Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vorum að opna nýja verslun... ...Allar vörur á heildsöluverði MISTER BABY ÞORPIl) BORGARKRINGLUNNI ungbarnavörur, óvenju vandaöar vörur á hagstæðu verði. LISTIR Þriðjudags- tónleikar í Listasafni Siguijóns Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni Siguijóns Ólafssonar kl. 20.30 koma fram Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari, Aðal- heiður Eggertsdóttir píanóleikari og Geir Rafnsson slagverksleik- ari. Á efniáskrá eru eftirtalin verk: Fantaisie eftir Georges- Hiie, Concertino Indio fyrir picc- olo-flautu og slagverk eftir Alice Gomez, Syrinx eftir Claude De- bussy, tónverk fyrir einleiks- flautu eftir André Jolivet og Part- ita í c-moll eftir J.S. Bach fyrir flautu og píanó. Arna Kristín Einarsdóttir lauk einleikaraprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1990. Aðalkennari hennar var Bernard Wilkinson. Arna Kristín stundaði framhaldsnám við Indi- ana University í Bloomington og lauk Performance Diploma þaðan með láði 1992. Hún stefnir nú að lokaprófi frá Royal Northern College og Music í Manchester í Englandi á næsta vetri. Peter LIo- yd hefur verið aðalkennari henn- ar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aðalheiður Eggertsdóttir ARNA Kristín Einarsdóttir flautuleikari. píanóleikari stundaði nám hjá Ónnu Þorgrímsdóttur í Tónlist- arskólanum í Reykjavík þaðan sem hún lauk einleikaraprófi vor- ið 1991. Hún sótti síðan einkatíma hjá sama kennara um tveggja ára skeið. Veturinn 1993-94 var hún nemandi Bohumilu Jedlicovu pró- fessors við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Geir Rafnsson slagveksleikari hóf nám við Tónlistarskóla Akur- eyrar 1983 hjá Roar Kvam. Frá árinu 1990 stundaði hann nám við Tónlistarskóla FÍH hjá Pétri Grétarssyni, Maarten van der Valk og Steef van Oosterhout og lauk þaðan burtfararprófi vorið 1994. i ) ) l ) t ! I t ! i Amitsubishi LSOQ 4x4 ODYRASTI MITSUBISHI L 200, ÓDYRASTI BILLINN 1 SINUM FLOKKI, ER STERKBYGGÐUR, MEÐ MARGREYNDUM OG VIÐURKENNDUM ALDRIFSBÚNAÐI. HANN ER KRAFTMIKILL, EINKAR ÞÆGILEGUR OG EINSTAKLEGA RÚMGÓÐUR. í HONUM SAMEINAST MÝKT.OG MIKIÐ BURÐARÞOL, SEM, GERIR HANN JAFNVlGAN A VEGUM SEM VEGLEYSUM. L 200 ER ÞVf GÓÐUR KOSTUR HVORT SEM HANN ERÆTLAÐUR TIL ALMENNRA NOTA EÐA'SEM VINNUÞJARKUR. L 200 4X4 KOSTAR A MITSUBISHI MOTORS 2.050.000 TILBÚINN Á GÖTUNA ! E1 HEKLA -ff//ei//a Laugavegi 170-174, sfmi 569 5500 Ferhymd ljóð BOKMENNTIR Ljóðabók STUNDUM ALLTAF eftir Harald Jónsson. Bjartur, 1995 — 64 síður. 1.595 kr. ÞAÐ SEM vekur strax athygli í fyrstu ljóðabók Haraldar Jónssonar er að ljóðin í henni eru í laginu eins og misstórir ferhyrningar eða kass- ar, klippt og skorin og snyrtilega raðað ofarlega á miðja síðu. Ljóðlínurnar eru allar jafnlangar og eru orðabilin jöfnuð með aðstoð tölvu. Þetta sjón- ræna form er ein aðaluppistaða þess- arar bókar og skap- ar henni samfellda heild þar sem hver kassi er eins og vax- inn inn í ,eða utan um annan. Einnig má sjá hvemig auði hluti blaðsíðunnar myndar ramma utan um kjarnann í verkinu. Haraldur hefur áður birt Ijóð af sama tagi í íslenskum tímaritum einkum þó TMM en þau njóta sín betur í einni bók en stök á síðum tímarita. Það sem veldur því er líklega innra samspil ferhyrninganna. Stundum alltaf er hógvært heiti á ljóðabók, svo mjög að það dregur jafnvel sjálft sig í efa. Samsetningin myndar andstæðu sem lætur þó lítið yfír sér, frekar eins og gripið sé til þessara orða af handahófi. Heitið felur í sér óákveðni og hik eins og hin venjubundna merking orðann sé ekki klár eða jafnvel dregin í efa. Ljóð Haraldar eru frekar smá í snið- um og vissrar varfærni gætir í orða- vali og lýsingum. Þetta eru mjög dagfarsprúðar og hversdagslegar myndir sem dregnar eru upp í þess- um ljóðum, nokkurs konar uppstill- ingar eða kyrralíf. Kannski skortir þær aukin átök þó ávallt sé reynt að koma hreyfingu á kyrrstöðuna. Ljóðin má túlka sem mismunandi útgáfur af sambandi manns og um- hverfis þar sem hvort fyrir sig er vaxið inn í hitt með sama hætti og ferhymingarnir. Vegna þess sam- ræmist innihald þessara ijóða ágæt- lega skýrt afmörkuðu formi þeirra og saman myndar þetta tvennt nokk- urs konar hlutlæga samsvörun rhanns og umhverfis: íbúðin er úthverfa hans hiutirnir sem hann safnar í kringum sig innyflin og fötin sem liggja á gólfinu húðin þar á milli Hin hreina sjón- ræna merking þess- ara ljóða stendur eins vel fyrir sínu og mál- uð mynd á striga sem hengd er á vegg. Ljóð Haraldar byggja að ýmsu leyti á sama lög- máli. Þau eru „miniature" eða smá- myndir og ljóðin má þess vegna túlka sem hliðstæðu láréttra og lóðréttra pensildrátta þar sem orðunum er rað- að upp í myndræna kassalagaheild, rekja þráð frá óljósu upphafi til enda- lauss endis, á líkan hátt og lína sem er dregin milli tveggja punkta: og ekkert hefur gerst annað en að hlutir hafa færst úr stað þefurinn annar og hárið er fallið úr skorðum. Stundum alltaf er að öllu saman- lögðu forvitnileg og markvisst unnin ljóðabók og kápugerð Snæbjörns Arngrímssonar á hrós skilið. Jón Özur Snorrason Haraldur Jónsson Sumarsýning' í Hafnarborg í HAFNARBORG, menningar- og liststofnun Hafnarfjarðar, hefur verið sett upp sýning á listaverkum úr safni hússins. Hér er um að ræða fjölbreytta sýningu og í aðal- sal gefst fólki kostur á að skoða mörg af þeim verkum sem keypt hafa verið til safnsins undanfarið ár, auk þess sem til sýnis eru nokk- ur eldri-verk -úr- safninu. I Sverris- sal hafa verið valin úr safninu landslagsmálverk unnin með olíu á striga. I kaffistofu hanga tréristur eftir Elías B. Halldórsson, en hann gaf safni Hafnarborgar hátt í hund- rað myndir fyrir nokkru. Sýningin var opnuð í gær. Salir Hafnarborgar eru opnir gestum frá kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. - • : : : t e c - I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.