Morgunblaðið - 16.07.1995, Page 16

Morgunblaðið - 16.07.1995, Page 16
16 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AUGLÝSINGAVEGGSPJÖLD prýddu gluggana í verslunum Gristede’s & Sloan’s. íslenskt lambakjöt á borð Ameríkumanna SIGURÐUR Baldvin og Karitas í eftirlitsferð. UNDANFARNAR vikur hef- ur neytendum í New York gefist kostur á að kaupa íslenskt lambakjöt í 30 matvöruverslunum. Óhætt er að segja að fólki hafi líkað kjöt- ið vel þrátt fyrir það að kjötið sé á mun hærra verði en lambakjöt frá Nýja Sjálandi og Ástralíu svo að ekki sé talað um bandarískt lambakjöt. Nú er verið að vinna kjöt í þijá 40 feta gáma sem eiga að fara á markað í New York. Þá eru viðræður hafnar við ýmsa að- ila í verslunar- og veitingarekstri í New York og víðar um frekari kaup á lambakjöti og öðrum land- búnaðarafurðum frá íslandi. Þessa dagana er verið að und- irbúa frekari vinnslu, skurð og pakkningar en stefnan er sett á að selja umtalsvert magn af lamba- kjöti þijá síðustu mánuði ársins en þá er kjötneysla í hámarki. Það athyglisverða við þessa sölu er ekki sist sú staðreynd að nánast allur skrokkurinn fer utan - og það sem meira er - hann er skor- inn og pakkaður hér heima. Áður en vinnsla hófst fóru menn utan og lærðu að útbúa kjötið á þann hátt sem tíðkast í Bandaríkjunum. Innflutningsfyrirtækið í Bandaríkj- unum heitir Cooking Excellence en kjötið er selt í verslunum sem bera heitið Gristede’s & Sloans. Dreifingin er í höndum fyrirtækis- ins Louis Food Service. Cooking Excellence er í eigu Karitasar Sig- urðsson og Sigurðar Baldvins Sig- urðssonar. Hreinleiki íslenskrar náttúru Kjötið er markaðssett sem nátt- úruvæn afurð og sérstök áhersla er lögð á hreinleika kjötsins, holl- ustu þess og gæði. Fram kemur í kynningarbæklingi að á íslandi eru ekki notaðir hormónar við kjöt- framleiðslu og engar lyfjaleifar er að finna í kjötinu. Þetta kunna Kjötið er markaðssett sem náttúruvæn afurð og sérstök áhersla er lögð á hreinleika kjötsins, segir Askell Þórisson, hollustu þess o g gæði Bandaríkjamenn vel að meta og áhugi á vistvænum vörum eykst stöðugt. Að undanfömu hefur íslenska lambakjötið verið selt á sérstöku kynningarverði. Sem dæmi má nefna að lambalæri er selt á 564 krónur kílóið en sambærilegt ástr- alskt lambalæri kostar 420 krónur og lambalæri frá Nýja Sjálandi kostar 396. Fyrir bandarískt lambakjöt greiðir neytandinn tæp- ar 280 krónur fyrir kílóið. Kótelett- ur eru sérstakur kapítuli en kíló- verð er 1.490 krónur! Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritað- ur aflaði sér ytra hefur aldrei feng- ist jafn hátt útsöluverð fyrir lamba- kjöt í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. í samtölum við verslunarstjóra og forráðamenn verslananna Gristede’s & Sloan’s kom fram að í sjálfu sér væri mun auðveldara ef salan snerist eingöngu um hryggi, en á sumrin er meiri sala í slíkri vöru en í lærum og framp- örtum. Hins vegar voru viðmæl- endur sammála um að ekki þýddi að biðja aðeins um bestu bitana þar sem erfitt gæti reynst að selja það sem eftir er - og þar með gæti íslenski fjárbóndinn ekki lifað - og útvegað neytendum gott kjöt. Skilaverð til íslenskra bænda er ekki hátt en þó betra en menn hafa átt að venjast. Hærra verð í STARFSFÓLK Gristede’s & Sloan’s var yfirleitt í svuntum með auglýsingu um íslenskt lambakjöt. Bandaríkjunum mun að sjálfsögðu skila sér til bænda hér heima en raunhæfari aðgerð er einfaldlega LAMBAKJÖTIð er geymt í frystigeymslum Louis Food Service en þaðan er því dreift í verslanir og til veitingastaða. að ná fram lækkun á slátrunar- og pökkunarkostnaði og flutning- um. Færri sláturhús og lengri slátr- unartími, sérhæft starfsfólk í slát- urhúsum eru meðal þeirra aðgerða sem gætu fært bændum hærra verð. Aukið magn mun þýða meiri hagkvæmni og ekki spillir fyrir ef dollarinn tekur sig til og hækkar frá því sem nú er! Bandaríkjamarkaður er síður en svo auðveldur viðfangs - og allra síst sá hluti hans sem snýr að matvælum. í ljósi þess að einungis eru liðnir fjórir mánuðir frá því að til umræðu kom að Cooking Excell- ence tæki að sér að koma lamba- kjöti á framfæri í New York má halda því fram með fullum rétti að árangur fyrirtækisins sé afar athyglisverður og er þá ekki djúpt í árinni tekið. Það eitt hlýtur að teljast afrek að fá stjórnendur Red Apple, sem á tugi matvöruverslana á svæðinu, og Louis Food Service, sem er eitt stærsta dreifingarfyrir- tækið í New York á sviði matvöru, að virða íslenskt lambakjöt viðlits. Þá verður að hrósa vöruvöndun Húsvíkinga því að Food and Drug Administration, Matvæla og lyíja- eftirlitsstofnun Bandaríkjanna, hefur ekkert séð athugavert við kjötið sem farið hefur utan og starfsmenn þess hafa lýst yfír sér- stakri ánægju með gæði þess. Allt gerðist þetta á ótrúlega skömmum tíma. Fyrsta sendingin fór frá Húsavík 28. apríl sl. og fyrsta kynningarherferðin átti sér stað dagana 25. og 26. maí. Cooking Excellence lausréð 35 starfsmenn sem kynntu kjötið í verslunum en alls er búið að halda 90 kynningar - og kjötið þraut að lokum þar sem undirtektir voru mun betri en ráð var fyrir gert^- Tveir viðskiptajöfrar íslenska lambakjötið hefur verið selt í verslunum eignarhaldsfélags sem heitir Red Apple Companies. Eins og fyrr segir heita verslanirn- ar Gristede’s & Sloan’s og eru 55 slíkar í New York. Þetta er ein stærsta keðjan sinnar tegundar í borginni. Eignarhaldsfélagið á og rekur nokkrar aðrar keðjur vítt og breitt um Bandaríkin. Af þeim má nefna Pantry Pride sem margir þekkja frá heimsóknum sínum til Flórída. Eigandi Red Apple er maður að nafni John Catsimatidis. Hann keypti sína fyrstu verslun, sem var á Broadway, árið 1969. Þá var hann rétt skriðinn úr háskóla en sex árum síðar átti hann 12 stór- markaði og nú er svo komið að hann er með auðugustu mönnum Bandaríkjanna. Trúlega ber hann heitið „viðskiptajöfur" með rentu. Simeon Mike Vouyiouklis er eig- andi dreifingar- og innflutningsfyr- irtækisins Louis Food Service Corporation. Hann kom til Banda- ríkjanna 17 ára gamall og hóf reksturinn með tvær hendur tóm- ar. Mike hló er hann minntist fyrstu áranna er hann ók um á gamla bílnum sínum og seldi skinku, smjör og egg. „Ég átti ekki neitt,“ sagði þessi geðþekki Grikki sem á eitt stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í New York og á austur- strönd Bandaríkjanna. Louis Food Service annast dreifingu þeirrar matvöru er Cooking Excellence flytur til Bandaríkjanna. Þeir Jo- han Catsimatidis og Simeon Mike Vouyiouklis, ásamt nokkrum sam- starfsmönnum, eru væntanlegir hingað til lands 20. júlí. Viðamesta matvælakynningin í Bandaríkjunuin Um áramótin voru samþykkt lög frá Alþingi um átaksverkefni um vöruþróun og markaðssetningu vistvænna / lífrænna afurða á grundvelli hollustu, hreinleika og gæða. Stjórn átaksverkefnsins hef- ur verið skipuð og er Haukur Hall- dórsson formaður. Verkefninu hef- ur verið gefið nafnið Áform, átaks- verkefni. Verkefnisstjóri er Baldvin Jónsson en hlutverk hans er m.a. að samræma aðgerðir heima og erlendis. Markaðssetningin er í höndum Cooking Excellence en vinnslan fer fram í samráði við Framleiðsluráð landbúnaðarins, Kjötumboðið, Kaupfélag Þingey- L ! ! ! f: t f ! f I I f I I f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.