Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hr. Ólafur Skúlason: Gjörið svo vel. Nú ætlar herra biskupinn að sýna ykkur, að það sést ekki svo mikið sem smáör eftir öll svöðusárin, sem hann hlaut á prestastefnunni og í ísrael. Framkvæmdir við Höfðabakkabrú Höfðabakka lokað um 25 daga skeið AÐFARANÓTT þriðjudagsins 25. júlí verður öll umferð um Höfða- bakka stöðvuð vegna framkvæmda við brúna yfir Vesturlandsveg. Mun lokunin ná frá Bæjarhálsi að Bflds- höfða og umferð sem venjulega fer um Höfðabakka leidd annað um 25 daga skeið. Vesturlandsvegur verður opinn allan tímann og engin Ijós á umferð- ina eftir honum. Almennt eru veg- farendur til og frá höfuðborgar- svæðinu þó hvattir til að nýta Breið- holtsbraut og Reykjanesbraut. Áhrifin mest á umferð í og úr íbúðahverfunum Lokunin mun hafa mest áhrif á umferð í og úr íbúðar- og iðnaðar- hverfunum Grafaryog, Ártúns- höfða, Ártúnsholt, Árbæ og Selás. Vegagerðin og Gatnamálastjór- inn í Reykjavík*hafa undirbúið átak til kynningar á þeim leiðum sem umferðinni verður beint um á með- an. Sérstakar merkingar verða sett- ar upp við þær allar. Þó má gera ráð fyrir að breytingarnar valdi all- nokkrum töfum á umferðinni, eink- um á álagstímum. Fólk er því hvatt til að ætla sér rýmri tíma til að komast leiðar sinnar en venjulega. Á meðfylgjandi korti má sjá þær leiðir sem merktar verða. Þær munu haldast óbreyttar allan lokunartíma Höfðabakkans. Strax á mánudagsmorgun verða ný undirgöng undir Vesturlandsveg tekin í notkun, sem mun opna nýja leið í Grafarvoginn og á Ártúns- höfðann. Ekið er af Vesturlandsvegi inn á Gijótháls, þaðan undir Vestur- landsveginn eftir nýju göngunum og um Viðarhöfða og Stórhöfða inn á Höfðabakka að Gullinbrú. Úr Grafarvogi verður um nokkr- ar leiðir að ræða. Ein þeirra er um Breiðhöfða og Bíldshöfða inn á Vesturlandsveg. Þar sem ekið er af Bíldshöfða inn á Ártúnsbrekkuna verður Vesturlandsvegurinn þrengdur og búin til sérstök inn- akstursakrein. Einstefna verður á Bíldshöfða til vesturs milli Malar- höfða og Sævarhöfða til að liðka um fyrir þessari umferð. Hvað aðrar leiðir varðar skal bent á meðfylgjandi kort. Brúin opnuð 20. ágúst Framkvæmdirnar eru nú um 2 vikum á undan áætlun. Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á nýju brúna þann 20. ágúst. Fullnaðarfrá- gangi nýju gatnamótanna á síðan að ljúka í október. „Snjallræðis“-hugmynd orðin framleiðsluvara Blöskraði slys á börnum í nuddpottum Einar Gunnlaugsson Hugmyndasam- KEPPNIN Snjallræði gat ekki komið á betri tíma fyrir Einar Gunn- laugsson, tækniteiknara, árið 1992. Einari hafði blöskrað hve mörg böm höfðu slasast í heitum pott- um og velti því fyrir sér hvernig hægt væri að fækka slysum með betri öryggis- búnaði. Hann útfærði hug- myndina nánar og sendi hana í samkeppnina með þeim afleiðingum að útbún- aðurinn hefur verið þróaður og er kominn á markað hér á landi. Öryggisbúnaðurinn er auðveldur í notkun og hæfir öllum nuddpottum. Þó má gera ráð fyrir að fyrir sumar gerðir potta þurfi að aðlaga búnaðinn. í miðjan botn pottsins er komið fyrir nýju niðurfalli. Ofan á niðurfallið er svo fest fjölnota súla með hring- laga borðplötu sem í eru fimm göt sem hugsuð eru fyrir böm til að grípa í svo að þau falli ekki inn í miðju pottsins. Götin má líka nota til að geyma í drykkjarglös. Einar byijaði á því að kynna sér orsakir slysa á ungum börnum í nuddpottum og komst að því að öryggisbúnaði var víða ábótavant. „Eg komst fljótlega að því að lok- in á pottunum voru oft alls ekki nógu góð. Þau voru svo þung og fyrirferðarmikil að fleiri en eina manneskju þurfti til að loka. Af- leiðingin varð sú að lokin voru sjaldan notuð og potturinn stóð opinn. Opnir pottar geta auðvitað verið stórhættulegir fyrir lítil börn. Ekki síst þegar lauf, pappír og plastpokar stífla niðurfallið og rigningarvatn safnast fyrir í botn- inum. Ég komst ekki aðeins að því að lokin væru gölluð heldúr eru niðurföllin, sem eru af sömu gerð og niðurföli í handlaugum og baðkerum, stórhættuleg. Þegar tappinn er tekinn úr niðurfallinu vill myndast mikið sog og lítil börn geta hreinlega sogast föst við nið- urfallið. Ef hár fer í niðurfallið vöndlast endarnir saman neðan við niðurfjallið vegna sogsins og bamið getur ekki losað sig. Ekki þarf að spyija að því að þegar svona fer geta afleiðingarnar verið skelfileg- ar. Svo verða pottamir auðvitað slysagildra þegar brúnirnar eru látnar hvíla á göngupöllum, t.d. veröndum í kringum sumarbú- staði, svo þær virka eins og þrösk- uldur og um þennan þröskuld falla börnin niður í pottana." - Hvaða ferill fór af stað þegar þú skilaðir inn tillögunni í Snjall- ræði? „Ég skilaði tillögunni inn í sámkeppnina á miðju ári 1992. Alls var 250 tillögum skilað inn og til að byrja með valdi dómnefnd átta tillögur til áframhaldandi þró- unar. Hugmyndunum var svo fækkað niður í fjórar og mín var ein af fyrstu framleiðslu- hæfu afurðunum til að fara á markað á vegum Snjallræðisverk- efnisins. Engu að síður hefur þró- unin tekið sinn tíma. Ég hef unnið að því í öllum mínum • frítíma í þijú ár. Hugmyndin hefði heldur aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið fyrir stuðning frá að- standendum hugmyndasamkeppn- innar Snjallræðis, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs, iðnaðarráðuneyt- is og Iðntæknistofnunar Islands. Ekki má gleyrna því að hugmynd, hönnun og þróun afurðar er einsk- ► Einar Gunnlaugsson er fædd- ur í Reykjavík 13. nóvember árið 1946. Hann var búsettur á Hornafirði frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann varð fyrir alvarlegu vinnuslysi og var óvinnufær af þeim sökum í tvö ár. Einar stundaði nám í Tækniteiknunarskóla Iðnskól- ans frá árinu 1991 til 1993 og hefur starfað hjá VGK, Verk- fræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. í Iteykjavík í 12 ár. Eiginkona Einars er Þóra Margrét Sigurðardóttir, starfs- maður Landsbanka, og eiga þau þrjú börn. is virði ef ekki koma til fyrirtæki eins og Byko til að ná lokatakmark- inu, þ.e. selja vöruna og skapa ný störf í landinu." -Hvernig lýsir þú svo öryggis- búnaðinum? „Það er nú kannski ekki auðvelt að lýsa búnaðinum svona á prenti en í meginatriðum felur hann í sér nýja gerð af niðurfalli fyrir potta. Tvö göt sitt hvoru meginn í niður- fallinu koma í veg fyrir að böm sogist að niðurfallinu og ekki ætti, miðað við prófanir, að vera hætta á að hár flæktist í því. Frárennslinu frá pottinum er stjórnað með loka sem komið er fyrir á frárennslis- lögninni en ekki með tappa og því er hægt að loka pottinum og hleypa svo úr honum. Við niðurfallið er fest súla með hringlaga plötu efst, sem í eru fimm göt, og er gert ráð fyrir að minnstu bömin geti fengið öryggisgrip í þessum götum. Eg stefni svo að því að í framtíðinni verði hægt að fá ýmsa fylgihluti fyrir pottana og þ. á m. verði hita- skynjari sem komið verður fyrir í fjölnota súlunni og gefur frá sér hljóð- og ljósmerki, jafn- vel inni í húsi, þegar hitastig vatnsins nálgast hættumörk. Nýi ör- yggisbúnaðurinn er með nýja tegund af loki. Súla sem er áföst við tjaldlok- ið er tengd við íjölnota súlu pottsins á auðveldan hátt og tjaldað yfir pottinn með léttu og sterku efni. Á eft.ir er tjaldlokið strengt yfír brúnir pottsins. Öfugt við margar eldri gerðir loka er auðvelt fyrir einn mann að loka pottinum, við höfum stundum sagt að lokin séu „ömmutæk". Þau verð- ur hægt að fá í mörgum litum fyr- ir allflestar gerðir potta. Að lokum mæli ég svo með að pottamir séu í minnst 50 sm hæð frá gönguflet- inum umhverfis til að komið sé í veg fyrir að böm, allt upp í 8 ára, falli í pottana þegar þau eru að leik.“ Öryggisbún- aðurinn felur í sér nýja gerð af niðurfalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.