Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 27 + Anna Jónína Sveinsdóttir fæddist 20. mars 1919. Hún lést 17. júlí sl. á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún var dóttir hjónanna Olafar Þórarinsdótt- ur og Sveins Bjarna- sonar frá Viðfirði við Norðfjörð. Hinn 4. mars 1950 giftist hún Guðbjarti Guð- mundssyni frá Króki í Holtum. Þau eign- uðust þrjú börn, Magnús, Guðrúnu og Ólöfu. Barna- börnin hennar eru níu og langömmubörnin þrjú. Utför Önnu fer fram frá Viði- staðakirkju mánudaginn 24. júlí og hefst athöfnin kl. 13.30. Ávallt mun ég minn- ast þín á komandi árum þegar munimir frá þér verða settir upp um jól- in. Anna eignaðist þijú böm, Magnús, Ólöfu og Guðrúnu, sem vom henni mjög kær. Sam- band hennar var gott við sitt fólk til hinstu stundar. Elsku Anna, þá er þinni jarðvist lokið að sinni og þú laus við all- ar þjáningamar. Ég veit að það verða margir til að taka á móti þér. Hafðu þökk fyrir allt. Kæri Bjartur, Maggi, Óia, Gunna og Qölskyldur. Ég sendi mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurrós Gunnarsdóttir. í fáum orðum langar okkur syst- urnar að kveðja hana Önnu frænku, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði morguninn 17. júlí sl. Anna frænka var yngsta syst- ir hennar Guðrúnar ömmu og yngst átta systkina sem öll eru nú látin. Hún Anna frænka var einstaklega hjartahlý og góð kona. Alltaf var gott að koma til hennar Önnu, hvar sem hún bjó. í augum okkar systr- anna var hún okkur sem amma. Hún var mömmu sem móðir og á síðari ámm eyddi Anna frænka mörgum stundum hjá henni í Fjóluhvammin- um eða upp í sumarbústað. Við syst- urnar eigum vissulega eftir að sakna þess að hitta hana ekki lengur á heimili foreldra okkar. Viljum við votta hennar nánustu ættingjum innilega samúð. Guð blessi minningu Önnu Sveins- dóttur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ólöf og Guðrún Halldóra. ANNA JONINA SVEINSDÓTTIR ANNA frænka mín er látin. Hún kvaddi þennan heim á fögmm sumarmorgni við rísandi sól sem gaf fyrirheit um hlýjan og bjartan sumar- dag. Ekki ólíkt þeirri hlýju og útgeisl- un sem frá henni stafaði til samferða- manna hennar í lifanda lífi. Anna var bam þegar hún missti föður sinn og á unglingsaldri þegar allir bræður hennar þrír fómst með litlum vélbáti út af Austfjörðum. i kringum fermingaraldur veiktist Anna og lá hún u.þ.b. ár á sjúkrahús- inu á Seyðisfirði. Þegar hún náði sér upp úr þeim veikindum lá leið hennar til Reykja- víkur eins og svo margra ungmenna af landsbyggðinni á þeim tímum. Þar vann hún hin ýmsu störf, en bjó lengst af hjá systur sinni, Ólöfu. Eftir að Ólöf varð ekkja bjuggu þær systur saman þar til Anna giftist eftirlifandi manni sínum, Guðbjarti Guðmunds- syni. Heimili Önnu og Bjarts hefur lengst af verið í Reykjavík. Það er gæfa sérhvers manns að eiga góða að. Það höfum við ættingj- ar Önnu Sveinsdóttur reynt. Þótt hún hafi ekki alltaf átt mikið af veraldleg- um auði átti hún þeim mun meira af andlegum verðmætum og mann- kærleika, sem bæði skyldmenni henn- ar og annað samferðafólk hafa notið í ríkum mæli. Mér er því efst í huga þakklæti er ég sé á bak frænku minni - þakk- læti fyrir það að hafa átt svona góða frænku sem var mér sem besta móð- ir og bömunum mínum eins og amma. Það sem ég er að reyna að segja felst í raun í orðum sonar míns er hann sagði þegar hann var lítill dreng- ur: „Mamma, þú getur aldrei launað henni Önnu frænku hvað hún er góð kona.“ Blessuð sé minning þín, elsku Anna mín. Hulda G. Sigurðardóttir. Deyr fé, l deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þessi orð duttu mér í hug þegar ég frétti um andlát Önnu frænku, sem verður til moldar borin á morgun, mánudaginn 24. júlí. Anna var mín uppáhalds frænka og þótt aldursmunur hafi verið um 25 ár skipti það aldrei máli. Ég kom til Önnu og Bjarts 11 ára gömul og átti að passa tvíburana Gunnu og Ólu. Upp frá því hélst vin- áttan alla tíð. Við gátum setið langtímum saman og spjallað um alla heima og geima og ekkert var okkur óviðkomandi; t.d. var talað um börn, bamabörn, trúmál og pólitík. Við áttum það til að reyna að senda hvor annarri hugskeyti og ævinlega hringdi síminn eða dyrabjallan og hún sagði: „Ég var einmitt að hugsa til þín, Rósa mín.“ Anna var með ljúfari og dagfars- prúðari persónum sem ég hef kynnst. Óll handavinna var Önnu mjög hug- leikin og á ég marga fallega muni frá henni sem hún sendi mér um jól. t Útför séra SIGURJÓNS GUÐJÓNSSONAR fyrrv. prófasts, Eskihlíð 20, Reykjavik, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30. Guðrún Þórarinsdóttir, Hrafnkell Sigurjónsson, Unnur Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, ÞÓRUNN KRISTJANA HAFSTEIN, Dalbraut 20, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð. En þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Steinarr Kristjánsson, Þórunn Júlía Steinarsdóttir, Steinarr Kr. Ómarsson, Jonas Sveinn Hauksson. t Hjartkær eiginmaður minn, SNORRI TÓMASSON, Hjarðarhaga 32, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Sigurlaug Jónasdóttir. Útför UNNAR ÞÓRDÍSAR SÆMUNDSDÓTTUR, Garðabraut 10, Akranesi, verður frá Akraneskirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 13.00. Víglundur Elísson, Sæmundur Víglundsson, Valdís Inga Valgarðsdóttir, Elís Rúnar Viglundsson, Hrönn Norðdahl, Aðalsteinn Víglundsson, Guðrún Kristin Reimarsdóttir, Jónina Halla Víglundsdóttir, Haraldur Ingólfsson og barnabörn. Vandaðir kgstdnar Varanteg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR, Sóleyjargötu 25, verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 13.30. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Oddný Jóhanna Eyjólfsdóttir, Sölvi Óskarsson, Þorgeir Pétur Eyjólfsson, Kristfn Lýðsdóttir, Laufey Eyjólfsdóttir, Ásdis Þórðardóttir og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför frænda míns og bróður okkar, SIGMUNDAR Þ. GUÐBJARTSSONAR vélstjóra, Hrefnugötu 3, Reykjavík. Sigmundur Arthúrsson, Marsibil Guðbjartsdóttir, Sigþrúður Guðbjartsdóttir, Guðni Guðbjartsson. t Hjartans þakkir færum við ykkur öllum, sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA BJÖRNSSONAR tónskálds. Helga Þorsteinsdóttir, Katri'n Árnadóttir, Björg Árnadóttir, Reynald Jónsson, Andrew Cauthery, Árni Jón Eggertsson, Halli Cauthery, Hulda Ólafsdóttir, Gunnar Atli Cauthery. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóður og ömmu, frú VALGERÐAR SKARPHÉÐINSDÓTTUR frá Kirkjufelli i Grundarfirði. Guð blessi ykkur öll. Gísli G. Magnússon, Haraldur E. Magnússon, Alfreð R. Magnússon, Aðalheiður Magnúsdóttir, Stella Magnúsdóttir, Gunnar S. Magnússon, Þóra M. Hreiðarsdóttir, Björn J. Lárusson, Kristín Friðfinnsdóttir, Magnús Álfsson, Þórir Þórðarson, Friðsemd Ólafsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu móður okkar, SOLVEIGU HJÖRVAR, virðingu og vinsemd um alla tíð og sýndu hlýhug við andlát hennar og jarð- arför. Lifið heil. Helgi Haraldsson, Rósa Haraldsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Vilhjálmur H. Baldursson, Jóhann Þorsteinsson, Elfa Elfarsdóttir, og fjölskyldur. t Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR BJARNADÓTTUR, Dalbraut 27. Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunar- fólki ó Dalbraut 27. Kristinn Jónsson, Sigríður Garðarsdóttir, Jón Örvar Kristinsson, Hrönn Harðardóttir, Maren Brynja Kristinsdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.