Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 13 prósent fyrirtækisins þessum fjár- festum," var haft eftir Giancarlo Pagliarini, félaga í Norðursam- bandinu og fjárlagaráðherra í skammlífri stjórn Berlusconis. Klofningur varð milli Norður- sambandsins og stjórnar Ber- lusconis í desember vegna fjölm- iðlamálanna með þeim afleiðingum að stjórnin féll og upp frá því hef- ur sambandið haldið uppi háværri gagnrýni á fjölmiðlakónginn. Raddir gagnrýni Norðursambandið hefur hins vegar ekki verið eitt um að gagn- rýna Berlusconi. Allt frá því hann hóf krossför sína í stjórnmálum í upphafi ársins 1994 hefur honum verið legið á hálsi fyrir að nota fjölmiðlaveldi sitt sér til pólitísks framdráttar. Á Ítalíu eru þijár ríkisreknar sjónvarpsstöðvar og þrjár einkareknar, sem allar eru undir stjórn Berlusconis. Þessa stöðu tókst honum að nýta sér í kosningabaráttunni í fyrra og gagnrýnendur segja að haldi hann áfram í stjórnmálum sé ótækt að hann ríki um leið yfir öldum ljós- vakans. „Þótt Berlusconi ætti aðeins fimm prósent [í Mediaset] myndi það engu skipta ef hann yrði áfram stjórnandi,“ sagði Pagliarini og bætti við: „Ég sé ekki að við getum haldið kosningar á meðan þetta mál er óleyst.“ Leiðarahöfundar á Ítalíu hafa einnig beint spjótum sínum að Berlusconi undanfarna daga. La Stampa í Torino sagði að Berlusc- oni hefði tekist að nýta samninga- viðræðurnar til fullnustu. „Berlusconi tókst í tvo mánuði að næla sér í ókeypis pláss í sjón- varpi og dagblöðum, jafnvel er- lendis ...“ sagði í La Stampa. Leiðarahöfundur blaðsins sagði að Berlusconi hefði tekist að bægja sviðsljósinu frá öðrum vandamál- um sínum, eins og til dæmis þeirri staðreynd að nú færi fram í Mílanó rannsókn á því hvort auðkýfingur- inn væri á kafi í spillingu. Berlusconi hagnaðist reyndar einnig á því að dómari í Mílanó ákvað að fresta því til 20. ágúst að ákveða hvort Berlusconi verði dreginn fyrir rétt. Rannsóknardómarar í Mílanó saka Berlusconi um að hafa átt þátt í mútugreiðslum Fininvest til skattalögreglunnar gegn því að fara mjúkum höndum um framtöl fyrirtækisins á árunum 1989 til 1991. Berlusconi segir að skatt- heimtan hafi kúgað greiðslurnar út úr Fininvest. Kirch, Rupert og al-Waleed greiða 1,12 milljarða Bandaríkja- dollara (um 70,5 milljarða ÍSK) fyrir sinn hlut. Bankarnir munu kaupa fyrir 1,14 milljarða dollara (um 71,8 milljarða ÍSK) að því er fram kom á fundinum. Fjárfestarnir, sem keyptu hlut- inn í Mediaset, höfðu lýst yfir því að þeir væru reiðubúnir til að kaupa 30% af fyrirtækinu. Engin skýring var gefin á því hvers vegna þeir keyptu aðeins 20%, en sölu- upphæðin mun nægja til að greiða skuldir Mediaset, sem sagðar eru vera 1,12 milljarðar dollara. í/ r i/t á f a /iá Jí/m i Tjald 5 manna hústjald á aðeins kr. 33.240 stgr. Borð og stólar 2 stólar, 2 kollar og borð á aðeins ^r. 4.490 stgr. Eldunarhella með gaskút Bakpoki Léttur og þægilegur Karrimor poki á aðeins kr. 9.990 stgr. Góður gaskútur og tvöföld hella á aðeins kr. 12.255 stgr. Gönguskór Kælibox Rúskinn og nælon Scarpa gönguskór 27 lítra Colemán box undir matinn í ferðalagið á aðeins kr. 7.195 stgr. á aðeins kr. 1:521 stgr. Allt sem þú þarft una Hvert sem þú ferð og hvernig sem þú ferðast getur þú fengið útbúnað til ferðalagsins hjá okkur. Starfsfólk okkar er þaulvant ferðalögum og vel að sér um allt er viðkemur þeim. Líttu inn ef þig vantar eitthvað til fararinnar - - - " og þiggðu góð ráð í kaupbæti. Jón göngugarpur veit allt um bakpoka Valdi kaldi kann á tjöldin Eva er ekki í vafa hvaða prímusar eru bestir Valdimar Bjössi klifurmús Hörður gengur / Katrín vakir yfir klífur léttilega að skónum vísuip finnur á þig svefnpokunum upp í efstu hillu fyrir þig y réttu fötin Dóri stjóri sér um að enginn slóri RAOCREIDSLUR Raögreiöslur • Póstsendum samdægurs. -S/ARAK fRAMUK Snorrabraut 60 • Sími 561 2045 Verð miðast við 1. júlí 1995 og getur breyst án fyrirvara. Sértilboð gilda til 1. september Fax 562 4122 Svefnpoki Léttur og hlýr Ajungilak poki á aðeins kr. 7.990 stgr. Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 Thailand - Phuket Vinsælasti staður Thailands í dag Ein fegursta eyja heimsins Samningur Heimsklúbhsins við eitt besta hótelið 4^ Club Andaman Beach Resort - Tveir fyrir einn, þ.e. þú borgar viku á lágu verði fyrir toppstað og færð aðra viku ókeypis gistingu. Fallegur 15 ekru garður nær niður að Patong ströndinni, 2 sundlaugar. Vinsælir mat- og skemmtistaðir rétt hjá, mikið vöruval á lágu verði. Mörg hagstæð tilboð í Austurlöndum! Þetía tilboð gildir einnig fyrir firamlengingu á ferðinni Perlur Austurlanda 2. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.