Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristín Maija ÁSLAUG Jóhanna Jensdóttir rekur Gistiheimilið á Isafirði og nú hefur hún keypt ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi H. Alfreðssyni, eitt elsta húsið þar í bæ sem einnig verður gistiheimili í framtíðinni. ÍGOMLUHUSI ANYRRIOLD eftir Kristínu Marju Baldursdóttur FÓLK fær hugmyndir að stofnun fyrirtækis með ýmsum hætti, en það voru handlaugar sem komu Áslaugu Jóhönnu Jensdóttur á spor- ið þegar hún stofnaði fyrirtæki sitt. í húsi hennar voru handlaugar í mörgunj herbergjum og þegar hún varð atvinnulaus datt henni í hug að nýta sér þá ágætu aðstöðu og gera heimili sitt að gistihúsi. Með aðstoð eiginmannsins, Magnúsar Helga Alfreðssonar húsasmíða- meistara,_ setti hún á stofn Gisti- heimili Áslaugar, Austurvegi 7, ísafirði, sem hún hefur nú rekið í sex ár, en þau hjónin létu ekki þar við sitja heldur keyptu líka eitt elsta húsið þar í bæ sem þau ætla að gera að gistihúsi í framtíðinni. „Mönnum fannst þetta nokkuð dularfullt, herbergjum fjölgaði í húsinu en húsið stækkaði ekkert!“ segir Áslaug, þar sem við sitjum í stofu hennar á hæðinni fyrir ofan gistiheimilið. Húsið að Austurvegi 7 er tvær hæðir og kjallari og er hver hæð um 140 fermetrar. Kjallarinn hefur verið gerður upp og þar er sjálft gistiheimilið með sérinngangi, fimm herbergjum, eldhúsi og setkrók, tveimur baðherbergjum og tveimur salernum. Á hæðinni fyrir ofan búa Áslaug og Magnús ásamt dætrum sínum tveimur, og á efri hæðinni búa móðir Áslaugar, stjúpfaðir og bróðir. Á Eyrina aftur Það voru afi og amma Áslaugar, Marsellíus Bernharðsson skipa- smiður og Alberta Albertsdóttir húsfreyja, sem byggðu húsið árið 1942. „Það veitti ekki af plássinu því að börnin voru ellefu, auk þess sem bróðir afa og aðrir menn sem unnu hjá honum, bjuggu í kjallaranum,“ segir Áslaug. „Til að létta á salem- um efri hæðanna setti afi handlaug í hvert herbergi í kjallaranum, og það voru einmitt þær sem gáfu mér VTOSHPn/AIVINNUUF ÁSUNNUDEGI ►Áslaug Jóhanna Jensdóttir er fædd á ísafirði 27. júní 1958 og ólst þar upp. Eftir landspróf úr Gagnfræðaskóla ísafjarðar vann hún í fimm ár í verslun afa síns, sem bar heitið Verslun Jóns A. Þórólfssonar, en fór síðan í vist til Ashkenazy hjónanna þar sem hún var í tvö ár. Lengst af starfaði hún í Landsbankanum, bæði í Reykjavík og á ísafirði, en hefur auk þess unnið á Hótel Esju, hjá Hug- sjón, Orkubúi Vestfjarða, O.N. Olsen og hjá Tónlistarskólan- um á ísafirði. Gistiheimili Áslaugar stofnaði hún árið 1989 og hefur rekið það síðan. Árið 1993 keypti hún ásamt eigin- manni sínum, Magnúsi H. Alfreðssyni húsasmíðameistara, eitt elsta húsið á Isafirði, Faktorshúsið í Hæstakaupstað, og er ætlunin að gera það að gistiheimili í framtíðinni. hugmyndina að gistiheimilinu." - En hvert var upphafíð og því býrð þú nú húsi ömmu þinnar og afa? „Mamma bjó í foreldrahúsum þegar hún átti mig fyrir sig, eins og ég segi stundum, og því ólst ég líka upp hjá afa og ömmu. Mamma segir stundum að hún sé hornsteinn þessa húss því hún hefur búið á öllum hæðum. Fyrst hér á neðri hæðinni hjá foreldrum sínum, síðan í kjallaranum þar sem hún bjó í tíu ár með stjúpföður mínum, mér og bróður mínum, og núna býr hún á efri hæðinni. Ég flutti síðan að heiman árið 1976 og gerðist „au pair“ hjá Ashk- enazy hjónunum í tvö ár. Ég ferðað- ist með þeim vítt og breitt um heim- inn og í eina fimmtán mánuði má segja að ég hafi búið í ferðatösku. Ég fór til níu landa og sumra oftar en einu sinni. En á þessum tíma fékk ég góða undirstöðu í enskunni sem hefur komið sér vel í núver- andi starfi. Ég ákvað að fara heim eftir þessi tvö ár og var búin að fá vinnu í Landsbankanum á ísafirði. En nokkrum dögum áður en ég ætlaði vestur kynnist ég manninum mínum í Reykjavík. Það má segja að það hafi verið amerískur hraði á hlutun- um því eftir þrjár vikur vorum við farin að búa! Við fluttumst til ísafjarðar árið 1978 og höfum búið hér í rúm 17 ár, ef undanskilið er tæpt ár sem ég varð að búa með eiginmanninum í Reykjavík. Hann er Reykvíkingur og vildi endalega prófa að búa fyr- ir sunnan, en eftir þann tíma sagð- ist ég vera farin vestur, hann réði hvað hann gerði. En hann kom með! Við áttum íbúð á efstu hæð í blokk hér á ísafirði, en okkur lang- aði að vera meira út af fyrir okk- ur. Við vildum Iíka vera á Eyrinni þar sem við gátum teygt okkur í alla hluti og vorum farin að hugsa okkur til hreyfings um svipað leyti og amma deyr. Eg átti nú ekki von á að flytjast inn á æskuheimilið aftur, en það varð þó úr að við keyptum neðri hæðina og kjallarann af ellefu erfingjum. Við fluttum inn 26. júlí 1987, daginn áður en kirkjan brann. Það má kannski bæta því við að kvöldið áður en hún brann fann dóttir mín sem þá var átta ára gömul mikla brunalykt. Hún var í bíltúr með ömmu sinni og afa og talaði í sí- fellu um þessa brunalykt sem enginn fann nema hún.“ Hjólin snúast Áslaug flutti inn á æskuheimili sitt aftur, en hvað kom til að hún ákvað að breyta hluta þess í gistiheimili? „Ég hafði unnið hjá Landsbank- anum í rúm átta ár en árið 1986 langaði mig til að skipta um starf og _þá fóru nú hjólin að snúast! Ég fór til einkafyrirtækis en var sagt upp þar eftir nokkra mánuði vegna endurskipulagningar. Það fyrirtæki varð síðan gjaldþrota. Þá fór ég til Orkubús Vestfjarða, en vinnutilhögun þar hentaði mér ekki svo ég hætti eftir sjö mánuði og fór að starfa sem bókari hjá öðru einka- fyrirtæki. Það fyrirtæki varð einnig gjaldþrota, þannig að á tveimur árum höfðu tvö fyrirtæki farið á hausinn. Þegar ég loksins ákvað að breyta til fór allt úr skorðum! Ég var nú dálítið sár og sá eftir því í fyrstu að hafa ekki setið kyrr í gamla starfinu. Ég reyndi fyrir mér hjá Lands- bankanum aftur en þeir höfnuðu mér, sögðust ekkert starf hafa handa mér. Þeir geta þá bara átt sig, hugsaði ég ekkert nema þijósk- an, ég fínn mér bara eitthvað annað. Þá var nú sú hugmynd farin að vakna að nota húsið, sem var í raun alltof stórt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þetta var skrýtið hús- næði í kjallaranum, með allar þess- ar handlaugar, og erfitt að leigja það sem íbúð. Auk þess var það sameign beggja hæða, mamma átti kyndiklefa og við áttum geymslur og sameiginlegt þvottahús. En ég hugsaði með mér að ef ég færi út í þetta gæti ég haft betra eftirlit með eigninni auk þess sem ég gæti haft af henni atvinnu. Ég hafði látið skrá mig atvinnu- lausa í haustið 1988 og þótti það þung spor. Það var hræðileg lífs- reynsla að vera hafnað. Fólk var búið að segja við mig að með þessa starfsreynslu í Landbankanum gæti ég gengið inn í hvaða starf sem væri, þetta væri nánast sem vega- bréf í atvinnulífinu. Það var því drungi yfír mér á þessum tíma og ég skil vel fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu." Aslaug lét skrá sig atvinnulausa í tvígang, en hætti því svo og gerð- ist dagmamma um hríð. Jafnframt því var hún að undirbúa ætlunar- verk sitt því hún hafði hugsað sér að opna gistiheimilið sumarið 1989. „Ég viðaði að mér gögnum varð- andi reksturinn og aflaði mér þeirra upplýsinga sem ég þurfti. Við vor- um með fjögur herbergi þegar við opnuðum gistiheimilið, en árið 1992 bættum við fimmta herberginu við og endurbættum hreinlætisaðstöð- una. Pípulagningamennirnir höfðu aldrei séð annan eins fjölda vatns- leiðslna í einu íbúðarhúsi, enda er- um við nú með átta handlaugar, tvo vaska, tvær sturtur og tvö salerni á gistiheimilinu!" Þau lokuðu í tvo mánuði meðan endurbætur stóðu yfir, en þær sá Magnús um. Hann var þó í fullri vinnu sem húsasmíðameistari, sá um trésmíðavinnu við hús, báta og skip, og því voru þau komin með bókanir áður en hann hafði lokið verki sínu. „Hann var enn að teppa- leggja þegar við fengum hóp ungra skíðamanna, þeir spígsporuðu yfír hann þar sem hann lá á hnjánum á gólfínu!“ Eldhúsið trompið Áslaug segir að reksturinn hafi gengið vel og að það sé enginn mánuður öðrum betri í þeim efnum. „Yfirleitt er þó mikið að gera í maí. Þá koma margir gestir til að vera viðstaddir útskriftir eða ferm- ingar. En ég fæ gesti allt árið um kring, sölumenn, viðgerðarmenn, skíðafólk, og útlendingar slæðast inn allt árið. Það var mikil þörf fyrir gistiheimilið þegar ég opnaði það. En nú geta ferðamenn sem hingað koma valið um gistingu á nokkrum stöðum, til dæmis á Hótel Isafírði, Gistiheimilinu, en við erum bæði með uppbúin rúm og svefn- pokapláss, á Föndurloftinu þar sem hægt er að fá svefnpokapláss og í Skíðheimum. Við sem stundum þessi viðskipti hér teljum að eftir- i spurninni eftir gistirými hér á Isafirði sé þar með fullnægt að sinni.“ Það er ekki laust við að Gisti- heimili Áslaugar minni örlítið á litlu, þýsku gistihúsin einkum hvað hreinlæti og snyrtimennsku snertir. - Nú rekur þú tvö heimili, þitt eigið og gistiheimilið, hvernig er vinnudagurinn? „Hann ræðst nú yfirleitt af því sem gera þarf hveiju sinni. Ég tek | við bókunum, þríf, þvæ og strauja j allan rúmfatnað og handklæði, sem ég skipti um daglega, og sé utn morgunmat fyrir gesti ef þeir óska þess. Ég hef nú ekki verið að hlaða niður starfsfólki, enda eru þetta aðeins fimm herbergi sem þarf að hugsa um. Ég er því eini starfsmað- urinn. Sjálf er ég með fjögurra manna ^ fjölskyldu, við hjónin eigum tvo unglinga sem hlaða á sig störfum 1 svo þeir komist hjá því að vinna | hjá mér!“ - Hver er munurinn á því að vera á gistiheimili eða hóteli? „Það er fyrst og fremst meiri þjónusta á hótelinu. Fólk hefur bað, sjónvarp og minibar út af fyrir sig, en á gistiheimili er frekar reynt að láta fólki- líða eins og heima. Það getur kömið og farið að vild og í j eldhúsinu hittir það hina gestina. Ég tímdi ekki að fórna eldhúsinu til að hafa setustofu, en fór milli- I veginn og setti sjónvarp og sófa inn í eldhúsið. Mér hefur fundist eldhús- ið vera nokkurs konar tromp, því ég held að almennt séu gistiheimili ekki með séreldhús fyrir gestina. Og þau eru ekki mörg sem eru bæði með uppbúin rúm og svefn- pokapláss samtímis. En ég er að reyna að ná til sem flestra, reyni ) að vera fjölskylduvæn eins og ég | segi stundum.“ - Hefurðu gaman af starfi þínu? I „Já, og Iifi fyrir það. Þetta er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.