verið sterkast fyrir neðan Lax- foss og Kvíslafoss enn sem kom- ið er,“ sagði Páll um Laxá. Besta byijunin í Ytri-Rangá Veiðin í Rangánum er nú um 100 löxum meiri en í fyrra og er að auki miklu betri en met- sumarið þar eystra 1990. „Þetta stefnir hátt með sama áfram- haldi, en samkvæmt reynslu okk- ar í Rangánum til þessa er aðal- göngutíminn eftir,“ sagði Þröst- ur Elliðason • umsjónarmaður Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár í samtali við Morgunblað- ið. í gær voru um 250 laxar komnir á land, þar af um 200 úr Ytri-Rangá, en 50 úr Eystri- Rangá. Athygli vekur að Eystri- Rangá, sem hefur verið í mikilli sókn síðustu árin, á sama tíma og göngur hafa verið misjafnar í þeirri ytri, situr nú kirfilega eftir. Núpá góð Rúmlega 60 laxar voru komn- ir á land úr Núpá á Snæfells- nesi í vikubyrjun og að sögn Eiríks S. Eiríkssonar, eins leigu- taka árinnar, er algengt að dagsveiðin á þijár stangir sé þetta 3 til 8 laxar á dag. Nýlega fékkst 19 punda hængur á flugu og var það fyrsti lax veiði- mannsins. SPÆNSKUR veiðimaður t.v. og leiðsögumaður Jóhannes Sigm- arsson með 22 punda hæng úr Norðlingafljóti. LADASAMARA STOP LADA FYRIR Frá 624.000,- kr.* 156.000,- kr. út oö I 15.720,- kr. í 36 mánuði. SPARA Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 MARLEY Kantaðar eða rúnnaðar ♦ Sterkar og endingargóðar, framleiddar úr PVC. plasti. ♦ Auðveld uppsetning -má mála með útimálningu. ♦ íslenskar leiðbeiningar. 25 ára reynsla við íslenskar aðstæður BYGGINGAVÖRUR Ármúla 18, s. 553 5697 HALB ESKiMO, halb Etfe - Björk profttiert von ih- rem Exotetvlmage Þýzka tímaritið Focus ÞYZKA tímaritið Focus, sem er eitt hið útbreiddasta í Þýzkalandi, birti nýlega heilsíðugrein um Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Athygli vekur að í meginmáli greinarinnar og myndatexta er Björk köiluð hálfur eskimói, án frekari skýringa. „Hálf-eskimóinn Björk er gam- ail snæhéri í tónlistarbransanúm," segir í greininni, sem birt er und- ir fyrirsögninni „ísskápur frá ís- landj.“ Greinarhöfundur, Martina Wimmer, rekur tónlistarferil Bjarkar og leggur meðal annars á sig að snara nafni Tappa Tíkár- rass á þýzku; „Verkork den Hur- enarsclj“. í greininni er haft eftir Christ- ina Kyriacou, yfirmanni út- breiðslumála hjá útgáfufyrirtæki Bjarkar, One Little Indian, að markmiðið með breiðskífunni Post sé að „sigra afganginn af heiminum." Þar segir jafnframt að Björk hafi ákveðið fyrir þrem- ur árum að snúa baki við íslandi og setjast að í London, en þó sýni nýja platan að hún sé ekki laus við heimþrá. „Sérhvert lag á plöt- unni er bréf heim,“ er haft eftir söngkonunni. Wimmer lýsir söng Bjarkar á Post þánnig: „Yfir öllu svífur rödd hennar, þunn ög bróthætt eins og ísblóm. Soul úr frystikistunni." m Isstaðir Ostagerð til umræðu ÁHUGI er fyrir því meðal bæjar- stjómar Egilsstaða að koma á osta- gerð í Kaupfélagi Héraðsbúa. Bærinn er tilbúinn til að leggja fram fé í þvi skyni, m.a. til þess að kaupa fram- leiðslurétt á mjólk með kaupfélaginu. „Egilsstaðabær er tilbúinn tii þess að leggja fram fé til þess að auka hér mjólkurframleiðsluna með því að kaupa mjólkurkvóta með kaupfélag- inu. Nú er beðið eftir því að tekin verði ákvörðun um þetta,“ sagði Sveinn Jónsson, formaður atvinnu- málaráðs Egilsstaðabæjar og bæjar- fulltrúi. Sveinn vildi ekki tilgreina um hve háar upphæðir væri að ræða né hve- nær ráðist yrði í það að kaupa kvóta. Skoðanakönnun DV Fylgi Sjálfstæðis- fiokks eykst SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur bætt við sig talsverðu fylgi frá síðustu Alþingiskosningum samkvæmt skoðanakönnun sem DV birti í gær. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins 43,1% en flokkurinn fékk 37,1% í kosningun- um. Framsóknarflokkurinn hefur einnig meira fylgi en í kosningun- um, 24,7% miðað við 23,3% en fylgi flokksins hefur minnkað frá síðustu skoðanakönnunsem DV gerði í maí. Fylgi Alþýðuflokks mælist nú 12,8% en flokkurinn fékk 11,4% í kosningunum. Alþýðubandalagið fær 11,7% fylgi í skoðanakönnun- inni en fékk 14,3% í kosningunum. Kvennalisti mælist með 4,3% fylgi nú en fékk 4,9% í kosningunum. Fylgi Þjóðvaka mælist aðeins 2% í könnuninni nú en flokkurinn fékk 7,2% í kosningunum. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 65,7% þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönriuninni en 34,3% voru andvíg stjóminni. í síðustu skoð- anakönnun DV í maí studdu 77% ríkisstjórnina. Útsölur í Kringlunni ÚTSÖLUR hefjast í flestum verslunum Kringlunnar í Reykjavík í dag. Sumar verslananna voru Iokaðar í gær til að undirbúa útsölur. Misjafnt er eftir verslunum hversu Iengi út- sölur standa en flestar miða við að útsölutímabili ljúki 19. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.