Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 19 Þegar við hjónin fórum að skoða húsið helltist fortíðin yfir mig. Ég mundi eftir dyraportinu, blúndugardínunum, blómun- um og eldgamla orgelinu. Þegar ég kom inn sá ég stofuna fyrir mér eins og hún hafði verið. Ég varð alveg veik, mig lang- aði svo í húsið! FAKTORSHÚSIÐ er 207 ára gamalt og verður gistiheimili á nýrri öld. Til hægri á myndinni er Gistiheimili Áslaugar. skemmtilegt starf og ég er alltaf að hitta nýtt fólk. - Finnst þér ekkert leiðinlegt að þrífa? „Nei, ég fínn ekki fyrir því. Ég er mjög sérvitur og verð að hafa alla hluti í röð og reglu og eftir mínu höfði. Handklæðin verða öll að vera í réttum litum, teppin verða að snúa svona en ekki hinsegin og glösin verða að vera af réttri gerð og stærð.“ Hér sé friður! Það gæti þó farið svo að Áslaug þyrfti að fá húshjálp í framtíðinni því að. fyrir tveimur árum keyptu þau hjónin eitt elsta húsið á ísafírði, Faktorshúsið í Hæstakaupstað, sem er við hliðina á Austurvegi 7, og hyggjast gera það að gistiheimili þegar fram líða stundir. „Ég hef stundum sagt að það þurfi tvo rugludalla til að standa í svona framkvæmdum og annar þarf að vera smiður!“ segir Áslaug. „Faktorshúsið í Hæstakaupstað er 207 ára gamalt og var reist af Björgvinjarkaupmönnum eftir að einokunarverslunin var afnumin. Við keyptum það fyrir tveimur árum en. það verður í leigu meðan við erum að greiða af því og smíða glugga, hurðir og þessháttar. Þegar við fluttum hingað leit húsið mjög illa út. Málning var far- in af og þakið eins og kögur. Fólk sem kom til mín spurði mig hvaða kofi þetta væri. Ég var nú að reyna að milda ástandið, sagði að þetta væri eitt elsta húsið á ísafirði og fleira í þeim dúr, en ég var oft búin að biðja bæjaryfirvöld um að gera eitthvað til að bæta útlit þess. Svo ákvað bæjarfélagið að selja húsið og það var nefnt við mig hvort ég vildi kaupa það. Við vorum þá í miklum fram- kvæmdum í sambandi við gistiheim- ilið og því voru húsakaup alls ekki á dagskrá. Ég var nú viss um að ég mundi sjá undir iljarnar á Magga ef ég nefndi þetta við hann, en mér til undrunar varð hann hljóður þeg- ar ég bar þetta upp og fannst hug- myndin ekki svo fráleit. Við fórum því og skoðuðum húsið. Þegar ég var barn bjuggu Lára Ingibjörg Magnúsdóttir og Guð- mundur G.. Kristjánsson í Faktors- húsinu. Lára sem var lítil og þétt kona heimsótti ömmu oft og kom ætíð inn með þessum orðum: Hér sé friður! Og amma sagði: Og með yður! Það var svo gaman að fylgjast með þeim, báðar svona þéttar og hressar. Ég fór stundum inn til Láru til að sjá búrið því það var fullt af kökuboxum. Þegar við hjónin fórum að skoða húsið helltist fortíðin yfir mig. Ég mundi eftir dyraportinu, blúndugardínunum, blómunum og eldgamla orgelinu. Þegar ég kom inn sá ég stofuna fyrir mér eins og hún hafði verið. Ég varð alveg veik, mig langaði svo í húsið!" í stíl Loðvíks Áslaug hefur hugsað sér að reka gistiheimili í gamla Faktorshúsinu en segist ekki geta ímyndað sér að það verði á þessari öld. „Við keypt- um húsið í þessu ástandi sem það var þá í á 2,7 milljónir. Við urðum að fórna nýja bílnum okkar þegar við keyptum það, sem mér fannst nokkuð erfitt því ég er með bíla- dellu, og síðan urðum við að leggja út í mikinn kostnað til að gera húsið íbúðarhæft. í því eru þijár íbúðir sem nú eru í langtímaleigu. Húsið er nú klætt að utan með járni, en upphaflega var það timburklætt með timburþaki og þannig verður það í framtíðinni. Við höfum í höndunum greinar- gerð um ástand og sögu hússins frá Hjörleifi Sveinssyni arkitekt, og þar segir meðal annars að gluggar séu sérkennilegir að stærð og gerð, að áfellur innan á gluggum séu dæmi- gerðar fyrir Loðvíks 16. stíl sem var áberandi í Noregi um 1800 og að dyrabjór sé einstakur og gefi húsinu gildi. í greinargerðinni segir líka að húsið sé einstakt og annað tveggja húsa sem sé minnisvarði um þróun ísafjarðarkaupstaðar. Það er jafnframt bent á að fátt skuli sparað til að gera það upp og að æskilegt væri að eigendur fengju sem mestan stuðning við þær fram- kvæmdir. Svo miklar kvaðir eru á húsinu að við getum ekki gert neitt nema með samþykki húsfriðunarnefndar. Það mun kosta margar milljónir að gera húsið upp, til dæmis verðuip við að sérpanta'klæðningu á þakið frá Noregi. Magnús mun smíða hurðir og glugga sem verða í upp- runalegri mynd og hann hefur nú þegar lokið við að smíða útihurðina samkvæmt ljósmyndum af upp- runalegri hurð frá börnum Láru og Guðmundar. Þetta eru miklar fram- kvæmdir og dýrar en við erum bæði í „Húsavinafélaginu" og ger- um þetta af áhuga og með ánægju." Húsasmíðameistarinn er nú kom- inn heim í mat og tekur þátt í umræðum. Við skoðum teikningar af gamla Faktorshúsinu og hann segir að mikil undirbúningsvinna sé framundan. „Það er meiningin að vera búinn að smíða alla glugga og hurðir og ljúka þessu með leiftur- sókn. Við verðum sem sagt í gömlu húsi á nýrri öld.“ En til að smiðir geti staðið í slík- um stórræðum þurfa þeir líklega að fá frið til að matast og því læt ég mig hverfa að sinni. En hver veit nema maður gisti í gömlu húsi á nýrri öld. ' " *"■ ,, .' , ,-V' '■■■ ■■■' ■ ■ -X ■ ■ k . Sjöundi himinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.