Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fernt meiddist í veltu FERNT var flutt á sjúkrahúsið á Selfossi eftir bílveltu á Grafnings- vegi upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Bílnum var ekið um Grafnings- veg rétt norðan Biskupstungna- brautar þegar hann valt. Allir sem í bílnum voru þurftu aðhlynningar við, en meiðsli þeirra voru ekki tal- in hættuleg, að sögn lögreglu. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun. 38 ungling- ar teknir í miðbænum LÖGREGLA hafði afskipti af 38 unglingum undir sextán ára aldri í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Unglingamir voru færðir í at- hvarf sem lögreglan rekur í sam- ráði við Reykjavíkurborg og látnir bíða þar eftir að foreldrar þeirra kæmu og sæktu þá. Jafnframt var miklu af áfengi sem var í fórum unglinganna hellt niður. „Við munum halda þessum að- gerðum áfram,“ sagði Guðmundur Einarsson, aðalvarðstjóri í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Maður féll í höfnina MAÐUR féll í höfnina í Reykjavík um miðnætti á/föstudag. Lögregla og slökkvilið var kallað á staðinn til að aðstoða við að ná manninum upp. Einnig var kallað á sjúkrabíl og lækni. Lögreglan náði manninum um borð í gúmbjörgunarbát og varð honum ekki meint af volkinu. Hann veitti hins vegar björgunar- mönnum mótspyrnu og var hand- jámaður um borð í gúmbátnum á leið til lands. Maðurinn var síðan færður í fangageymslur lögregl- unnar. Eldur á Stokkseyri MANNLAUST hús á Stokkseyri skemmdist mikið í eldi í gærmorg- un. Grunur leikur á að kveikt hafí verið í húsinu. Húsið, sem kallast Bjámarborg og stendur við Strandgötu 1, hefur staðið autt og rafmagnsláúst tals- vert lengi að sögn lögreglu og var fátt fémætt innanstokks. Eldur kom upp laust fyrir klukk- an níu og gekk slökkvistarf greið- lega fyrir sig. Efri hæð hússins, sem er járnklætt timburhús, er talin ónýt og húsið allt mikið skemmt. Nýja Borgarfjarðarbrautin Fólkið á Stóra-Kroppi segist fara úr landi INGIBJÓRG Pálmadóttir, heilbrigð- isráðherra og þingmaður Vestur- lands, segir að sú veglína Borgar- fjarðarbrautarinnar, milli Varma- lækjar og Kleppjámsreykja, sem kölluð hefur verið neðri leið sé langt- um ódýrasti kosturinn sem völ sé á og að þau rök séu þung á metunum. Áætlaður heildarkostnaður við neðri leiðina er um 190 milljónir króna. Sú leið sem nefnd hefur ver- ið efri leið 2b og er á svipuðum stað og Borgarfjarðarbrautin er nú mun hins vegar kosta um 252 milljónir króna samkvæmt áætlun Vegagerð- arinnar. Munurinn felst fyrst og fremst í hve dýrt er að byggja brú yfír Steðjagljúfur en það yrði brúað ef leið 2b yrði valin. Mikilvægt að ná sáttum Ingibjörg segir að það sé mjög mikilvægt að ná sáttum í héraðinu en jafnframt verði að leita hagkvæm- ustu leiðanna, íjárhagslega og veg- tæknilega, sem og að taka mannlega þáttinn inn í. „Ég tel að menn hafí verið að vinna að því að fínna lausn á þessum vanda. Menn hafa verið að skoða ýmsar millileiðir," segir Ingibjörg og minnir á að það sé ekki búið að afgreiða málið. Frestur til að kæra úrskurð Skipulags ríkisins rennur út þann 24. ágúst. Jón Kjartansson og Regula Brem, sem síðustu ár hafa byggt upp bú- skap á Stóra- Kroppi, hafa ákveðið að beijast til þrautar gegn áformum um að færa Borgarfjarðarbraut svo að hún skeri tún og beitiland frá húsum þeirra. í samtali við Morgun- blaðið segir Jón, að málinu verði áfrýjað til umhverfisráðherra. Falli úrskurður í móti fólkinu á Stóra- Kroppi segir Jón, að þau muni hverfa af Iandi brott. „Skilaboðin eru þau að einstaklingurinn skipti ekki lengur máli. Við munum bara þakka fyrir okkur og flytja til útlanda," segir Jón. Sturla Böðvarsson, þingmaður Vesturlands, telur að það séu heima- menn, sveitarstjómir og viðkomandi skipulagsnefndir, sem eigi að segja mest um hvar vegir séu lagðir og að óeðlilegt sé að Vegagerðin og Skipulag ríkisins þröngvi veglínum upp á heimamenn. Skilur óánægju bændanna Steingrímur Hermannsson, seðla- bankastjóri, og Pálína Hermanns- dóttir, systir hans, eru eigendur jarð- arinnar Kletts í nágrenni Stóra- Kropps. Klettur er norðan Reykja- dalsár en nýja veglína Borgarfjarð- arbrautarinnar er sunnan árinnar og fer ekki um jörð Kletts. Steingrímur segir að þau systkinin láti þetta mál afskiptalaust en að hann skilji vel óánægju bænda á Stóra-Kroppi og í Ásgarði enda seg- ist hann ekki myndu vilja að vegurinn færi yfír Klettsland. „Þessi nýja leið færir veginn aðeins nær Kletti og það er e.t.v. kostur auk þess sem þar er tvímælalaust betra vegstæði." Steingrímur stundar skógrækt í landi sínu en þau systkinin leigja jörð- ina út. ■ Úr verðbréfum í fjósið/10 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kumpánlegur krummi ÓVENJU kumpánlegur hrafn var á ferð á Lyngdalsheiðinni á fimmtudaginn. Blaðamaður ók fram á krumma þar sem erlendir ferðamenn voru að gefa honum að éta, og var ekki annað að sjá en báðir hefðu gaman af, gest- gjafar og sá er gestrisni þeirra naut, en er þeir héldu á brott sneri fuglinn sér að næsta bíl. Vappaði fyrst í kringum bílinn, athugaði skóbúnað viðstaddra með tilþrifum en stökk síðan upp á vélarhlífina, greinilega tilbúinn að taka við meiru. Mæðgumar Margrét Tómasdóttir og Þórdís Ylfa Þórsdóttir, sem er eins og hálfs árs, buðu honum upp á brauð sem hrafninn þáði með þökkum og lét reyndar vel í sér heyra ef of langt léið á milli þess að honum væri r^ttur biti. Var reyndar svo hávær að sumum nærstöddum þótti alveg nóg um. Það tók hrafninn smástund að sætta sig við það er brauðið þraut, en þegar honum skildist að ekki yrði boðið upp á meira hóf hann sig til flugs og hvarf út á heiðina. Hraðakstur á Selfossi ÖKUMAÐUR bifhjóls var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa ver- ið staðinn að því að aka á 127 km hraða innanbæjar á Selfossi á föstudagskvöld. Lögreglan á Selfossi hefur unnið ötullega við hraðamæl- ingar undanfarið og á fimmtudag og föstudag voru 17 manns kærðir fyrir hrað- akstur í umdæmi hennar. Æfingum varnarliðsins hér á landi lauk í gær, degi fyrr en áætlað var VARNARLIÐSÆFINGUM lauk hér á landi í gær, en þær stóðu yfír í viku. „Upphaflega var gert ráð fyrir að æfíngunum lyki á sunnu- dag, en vegna þess hve gengið hef- ur vel lauk þeim degi fyrr en áætl- að var,“ segir Amór Siguijónsson, sendiráðunautur, sem séð hefur um samræmingu æfínganna fyrir hönd Varnarmálaskrifstofunnar. Tvö ís- lensk 'v liðsforingjaefni, Eggert Magnússon úr norska hernum og •Garðar Forberg úr þýska hernum, tóku þátt í æfingunum. Vamarmálaskrifstofan hafði Tvö íslensk for- ingjaefni tóku þátt yfirumsjón með æfingunum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Auk hennar sá Flugmálastjóm um fram- kvæmd lágflugsæfinga, Almanna- varnir voru í viðbragðsstöðu ef til slysa kæmi og Landhelgisgæslan aðstoðaði við flutninga á fulltrúum bandaríska sjóhersins við vett- vangskönnun á aðsiglingu að nokkrum höfnum umhverfis landið. Þá voru nokkrir fulltrúar slökkvi- liðsins á Keflavíkurflugvelli og vík- ingasveit lögreglunnar í Reykjavík sambandsaðilar milli þátttakenda í æfingunni og Varnarmálaskrifstof- unnar. Áætlað var að önnur risaþyrlan sem bilaði í Skaftafelli ætti að kom- ast í gagnið í gær og halda áfram við þau verkefni sem ólokið er, þ.e. malarflutninga í Skaftafelli, fram á miðvikudag. Að sögn Arnórs er gert ráð fyrir að gerð verði vettvangskönnun á Akureyri og Egilsstöðum í byijun vikunnar af sex til átta aðilum úr bandaríska varaliðinu. Áætlað er að brottflutningi alls varaliðsins, sem tók þátt í æfingunum, ljúki 27. júlí. Úr verðbréf unum í fjósið ►Nýir ábúendur á Stóra-Kroppi í Borgarfirði hafa lagt mikið í upp- byggingu jarðarinnar og ætla að beijast til þrautar gegn áformum Vegagerðarinnar um að leggja veg yfir land þeirra./lO Yfirstjórn Barings kennt um hrunið ►Stjórnendur Barings og eftirlits- maður hjá Englandsbanka áttu mesta sök á því að viðskipti Nicks Leesons voru ekki stöðvuð áður en bankinn hrundi. /12 Námsmenn í nýsköpun ►Um þessar mundir vinna 160 námsmenn að 149 rannsóknar- verkefnum á vegum Nýsköpunar- sjóðs námsmanna. /16 í gömlu húsi á nýrri öld ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Áslaugu Jóhönnu Jensdóttur forstöðukonu á Gistiheimili Áslaugar á ísafirði/18 Yeiðihjólin farin að snúast ►Nú eru veiðihjólin farin að snú- ast. Það er árvisst og um líkt leyti færast margir íslendingar allir í aukana og nærast og þrífast á veiðiskap og veiðisögum./40 B ► 1-24 Andblær framandi álfu ► Suðaustur-Asíubúar verða æ meira áberandi á Islandi og spáð er að þeir verði fjölmennasti út- lendingahópurinn. Hvað eru þeir margir núna, hvað eru þeir að gera og hvemig líður þeim? /1 Þar sem himinn og haf mætast ►Það er fátt skilið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar stigið er á skipsfjöl á skipinu Imagination. í rauninni er það fljótandi lúxushót- el, með öllu sem því tilheyrir. /4 Berlín 1995 ►Berlín er borgin, sem fæstum datt í hug að yrði nokkum tímann höfuðborg Þýskalands og er að auki reist á sandi./lO Bragðmikið eyrna- konfekt ►Á 25 ára afmæli Hróarskelduhá- tíðarinnar var mikið um dýrðir. Þar tróðu upp margar vinsælustu hljómsveitir heims./12 c BILAR ► 1-4 Hestakerrur og vél- sleðavagnar ►Reglum um skráningu eftir- vagna verður framfylgt á næst- unni./l Hummer ►Farið í torfærar á þessum sér- stæða og sterka jeppa./2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Velvakandi 32 Leiðari 22 Fólk í fréttum 34 Helgispjall 22 Bíó/dans 36 Reykjavíkurbréf 22 íþróttir 40 Minningar 24 Útvarp/sjónvarp 41 Myndasögur 30 Dagbók/veður 43 Brids 30 Mannllfsstr. 6b Stjörnuspá 30 Kvikmyndir 8b Skák 30 Dægurtónlist 9b Bréf til blaðsins 30 INNLENDAR PRÉTTIR: 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.