Morgunblaðið - 13.07.1995, Page 25

Morgunblaðið - 13.07.1995, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 25 ERLEMT Breskir íhalds- menn í sókn k. London. Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega meðal kjós- enda eftir sigur John Majors, for- sætisráðherra Bretlands, í leiðtoga- kjörinu 4. júlí. Kemur það fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær. Könnun ICM-stofnunarinnar sýnir, að forskot Verkamanna- flokksins hefur minnkað úr 27 pró- sentustigum frá því í júní í 15 pró- sentustig. Verkamannaflokkurinn nýtur stuðnings 47%, íhaldsflokk- urinn 32% og Fijálslyndir demó- kratar hafa 19% fylgi. Margir höfðu búist við, að sigur Majors á John Redwood myndi styrkja hann og flokkinn og könn- unin virðist staðfesta það. ICM hafði áður birt rangar niður- stöður úr könnuninni vegna alvar- legrar reikningsskekkju. Þær voru birtar í dagblaðinu Guardian og samkvæmt þeim hafði fylgi íhalds- flokksins aðeins aukist um eitt pró- sentustig. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar leiðrétti þetta í gær- kvöldi og þá kom í ljós að flokkur- inn hefur aukið fylgi sitt verulega. Japan Vilja nýja höfuðborg Tókýó. Reuter. HELSTI stjórnarandstöðu- flokkurinn í Japan ætlar að leggja til á þingi, að fundinn verði nýr staður fyrir höfuð- borg ríkisins í stað Tókýó. Er sú hugmynd ekki ný af nálinni en íhaldssamir stjórnmálamenn og embættismannaveldið hafa ávallt sett sig upp á móti henni. Toshiki Kaifu, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Nýja framvarðaflokksins, skýrði frá þessu á fréttamanna- fundi í hinni fornu höfuðborg Nara í Vestur-Japan en ekki kom fram hjá honum hvar nýja höfuðborgin ætti að vera. Tókýó hefur verið höfuðborg frá því. á 17. öld en hét Edo fram til 1867. Kosið verður til efri deildar japanska þingsins í næstu viku og verður þetta meðal kosningamála flokks Kaifus. Kaifu sagði, að of mikið fjöl- menni væri í Tókýó og umferð- aröngþveiti til að hún hentaði sem höfuðstaður auk þess sem skynsamlegt væri að hafa helstu stjórnarstofnanir utan mesta jarðskjálftasvæðisins. HYunDni Á nýium Takmarkað magn af óvenju ríkulega búnum Hyundai Accent til afhendingar á næstu dögum. Verð frá 1.069.000 á götuna! HYunoni ...tilframtíðar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236 Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vindskeið. # indesil’ ...i stödugri sókn! ÞVOTIAVEL ...vönduð á góðu verði írá Indesit! ^lndesft IW 860 • Vinduhraði 800 sn/mín. • 14 þvottakerfi • Stiglaus hitastillir • Orkunotkun 2,3 kwst • Hæð: 85 cm • Breidd: 60 cm • Dýpt: 60 cm Afborgunarverð: kr. 52.527,- Umbobsmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesl. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi.Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. VestfirOÍr: Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. SkagfirÖingabúÖ, Sauöárkróki. KEA -byggingavörur Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn GuÖmundsson, Egilsstööum. Stál, SeyÖisfirÖi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum.Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavlk. BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 ■ - ■ -- ■ Gunnar Steinþðrsson / FlT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.