Morgunblaðið - 16.07.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 16.07.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 13 veitanna í Bosníu, í veg fyrir að Bosníu-Serbar legðu bæinn undir sig. Um leið var fyrsta griðasvæð- ið myndað. „Við verðum að koma í veg fyr- ir meiriháttar harmleik hér. Ég mun vera hér á meðal þessa fólks þar til sá dagur rennur upp að öryggi þess hefur verið tryggt,“ sagði Morillon í mars 1993. Morillon gerði sitt besta, en hans hlutverki í Bosníu er löngu lokið og nú er svo komið að segja má að Sameinuðu þjóðirnar séu farnar að aðstoða við „þjóðernishreinsan- irnar" með því að aðstoða við flutn- inga Serba á flóttafólki. Leiðtogi serbneska hersins, Ratko Mladic, hefur hins vegar verið við stjórnvöl hans frá því í maí 1992. Mladic er þeirrar hyggju að sjálfstæði Króatíu marki endur- reisn þeirrar áráttu Þjóðverja að vilja stjórna Evrópu og það á kostnað Serba. Faðir Mladic féll í umsátri um fæðingarborg Antes Eavelics, leiðtoga króatískra fas- ista, í heimsstyijöldinni síðari. Heimsstyijöldin setti mark sitt á Mladic, sem þykir einstaklega snjall og hugrakkur í orrustu. En hann er óútreiknanlegur, fyrirlítur stjórnmálamenn og ber sennilega ábyrgð á fjölda stríðsglæpa. Og nú hefur Mladic gert orð Morillons að engu. Vesturveldin eiga ekki margra kosta völ í þessari stöðu. Samein- Bandaríkjamenn hafa heldur ekki sýnt Frökkum mikinn stuðn- ing. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti yfir því á fimmtudag að stuðn-' ingur sinn við friðargæslusveitirnar væri enn óskiptur, en gaf enga vís- bendingu um að hann væri reiðubú- inn til að senda landher til Bosníu nema til að aðstoða við brottför friðargæslusveitanna. Atburðir síðustu viku hafa gefið þeim byr undir báða vængi, sem vilja að sveitir SÞ hverfi á braut. Þar fer fremst Bob Dole, einn helsti leiðtogi repúblikana og andstæðing- ur Clintons. Dole heldur því fram að geti Sameinuðu þjóðirnar ekki varið múhameðstrúarmenn í Bosníu verði að aflétta vopnasölubanninu og leyfa þeim að veijasigsjálfir. Dole hyggst leggja fram frumvarp um að Bandaríkjamenn hætti þátt- töku í banninu þvert gegn vilja for- setans og gæti jafnvel orðið af því í þessari viku. Gerist það verður friðargæslu- sveitunum ekki lengur vært í Bosn- íu. Þess vegna myndi brottför þeirra fylgja því að Bandaríkjamenn færu að láta Bosníuher vopn í hendur. Eins og áður sagði hefur Bosníu- her yfirburði yfir Bosníu-Serba í mannafla. Serbarnir eru dreifðir um næstum því þijá fjórðu hluta Bos- níu og eiga erfitt með að veijast. Yfirburðir þeirra eru mestir í vopn- um; skriðdrekum og stórskotaliði. Her stjórnarinnar í Sarajevo gæti FLÓTTAKONA frá Srebrenica grætur vegna þess að maður henn- ar er horfinn. Myndin var tekin í flóttamannabúðum griðasvæðis Sameinuðu þjóðanna í Tuzla á föstudag. uðu þjóðirnar hafa tæplega 30 þúsund friðargæsluliða i Bosníu, en það er eitt að gæta friðar og annað að koma honum á. Eigi að mæta Bosníu-Serbum af aukinni hörku kemur til kasta hins svokall- aða hraðliðs Belga, Breta, Frakka, Hollendinga og Þjóðveija. En þessu hraðliði er sömuleiðis ætlað að standa vörð um friðargæslu- sveitirnar verði ákveðið að kveðja þær á braut. Uppistaða hraðliðsins er breskir og franskir hermenn. Bretar eru hins vegar sýnu tregari til að blása til sóknar, en Frakkar, sem segja að hraðliðið muni skipta sköpum um framtíð Bosníu. náð upp þeim mun verði banninu aflétt eða það sniðgengið og þar með yfirburðum í átökunum. (Saudi-Arabar hafa til dæmis boðist til að kaupa austur-evrópsk vopn handa trúbræðrum sínum þannig að Bosníuher þyrfti ekki mikla þjálf- un til að geta beitt þeim.) Hættan við að aflétta banninu nú þegar er hins vegar sú að Bos- níuher yrði varnarlaus á meðan hann væri að brynja sig. Áætlun NATO um að flytja frið- argæslusveitirnar á braut ef til þess kemur gerir ráð fyrir því að notað- ir verði 25 þúsund bandarískir her- menn. Bandarískum þingmönnuir gest ekki alls kostar að þeirri hug- mynd, en hún virðist þó njóta stuðn- ings verði tilgangur og markmið slíkrar íhlutunar Bandaríkjahers rækilega skilgreint og takmarkað við það eitt að koma friðargæslulið- inu á braut. Ekkert er bandarískum ráðamönnum jafn lítt að skapi og að sogast inn í átök undir óljósum formerkjum, þar sem engin lausn er í sjónmáli og engin samstaða er um það hver sú lausn eigi að vera. Brottflutningur friðargæslulið- anna og afnám vopnasölubannsins myndi hins vegar gera Bandaríkja- menn að bandamönnum bosnískra stjórnvalda. Þar með væri búið að draga Bandaríkjamenn inn í stríðið nauðuga viljuga (eða „ameríkanis- era stríðið“ svo notuð séu orð Warr- ens Christophers). í þeirri stöðu mætti allt eins bú- ast við því að Rússar, sem nú þeg- ar styðja Serba í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna og mótmæltu til dæmis harðlega loftárásum NATO til varnar Srebrenica, hugsi sér til hreyfings. Verði ákveðið að flytja friðar- gæslusveitirnar á braut má búast við að það verði gert áður en haust- ar til að koma í veg fyrir að þær þurfi að hafa vetursetu í Bosníu. En það er annað, sem torveldar brottför friðargæslusveitanna. Hvað sem um frammistöðu þeirra í Srebrenica má segja, hafa þær komið í veg fyrir miklar hörmungar í Sarajevo. Hverfi friðargæslusveit- irnar á braut verða sjónvarpsvélarn- ar eftir og þá getur umheimurinn fylgst með afleiðingunum í beinni útsendingu. Einn er sá kostur, sem minnst hefur verið ræddur. Hann er sá að friðargæslusveitirnar gegni sama hlutverki áfram. Falli griðasvæðin munu þær eiga auðveldara með að veija Sarajevo og halda í horfinu þar til einhver lausn finnst. Slíkt kann að taka lengri tíma, en það myndi kosta minni blóðsúthellingar. Eitt er hins vegar víst: það er nóg komið af loforðum, sem ekki er hægt að standa við. ® Heimildir: Dailv Telegraph, Financial Timcs, International Heralci Tribune, The New Republic, Reuter, Die Zeit og The Fall of Yu- goslavia eftir Misha Glenny, fréttamann BBC. Ef þú vilt gefa brúöhjónum góöa og nytsamlega gjöf þá eigum viö PHILIPS heimilistæki í miklu úrvali PHILIPS framleiöir mjög góö og umfram allt falleg heimilistæki, sem prýöa hvert heimili. Heimilistæki hf Umboðsmenn um land allt. með Max Max utanhússmálningin er þrælsterk akrylmálning frá Jotun. — Max er með 7% gljáa sem gerir það að verkum að óhreinindin festast síður í henni. — Max er vatnsþynnanleg og því sérlega þægileg í notkun. — Max er fáanleg í hundruðum litatóna. — Max er árangur áratuga þróunarstarfs og hefur reynst einkar vel á Islandi. Max utanhússmálningin situr sem fastast og verndar verðmæti. HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavik, sími 568 7710 Helluhrauni 16, Hafnarfirði, sími 565 0100 Það sést strax að húsið er málað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.