Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nú eru hjólin farín að snúast. Þ.e.a.s. veiðihjólin. Það er árvisst og um líkt leyti færast margir íslendingar allir í aukana og nærast og þrífast á veiðiskap. 0 g ekki síst veiðisögum. Guðmundur Guðjónsson hitti þá Jón _________I. Pálsson og Karl Guðmundsson, leiðsögumenn við Haffjarðará, á dögunum og þeir sögðu___________ nokkrar mergjaðar veiðisögur sem fá hjörtu veiðimanna til að slá örar. Morgunblaðið/Rafn Hafnfjörð Veiðimaður við Kvörnina í Haffjarðará, þekktasta veiðistað árinnar, en hann kemur við sögn í greininni. VEIBIIUÓLIN FARIH H SNÚAST stæðingi í næsta hyl. Eftir svo sem hálftíma kíkti hann aftur eftir þeim bandaríska og mætti honum þá þar sem hann kom þrammandi upp brekkuna frá ánni upp að bílastæð- inu. Hann var holdvotur frá hvirfli til ylja. Hann sagði svo frá, að allt hefði gengið að óskum. Laxinn hefði gefið sig hægt og rólega og hann náði að lempa snöruna af bakinu og spenna hana. Hann var búinn að leggja laxinn flatan í seilingar- ijarlægð og var rétt búinn að renna snörunni upp á styrtluna og herða, er hann rak hælinn í stein í botnin- um og datt aftur fyrir sig. Hann fór á bólakaf, línan slitnaði og laxinn synti út í ána með snöruna og skaft- ið um sporðinn, enda hafði Banda- ríkjamaðurinn gleymt að renna leðurólinni upp á úlnliðinn! Leiðsögumaðurinn skyggndi all- an hylinn, en sá hvorki tangur né tetur af laxinum. Leið nú að hádeg- ismat og miðdegishléi. Eftir hlé fór annar veiðimaður með öðrum leiðsögumanni í Gretti. Söguna var búið að margsegja und- ir borðum í veiðihúsinu og leiðsögu- maðurinn byijaði á því að skyggna hylinn. Skammt frá laxatorfunni lá stakur fiskur, mjög stór og hreyfði sig einkennilega. Er leiðsögumaður- inn læddistfnær kom í ljós að hér var sannarlega sami laxinn á ferð, sporðsnaran sást greinilega. Fisk- urinn hrökk undan og upp í straum- inn er hann varð mannsins var. Maðurinn færði sig þá ofar og synti laxinn þá með snöruna í eftirdragi enn ofar. A meðan leiðsögumaðurinn elti iaxinn á röltinu með þessum hætti var hann að velta fyrir sér hvort hann ætti einhverja leiki í stöðunni. Er laxinn færði sig ofar í strenginn, grynnkaði undir honum og skyndi- lega gerðist það! Sporðsnaran kræktist milli tveggja steina og sat föst. úaxinn barðist um ferlega, en komst hvergi og leiðsögumaðurinn óð út, greip í snöruna og lyfti henni og laxinum með upp úr ánni. Þetta var 21 punda hængur, nýgenginn! Sérlundaði Ameríkaninn fékk aft- ur flugu sína og sporðsnöru, en álitamál var hver ætti laxinn. Neðri húsin við Haffjarðará, sem Thor Jensen reisti árið 1920. ANDINN kemur auðveldlega yfir sögumenn í umhverfi Haffjarðarár. Óvíða er stangaveiðihefðin ríkari eða með dýpri rætur hér á landi en vest- , ur í Hnappadalssýslu við Hafijarð- ará. Til þessa dags er áin sú eina hér á landi þar sem aðeins er heim- ilt að egna fyrir laxinn með flugu. í ævisögu hins merka athafna- manns, Thors Jensens, er greint frá því hvemig hann ánetjaðist laxveið- inni og hvemig það leiddi til þess að hann festi kaup á jörðum við Hafíjarðará. Það var skjótt upp úr aldamótunum að Thor dvaldist hjá Andrési Fjeldsted á Hvítárvöllum. Veiddu þeir saman í hinum frægu laxveiðiám Borgarfjarðar og gekk Thor svo vel veiðin og þvílíku ást- fóstri tók hann við íþróttina, að Andrés gaf honum að skilnaði veiði- stöngina sem Thor hafði notað. Thor x, fór skjótt að líta eftir möguleikum og árið 1909 dró til tíðindaÞað ár keypti hann Kolbeinsstaðatorfu og var það fyrsta jörðin sem hann keypti við ána. Fleiri fylgdu i kjölfarið og áin komst öll í eigu Thors og síðar erfíngja hans. Það var ekki fyrr en árið 1986 að erfíngjamir seldu Páli G. Jónssyni og Óttari Ingvarssyni jarðimar og má segja að þar með hafí lokið merkilegu tímabili í sögu laxveiða á íslandi. En þeir Páll og Óttar hafa haldið uppi merki sportveiðiandans sem svifið hefur yfir vötnunum. Á tímum • sem efnahagur þjóðarinnar hefur versnað og fælt marga frá því kostn- aðarsama tómstundagamni sem lax- veiði á stöng er, hafa þeir ekki slak- að á kröfunum sem gerðar eru til veiðimanna við Haffjarðará. Þ.e.a.s að þeir egni eingöngu með flugu. Thor var strax ljóst að áin var ofveidd af netum bænda og hann lét það vera sitt fyrsta verk að friða ána í áratug. Vinur hans mikill, Guðmundur Magnússon, fékk þó undanþágu til þess að veiða í eina viku á hverju sumri. Árið 1920 reisti Thor veiðihús sem standa enn rétt fyrir ofan brúna þar sem þjóðvegurinn liggur yfír. Árið eftir reisti hann annað veiðihús ofar með ánni við svokallaða Kvörn. Kvörnin er trúlega frægasti veiði- staður árinnar og einn mesti lax- veiðistaður á Vesturlandi. Þar ér auk þess feiknaleg náttúrufegurð þar sem Haffjarðará steypist í fossi fram af bergstalli meðfram hárri rönd úfins apalhrauns. Seinni árin hefur húsið við Kvöm- ina ekki verið notað og lent í nokk- urri niðumíðslu. Stendur þó til að hressa upp á mannvirkin, a.m.k. að utanverðu. Veiðimenn og gestir þeirra gista því neðri húsin en það var undir gömlum vegg efra hússins sem menn settust niður og leiðsögu- mennimir Jón Ingvar og Karl fóru að spinna fram veiðisögurnar við undirleik straumhörpu Haffjarðarár. Þær voru margar sögumar en hér verða þijár skráðar. Tvær þær fyrstu má heita að þeir félagar báð- ir hafi sagt samtímis, þannig að þeir skiptust á að lýsa eftir því hvor mundi betur atburðarásina: Óþolinmóð ensk stórkona „Einu sinni var ónefnd ensk veiði- kona af aðalsættum að kasta flugu í Kvörninni," byija þeir félagar. Og svo: „Allt í einu tók fískur fluguna og sýndist bæði veiðikonu og leið- sögumanni að laxinn væri sæmilega vænn, svona 9-11 pund. Veiðikona þessi var ekki vön að taka Iaxa sína vettlingatökum. Var hún svo harð- hent við veiðarnar að menn biðu þess að taumar kubbuðust í sundur eða að hún rifi út úr löxunum. Það kom stundum fyrir, en oftar en ekki var eins og laxarnir gerðu sér grein fyrir því við hvern var að eiga og létu undan. Nú brá hins vegar svo við, að þrátt fyrir að laxinn virtist ekki vænni en að framan var getið og frúin tæki af sinni alkunnu festu á honum, þá þokaðist lítt og laxinn sýndi tilburði til að leggjast bak við stóran stein. Ekki leist aðalsfrúnni stórvöxnu alls kostar vel á þær fyr- irætlanir og tilkynnti hátt og snjallt að nú yrði látið sverfa til stáls. Að svo búnu byijaði hasarinn. Frúin neytti nú allra sinna umtals- verðu krafta, lagði stöngina flata og treysti alfarið á línu og flugu. Hægt og bítandi trekkti hún laxinn nær og öskraði síðan á leiðsögumanninn að vaða á móti fískinum með háf. Það var gert og að vörmu spori barð- ist laxinn um í háfnum. Þetta vora ógurleg læti, enda laxinn óþreyttur. En 10 pundarinn reyndist vera nýgenginn 22 punda hængur. Land- að á sjö mínútum! Óvænt endalok Eitt sinn var sérlundaður Banda- ríkjamaður að veiðum í Haffjarðará. Eina morgunvaktina átti hann að hefja veiðar í Gretti, þekktum veiði- stað neðariega í ánni. Áður en hann byijaði að kasta læddist leiðsögu- maðurinn að útsýnisstað og kom strax auga á nokkra fallega nýr- unna laxa. Hann gaf þeim banda- ríska til kynna með bendingum hvar laxinn væri í hylnum og hóf hann þá að kasta flugunni. Veiðimaður átti skammt ófarið að löxunum er leiðsögumaðurinn sá feiknafallegan fisk skjótast undan klöpp, hrifsa fluguna og leita undir klöppina á nýjan Ieik. Hann var á og nú hófst mikil rimma. Er sá bandaríski hafði glímt við laxinn nokkra stund sótti leiðsögu- maðurinn háfinn upp í bíl og bjóst til að taka sér stöðu. Kaninn var enn úti í ánni og er hann sá háfínn þykknaði í honum. Hann skipaði leiðsögumanninum með þjósti að hafa sig burt af veiðistaðnum, hann ætlaði að landa laxinum sjálfur og gera það með sporðsnöru úti í ánni. Það væri hápunktur sportsins. Leiðsögumaðurinn rölti í burtu og athugaði hvernig gengi hjá skjól- Allt er þegar þrennt er... Við skráum að lokum 'eina óborg- anlega. Hún er um hertogaynju frá ónefndu ríki í Evrópu sem kom hing- að til lands með bónda sínum og fríðu föraneyti. Fáir í hópnum kunnu til verka í fluguveiði og hertogaynjan sýnu minnst. Leiðsögumaðurinn sem fékk það hlutverk að fylgja frúnni tók hana í stutta kastkennslu, en allt kom fyrir ekki og fyrsta vaktin hafði staðið í aðeins hálftíma er flug- an sat í enninu á frúnni. Og það svo kirfilega að það þurfti að senda eftir lækni í Borgames til að koma og skera önglana lausa. Frúin hvíldi sig næstu vakt, en fór svo aftur á kreik. Ekki hafði henni farið fram og eftir stutta stund sat flugan á bólakafi í hægra handarbaki hennar. Enn þurfti að senda eftir lækninum og var aðgerð- in öllu erfiðari en sú fyrri. Nú hvíldi hertogaynjan sig allt þar til að síðasti morguninn rann upp. Þá var hún orðin nógu hress til að finnast það fráleitt að fara af landi brott án þess að hafa feng- ið sinn fyrsta lax. Gekk nú allt stórslysalaus og er langt var liðið á morguninn hafði hún ekki skaðað sig. Mátti þó oft litlu muna. Hins vegar hafði hún engan lax dregið. Leiðsögumaður- inn hafði gætt sín að standa marga metra frá frúnni og aldrei undan vindi er hún þeytti flugunni, en í blálokin sofnaði hann á verðinum og það dugði. - Áður en hann gat deplað auga sat flugan á bólakafi í hnakkanum á honum. Og enn þurfti að kveðja til lækn- inn. Herma fregnir að hann hafi verið brosmildur mjög er hann ók úr hlaði í þriðja sinn á þremur dög- um, er honum var gert ljóst að holl- ið hefði lokið „veiðum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.