Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 44
Afl þegar þörf krefurl <33> NÝHERJI I póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kurt Wolfensberger, framkvæmdastj óri álsviðs Alusuisse Vonandi jákvæð niðurstaða um stækkun í águst Flugleiða- vél nam neyðarmerki FLUGVÉL Flugleiða á leið til Stokk- hólms nam merki frá sjálfvirkum neyðarsendi um áttaleytið í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bentu staðarákvarðanir til þess að neyðarsendirinn væri um 180 sjómíl- ur NNA af Færeyjum. Varðskip fór frá Færeyjum í gær- morgun og var áætlað að sigling á staðinn gæti tekið allt að hálfum sólarhring. Senda átti eftirlitsflugvél síðdegis í gær frá Færeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- stjórnarmiðstöðinni var ekki saknað neinnar flugvélar á þessum slóðum en talið hugsanlegt að neyðarsendir hefði farið í gang í skipi. KURT Wolfensberger, fram- kvæmdastjóri álsviðs Alusuisse- Lonza, A-L, vonast til að endanleg ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík liggi fyrir í lok ágúst. „Sérfræðingar í Sviss og á Is- landi vinna nú hörðum höndum við að ná niður fjárfestingarkostn- aðaráætluninni. Það þarf enn að ganga frá nokkrum leyfum og öðru þess háttar en ég er bjart- sýnn á að allt verði tilbúið og stjórn Alusuisse taki jákvæða ákvörðun um stækkun álversins fyrir ágúst- lok.“ Wolfensberger sagði að vinnu- deilurnar í sumar vörpuðu að sjálf- sögðu skugga á stöðu íslands og það hefði verið auðveldara að leggja áætlunina um stækkun ál- versins fyrir stjórn fyrirtækisins ef fullkominn vinnufriður hefði ríkt. „En deilan var friðsamlega leyst og ísland hefur marga aðra kosti sem vega upp á móti vinnu- deilum. Þjóðin hefur til dæmis náð tökum á verðbólgunni og hún starfar í nánu samstarfi við Evr- ópusambandsþjóðirnar og lagar sig að lögum og reglum sem gilda þar. Það eykur ágæti íslands í alþjóðaviðskiptasamstarfi." ÍSAL vill nota tækifærið núna í sambandi við stækkunina til að hreinsa til í gömlum kjarasamn- ingum og laga þá að núverandi aðstæðum. Wolfensberger sagði að Christ- ian Roth, forstjóri álversins í Straumsvík, og samstarfsmenn hans í framkvæmdastjórn íslenska álfélagsins myndu reyna að fá því framgengt í samstarfi við fulltrúa verkalýðsfélaganna. „Það var samið um það nú að í framtíðinni þurfum við aðeins að semja við einn aðila. Það er mikil bót að því. Nú þarf að auka möguleika á sveigjanleika í rekstri verksmiðjunnar svo að hún geti verið rekin á sem hagkvæmastan hátt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsti Rollsinn skráður hér Fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni Ný fjölmiðlun- artækni prófuð PÓSTUR og sími, Háskóli íslands og Nýheiji hf. eru aðilar að fjölþjóð- legu rannsóknarverkefni á sviði gagnvirkrar margmiðlunar. Verk- efnið nefnist AMUSE og er styrkt af ijórðu rammaáætlun Evrópu- sambandsins. Víða um heim er nú unnið að -^rannsóknum á nýjum staðli (ATM) sem verður að öllum líkindum lagð- ur til grundvallar fjölmiðlunartækni næstu aldar. Hin nýja margmiðlun- artækni miðlar bæði kvikmyndum, hljóði og tölvuboðum að ósk notand- ans í gegnum svonefnt breiðbands- net. Þannig verður til dæmis kleift að leigja kvikmynd eða horfa á - -íréttir þegar áhorfandann lystir. Einnig opnast möguleikar á gagn- virkri bankaþjónustu og fjarversl- un. Hlutverk íslendinga felst í rann- sóknum og prófun tækjabúnaðar auk þess að kanna viðhorf notenda til hinnar nýju tækni og möguleika sem hún býður. Rannsóknin hefst í september næstkomandi og stend- ur í þrjú ár. Ráðnir verða nokkrir háskólamenntaðir starfsmenn vegna rannsóknarinnar og er ætl- unin að þeir starfi áfram hjá aðilum verkefnisins þegar því lýkur. Alls taka 22 aðilar í 8 Evrópu- löndum þátt í rannsókninni. Hlutur íslendinga er metinn til 140 mann- mánaða eða um 60 milljóna króna. FYRSTI Roílsinn sem skráður er til notkunar hér á landi kom til landsins fyrir skömmu. Eig- andi hans er Sonja Zorrilla, sem er íslensk en hefur lengi verið búsett í Bandaríkjunum. Hún segir að flestir vegfar- endur snúi sér við til að horfa á hann og þó helst þeir sem sjálfir eru á dýrum og fínum bílum. Soiya er um þessar mundir að byggja sér hús nærri Hveragerði og hyggst nota bílinn meðan hún dvelst þar. Á meðfylgjandi mynd sjást glæsibifreiðin og hús Sonju. Áður átti hún sumarbústað á Þingvöllum þar sem hún var oft á sumrin. Hún hefur búið öll fullorðinsár sín í New York og dvelstþar allajafna. Heilsuhætí á hjólum Bíllinn er nokkurra ára gamall en honum hefur lítið sem ekkert verið ekið. Þæg- indin eru slík að Sonja segir það á við dvöl á heilsuhæli að aka honum. Hún vill ekki gefa upp nákvæmt verð bílsins en segir að hann kosti ekki meira en ýmsir þeir jeppar sem landsmenn flylja inn. Til að bíllinn fengist skráð- ur hér á landi gerðu framleið- endur hans þá kröfu að maður kæmi hingað frá Skotlandi árlega til að yfirfara bílinn og hafa eftirlit með honum. ■ Grundvöllur/9 LÍÚvill fresta sleppibún- aðarskyldu LANDSSAMBAND íslenzkra útvegsmanna hefur skrifað samgönguráðuneytinu bréf, þar sem farið er fram á lengri frest á gildistöku ákvæða í reglugerð um losunar- og sjó- setningarbúnað gúmmíbjörg- unarbáta. Bréfið er nú til umfjöllunar hjá ráðuneytinu. Vilja framlengja frestinn Þann 21. marz 1994 var sett ný reglugerð um björg- unar- og öryggisbúnað ís- lenzkra skipa. Gildistöku var frestað á ákvæðum í reglu- gerðinni um losunar- og sjó- setningarbúnað gúmmíbjörg- unarbáta - sem almennt er kallaður sleppibúnaður - og samkvæmt auglýsingu frá 6. janúar 1995 er gildistökunni frestað til 1. janúar 1996. Það er framlenging þessa frests sem LÍÚ er nú að fara fram á. Allt frá árinu 1985 hafa verið ákvæði í reglugerðum um sleppibúnað gúmmíbjörg- unarbáta. í mörg ár var hins vegar enginn búnaður til, sem stóðst allar þær kröfur sem gerðar voru til slíks búnaðar í reglugerð. Þróun og prófan- ir á slíkum búnaði hafa verið í gangi allar götur síðan 1981, að Sigmundsbúnaðu'r- inn svokallaði var fyrst settur í skip í Vestmannaeyjum. Sigmundsbúnaður viðurkenndur í byrjun marzmánaðar sl. hlaut síðan sú gerð Sig- mundsbúnaðarins, sem verið hafði í ítarlegum prófunum hjá Iðntæknistofnun um langt skeið, fullnaðarviður- kenningu Siglingamálastofn- unar. í kjölfar þess sendi Sigl- ingamálastofnun samtökum útvegsmanna, sjómanna og fleiri aðila er málið varðar bréf, þar sem bent er á að nú liggi loks fyrir búnaður sem uppfylli kröfur reglu- gerðar, og því eigi hann að vera kominn í öll skip fyrir 1. janúar nk. ■ Sleppibúnaður/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.