Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Frænka mín, GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR, Skipasundi 43, Reykjavík, er andaðist 16. júlí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 25. júlí kl. 15.00. Unnur Þ. Guðiaugsdóttir. t Móðursystir mín, SIGURJÓNA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Grundarstíg 1, sem lést í Sólvangi 15. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. júlí kl. 10.30. Fyrir hönd ættingja, Ástrfður Ólafsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MÁLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Gnoðavogi22, Reykjavík, lést á Landspítalanum 12. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigriður Snorradóttir, Helga Jónatansdóttir, Björgvin Þórisson, Kolbrún Jónatansdóttir, Árni Leósson, Gunnar Jónatansson, Katrín Sveinsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA JÓNÍNA SVEINSDÓTTIR frá Viðfirði; Krummahólum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 24. júlf kl. 13.30. Guðbjartur Guðmundsson, Magnús Guðbjartsson, Sigurborg Róbertsdóttir, Ólöf Kristjana Guðbjartsdóttir, Pótur Örn Pétursson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Albert Hinriksson og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EIRÍKUR GUÐMUNDSSON, Víðigrund 5, Akranesi, er andaðist 17. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánu- daginn 24. júlí kl. '14.00. Blóm og kransar áru afþakkaðir en þeim, sám vilja minnast hans, er vinsamlega bejt á Sjúkrahús Akraness,. Helga Jónsdóttir, Diðrik Jóhannsson,' Elfsabet G. Jónsdóttir, . Jóhann Jóhannsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Haraldur Jónsson, Sólveig Jóhannesdóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Sigurlína Júlfusdóttir, bárnabörn og barnabarnabörn. JÓN EIRÍKUR GUÐMUNDSSON + Jón Eiríkur Guðmundsson var fæddur á Þing- eyri við Dýrafjörð 16. september 1912. Hann lést 17. júlí sl. á sjúkrahúsi Akra- ness. Faðir hans var Guðmundur Bjarni, sjómaður á Þing- eyri, Jónsson bónda á Auðkúlu og Lok- inhömrum og konu hans Kristínar Guð- mundsdóttur. Móðir Jóns var Helga Jóna frá Hrauni á Ingj- aldssandi, Jónsdóttir frá Tindi í Miðdal í Strandasýslu Hall- dórssonar og Soffíu frá Hrauni, húsmóður í Stapadal og síðar ráðskonu í Botni í Súgandafirði Eiríksdóttur. Systkini Jóns voru: Krislján, f. 1905, fórst 15 ára, Kristín, f. 1906, bjó á Akra- nesi, dvelur nú á Sjúkrahúsi Akraness, Jón, f. 1909, dó árs gamall, Guðbjartur, f. 1911, bjó í Hafnarfirði, fórst 42 ára, Valdimar, f. 1913, bjó í Reykja- vík, nú látinn, Soffía, f. 1916, bjó á Akranesi, dvelur nú á Sjúkrahúsi Akraness, Guðný, f. 1918, bjó í Ásbrekku í Vatns- dai og í Reykjavík, nú látin, Móses, f. 1920, býr í Hafnar- firði og Jens, f. 1920, býr í Reykjavik. Árið 1941 kvæntist Jón Ástu Laufeyju Har- aldsdóttur frá Reyni í Innri-Akranes- hreppi og bjuggu þau á Vesturgötu 26 á Akranesi. Þeirra leiðir skildu árið 1966. Börn þeirra eru: Soffía Helga, f. 1942, gift Diðrik Jó- hannssyni. Þau bjuggu í Hvammatúni í Anda- kíl en búa nú á Akureyri. Elísa- bet Guðbjörg f. 1945, gift Jó- hanni Jóhannssyni og búa þau á Akranesi. Guðrún Hadda f. 1948, gift Guðmundi Stefáns- syni og búa þau í Hraungerði í Flóa. Haraldur f, 1950, kvænt- ur Sólveigu Jónu Jóhannesdótt- ur og búa þau á Akranesi. Guð- mundur Páll f. 1957, kvæntur Sigurlínu Júlíusdóttur og búa þau á Akranesi. Af 12 barna- börnum eru 11 á lífi. Útför Jóns fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 24. júlí nk. kl. 14. „TILVERA okkar er undarlegt ferðalag," segir í kvæði Tómasar, því „einir fara og aðrir koma í dag“. Þannig endumýjar lífið sig í sífellu og þeir sem gengið hafa götuna á enda hverfa okkur sjónum. Fáir hafa lifað jafnmiklar þjóðlífsbreyt- ingar og þeir sem fæddir eru í byij- un þessarar aldar og kveðja nú þegar öldin er senn á enda runnin. Margir þeirra ólust upp við kröpp kjör og urðu snemma að taka þátt í lífsbaráttunni. Óhöpp eða veikindi gátu sett hinn krappa efnahag al- múgafólks svo úr skorðum að sárar ráðstafanir varð að gera til að kom- ast af. Þessa hörðu lífsbafáttu komst Jón Eiríkur Guðmundsson í kynni við. Faðir hans fékk berkla í hendi sem skerti starfsgetu hans, en áður hafði brotnað bátur sem hann átti. Bamahópurinn var orðinn stór. Létta varð á heimlinu og voru Jón og Valdimar, bróðir hans, sendir hvor á sinn bæinn í Lokinhömrum en þar var þá margbýlt. Þar var Jón til 14 ára áldurs, frá upphafi meðgjafarlaust hjá vandalausum svo talið hefur verið að hann ynni fyrir sér. Ekki var sinnt bóklegri kennslu þar, sem bar að gera og var Jón tekinn til fermingarundir- búnings ekki síst vegna kunnáttu á versum úr eldfomri bæn sem amma hans hafði kennt honum í bernsku. Jón var farinn að róa til fiskjar þegar hann var í Lokinhömmm og fijótlega eftir fermingu fór hann alfarið til sjós og var sjórinn starfs- vettvangur hans í tæp 60 ár. Fram- an af sjómennskuárunum fylgdust þeir Valdimar jafnan að og var alla tíð mjög náið samband milli þeirra bræðra. Fyrsta skipsrúmið sem Jón réðst formlega í var á skonnortunni Fön- ix, sem gerð var út frá Þingeyri. Síðan var hann á ýmsum línu- og vertíðarbátum fyrir vestan til ársins 1936, en þá réðst hann í það að afla sér skipstjórnarréttinda á fiski- báta. Var það mikið afrek að ná þeim áfanga án þess að hafa neitt undirstöðunám. Naut hann í því efni hvatningar og stuðnings Hannibals Valdimarssonar, sem þá var skólastjóri á ísafirði. Um þetta t ÁSGEIR Þ. ÓLAFSSON fyrrv. héraðsdýralæknir, Borgarnesi, verður jarðsunginr^ frá Borgarnesskirkju þriðjudaginn 25. júlí kl 14.00. Börn hins látna. leyti fluttist Jón suður á Akranes og var þar á bátum, oftast sem stýrimaður en einnig sem skipstjóri. Árið 1947, þegar togaraöld gekk í garð, réðst hann á togarann Bjarna Ólafsson frá Akranesi og var þar í 6 ár. Eftir það var hann á vertíðar- og síldarbátum til ársins 1966, en þá varð hann fyrir slysi á sjónum, sem leiddi til þess að hann missti vinstri fót neðan hnés. Vafalaust hefðu flestir í hans sporum þá hætt sjómennsku, en það var Jóni ekki að skapi. Innan árs frá slysinu réðst hann sem háseti á Akraborgina og gegndi því starfi í 15 ár eða til sjötugs. Eftir það vann hann nokkur ár í efnalaug sem hann tók þátt í að stofna með Elísabetu, dóttur sinni og Jóhanni, manni hennar. Jón bjó lengi í sama húsi og þau á Vesturgötu 26, en síðustu árin var hann á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Þegar Jón var heiðraður á sjó- mannadegi, sagði sr. Björn Jónsson að á Akraborginni hafi „hann alla tíð staðið á þann veg í stöðu sinni að alheilir stæðu honum ekki feti framar. Dugnaður og ósérhlífni hafa einkennt Jón í öllu hans sjó- mannsstarfi um 50 ára skeið. Ötull og áræðinn, traustur og trúr hefur hann gengið að hverju því hlutverki sem hann hefur tekið sér fyrir hend- ur.“ Jón var að eðlisfari hlédrægur og alvörugefinn, en gladdist með glöðum og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Hann Iá ekki á skoðunum sínum og ef honum þótti menn vaða villu, þá greip hann stundum inn í umræðuna og af- greiddi málið með nokkrum vel völdum orðum. Að lokum þakka ég Jóni Eiríki Guðmundssyni fyrir samfylgdina á lífsins vegi. Guðmundur Stefánsson. Elsku afi okkar. Við vonum að þér líði vel núna og að nú dveljir þú meðal vina og vandamanna sem hafa tekið á móti þér. Þú tókst mikinn og góðan þátt í heimilislífi okkar og dijúgur er þinn þáttur í uppeldinu. Við munum öll eftir ferðalögun- um í sumarbústaðinn þar sem alltaf var gott að vera og þú varst ávallt með í för. Ófáar eru stundirnar sem vörðum í blokkinni í hlýjunni hjá þér. Elsku áfi, minningarnar eru margar og dýrmætar. Þær eru og verða ávallt með okkur, geymdar á góðum stað í hjarta okkar. ' Við systkinin kveðjum þig með miklum söknuði og gleði yfir því að hafa fengið að kynnást slíkum manni eins og þú, elsku afi, varst. Hafðu þökk fyrir alltjog allt. Guð geymi þig. I Hníga í valinn mætir menn 4 margir standa hljóðir. t i Tölunni nú týna enn tryggðar vinir góðir. \ (BRJ) Inga Dóra, Jóhann Eggert, Ástþór Vilmar og Jón Eiríkur. í Plastsandalar Ju-Ju-Jelly's. Tilboð: 1.990,-. Litir: Svart/hvítt, glært, silfur og blátt. Teg.: 1704 Litir: Svart, hvítt lakk. Tilboð: 2.990,-. Teg.: 1705 Litir: Svart, hvítt lakk. Tilboð: 2.990,-. Teg.: Beach — giær hæll. Litir: Svart/glært, hvítt/glært. Tilboð: 1.990,-. Teg.: 1702 Litir: Svart, hvítt, blátt, bleikt lakk, Tilboð: 3.900,-. Teg.: 1703 Litir: Svart, hvítt lakk, Tilboð 3.500,-. Teg.: 1701 Litir: Svart, hvítt, gult iakk. Tilboð: 3.900,-. Teg.: Trackers Litir: Svart, hvítt, beige. Tilboðsverð 4.500,-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.