Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 44
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykiavík 550 7472 varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL/SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samningagerð vegna Hvalfjarðarganga Undirbúningur 'í fimm löndum UNDIRBÚNINGUR að gerð loka- samninga milli Spalar hf., lánveit- enda og verktaka um fjármögnun og framkvæmdir við gerð Hval- fjarðarganga er nú í fullum gangi, skv. upplýsingum Gylfa Þórðarson: ar, stjórnarformanns Spalar hf. í næstu viku er ráðgert að stjórn Spalar og forsvarsmenn fjárfesta og verktaka fari yfir stöðuna til að sjá fyrir hvenær unnt verður að skrifa undir endanlega samninga. Að viðræðunum koma, auk Spal- ^pir, bandaríska tryggingafyrirtækið John Hancock, sem hefur samþykkt að standa undir langtímafjármögn- un, Landsbréf og innlendir lífeyris- sjóðir, sem einnig hafa fallist á lána- fyrirgreiðslu vegna framkvæmd- anna, verktakafyrirtækin ístak, Skánska í Svíþjóð og Phil & Sön í Danmörku, auk viðskiptabanka þeirra og fjárhagslegra- og lög- fræðilegra ráðgjafa. Þessir aðilar eru starfandi í alls fimm löndum, að sögn Gylfa, en um er að ræða t ^gerð margra og flókinna samninga. Hugsanlegt að framkvæmdir géti hafist í haust Áætlað er að framkvæmdir við gerð ganganna gætu hafist mánuði eftir að samningar liggja fyrir og er talið ósennilegt að framkvæmdir hefjist fyrr en í fyrsta lagi í haust úr þessu. Gert er ráð fyrir að kostn- aður við Hvalfjarðargöngin verði allt að þrír milljarðar króna, auk þess sem vegir að gangamunnum munu kosta 7-800 milljónir. Göngin verða um 5 kílómetrar að lengd. Reiknað er með að gerð þeirra taki tæp þrjú ár. í óleyfi í Slysavarn- arskýli LÖGREGLAN á Hornafirði fór í fyrrakvöld austur í Mæli- fellsdal þar sem spurnir höfðu borist af Þjóðverja sem dvalist hafði um skeið í skýli Slysa- varnarfélagsins. Er með öllu óheimilt að gista í skýlum félagsins nema í neyðartilvik- um og eru þau búin ýmsum neyðarútbúnaði. Að sögn lög- reglunnar er algengt að er- lendir ferðamenn gisti í skál- unum og taki jafnvel af þeim nauðþurftum sem þar er að finna. Hafi það leitt til að minna er geymt af matvælum í skýlunum en áður var. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FELAGAR í Björgunarfélagi Vestmannaeyja flylja slasaða dreng- inn niður af syllunni i Fiskhellum. Drengur hrapar í Eyjum Morgunblaðið. Vestmannaeyjum. ÁTTA ára gamali drengur hrapaði er hann var að klifra í Fiskhellum í Vestmannaeyjum seint á föstudagskvöld. Hand- leggsbrotnaði hann og var flutt- ur með sjúkraflugi til Reykja- víkur aðfaranótt laugardags til frekari aðhlynningar. Lögreglunni í Eyjum barst tilkynning um það laust fyrir klukkan ellefu á föstudagskvöld að heyrst hefði kallað á hjálp ofan úr Fiskhellum við Herjólfs- dal í Eyjum. í ljós kom að dreng- ur sem var ásamt foreldrum sínum á ferðalagi í Eyjum og gisti í tjaldi í Herjólfsdal hafði hrapað í berginu. Hafði dreng- urinn klifrað upp í bergið en fallið og lent á syllu. Björgunarfélag Vestmanna- eyja var kallað út og sá það um að flytja drenginn á börum nið- ur bergið. Var hann fluttur á Sjúkrahúsið í Eyjum þar sem í ljós kom að hann var illa hand- leggsbrotinn auk þess sem hann var skrámaður, skorinn ogmar- inn en að lokinni rannsókn á Sjúkrahúsinu í Eyjum var hann fluttur með. sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari aðhlynn- ingar. Austur-Skaftf ellingar huga að útflutningi á jökulís Verksmiðja á Hornafirði eða í Suðursveit? Snjallræð- ishugmynd á markað FYRSTA hugmyndin úr hugmynda- samkeppni Iðnlánasjóðs, Iðnþróun- arsjóðs, Iðnaðarráðuneytisins og Iðntæknistofnunar undir yfirskrift- inni Snjallræði er orðin markaðs- vara. Einar Gunnlaugsson, tækniteikn- ari, sendi inn tillögu að öryggisbún- aði í nuddpotta árið 1992. Alls bár- ust 250 tillögur og valdi dómnefnd átta tiliögur til frekari athugunar. Hugmyndunum var svo fækkað í fjórar og er öryggisbúnaðurinn fyrsta markaðsvaran úr samkeppn- inni. Stefnt er að því að samkeppn- in verði haldin á hveiju ári. Eykur öryggi lítilla barna Öryggisbúnaðurinn felur í sér nýja gerð af niðurfalli til að hindra að börn sogist að niðurfallinu eða hár flækist í því. Ofan á niðurfallið er svo fest fjölnota súla með hring- laga borðplötu sem í eru fimm göt sem hugsuð eru fyrir börn að grípa í svo þau falli ekki inn í miðju potts- ins. A einfaldan hátt er tjaldað yfir pottinn með léttu og sterku efni. Búnaðinn er hægt að fá fyrir allar gerðir potta. * Einar stefnir að því að í framtíð- inni verði hægt að fá ýmsa fylgi- hluti fyrir pottana, þ. á m. verði hitaskynjari sem komið verði fyrir í fjölnotasúlurini sem gefur frá sér hljóðmerki og ljósmerki, jafnvel inn í húsi, þegar hitastig vatnsins nálg- ast hættumörk. ■ Blöskraði slys/8 ÁKVÖRÐUNAR um staðsetningu og framkvæmdir við verksmiðju Eðalíss hf. í Suðursveit sem vinna á ís úr Breiðamerkuijökli til útflutnings á neytendamarkaði er að vænta á næstu dögum, að sögn Fjölnis Torfa- sonar, framkvæmdastjóra Eðalíss. Að sögn Fjölnis er ljóst að verk- smiðjan verður staðsett í A-Skafta- fellssýslu, væntanlega annað hvort í Hornafirði eða Suðursveit og í hús- næði sem fyrir er. Kostnaður við að koma upp verksmiðjunni er áætlaður 30-35 milljónir króna og er þess nú beðið að fjármögnun skýrist en þátt- töku í verkefninu er m.a. vænst frá Iðnlánasjóði, Iðnþróunarsjóði og Byggðastofnun. Tilraunavinnslu hjá Eðalís er lok- ið, með vélum sem aðstandendur fé- lagsins hafa hannað og smíðað til að saga ísinn og slípa. Búnaðurinn hefur reynst frábærlega vel, að sögn Fjölnis Torfasonar. Sá búnaður verð- ur nýttur í verksmiðjunni ásamt kæligámum sem fyrirtækið á og er fjárfestingu í búnaði hinnar væntan- legu verksmiðju því lokið. Tilraunasendingar lofa góðu Sendar hafa verið tilraunasend- ingar af framleiðslunni og þeim vel tekið á mörkuðum í N-Ameríku og Japan og er talið að unnt verði að selja framleiðsluna á verði sem er ívið hærra en heimsmarkaðsverð. „Við höfum alls staðar fengið góðar undirtektir," sagði Fjölnir Torfason. Markaðssetning íssins er í hönd- um öflugra erlendra fyrirtækja en verksmiðjan og framleiðslan verða að öllu leyti í íslenskri eigu. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan fram- leiði fyrst í stað 800-1.000 tonn á ári en að sögn Fj'ölnis er þess vænst að þegar framleiðslan verður komin í gott horf muni hún veita nokkrum tugum manna vinnu. Róleg uppbygging Fjölnir sagði að aðstandendur fyrir- tækisins legðu áherslu á að uppbygg- ingin gengi hægum og öruggum skrefum og yrði ekki um frekari út- flutning að ræða fyrr en verksmiðjan væri fullbúin. Hann sagði að undirtektir við beiðnum Eðalíss um fjármögnun inn- anlands hefðu verið jákvæðar og kvaðst eiga von á að í lok næstu viku fengist jákvætt svar um að fram- kvæmdir við verksmiðjuna gætu haf- ist. „Það er það mikil eftirspum eftir ísnum að það væri ömurlegt að sitja uppi með að hafa ekki haft manndóm til að nýta þá auðlind sem jökullinn er,“ sagði Fjölnir. „Við viljum hins vegar fara rólega í byq'un. Jökullinn á alla framtíðina fyrir sér; hann fer ekkert frá okkur og það skiptir máli að taka hvert skref af öryggi." A Islandssléttbakur finnst í talningu ÍSLANDSSLÉTTBAKUR fannst í hvalataln- ingu rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Stráks, (gamla Árvakurs), sem stendur yfir í sex vikur og lýkur 4. ágúst nk. íslandsslétt- bakur er alfriðaður og ekki talið að til séu nema nokkur hundruð dýr í heimshöfunum. Þetta er i fyrsta sinn í sex ár sem Islandsslétt- baks verður vart á íslandsmiðum og sást til hans um 380 sjómílur norður af landinu. fs- landssléttbakur var alfriðaður árið 1946. Morgunblaðið/Ámi Alfreðsson Kýr og kálfur sem fundust í talningu 1989. Gísli A. Víkingsson líffræðingur, sem tók þátt í fyrri hluta leiðangursins, segir að ís- landssléttbakur sé stórhvalur og geti orðið alltað 50tonn. „íslandssléttbakurinn hefur sést frá því að stóru hvalatalningarnar hófust 1987.1989 sást móðir með kálf og svo er það ekki fyrr en núna sem til hans sést aftur,“ sagði Gísli. Hann segir að það að íslandssléttbakurinn sést í hvert sinn sem stór hvalatalning fer fram á íslandsmiðum geti bent til þess að hann sé að færa sig norðar á bóginn. Til eru tvær tegundir sléttbaks og kallast íslandssléttbakur þessu nafni aðeins á íslandi en annars staðar einungis sléttbakur. Græn- landssléttbakur, sem eiunig kallast Norðhval- ur, er talinn í meiri útrýmingarhættu í Atlants- hafi en annar stofn er til af honum í Kyrra- hafi sem Bandnrikjamenn veiða úr. Leiðangurinn fór að austurströnd Græn- lands og norður fyrir ísland og urðu leiðang- ursmenn varir við mikinn fjölda langreyða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.