Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 23
22 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 23 < STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DOMSTOLARA RANGRIBRAUT DÓMSTÓLAR eru á rangri braut, þegar þeir kveða upp dóma þess efnis, að ungar stúlkur skuli hljóta lægri skaða- bætur vegna umferðar- slysa en ungir piltar í sam- bærilegum slysum. Fyrir rúmum mánuði var kveðinn upp dómur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur, í máli ungrar stúlku, þar sem dómarinn hafnaði kröfum um að bætur mið- uðust við óskert meðallaun eins og þegar um pilt væri að ræða og vísaði í því sam- bandi til niðurstöðu rann- sókna Kjararannsókna- nefndar um að tekjur kvenna séu almennt lægri en tekjur karla. Dómarinn studdist í þeirri forsendu við fordæmi Hæstaréttar frá 12. janúar sl. í þeim tveimur dómum sem hér er vísað til er um slysatilvik að ræða, sem áttu sér stað fyrir gildis- töku skaðabótalaganna 1. júlí 1993, en þá var lögun- um bre.ytt þannig að tjón barna og ungmenna er reiknað út með allt öðrum hætti en gert var sam- kvæmt fyrri lögum. Það skýtur skökku við, og er ekki hægt að líta öðru vísi á en sem hróplegt ranglæti, að dómstólar skuli staðfesta þann út- reikningsmáta sem trygg- ingafélögin hafa viðhaft við útreikning skaðabóta, þar sem sú regla var höfð að leiðarljósi, allt fram til 1. júlí 1993, að stúlkubörn og ungar stúlkur hlytu ein- ungis 75% skaðabætur eftir slys. í þessu felst, að þegar stúlka átti í hlut, sem ekki var byrjuð að móta sinn æviferil, fékk hún lægri bætur en piltur þangað til sýnt hafði verið fram á að kynferði hafði ekki áhrif á tekjur. Þótt dómarinn sem kvað upp dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur hafi vegið upp kynferðislega mismunun með öðrum þáttum bóta- ákvörðunar, þannig að heildarbæturnar sem stúlk- unni voru dæmdar verði jafnháar og ef miðað hefði verið við óskertar meðal- tekjur, réttlætir það á eng- an hátt forsendur dómsnið- urstöðunnar. Fjarri því. Sérstök ákvæði eru í jafnréttislögum, í íslensku stjórnarskránni og í samn- ingnum um Evrópska efna- hagssvæðið, þess efnis að launamismunun kynjanna er forboðin og að jafna beri stöðu karla og kvenna. Samkvæmt þessari grund- vallarreglu ættu dómstólar að dæma í stað þess að hengja sig í fortíðarhyggju þá sem berast í niðurstöð- um Kjararannsóknanefnd- ar. Dómsniðurstöður sem þessar geta á engan hátt samrýmst markmiðum Al- þingis, ríkisstjórnar ís- lands, Jafnréttisráðs og fleiri, um að útrýma hvers- konar mismunun kynjanna. Vel má vera, eins og Jón Erlingur Þorláksson heldur fram í bók sinni Slysabætur og íslensk skaðabótalög að slysabætur eigi ekki að fara eftir tekjum. Hann segir að yfirgnæfandi meirihluti slysa, sem bætt eru, séu þess eðlis að ekk- ert bendi til að tjón hinna slösuðu sé í hlutfalli við tekjur þeirra. Jón Erlingur leggur til í bók sinni, að aðalreglan verði sú að slysabætur verði óháðar tekjum og fari einvörðungu eftir áverkanum sem orðið hefur. Þannig telur höfund- ur að ekkert misræmi verði af því tagi, sem til dæmis kemur fram í ofangreind- um dómum. Ungmenni, sem enn eiga óuppgerð mál við tryggingafélögin frá því fyrir gildistöku nýju skaða- bótalaganna, eiga að njóta sama réttar og þau ung- menni sem sækja bætur á hendur tryggingafélögum, vegna slysa sem þau hafa lent í, eftir 1. júlí 1993. ÉG vitnaði . • I athyglisverða bók eftir Edith Hamil- ton og minntist á þann skilning sem hún hefði sýnt á fommenningu okkar. En hún fellur því miður í sömu gryfju og flestir aðrir sem ræða þessa arfleifð á al- þjóðavettvangi. Hún talar ævinlega um „norse“ þótt hér sé um að ræða íslenzka geymd og íslenzkar bók- menntir um fomnorræna hugmynda- fræði og trúarbrögð. Að þessu hefur áður verið vikið í Reykjavíkurbréfi um Wagner og verk hans og eigum við ærið verk að vinna til að koma umheiminum í skilning um að hér sé um íslenzka menningu að ræða, en ekki einhveijar óskilgreinar leifar norðurálfumenningar. Auðvitað er þetta germönsk arfleifð en hún hefur verið skráð í íslenzk rit 'og varðveitt hér. Það skiptir engu máli þótt kafl- amir í fyrmefndri bók heiti Introduction to Norse Mythology eða The Norse Gods, hér er um íslenzka arfleifð að ræða enda eru allar tilvitn- anir í forníslenzk rit. Enn lifir þjóð sem hefur varðveitt þessa menningu og á fulian aðgang að henni vegna tungumálsins. íslendingar skilja þessa arfleifð ágætlega og eru full- færir um að njóta hennar og meta. Þess er aðvisu getið í fyrmefndu riti að efniviðurinn sé sóttur í íslenzk handrit, en samt skortir skýringar á tengslum þess forna samfélags við nútímalíf á Islandi og þá geymd sem hér hefur veirð lögð áherzla á. Höf- undur segir þeir ættu ekki að tala um stflinn á þessum forna skáldskap „sem geti ekki lesið foma norrænu" (þ.e. „ancient Norse“) en allar þýð- ingar séu svo líkar það veiti a.m.k. vísbendingu um frum- málið. En þess er því miður ekki getið að hér á landi býr þjóð sem les þennan texta einsog hvert annað lesmál, nærist á honum og leggur hann til grundvallar menning- arlegum viðhorfum sínum. Við þurf- um að fara að kenna útlendingum að meta þessa menningu sem íslenzka arfleifð, en ekki eitthvert samsafn úr sameiginlegum sjóði norrænna þjóða sem aðrar Norðurlandaþjóðir eru hvorteð er löngu vaxnar frá vegna þeirrar málsmenningarhefðar sem hefur breytt þeirra „aciant norse“ í margvíslegar norrænar mállýzkur, ef svo mætti að orði kveða án þess þó verið sé að vega að málsmenningar- legri þróun í þjóðfélögum frænda okkar. Ef enginn kynni íslenzku og við værum útdauð þjóð, væri áreiðan- lega meiri áhugi á tungu okkar og arfleifð en raun ber vitni. Þá held ég fleiri útlendingar en nú reyndu að tileinka sér þessa dauðu menningu við erlenda háskóla. En við þurfum ekki endilega sjálfir, íslendingar, að vanrækja þessa stórkostlegu arfleifð eða þá dýrlegu músík sem er í lítt- skiljanlegum dróttkvæðum. Ég hef áður minnzt á að skólarnir vanrækja þessa arfleifð. Við værum betur stödd ef hún hefði verið ræktuð og áhuginn á henni jafnmikill og annarri tónlist sem okkur er tiltæk. Kristján Karls- son segir í formála fyrir íslenzku Ijóðasafni, 1. bindi: „Flest dróttkvæði eru bæði torskilin og efnislítil, þegar búið er að brjóta þau til mergjar. Ég veit tæplega leiðinlegri fróðleik en skýringar dróttkvæða eftir gömlu aðferðinni: samantekt, glósur, endur- sögn. Því að fegurð dróttkvæðanna er ekki fólgin í merkingu þeirra og jafnvel ekki nema að litlu leyti i hag- smíði kenninganna, sem er tilbreyt- ingarlítil. Skáldskapur kvasðanna liggur annarsstaðar og miklu nær: hann opnast þeim, sem leS þau upp- hátt, jafnvel lærir þau utan að án þess að skilja í fyrstu neitt umfram það, sem ekki þarf athugunar við. Fyrir mitt leyti er ég sannfærður um, að fyrir nútíma lesendur aðra en fræðimenn er ekki önnur leið fær til að nálgast þessa ljóðagerð af áhuga, né komast að raun um hve dýrlegur skáldskapur mörg dróttkvæðin eru: sjálf íþrótt íþróttarinnar. Ég held að þeir, sem hafa náð að kynnast drótt- kvæðunum á þennan hátt, muni sjálf- ráðir leita skýringa við þau, eins og þeim hentar, án þess að leggja nokk- um tíma of mikið uppúr innihaldi þeirra.“ Ég þarf engu við þetta að bæta. Annars er það harla athyglisvert hve oft íslenzkar fombókmenntir gleymast í umræðum hinna mætustu manna erlendra. Þannig hef ég hlust- að á fyrirlestra bandarískra prófess- ora sem fullyrða að skáldsagan hefj- ist með Don Kíkóta Cervantes, þótti allir ættu að þekkja til heimsbók- mennta einsog íslendinga sagna. Og undrandi varð ég þegar ég heyrði bandaríska skáldið og fyrirlesarinn, Robert Bly, fullyrða í dagskrá undir heitinu Ást á Vesturlöndum að ljóð- list hefði hafízt í Evrópu með trúba- dúrum þótt hann ætti að vita að vík- ingarnir ortu dýrleg ljóð löngu áður. Ætti að vita, sagði ég, því að hann hefur sjálfur vitnað i þessi ljóð, jafn- vel þýtt dróttkvætt erindi á ensku ef ég man rétt, enda af norskum ættum. M (meira næsta. sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22 júlí IMÖRG ár hefur umræðan um efnahagsbatá á íslandi, bætt lífskjör þjóðarinnar, bætt at- vinnuástand og aukinn hagvöxt verið samofin þjóðfélagsum- ræðu um ný stóriðjuáform og virkjanaframkvæmdir. Oftar en ekki hefur umræðan byggst á óraunsærri bjartsýni, oftúlkun stjórnmála- manna, úölmiðla og annarra, á þeim við- ræðum sem fram hafa farið við fulltrúa erlendra stóriðjufyrirtækja og óraunsæjum væntingum um árangursríka samninga. í áratugi hafa íslensk stjórnvöld reynt að laða erlenda fjárfesta hingað til lands, til uppbyggingar stóriðju, en án árangurs. Hér eru einungis þrjú orkufrek fyrirtæki: Álverið í Straumsvík, Járnblendiverksmiðj- an á Grundartanga og Áburðarverksmiðj- an í Gufunesi. Miklum fjármunum hefur árarn saman verið varið í undirbúning að samningum um stækkun álvers, nýtt álver, stækkun Járnblendiverksmiðjunnar, og viðræður um aðra stóriðjukosti. Viðræðunefndir á vegum ríkisins hafa ferðast út um allan heim til samningaviðræðna um þennan kostinn eða hinn. Iðulega hefur verið gefið til kynna, að samningar væru á lokastigi - svo gott sem í höfn. Frægasta dæmið í þeim efnum er auðvitað samningaviðræðurnar við Atlant- sálhópinn, þ.e. fulltrúa bandaríska álfyrir- tækisins Alumax, hollenska fyrirtækisins Hoogovens og sænska fyrirtækisins Gránges, um nýtt álver á Keilisnesi. Auðvitað er það mikið hagsmunamál fyrir þjóðina alla, að okkur takist að selja ónýtt vatnsafl okkar til orkufreks iðnaðar, auka þannig þjóðartekjur og laða til lands- ins erlenda fjárfestingu, sem hefði í för með sér auknar framkvæmdir, bætt at- vinnustig, aukinn hagvöxt og bætt lífskjör. En það hlýtur að vera meira en lítið að, þegar samningaviðræður gera aldrei annað en komast á lokastig. Engir endanlegir samningar hafa verið undirritaðir, engar endanlegar ákvarðanir verið teknar, engin staðfesting fengin fyrir því, að hér muni á næstunni rísa orkufrek stóriðjufyrir- tæki. Hvar hefur okkur orðið á? Andstæðingar stóriðju hafa oft látið að því liggja að erlendir fjárfestar bíði í röð- um, eftir því að fá að fjárfesta á íslandi. Svo er auðvitað ekki og ætti að vera öllum ljóst, nú um mitt ár 1995. Viðræður hófust þegar árið 1987 um stækkun álversins í Straumsvík, þar sem rætt var um samstarf ríkissjóðs íslands og svissneska álfyrirtækisins Alusuisse, móðurfélags íslenska álfélagsins hf. Alusuisse, sem í dag heitir Alusuisse- Lonza dró sig þó fljótlega út úr þeim við- ræðum og hafði ekki hug á stækkun. í mars 1990 stofnuðu Atlantsálfyrirtæk- in þrjú til formlegs samstarfs, um viðræð- ur um byggingu nýs álvers á íslandi - samsterfs, sem að nafninu til er enn við lýði. í kjölfar þess hófust samningaviðræð- ur milli fulltrúa fyrirtækisins og íslenska ríkisins um byggingu álvers. Það var fyrrverandi iðnaðarráðherra rík- isstjórnar Steingríms Hermannssonar, Jón Sigurðsson, sem leiddi þær viðræður fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar og stjórn- aði undirbúningi. Jón var áfram iðnaðar- ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem mynduð var 30. apríl 1991 í Viðey og stýrði því álviðræðum áfram. Jón Sigurðsson fékk töluverða gagnrýni fyrir þau boðsmark- störf sín, ekki síst fyrir það hvernig hann stóð að kynn- ingu á staðarvali nýs álvers. ítrekað var gefið til kynna, að það sveitarfélag sem byði hópnum hagfelldustu samninga, svo sem að því er varðaði skattaafslætti, upp- byggingu hafnaraðstöðu, tímabundna lækkun ýmissa gjalda o.fl. væri líklegra en önnur, til þess að fá álverið í sinn hlut. Var tekist á um staðsetninguna af fullri hörku, þar sem þijú kjördæmi voru í aðal- Álver hlutverkum. íbúar á Norðurlandi eystra töldu einsýnt, að hagfelldast væri að nýtt álver risi við Eyjafjörð, auk þess sem þeir sögðu slíkt mundi bjarga bágbornu at- vinnuástandi á svæðinu. Austurlandskjördæmi kom ekki síður við sögu, þar sem Reyðarfjörður var sagð- ur möguleg staðsetning fyrir nýtt álver og gengu Reyðfirðingar hart fram í að reyna að tryggja að þorp þeirra yrði fyrir valinu. Reykjaneskjördæmi var ávallt talið sig- urstranglegast, þótt iðnarráðherra gæfi sterklega til kynna að hinir tveir staðirnir væru inni í myndinni í allmargar vikur eftir að upplýsingar bentu til að Keilisnes á Reykjanesi væri sú staðsetning sem Atlantsálhópurinn kysi. Til sanns vegar má færa, að málatilbúnaðurinn í kringum staðarval fyrir nýtt álver, hafi gert það að verkum að nýtt álver hafi verið sett á uppboðsmarkað hjá sveitarfélögum lands- ins. Tilkynnt var um staðarval Atlantsál- hópsins haustið 1990 og var hart deilt á valið og undirbúning málsins við það tæki- færi, bæði í umræðum á Alþingi og af fulltrúum þeirra byggðarlaga, sem ekki hrepptu hnossið. Efnislegt samkomulag á milli íslensku álviðræðunefndarinnar og Atlantsáls tókst svo í öllum meginatriðum laust fyrir miðj- an ágúst 1991, hálfu öðru ári eftir að samningar hófust. Á fundi með fréttamönnum þann 12. ágúst, lýstu forsvarsmenn Atlantsáls því yfir, allir sem einn, að þeir teldu að Atlant- sál myndi reisa nýtt álver á Keilisnesi, þótt fjármögnunarviðræðum væri ólokið og að endanlegir samningar yrðu ekki lagðir fyrir stjómir fyrirtækjanna þriggja fyrr en í ársbyijun 1992. Ekki kvað við minni bjartsýnistón hjá stjórnvöldum og fulltrúum í álviðræðu- nefnd, þar sem því var fagnað, að nú gætu Atlantsálsaðilar snúið sér að því að semja um fjármögnun framkvæmdanna. Um miðjan ágúst árið 1991 var raforku- sölusamningur Atlantsáls og Landsvirkj- unar kynntur á stjórnarfundi Landsvirkj- unar. Um þetta leyti voru menn orðnir nokkuð sannfærðir um að af samningum yrði og ráðist yrði í framkvæmdir á Keilis- nesi, sem yrðu til þess að nýtt álver tæki til starfa um mitt ár 1995, fjórum árum síðar. Hefðu þær áætlanir staðist væri nú búið að gangsetja nýtt álver á Keilisnesi. Efasemdir um að fram- kvæmdir hæfust Aðeins örfáum vikum síðar komu fram opinberar staðhæfíngar frá Vinnuveitendasam- bandi Islands, þess efnis, að ekki yrði af framkvæmdum á vegum Atlantsáls á árinu 1992. Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra brást harkalega við staðhæfingum VSÍ og vísaði heim til föðurhúsanna sem rakalausum þvættingi. Paul Drack, sem þá var stjórnarformað- ur Alumax, studdi iðnaðarráðherrann í þessum málflutníngi, því haft er eftir hon- um í fyrirsögn í Morgunblaðinu þann 9. október 1991: „Engin áform um að fresta framkvæmdum við álver á Keilisnesi." í tilvitnaðri frétt sagði stjórnarformaður Alumax jafnframt: „Ég geri mér ekki al- veg Ijóst á hvaða upplýsingum Vinnuveit- endasamband Islands byggir, þegar það staðhæfir að engar framkvæmdir verði á íslandi vegna nýs álvers á næsta ári, því ég get fullyrt að svona upplýsingar eru ekki frá okkur komnar.“ Ekki leið nema einn mánuður þangað til önnur frétt birtist í Morgunblaðinu, undir fyrirsögninni: „Ákvörðun um álver á Keilisnesi frestað ótímabundið.“ í sama tölublaði birtist fréttaviðtal við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra undir fyr- irsögninni: „Vil Ijúka þessum samningum með fyrirvara.“ I viðtalinu var ráðherrann krafinn svara um, hvort hann hefði talað gegn betri vitund, fyrr um haustið, er hann mótmælti yfirlýsingum Vinnuveit- endasambandsins harðlega. Þeirri spurn- ingu svaraði ráðherrann með eftirfarandi hætti:„Ég hef ekki talað gegn betri vit- und, en auðvitað gat hver maður séð, að það voru áhættur í málinu.“ Paul Drack sagði í Morgunblaðinu þenn- an sama dag: „Svartsýnn á að ákvörðun verði tekin á næsta ári.“ Og viku síðar var haft eftir forsvarsmönnum Atlantsáls í Morgunblaðinu: „ísland er þegar komið inn í framleiðsluáætlun Alumax." Við sama tækifæri kvaðst iðnaðarráðherra telja að heimsókn forsvarsmanna Alumax til íslands, einni viku eftir hina ótíma- bundnu frestun framkvæmda „staðfesti þeirra ásetning að vilja byggja hér álver, þegar markaðsaðstæður leyfa.“ Paul Drack upplýsti á sínum tíma að Alumax hefði lagt í einnar milljónar doll- ara fjárútlát vegna undirbúnings Atlant- sálsverkefnisins eða um 63 milljónir ís- lenzkra króna á núverandi gengi. Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra neitaði nokkrum mánuðum áður að upplýsa hver útgjöld ríkissjóðs hefðu verið vegna undirbúnings- ins. Orðrétt sagði ráðherrann hér í blaðinu þann 13. ágúst 1991: „Þetta er bara part- ur af hinum almenna rekstri og fjárfest- ingu þessara aðila. Munurinn á þessum útgjöldum og mörgum sömu tegundar fyrr á árum, er náttúrlega sá að nú erum við að ná landi, þannig að það kemur eitthvað fyrir féð.“ Að sjálfsögðu varð ákvörðun for- svarsmanna Atl- antsálshópsins um ótímabundna frest- un framkvæmda til þess að Landsvirkj- un hvarf frá frekari fjárfestingum vegna byggingar nýs álvers, en fyrirhugað hafði verið að Landsvirkjun verði 5,7 millj- örðum króna í þágu virkjanaframkvæmda á árinu 1992. Um áramótin 1991-1992 hafði Landsvirkjun varið 770 milljónum króna til undirbúnings fyrir nýtt álver. Ekki fór mikið fyrir umræðum um fyrir- hugað álver á Keilisnesi fram á haust 1992, þótt reglulega væri upplýst um gang viðræðna, sem flestir virtust hafa misst trú á - þ.e.a.s. almenningur og fjölmiðlar, þótt stjórnmálamenn, viðræðunefndar- menn og talsmenn Atlantsáls reyndu að halda lífi í umræðunni. Haust.ið 1992 leit um stund út fyrir að nýr þáttur í álumræðum væri hafinn, þeg- ar stjórnarformaður bandaríska álfyrir- tækisins Kaiser Aluminium, John M. Seidl, kom hingað til lands, fyrir milligöngu fyrr- um sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Charles Cobb. Erindið var að ræða við íslensk stjórnvöld um möguleika þess að Kaiser reisti hér og ræki álbræðslu. Þess- ari heimsókn voru gerð góð skil, en fljótt varð ljóst að engin alvara var að baki þessari skoðunarferð stjórnarformannsins til íslands. í júní í fyrra var haft eftir stjómarform- anni Alumax hér í Morgunblaðinu, að ál- ver á Keilisnesi væri áfram fyrsti kostur Atlantsáls, þótt ákvörðun biði um sinn. Þegar haustaði voru yfirlýsingar stjórnar- formannsins oi-ðnar örlítið ákveðnari, því hann sagði þann 15. október 1994 í Morg- unblaðinu að hann gerði sér í hugarlund,, að Atlantsálhópurinn tæki ákvörðun um það eftir 12 til 18 mánuði, að hefja fram- kvæmdir við nýtt álver á Keilisnesi. Stjórn- arformaðurinn skilyrti þá ákvörðun á þann veg, að heimsmarkaðsverð á áli þyrfti áfram að haldast í 1.700 dollurum eða meira fyrir tonnið, sem það náði í fyrsta sinn í fjögur ár, þann 14. október 1994. Heimsmarkaðsverð á áli er í sögulegu hámarki, mun hærra en 1.700 dollarar fyrir tonnið, því það hefur verið yfir 1.900 dollarar um nokkurra mánaða skeið og einatt nálgast 2.000 dollara múrinn. Mark- aðsaðstæður, samkvæmt orðum forsvars- manna Atlantsáls og fyrrum iðnaðarráð- herra leyfa því tvímælalaust að ákveðið verði að hefja framkvæmdir á Keilisnesi. 770 milljón- ir í undir- búning hjá Landsvirkj- un I október næstkomandi verða 12 mánuð- ir liðnir frá fyrrnefndri tímasetningu stjórnarformanns Alumax og í apríl 1996 verða 18 mánuðirnir liðnir. Þess vegna má búast við að á tímabilinu október í haust til apríl á næsta ári verðj tekin end- anleg ákvörðun af eða á um framkvæmd- ir á Keilisnesi, þ.e.a.s. ef forsvarsmenn Atlantsálshópsins hafa raunverulegan áhuga á að byggja hér álver, en sumir kunnáttumenn hafa dregið það í efa. Loks raun- hæfur kost- ur? Ætla má, að raun- hæfur kostur um þessar mundir, að því er varðar stór- iðjuframkvæmdir á íslandi, sé stækkun álvers ÍSAL í Straumsvík, en í lok janúar- mánaðar sl. hófust formlegar viðræður íslenskra stjómvalda um 60% stækkun álversins við eigendurna, Alusuisse-Lonza. Auðvitað jafnast slíkur kostur á engan hátt á við álversáform Atlantsáls á Keilis- nesi, sem miðuðu við, að þar risi ál- bræðsla, sem framleiddi- 200 þúsund tonn á ári og fjárfestingaráformin hljóðuðu upp á 70 milljarða króna. Ákveði Alusuisse-Lonza að stækka verksmiðju sína í Straumsvík, úr 100 þús- und tonna ársframleiðslu í 160 þúsund tonn, verður þar um fjárfestingu upp á um 10 milljarða króna að ræða, sem myndi skapa allt að 120 framtíðarstörf. Ef af verður hljóta um 200 manns atvinnu á framkvæmdatímanum, sem áætlað er að vari í tvö ár. Þannig miðast áætlanir við það, að nýr kerskáli gæti tekið til starfa síðari hluta ársins 1997. Ólíkir þættir hafa í gegnum árin haft áhrif á, að ekki hefur neitt orðið úr fyrir- huguðum stóriðjuframkvæmdum og samn- ingar þar að lútandi ekki tekist. I tilviki Atlantsálshópsins var í fyrstu sagt áð ekki næðust nógu hagstæðir samningar við lánastofnanir um Ijármögnun. Því næst var lágt heimsmarkaðsverð á áli ástæðan, fastlega tengd offramboði á áli vegna áls, sem kom frá Rússlandi, um ein milljón tonna á ári. Hveijar skyldu ástæðurnar vera nú, þegar heimsmarkaðsverð á áli er í sögulegu hámarki og nægt framboð er af lánsfjármagni? Ef litið er til þess með velvilja má ætla, að Atlantsálhópurinn vilji fullvissa sig um að viðunandi verð á áli nái að festast í sessi. Að því er varðar hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík verður því sízt af öllu haldið fram, að stjómmálamenn, full- trúar Alusuisse-Lonza eða fulltrúar í við- ræðunefndum hafi afvegaleitt þjóðina með ótímabærum yfirlýsingum, óhóflegri bjart- sýni eða öðru slíku. Þeir sem að þessu sinni verða að axla ábyrgð af því að hafa hleypt slíkum áform- um í uppnám, eru þeir sem síst skyldi - verkalýðsfélögin sem semja um kaup og kjör fyrir félaga sína, sem eru starfsmenn ÍSAL í Straumsvík. Það var mikill háskaleikur sem verka- lýðsfélögin léku fyrr í sumar, í kjarabar- áttu sinni við íslenska álfélagið hf. Þau öfluðu sér verkfallsheimildar og boðuðu verkfall í álverinu frá og með 10. júní sl. Fljótlega kom fram í fréttum af samninga- viðræðum verkalýðsfélaganna í Straums- vík og viðsemjenda þeirra, að vinnuveit- endur höfðu 'boðið launahækkanir sem voru mun meiri en launþegar á almennum markaði höfðu þurft að sætta sig við. Það dugði ekki til, og lokun álversins í Straums- vík vofði yfir. á miðnætti 23. júní, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hefði komið til stöðvunar álversins, blasti við að það tæki þijá til sex mánuði að koma rekstrinum í fullan gang að nýju og stöðvunin hefði haft í för með sér millj- arða króna tap. Afleiðingar stöðvunar ál- versins voru auðvitað deginum ljósari, auk þess sem fyrir lá að áform Alusuisse- Lonza um stækkun Straumsvíkurverk- smiðjunnar hefðu að engu orðið. Þannig hefði vonin um 10 milljarða fjár- festingu, atvinnutækifæri fyrir allt að 200 manns til að byija með og 120 í framtíð- inni brostið. Þarna var um mikið hags- munamál að tefla, fyrir starfsmenn álvers- ins jafnt sem þjóðarheild. Raunar er ómögulegt að segja til um það á þessari stundu, hvort og þá hversu mikið óbilgjörn afstaða verkalýðsforyst- unnar í kjarasamningum við viðsemjendur þeirra hjá ÍSAL skaðaði áform um fyrir- húgaða stækkun álversins. Það eina sem gæti gefið tilefni til bjartsýni um að Alusuisse-Lonza ákveði í ágústmán- uði að hefjast handa um stækkun álversins, er sú staðreynd að starfsmenn álvers- ins í Straumsvík féllust á það, við samningsgerðina, að gefa út yfirlýsingu þess efnis, að um sam- ræmda atkvæðagreiðslu yrði að ræða um sameiginlegan kjarasamning við viðsemj- endur þeirra næstu fjögur árin. Vonir standa til að með þeirri yfirlýsingu hafi tekist að skapa traustari grundvöll fyrir hina nýju fjárfestingu og eyða tortryggni fjárfestanna. Auk þess er ekki ólíklegt að yfirlýsing verkalýðsfélaganna geti haft fordæmisgildi í framtíðinni, enda liggur fyrir að trú erlendra fjárfesta á stöðug- leika á vinnumarkaði og viðunandi sam- skipti við stéttarfélög, getur skipt sköpum við ákvarðanatöku þeirra. Samkvæmt því sem Kurt Wolfensber- ger, framkvæmdastjóri álsviðs Alusuisse- Lonza sagði í fréttasamtali hér í Morgun- blaðinu sl. sunnudag, er þess að vænta að þessi yfirlýsing verkalýðsfélaganna hafl haft jákvæð áhrif á ráðamenn fyrir- tækisins í Sviss: „Það var samið um það nú að í framtíðinni þurfum við aðeins að semja við einn aðila. Það er mikil bót að því. Nú þarf að auka möguleika á sveigjan- leika í rekstri verksmiðjunnar svo að hún verði rekin á sem hagkvæmastan hátt.“ Wolfensberger sagði í sama viðtali, að hann vonaðist eftir því að endanleg ákvörð- un um stækkun álversins í Straumsvík lægi fyrir í lok ágústmánaðar, en hann dró enga dul á, að vinnudeilurnar fyrr í sumar vörpuðu skugga á stöðu íslands og að auðveldara hefði verið að leggja áætlun um stækkun álversins fyrir stjóm fyrirtæk- isins, ef fullkominn vinnufriður hefði ríkt. Að þessu sinni sluppu verkalýðsfélögin á Suðurnesjum og forysta þeirra vonandi fyrir horn. Óskandi er að menn dragi lær- dóm af reynslu sem þessari, þannig að slíkt hættuspil heyri fortíðinni til. Hvaða lærdóma má draga af þessari sögu? Við höfum í þijátíu ár reynt að ná samningum um byggingu annars álvers á íslandi og enn sem komið er hefur það ekki tekist. Á þessum tíma hafa fjölmörg álver verið byggð í heiminum. Við höfum látið vita af okkur en áhugi hefur ekki verið fyrir hendi. Það sýnir m.a., að við eigum í harðri samkeppni við aðrar þjóðir um byggingu álvera. Þótt mönnum hér finnst Landsvirkjun bjóða lágt raforkuverð hafa álfyrirtækin bersýnilega átt betri kosta völ annars staðar. í annan stað fer ekki á milli mála, að herferð Hjörleifs Guttormssonar, þáver- andi iðnaðarráðherra, gegn Svissneska álfélaginu á sínum tíma hefur áreiðanlega skaðað okkur til langrar framtíðar. í þriðja lagi sýnir reynslan af Atlantsál- viðræðunum, að það fer bezt á því, að stjómvöld komi fram af fullri hreinskilni. Stjórnmálabaráttan innanlands hefur sennilega valdið umtalsverðum erfiðleikum í þeim viðræðum. í íjórða og síðasta lagi bendir þijátíu ára reynsla til þess, að við eigum ekki að gera ráð fyrir að orkufrekur iðnaður geti orðið sú undirstaða undir afkomu þjóðar- innar, sem margir töldu, þegar samningar náðust við Svissneska álfélagið á Viðreisn- arárunum. Slapp verkalýðs- forystan á Suðurnesj- um fyrir hom? „Heimsmarkaðs- verð á áli er í sögulegu há- marki, mun hærraen 1.700 dollarar fyrir tonnið, því það hefur verið yfir 1.900 dollarar um nokkurra mánaða skeið og einatt nálgast 2.000 doll- ara múrinn. Markaðsaðstæð- ur, samkvæmt orðum forsvars- manna Atlantsáls og fyrrum iðnað- arráðherra leyfa því tvímælalaust að ákveðið verði að hefja fram- kvæmdir á Keilis- nesi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.