Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 20
 20 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ f Í l 'í KYIK3VIYNDIR/REGNBOGINN frumsýnir á þríðjudag óskarsverðlaunamyndina The Madness of King George með Nigel Hawthome, Helen Mirren og Ian Holm í aðalhlutverkum. ÞAÐ verður uppnám í hirðinni þegar í ijós kemur að Georg III er ekki með öllum nijalla. í æðinu æðir kóngur um höll og hallargarð með skósveina sína á hælunum. PAÐ ER ekki ný saga að hneykslissögur úr bresku konungsfjölskyldunni komist í há- mæli og illa gangi að fela leyndar- mál hinna eðalbomu fyrir þegnun- um. Enskir kóngar og drottningar hafa æ ofan í æ fengið að kenna á því sem mörgum valdsmanninum hefur reynst svo erfítt að sætta sig við, að undir stórbrotnu yfirborðinu leynast mannlegar verur. Og þegar yfírborðið brestur hefur aldrei skort fólk sem vill koma við kvikuna. Georg III var við völd á Eng- landi frá 1760-1820. 60 ára valda- ferill hans var umbrota- og mótun- arskeið í breskri sögu. Þegar hann tók við konungdómi voru Englend- ingar 7,5 milljónir en voru 14 millj- ónir þegar hann lést. Á öndverðum ferlinum losuðu nýlendumar í Am- eríku sig undan valdi hans, kóngi til mikils og langvarandi ama. Hann reyndi að hamla lýðræðis- þróun í ríki sínu og tókst um skeið að koma til valda leppum sem virtu vilja hans í hvívetna. Við það skerptust andstæður allar og ferill hans markaði tímamót í pólitískri baráttu um stjómskipun í Breta- veldi. Einveldishugmyndir urðu undan að láta, þingræðið festist í sessi og við andlát hans var iðnbylt- ingin að ganga í garð. Opinberar heimildir segja að árið 1811 hafi prinsinn af Wales tíma- bundið gegnt starfí ríkisstjóra í stað geðveiks föður síns. Myndin um hinn óða Georg kon- ung hefst um það bil 1788 þegar konungur hafði setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi og stýrt breska heimsveldinu af krafti og sérvisku. Sér við hlið hafði hann drottningu sína, Charlotte, og var hjónaband þeirra ástríkt og náið. Böm þeirra vom 15 talsins, elstir Georg, prins af Wales og hertoginn af York. Þrátt fyrir „vandræðin í nýlendunum" vora konungshjónin virt af alþýðu manna sem tákn- gervingur stöðugleika og fjöl- skyldugilda En undir virðulegu yfirborðinu var ekki allt sem sýndist. Innan veggja Windsor-hallar tóku að ger- ast dramatískir atburðir sem sýnt þótti að gætu svipt konungsfjöl- skylduna öllu yfirbragði siðprýði og virðuleika. Kóngurinn var skyndilega orðinn veikur. Ekki líkamlega heldur birt- ist sjúkleikinn í einkennilegri og röklausri hegðun. Kóngur átti til að ausa úr sér svívirðingum og skammaryrðum, ráðast að hirð- meyjum drottningar sinnar en steininn tók úr þegar hans virðu- lega hátign stöðvaði konunglega tónleika til að stíga sjálfur fram og sýna að sjálfur kynni hann eitt og annað fyrir sér í tónlistinni. Menn fóra að velta því fyrir sér hvort það væri hugsanlegt að hið ómögulega vær iað gerast og Eng- landskonungur að missa vitið. Enginn var óhultur fyrir athygli myndinni þrátt fyrir að hann hefði glansað í því á sviði eins og í flestu öðra sem hann hefur tekið sér fyr- ir hendur eins og íslenskir aðdáend- ur þáttanna Já, ráðherra geta borið vitni um. Alan Bennett lagði ofuráherslu á að Hawthorne fengi hlutverkið og hafði sitt fram, eins og lýst var í viðtali við Nigel Hawthorne hér í blaðinu síðastliðinn laugardag. Enginn er svikinn af frammi- stöðu Hawthornes í kvikmyndinni fremur en við var að búast og er hún talinn lykillinn að þeirri vel- gengni sem myndin hefur notið vestanhafs eins og staðfest var þegar Nigel Hawthorne, nánast ókunnur bandarískum almenningi og kvikmyndaheimi, var að verð- leikum tilnefndur til óskarsverð- launa fyrir frammistöðuna. Önnur helstu hlutverk í kvik- myndinni eru í höndum breskra úrvalsleikara, og líkt og Hawthorne eru margir þeirra íslenskum sjón- varpsáhorfendum að góðu kunnir. Þar ber fyrst að telja Helen Mirr- en, sem fer með hlutverk drottning- ar. Helen Mirren hefur undanfarinn aldarijórðung leikið í fjölmörgum kvikmyndum en síðustu ár hefur hróður hennar borist víða um heimsbyggðina fyrir tilstilli sjón- varpsþáttanna Prime Suspect. Með hlutverk hirðmeyjarinnar tryggu sem hjálpar drottningu að ijúfa einangrun konungs í veikind- um hans fer Amanda Donohoe, sem kunn er úr sjónvarpsþáttunum LA Law. Hinn gamalkunni Ian Holm leik- ur dr. Willis, en hann hlaut m.a. óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn í Chariots of Fire árið 1981. Með hlutverk einkalífvarðar konungs fer Rupert Graves, sem síðast sást í Damage eftir Louis Malle og þar áður m.a. í A Room With A View eftir Merchant-Ivory. Prinsinn af Wales er svo leikinn af Rupert Everett, sem m.a. brá fyrir í Pret-a-Porter eftir Altman. Kvikmyndinni leikstýrir Nicholas Hytner, aðstoðarleikhússtjóri þjóð- leikhúss Breta og einn virtasti leik- stjóri þar í landi. Hytner leikstýrði einmitt uppfærslu leikritsins um hinn óða konung Georg III ,og þreytir hér framraun sína sem kvik- myndaleikstjóri. Að framleiðslu myndarinnar unnu Stephen Evans og David Parfitt, samstarfsmenn Kenneth Branaghs úr myndunum Hinrik V, Peter’s Friends og Much Ado About Nothing. Eins og fyrr sagði hefur myndin átt umtalsverðri og óvæntri vel- gengni að fagna vestanhafs eins og sést best af því að hún var til- nefnd til fernra óskarsverðlauna. Auk Hawthorne hlaut hún tilnefn- ingar fyrir leik Helen Mirren í auka- hlutverki, handrit Bennetts og fyrir listræna stjórnun. í síðastnefnda flokknum hlaut myndin verðlaunin eftirsóttu. KÓNGURINN ER KLIKKAÐUR Georgs þar sem hann æddi um Windsor-höll röflandi eitthvað í sí- fellu, ofvirkur og með „vandræðin í nýlendunum" á heilanum. Ástand- ið fór dagversnandi og í höllina tók að streyma flokkur lækna til að skoða, meta og keppast um að kveða upp úr um rétta sjúkdóms- greiningu. Tíðindin spurðust út og þá tók að færist órói yfir pólitíska sviðið og kom fyrir ekki þótt Pitt forsætis- ráðherra reyndi að lægja öldumar með því að fullvissa neðri málstof- una gegn betri vitund um að allt væri í lagi og kóngurinn við hesta- heilsu. Lykilmaður í átökunum sem á eftir fylgdu var prinsinn af Wales sem barðist fyrir því að faðir sinn yrði lýstur ófiæfur til að sitja á valdastóli þannig að sjálfur gæti hann tekið sæti hans. í því skyni lét prinsinn neita móður sinni, drottningunni, um aðgang að manni sínum, sem þann- ig var skilinn eftir einangraður í þjáningu sinni og á valdi lækna sinna og átti ekki skilningi og vin- áttu að mæta hjá öðrum en einkalíf- verði sínum. Aðstæðumar leiddu til þess að kóngi tók enn að hnigna og brjál- semin að ágerast meðan læknager- ið mældi fyrir um hverja meðferð- ina annarri fornfálegri og fárán- legri. Fátt virtist geta orðið til bjargar fyrr en hirðmær drottning- ar fór á fund forsætisráðherrans til að mæla með nýjum lækni fyrir kónginn. Sá hét dr. Willis og flutt- ist tilkvaddur til Lundúna frá Linc- olnshire til að hlúa að kóngi sínum og kom sér þar. með á spjöld sög- unnar sem fyrsti sálgreinir sem sögur fara af, ef marka má kvik- myndina. En jafnvel þótt kóngi færi ört fram undir handleiðslu dr. Willis undirbjuggu andstæðingar hans að veita honum náðarhöggið. Fram- varp var undirbúið í því skyni að svipta konung völdum og færa prinsinum af Wales titil ríkisstjóra Drottningu hryllti við tilhugsun- inni og með því að fá hirðmeyjuna tryggu til að táldraga einkalífvörð- inn tókst henni að koma á einka- fundi konungshjónanna eftir lang- an aðskilnað. Ekkert reyndist hafa betri og heilsusamlegri áhrif á kon- ung en fundurinn með drottningu. Hún gerði honum ljóst að ríki hans væri í hættu og fékk hann til að taka sig saman í andlitinu, íklæð- ast skrúða sínum og gerast virðu- legur á ný. Þannig búinn fór Georg III sigri hrósandi í Westminster hylltur af mannfjöldanum og að því er sýndist þess albúinn að hrinda atlögunni að sér og ríki sínu. Nútímalæknavísindi hafa komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi Georg kóngur III ekki verið geð- veikur heldur hafi hann þjáðst af efnaskiptasjúkdóminum porphyria en honum fylgja ýmis einkenni geðsjúkdóma. Vegna villimanns- legra „lækningaaðferða" sérfræð- inga hirðarinnar hafi andlegt ástand konungsins versnað og það hafi átt ríkan þátt í því að hans sé minnst sem konungsins óða. Veikinda kóngsins varð fyrst vart árið 1788 og síðan stungu þau sér niður af og til allt þar til hann lést árið 1820. En sagan af veikind- um hans varð ekki kunn fyrr en áratugum síðar þegar skýrslur dr. Willis og dagbækur fyrsta læknis- ins sem sinnti kónginum fundust. Kvikmyndin um hinn óða Georg kóng er byggð á leikritinu The Madness of George III, sem Alan Bennett skrifaði og sett var upp í Þjóðleikhúsi Breta árið 1991 við fádæma vinsældir og undirtektir. Bennett hefur um árabil verið í hópi afkastamestu og virtustu leik- skálda Breta auk þess sem hann hefur skrifað handrit að nokkram kvikmyndum, þar á meðal að Prick Up Your Ears, sem Stephen Frears leikstýrði. Það var því næsta augljóst að Bennett sjálfur tæki að sér að gera kvikmyndahandrit úr sögunni eftir að bandaríski kvikmyndajöfurinn Samuel Goldwyn jr. féll fyrir verk- inu þegar hann mætti á leiksýning- una í London. Það stóð hins vegar í Samuel Goldwyn að treysta Nígel Haw- thorne fyrir titilhlutverkinu í kvik- CHARLOTTE drottning leiðir manni sínum fyrir sjónir að hann eigi á hættu að tapa riki sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.