Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ h Hluti sjónvarpsveldis Fininvests seldur Völd Berlusconis enn sögð of mikil Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra * Italíu, ákvað að selja hluta fjölmiðlaveldis síns til þess að þagga niður í gagnrýnendum sínum, en honum virðist ekki ætla að verða kápan úr því klæðinu. TILKYNNING Berlusconis á fimmtudag um að sal- an á 20% hlut í fyrirtæk- inu Mediaset væri frá- gengin var talin nánast formsat- riði, slík umfjöllun hafði verið um málið bæði innan lands og utan. Hann sagði troðfullum sal af blaða- mönnum í Mílanó einnig að hann hygðist selja hópi banka 20% til viðbótar síðar á þessu ári. í upp- hafi næsta árs yrði fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkaði og al- menningi gefinn kostur á að eign- ast hlut í því. Eftir það er gert ráð fyrir að eignarhlutur Berlusconis verði milli 35 og 40%. Veldi Berlusconis Veldi Berlusconis er þannig upp- byggt að í miðjunni situr eignar- haldsfyrirtækið Fininvest, en fjöl- miðla- og auglýsingafyrirtækið Mediaset er einn af öngum þess. Þrír menn skipta þessum 20% í Mediaset á milli sín. Leo Kirch, fjölmiðlakóngur frá Bæjaralandi, keypti 10%, Johann Rupert, kaup- sýslujöfur frá Suður-Afríku, og al-Waleed bin Talal, prins og auðkýfingur frá Saudi Arabíu 5% hvor. Einna erfiðast er að segja til um það hvað vaki fyrir Kirch. Hann hefur verið í viðskiptum við Ber- lusconi árum saman og þeir eiga báðir hlut í spænsku sjónvarps- stöðinni Telecinco og öðrum fyrir- tækjum. „Atburðir undanfarinna daga sýna að sambandið, sem myndaðist fyrir mörgum árum, heldur enn,“ stóð í blaðinu Corriere de la Sera, sem gefið er út í Mílanó. Johann Rupert hefur styrkt samkeppnisstöðu sína og um leið gert ástralska fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch erfiðara að bijóta sér leið inn á ítalska fjölmiðla- markaðinn. Murdoch átti í samn- ingaviðræðum við Berlusconi um að kaupa hlut í Mediaset. Upp úr slitnaði vegna þess að Murdoch vildi þá og því aðeins kaupa hlut í Mediaset að hann eignaðist meiri- hluta í því. Berlusconi gat ekki gengið að því. Al-Waleed á Arab- íska útvarps- og sjónvarpsfélagið, sem sendir til 22 landa við Miðjarð- arhaf og mun hagnast á að fá aðgang að tæknibúnaði og -þekk- ingu Mediaset. Óvíst um hagnað Ólíklegt er talið að fjárfesting þremenninganna skili miklum hagnaði og verðgildi Mediaset sé nú í hámarki. Bent hefur verið á að auglýs- ingatekjur Mediaset kynnu að lækka ef ríkissjónvarpið (RAI) yrði einkavætt. ítalar samþykktu ný- verið í atkvæðagreiðslu að selja RAI, sem rekur þijár sjónvarps- stöðvar af sex á Ítalíu. Mediaset rekur hinar þijár. Berlusconi hafði gi-einilega Reuter ANDSTÆÐINGAR Silvios Berlusconis vilja ekki að hann eigi sjálf- ur hljóðnemana, sem hann viðrar stjórnmálaskoðanir sínar í. framtíð sína í stjórnmálum í huga þegar hann lýsti yfir því á blaða- mannafundinum á fimmtudag að hann hygðist „frysta“ sinn hlut í fyrirtækinu kæmist hann í stjórn. Lítill vafi virðist leika á því að Berlusconi ætli að steypa sér út í stjórnmálabaráttu á ný. Á fimmtu- dag komust samtök vinstri og mið- afla, sem nefna sig „ólívutréð“, og hið svokallaða „Frelsisbandalag" hægri og miðafla, sem Berlusconi telst til, að samkomulagi um kosn- ingafyrirkomulag. Samkomulagið er reist á þremur meginþáttum: reglum um jafnan aðgang frambjóðenda að fjölmiðl- um, tryggi það að tillit verði tekið til minnihlutans þegar mikilvægar stöður eru veittar á þingi og nýjar reglur um kosningu stjórnar RAI. „Það leysir ekkert að selja 20 Yfirstjóni Barings kennt um hrunið Stjómendur Barings og eftirlits- maður hjá Englandsbanka áttu mesta sök á því að áhættuvið- skipti Nicks Leesons í útibúinu í Singapore vom ekki stöðvuð áður en Baringsbanki hmndi, sam- kvæmt niðurstöðu rannsóknar breska bankaeftirlitsins. að fyrir Leeson eða hvort hann hefði haft vitorðsmenn. Leeson er í fangelsi í Frank- furt meðan beðið er úrskurðar um hvort hann verði framseldur til Singapore að beiðni þarlendra yfirvalda. Clarke sagði að ekki yrði óskað eftir því að Leeson yrði framseld- ur til Bretlands. Clarke sagði að skýrslaii drægi upp mynd af „algjöru hruni_ stjórnunareftir- Iits“. í skýrsiunni segir Nick Leeson Peter Baring Andrew Tuckey Peter Norris TAP BANKANS vegna spá- kaupmennsku Leesons með svokallaða afleið- usamninga nam jafnvirði 82 milljarða króna og það olli hruni hans í febrúar. Næstum öllum æðstu stjórnendum bankans er kennt um hrunið í 337 síðna skýrslu sem bankaeftirlitið lagði fyrir bankanefnd breska þingsins á þriðjudag. Þar seg- ir að alvarlegar brotalamir hafi verið á innra eftirliti og stjómun bankans. Hollenska banka- og tryggingasam- steypan ING keypti bankann eftir hrunið fyrir aðeins eitt pund. Kenneth Clarke fjármálaráðherra sagði á þinginu að „hörmuleg mis- tök“ hefðu valdið hruni bankans og álitshnekki fyrir breskar fjánnála- stofnanir. Ráðherrann lýsti „furðu“ sinni á því að enginn stjómenda Barings skyldi hafa uppgötvað fyrr að Leeson hefði valdið gífurlegu tapi með áhættuviðskiptum sínum í Aust- urlöndum fjær sem að lokum „sprengdu bankann". Clarke sakaði Leeson, sem er 28 ára, um að hafa reynt að fela þetta mikla tap með „flóknum og kerfis- bundnum blekkingum og röngum upplýsingum". Hann bætti þó við að Leeson hefði ekki getað komist upp með svo umfangsmikil áhættuvið- skipti ef innra eftirlit Barings hefði ekki verið jafn lélegt og raun bar vitni. Brotalamir hjá Englandsbanka Skýrsluhöfundarnir segja að engar sannanir séu fyrir því að Englands- banki gæti hafa afstýrt hmni Bar- ings en tíundaðar eru nokkrar brotal- amir í starfsemi bankans í tengslum við eftirlitshlutverk hans, Englandsbanka - sem er sagður hafa treyst stjómendum Barings um of - urðu á mistök með því að heim- ila Barings að fara yfir mörk sem sett höfðu verið um umfang verð- bréfaviðskipta erlendis. Skýrsluhöfundarnir segja það „óviðunandi" að Englandsbanki skuli hafa látið hjá líða í tvö ár að skýra Barings frá því að bankinn hefði bundið of mikið fé í útibú Leesons í Singapore. í skýrslunni er ekki hvatt til rót- tækra breytinga á reglum um starf- semi breskra banka en þó er krafist nokkurra úrbóta. Skýrsluhöfundam- ir leggja fram 17 tillögur um úrbæt- ur og flestar þeirra varða starfsemi Englandsbanka. í skýrslunni er mikið gert úr þætti Chris Thompsons, eftirlitsmanns bankans sem lét hjá líða í rúmt ár að svara spurningum Baringsbanka um umfang viðskiptanna í Singap- ore. Thompson sagði af sér í vikunni sem leið vegna niðurstöðu skýrslunn- ar. Thompson var fjórði æðsti maður eftirlitsdeildar Englandsbanka og ýmsir telja óeðlilegt að skuldinni sé skellt á hann einan. Nokkrir banka- menn og þingmenn í bankanefndinni hafa sagt að fleiri höfuð verði að fjúka. Þeir vilja að yfírmenn Thomp- sons í eftirlitsdeildinni, Brian Quinn, Carol Sergeant og Míchael Foot, láti einnig af störfum. Eddie George, bankastjóri Eng- landsbanka, brást ókvæða við þess- ari gagnrýni á fundi með banka- nefndinni og sakaði þingmennina um „nornaveiðar". Hann vísaði því einn- ig á bug að skýrslan væri „skaðlegur áfellisdómur“ yfir bankanum, eins og Gordon Brown, talsmaður Verka- mannaflokksins í fjármálum, hélt fram. Engin merki um vitorðsmenn Clarke viðurkenndi að rannsóknin hefði ekki leitt í ljós hvað hefði vak- að æðstu stjórnendur Barings beri mesta ábyrgð á hruninu og þá einkum Peter Barings sem stjómarformaður. Hann sagði af sér skömmu eftir hrunið og allir æðstu stjórnendumir, sem sættu gagnrýni vegna málsins, hafa farið að dæmi hans. Peter Norris, sem var æðsti fram- kvæmdastjóri verðbréfadeildar Bar- ings, kvaðst ekki hafa getað komið í veg fyrir hrun bankans. „Engin stofnun getur komið í veg fyrir svik. Spurningin er hversu langan tíma það tekur að uppgötva þau.“ Fram kemur í skýrslunni að Lee- son hafði komist í vanda vegna áhættuviðskiptanna fyrr en áður var talið. Þegar Barings hrundi nam tap- ið af viðskiptunum jafnvirði 82 millj- arða króna en skýrslan sýnir að í lok desember var tapið þegar komið í 20 milljarða. Ennfremur kemur fram að Leeson stofnaði leynilegan reikning, númer 88888 (sem er fimmföld happatala í Kína), til að fela tapið af áhættuvið- skiptunum. Reikningurinn var stofn- aður í júlí 1992 og stjómendurnir uppgötvuðu hann ekki fyrr en þrem dögum fyrir hrunið. Þeir héldu allan þennan tíma að viðskiptin væru arð- vænleg og Leeson fjármálasnillingur. Stjórnarmönnum verði refsað Breska dagblaðið The Daily Tele- graph segir í forystugrein að skýrsl- an kasti rýrð á Englandsbanka og Leeson en mesti áfellisdómurinn sé yfir æðstu stjórnendum Barings. Blaðið krefst þess að stjórnarmenn Barings verði dregnir til ábyrgðar. Ekki sé nóg að þeir missi störf sín. Eddie George sagði að stjórnendur Barings yrðu ekki sóttir til saka og kvaðst ekki geta útilokað að þeir yrðu ráðnir til annarra banka. Varð græðgin þeim að falli? Stjórnendur Barings höfðu of mikla trú á Leeson og litu á hann sem kraftaverkamann. Allt sem hann snerti virtist verða að gulli. Áður en svik hans komust upp virtust áhættuviðskiptin skila bank- anum miklum hagnaði og hann fékk sem svarar 13 milljónum króna í aukagreiðslur fyrir vel unnin störf árið 1993. Fyrir síðasta ár átti Lee- son að fá alls 45 milljónir í auka- greiðslur og skýrsluhöfundarnir varpa fram þeirri tilgátu að hann hafí stundað áhættuviðskiptin til að tryggja sér hærri greiðslur. Þessar aukagreiðslur voru ekkert einsdæmi innan bankans. Alls áttu um 70 starfsmenn að fá meira en 25 milljónir fyrir síðasta ár og fjórir æðstu stjórnendurnir fengu lang- mest. Andrew Tuckey, varaformaður og æðsti framkvæmdastjórinn, átti að fá 165 milljónir ofan á há grunn- laun og Peter Baring stjórnarformað- ur og Peter Norris 100 milljónir hvor. Fréttaskýrandi The Daily Tele- graph telur að græðgi þessara manna hafi orðið þeim og bankanum að falli. Það voru menn eins og Leeson sem breyttu torskildum afleiðusamning- um í gull í vösum stjórnendanna. Ríkulegar aukagreiðslumar ýttu undir traust þeirra á gullgerðar- manninum Leeson og þær voru alls ekki til þess fallnar að hvetja þá til að vefengja starfshætti hans. • Heimildir: The Daily Telegraph og The Independent. i l » I l i í : 9 1. I I i 1 I. í L I (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.