Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 * - HALLDORA SIG URJÓNSDÓTTIR + Halldóra Sigur- jónsdóttir fæddist í Hafnar- firði 3. október árið 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík sunnudaginn 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Siguijón Gunnarsson, smið- ur og bílsljóri í Hafnarfirði, og Jónfríður Halldórs- dóttir, kona hans. Sigurjón var fædd- ur í Gunnarsbæ í Hafnarfirði og er Gunnarssund þar í bæ nefnt eftir föður hans. Jónfríður var frá Grundum í Kollsvík í Rauðasandshreppi. Tuttugu og eins árs giftist Halldóra Haraldi Sveinbjarnar- syni, síðar stórkaupmanni í Reykjavík. Þau slitu samvistir eftir 12 ára hjónaband. Sonur þeirra er Ingþór Haraldsson, kaupmaður í Kópavogi. Síðari eiginmaður Halldóru er OIi J. Sigmundsson, skipa- og húsa- smíðameistari á Isafirði. Þau gengu í hjónaband árið 1953 og stofnuðu heimili á Eyrargötu 3 í tvíbýlishúsi sem Óli hafði byggt á móti tvíburabróður sínum, Daníel. Þar bjuggu þau í 35 ár. Bamaböm Hall- dóru era Haraldur, Daníel, Gréta og Halldóra Ingþórs- böra. Barnabarna- börnin eru Arna Sigrún og Ingþór Haraldsböra, Skúli Þór og Óli Halldór Daníelsbörn og Baldvin Hugi Gíslason. Árið 1987 fluttu Halldóra og Óli til Reykjavíkur þar sem þau höfðu keypt íbúð í Stóragerði 20. í febrúar á þessu ári fluttu þau svo í dval- ar- og hjúkrunarheimilið Hrafnistu í Reykjavík. Útför Halldóru fer fram frá Digraneskirkju á morgun, mánudaginn 24. júlí, kl. 13.30. ÉG HAFÐi kviðið því töluvert að hitta verðandi tengdamóður mína í fyrsta sinn. Ég var 17 ára og trúlof- uð einkasyni hennar og hafði ekki haft tækifæri til að kynnast henni áður en ég gerði upp hug minn um lífsförunaut. Ingþór hafði ekki mikið talað um móður sína. Hann bjó í húsi föður síns og vann hjá honum líka, svo það var eðlilegt að fundum mínum bæri fyrr saman við verðandi ^engdaföður. Mömmu og Óla fyrir vestan átti ég sem sagt eftir að kynnast. Svo kom að því einn dag- inn. Þau komu til Reykjavíkur með flugvél og við Ingþór fórum að taka á móti þeim. Þarna voru þau, hann hávaxinn, grannur og glaðlegur, hún nokkuð þéttvaxin, fór hægt og bar með sér fremur kuldalega reisn. Hún heilsaði mér alúðlega en sýndi hvorki merki um velþóknun né vanþóknun. Þannig var Dóra á ytra borði. Hún hleypti fáum að sér og hún lét ekki lesa í tilfinningar sínar. En undir yfirborðinu bjó skaprík kona og umfram allt viljasterk. Hún reyndist mér eins og besta móðir og ég reyndi að vera henni verðug dóttir. Ég virti hana frá fyrstu stund og því meir sem aldur færðist yfir okkur báðar og líf okkar varð nátengdara. Dóra var listakona í eðli sínu og ber margur hluturinn sem eftir hana liggur þess glöggt vitni. Fyrst í stað beindist handlagni hennar og list- fengi hennar að saumaskap. Á erfið- um árum, eftir skilnaðinn við Harald og á styijaldarárunum þegar fiestir bjuggu við þröngan kost, vann hún fyrir sér og syni sínum með sauma- skap, aðallega við kjólasaum. Metra- vara var þá skömmtuð, eins og nær allar nauðsynjavörur og var þá reynt að gera það besta úr því sem fáan- legt var. Dóra var sérlega lagin að gera bæði mikið og fallegt úr litlu. Seinna, þegar hún bjó við góð efni á ísafirði, gat hún beint sköpunar- gleði sinni inn á fleiri brautir. Hún fór að fást við að mála, bæði vatns- lita- og olíumálverk. Hún varð sér úti um mikið af listaverkabókum og leiðbeiningarbókum um teiknun og t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EYGLÓAR GAMALÍELSDÓTTUR, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi fyrir ein- staklega góða umönnun. Árni Grétar Finnsson, Sigríður Oliversdóttir, Anna Finnsdóttir, Trausti Þorsteinsson, Trausti Finnsson, Stella Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og Iangömmu, SÓLGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Vogatungu 97, Kópavogi. Sigurlaug Halldórsdóttir, Björn Þórhallsson, Erla Halldórsdóttir, Bertram Möller, Hadda Halldórsdóttir, Högni Jónsson, Kolbrún ívarsdóttir, Þór Þórarinsson, Hekla fvarsdóttir, Sigurður Stefnisson, barnabörn og barnabarnabörn. MIIMNINGAR málun og sótti einnig námskeið í list- málun. Brátt tóku myndir hennar að vekja athygli, fyrst þeirra fáu sem hún leyfði að sjá það sem hún var að fást við, en fljótlega fór að spyij- ast út að Dóra málaði fallegar mynd- ir og fólk fór að falast eftir þeim. Vinsælastar voru myndirnar sem hún gerði af gömlum húsum og naustum, gömlum sjómönnum með pípu, dyttandi að báti sínum eða sitj- andi á stampi í ijörukambi. En blómamyndirnar og vatnslitamynd- irnar voru margar ekki síðri. Svo fór að henni bauðst að halda sýningu í stórri húsgagnaverslun sem þá var á Isafirði. Sýndi hún einar tuttugu myndir sem allar seldust. Sköpunar- gleði Dóru var mikil og hún vildi prófa fleira. Hún lærði postulínsmál- un og málun á tré. Hún var fyrst til þess hér á landi, eftir því sem ég best veit, að mála á trésleifar sem urðu mjög eftirsóttar og m.a. seldar í minjagripaverslunum í Reykjavík og víðar. Það er ekki hægt að rifja upp áhuga Dóru á hvers kyns handa- vinnu og listsköpun án þess að nefna mágkonur hennar tvær, en það at- vikaðist þannig, henni til gleði og uppörvunar, að þær bjuggu í sama húsi. Þær voru Anna Björnsdóttir, uppeldissystir þeirra bræðra, Óla og Daníels, og Rigmor Ljugberg Sig- mundsson, kona Daníels. Hennar naut því miður ekki lengi við, því hún andaðist aðeins þremur árum eftir að hún fluttist til íslands og giftist Daníel, manninum sem hún hafði kynnst þegar hún sem ung kona dvaldist á Isafirði um skamman tíma. Þau höfðu skrifast á allar göt- ur síðan, hún í Danmörku, þar sem hún rak eigin ljósmyndastofu, og hann piparsveinn norður á hinu kalda íslandi, með slysavarnamál að hjartans hugðarefni. Hún færði með sér andblæ rótgróinnar menningar lista og hið ljúfa danska skaplyndi. Dóru og Rigmor féll strax vel sam- an, án þess að þær gerðust nokkurn tíma kaffisetukerlingar hver hjá annarri. Rigmor var margt til lista lagt og var ákaflega flink í höndum og báðar voru þær haldnar söfnunar- áráttu á hinum ólíklegustu hlutum. Anna hafði haldið heimili fyrir Daníel þangað til Rigmor kom en fékk þá litla íbúð á neðstu hæð húss- ins. Hún var Dóru alla tíð ákaflega góð. Varla leið sá dagur að hún liti ekki inn í smá spjall. Hún var fá- dæma mikil hannyrðakona og undu þær löngum stundum við að búa til ails kyns fallega hluti sem þær gáfu ómælt til aðstandenda, á basara kvenfélaganna og til Slysavarnafé- lagsins. Dóra gekk í kvenfélagið Hlíf fljót- lega eftir að hún fluttist til ísafjarð- ar en hún sóttist annars ekki mikið eftir því að blanda geði við bæjarbúa að fyrra bragði. En sem eiginkona Óla hlaut hún oft að mæta á manna- mót því Óli var félagslyndur, vin- sæll og mikils metinn af öllum sem til hans þekktu og á stað, ekki stærri en ísafjörður, má segja að allir þekki til allra. Heimili þeirra var jafnan opið fyr- ir gestum og gangandi um lengri eða skemmri tíma. Gerðist það ósjaldan að Óli færði heim ókunnugt Blómastofa FriÖfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til ki. 22,-einnlg um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. fólk sem á vegi hans varð. Ferða- langa, erlenda og innlenda, sem hon- um fannst áhugavert að kynnast, eða voru í einhvers konar reiðileysi eða vandræðum. Hann naut þess að liðsinna fólki og alltaf tók Dóra á móti hveijum sem var af gestrisni og alúð. Barnabörnin dvöldu hjá þeim sumarlangt ár eftir ár og systk- inabörn Dóru sömuleiðis. Þau voru bæði miklir veitendur og lögðu sig fram um að láta gestum sínum líða vel. Þegar ég var hjá þeim með börn- in, sem gerðist oft meðan þau voru lítil - gjarnan í tvær til þijár vikur að sumri, þá fékk ég ekki svo mikið sem þurrka upp leirtau. Ég sinnti börnunum mínum og tók til eftir þau, annað fékk ég tæpast að gera. Þær eru óskaplega notaiegar minn- ingarnar sem ég á frá Isafirði á þessum árum. Þegar Dóra var um miðjan aldur veiktist hún alvarlega. Hún greindist með krabbamein í móðurlífi og átti í langri og harðri baráttu við þann illvíga sjúkdóm. Hún bar sigur af hólmi í það sinn og ég tel að þar hafi hjálpað mikið til hið jákvæða hugarfar hennar, viljastyrkur og ein- dreginn ásetningur um að láta sér batna. Anna mágkona hennar reynd- ist henni alveg einstaklega vel á þessum erfiða tíma og var henni ómetanleg hjálp. Að öðru leyti er óhætt að segja að Dóra hafi notið góðrar heilsu fram á allra síðustu ár. En jafnvel þó að eitthvað amaði að þá talaði hún aldrei um það. Manni fannst stundum nóg um hversu hörð hún var af sér og ókvartsár. Dóra bar aldur sinn ákaflega vel, virtist lengst af mörgum árum yngri en hún var í raun. Hún klæddi sig þannig og bar sig af svo mikilli reisn að manni hætti oft til að gleyma aldri hennar. Hún kom manni iðu- lega á óvart með ótrúlega góðu minni sínu og yfirsýn yfir nútíð og fortíð. Hún naut þeirrar gæfu að halda skýrri hugsun fram á allra síðustu stund. Þegar halla fór undan og líkams- heilsan fór að gefa sig kom glöggt í ljós hversu miklu andlegu þreki hún var gædd. Á tveimur árum gekkst hún undir tvær stórar skurðaðgerð- ir. Sumarið 1993 fundu læknar ber í öðru bijósti hennar og sú ákvörðun var tekin eftir það að bæði bijóstin skyldu fjarlægð. Það var mikið álag fyrir 84 ára gamla konu. Dóra tók því á sinn einkennandi hátt. Úr því að þetta þurfti að gerast, þá var ekki annað en að taka því og vanlíð- an sinni hélt hún leyndri. Þann 23. júní sl. veiktist hún enn og var þá flutt á bráðavakt Landspítalans með miklar iðrakvalir. Um miðnætti þessa Jónsmessunótt var gerð á henni önnur stór skurðaðgerð. Ri- stillinn var ijarlægður að hluta þar sem hann var mikið skemmdur, auk þess sem í honum fannst krabba- meinsæxli. Það er í sjálfu sér ótrú- legt að hún skyldi lifa af þá miklu aðgerð, en lífsþrekið var enn til stað- ar. Hún var þakklát fyrir það sem vel hafði verið fyrir hana gert og fyrir góða umönnun á spítalanum og það að hún skyldi vera laus við kvalirnar. Að æðrast eða kvarta kom ekki til greina. Hún yfirvann áhrif hinna sterku verkjalyfja, sem slævt • höfðu skilningarvit hennar um stund, og náði aftur fullkomnu valdi á hugsun sinni og tali. Á tíunda degi eftir uppskurðinn var hún send heim af spítalanum. Eftir það var sem lífslöngunina þryti. Nú beindist hugur hennar að því einu að bíða í æðruleysi eftir því að fá að sofna og vakna ekki aftur. „Mér finnst svo gott að sofa mikið, þá eru dagarnir fljótari að líða,“ sagði hún við Grétu sonardóttur sína aðeins fáum dögum fyrir andlátið. Hún fékk að fara þannig. Hún. hafði skiþst á orðum við Óla, manninn sinn, sem sat hjá henni eftir hádegið sunnudaginn 16. júlí. Síðan lokaði hún augunum og opnaði þau ekki aftur. Hún var sofn- uð. Ég bið Guð að blessa og styrkja Óla í veikindum hans, söknuði og sorg og einnig okkur hin sem höfðu fengið að vera henni samferða í líf- inu og njóta ástríkis hennar og kynn- ast hennar stórbrotna persónuleika. Með kærleiks- og saknaðarkveðju, Þorbjörg Daníelsdóttir. Amma Dóra skipaði stóran sess í lífi okkar systkina þótt hún byggi lengst af á ísafirði, enda fengum við að vera hjá henni og Óla sumar eftir sumar við leik og síðar störf í Björk. Þau minntu líka á sig um hver jól með stórri sendingu sem jafnan var beðið með mikilli óþreyju. Það var ekki ónýtt fyrir litlar stelpur, eins og okkur Halldóru, að komast í dótið hennar ömmu. Hún átti svo marga fallega hluti, sem hún leyfði okkur að leika með. Það var helst að hún vildi hafa auga með okkur þegar við fórum inn í „málara- herbergið". Þar var hún með trönur og fullt af litlum túpum með olíulit- um og þar bjó hún til fallegar mynd- ir af blómum og húsum og köllum. Svo var alltaf farið í bíltúr á sunnudögum, oft út í Súðavík eða yfir á Flateyri. Og þegar Halldóra var í vist hjá móðurbróður okkar í Bolungarvík lét amma sig hafa það að keyra Óshlíðina nokkrum sinnum. Henni var annars í nöp við þá leið og fór ekki oftar en hún nauðsyn- lega þurfti. Eftir að amma og Óli fluttu suður kynntist ég þeim sem fullorðin manneskja. Þá var lærdómsríkt að fylgjast með þeim því þau voru góð fyrirmynd. Elska þeirra og nær- gætni hvort við annað var aðdáun- ar- og eftirtektarverð. Mér birtist hún til dæmis þegar amma var á spítalanum í júní og ég kom að heim- sækja hana. Þá var Óli hjá henni með systurdóttur sinni á leiðinni út og hann búinn að kyssa ömmu bless. En vegna þess að þau dokuðu við í smá stund eftir að ég kom varð hann að kveðja hana aftur. Hann stoppaði því við rúmgaflinn og sendi henni fingurkoss. Astúðin og um- hyggjusemin streymdu frá honum. Amma tók okkur alltaf opnum örmum og hafði ánægju af heim- sóknum allt til loka. Hún og Óli tóku Gísia, sambýlismanni mínum, ein- staklega vel og þá ekki síður Bald- vini Huga, syni okkar. Við erum þakklát fyrir stundirnar með ömmu og biðjum þeim blessunar, henni og Óla, sem saknar konunnar, sem hann elskaði. Gréta. „Fasteignasala," sagði Arna Sig- rún, fimm ára gömul dóttir mín, hikandi einhveiju sinni þegar við vorum úti að keyra. „Hvað segirðu," spurði ég. „Fasteignasala“, sagði sagði hún öruggari, „ég las það á skiltinu þarna.“ „Jæja góða,“ sagði ég, „en þú kannt ekki að lesa.“ „Jú, amma Dóra kenndi mér það,“ sagði sú stutta kotroskin. Og ég sá þær fyrir mér sitjandi saman, Örnu að stauta og ömmu Dóru að leiðbeina henni, þolinmóða en ákveðna. Án þess að minnast á það hafði hún kennt henni að lesa á meðan hún leit eftir henni á meðan ég og Har- aldur pábbi hennar vorum í vinnu. En þannig var Halldóra Siguijóns- dóttir. Hún hafði ekki hátt um það sem hún gerði fyrir aðra, hvort sem það var að kenna langömmubarninu sínu að lesa eða rétta sínum nán- ustu hjálparhönd. „Æ, það tekur því ekki að minnast á það,“ sagði hún þegar henni var þakkað fyrir greiða. Eg kynntist henni ekkert að ráði fyrr en þau ÓIi fluttust frá ísafirði í Stóragerði 20 í Reykjavík fyrir u.þ.b. 8 árum, en þá tóku þau mér bæði strax opnum örmum. Alltaf var gott að koma í Stóra- gerðið, amma bauð mér í eldhúsið í kaffi og kökur á meðan Óli fékk sér síðdegisblund í sófanum í stofunni. Og svo átti hún yfirleitt eitthvert góðgæti handa langömmubörnum, Örnu Sigrúnu og Ingþóri. Hún hafði þann einstaka hæfi- leika að geta sett sig í spor miklu yngra fólks sem hefur annan þanka- gang og sér lífið í öðru ljósi en fólk af hennar kynslóð. Hún átti það til að setja ofan í við mig ef henni þótti ástæða til, en hún gerði það þannig að ekki var hægt að taka því illa. Með Halldóru Siguijónsdóttur er gengin mikilhæf kona. Hún var al- varleg og ákveðin, gædd miklum viljastyrk, ákaflega réttsýn og fór aldrei með fleipur. Arna Sigrún og Ingþór kveðja langömmu sína með söknuði og biðj- um^við hinn mikla mátt um styrk til Óla í hans miklu sorg. Guðlaug Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.