Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C wguubUMb STOFNAÐ 1913 165. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 23. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dregið úr grasvexti LATIR garðeigendur munu fagna nýrri uppgötvun Lewis Manders, prófessors við Þjóðarháskóla Astralíu í höfuðstaðn- um Canberra. Að sögn breska dagblaðs- ins The Daily Telegraph hefur hann fundið upp aðferð til að hægja á gras- vexti og hlotið fyrir verðlaun Konung- lega breska efnafræðifélagsins. Um 90 efni af ýmsum toga stjórna vexti plantna og voru þau uppgötvuð á sjötta áratugn- um. Mander hefur búið til nýtt hormón, byggt á svonefndri gibberell-sýru en hún sljórnar vexti hjá plöntum. Nýja efnið hægir á vextinum en veldur því jafnframt að grasið verður þéttara og gróskumeira í sér. „Þetta mætti meðal annars notfæra sér á golfvöllum því að hægt væri að draga úr slætti, vökvun og áburðarnotkun," segir Mander. Skoskir kast- alar í hættu KANÍNUR valda vjða miklu tjóni á sögu- frægum kastölum og öðrum mannvirkj- um í Skotlandi. Dýrin eru afar skæð, þau grafa holur sínar oft við gömul hús vegna þess að jarðvegur er þar yfirleitt þurrari en annars staðar og því hent- ugri fyrir þau. Að sögn opinberra emb- ættismanna er virkið gamla í Dunsin- ane, sem getið er í leikriti Shakespeare, Makbeð, í mikilli hættu og menn óttast að það hrynji. Ætlunin er að grípa til ýmissa fyrirbyggjandi aðgerða til að vernda minjarnar. Úlfar og ljón gæta rósa ÞEKKTUR landkönnuður í Bretlandi, John Blashford-Snell, á fallegan rósa- garð við býli sitt í Dorset og er staðráð- inn í að láta ekki hjartardýr, sem reika um sveitina, traðka á beðunum. Hann fékk vini sína í Afríku til að taka upp á segulband öskur í I jóiuun. Viðvörunar- kerfi, þar sem beitt er ljósnenium, fer af stað ef dýrin ráfa inn í garðinn og setur af stað tækin; öflugir hátalarar sjá um að öskrin séu tilþrifamikil. „Við reyndum að dreifa ljónataði en það var ekki nærri því eins gott," sagði Blash- ford-Snell í viðtali við búnaðartímarit. „En hirtirnir geta nú samt vanist öskr- uhum og þess vegna fá þeir öðru hverju að heyra spangól í úlfum. Það veldur dálitlum vanda hjá hundaræktinni í grenndinni. Hundarnir verða alveg óðir." Reuter LIÐSMENN Útlendingahersveitarinnar frönsku, sem taka þátt í æfingum svonefnds hraðliðs, en því er ætlað að styrkja gæslulið SÞ. Mennirnir voru í vesturhluta Bosníu og æfðu töku hæðar þar sem fyrir er öflugt varnarlið. Herir Bosníu-Serba gera enn harða atlögu að borginni Zepa M úslimaríki hyggjast senda Bosníustjórn vopn Sarajevo, London. Reuter, The Daily Telegraph. HÖRÐ átök hófust við múslimaborgina Zepa í austurhluta Bosníu um hádegisbilið í gær en óljóst var hvort um væri að ræða úrslitatil- raun Serba til að taka borgina. Beitt var skriðdrekum og sprengjuvörpum. Að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna var talið að Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, væri farinn á vettvang frá Srebrenica og því mætti búast við að látið yrði til skarar skríða. Stjórn múslima í Sarajevo virðist nú helst eygja von í yfirlýsingu átta múslimaríkja, sem komu saman í Sviss á föstudag og sögðu að vopnasölubann SÞ á Bosníu væri „ekki gilt". Er talið að þetta sé undanfari þess að músl- imaríkin sendi stjórninni í Sarajevo þunga- vopn sem stjórnarherliðið hefur skort til að geta rofið umsátrið um höfuðborgina. Bosníu-Serbar skutu í gær sex flugskeytum á Sarajevo, þrátt fyrir viðvaranir á fundi stór- veldanna í London á föstudag, þar sem Serb- um var enn einu sinni hótað hörðum refsing- um ef þeir hættu ekki árásum sínum á Gorazde og fleiri griðasvæði SÞ. Sarajevo er eitt slíkra svæða. Túlka mátti orð sumra þátttakenda á fundinum svo að eingöngu væri átt við Gorazde og fréttaskýrehdur benda á að ekki ríki leining um aðgerðirnar. Hugmynd Frakka um að senda 1.000 manna liðsstyrk til Gorazde hafi verið svæfð og Rússar séu andvígir öllum loftárásum á Serba. Haft var eftir Pavel Gratsjov, varnarmála- ráðherra Rússlands, eftir fundinn að ekkert tillit hefði verið tekið til sjónarmiða Moskvu- stjórnarinnar. Segja hættu á ógnarstjórn Bratislava. Reuter. UM 200 menn úr fremstu röð mennta- og menningarlífs í Slóvakíu birtu nýlega opið bréf í dagblöðum höfuðborgarinnar, Brat- islava, um að stjórnvöld væru farin að beita vinnubrögðum, sem minntu á starfshætti kommúnistastjórna á dögum kalda stríðsins. í yfirlýsingunni sagði að í Slóvakíu vantaði „umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoð- unum og minnir þetta á það andrúmsloft ótta og skelfingar, sem ríkti á fimmta, sjötta og áttunda áratugnum". Er sagt að hætta sé á svipuðum aðgerðum og gripið var til eftir innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu árið 1968. Meðal þeirra, sem skrifuðu undir bréfið, eru Ladislav Kosta lögfræðingur, Martin Simecka rithöfundur, Martin Porubjak leikhússtjóri, Rudolf Chmel, fyrrum stjórnarerindreki og þýðandi, og Martin Butora, fyrrum ráðgjafi Vaclavs Havels, forseta Tékklands. Vladimir Meciar, forsætisráðherra Slóvak- íu, hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir til- raunir til að snúa við lýðræðisþróun 1 land- inu. Hann hefur einnig hug á að stöðva einka- væðingu ríkisfyrirtækja. M VER0- BRÉFIIM ÍFJÚSIO 10 VIÐSKIPniaVINNULÍF 18 ÍGOMLUHUSI ÁNÝRRIÖLD NÁMSMENN í NÝSKÖPUN 16 Andblær framandi álfu B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.