Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARGT er líkt með þess- um störfum þó um- hverfið sé gjörólíkt," segir Jón þegar hann er spurður að því hvort reynslan af verðbréfamarkaðnum nýtist honum við búskapinn. „Bæði störf- in krefjast mikillar ástundunar og natni. Ég þekki kýrnar mínar jafn vel og ég þekkti verðbréfamarkað- inn og er vakinn og sofinn yfir þeim á sama hátt og þegar ég fylgdist með verðbréfunum. Ef kýr verður veik verð ég að hringja strax á dýralækni. Á sama hátt þurfti maður að selja verðbréfin strax og þau náðu tilteknu marki. Hvorugt þýðir að geyma til morg- uns því maður getur þá misst af lestinni." Ætlaði að verða bóndi Jón er 46 ára gamall Borgfirð- ingur. Hann fæddist í Reykjavík en fluttist ungur með foreldrum sínum að Guðnabakka í Stafholtst- ungum og ólst þar upp. Faðir hans, Kjartan Jónsson lögfræðingur sem látinn er fyrir nokkrum árum, var með eitt af stærri fjárbúum á land- inu og þar kynntist Jón búskap. „Þessi reynsla nýtist mér við kúa- búskapinn núna enda fínnst mér mestu skipta að kynnast skepnun- um og hugsa vel um þær, sama hvaða búskap maður stundar," segir hann. „Búskaparáráttan hefur alltaf blundað innra með mér. Ég ætlaði mér alltaf að verða bóndi en það atvikaðist bara þannig að ég fór að heiman, fyrst í nám til Bret- lands, síðan nám og iðnrekstur í Reykjavík og loks fór ég til Sviss til að kynnast heimalandi eigin- konu minnar.“ Þau Regula Brem kynntust í Bretlandi þar sem hún var í mála- skóla. Hún vann síðan eitt ár hjá föður sínum sem rekur húsgagna- fyrirtæki í Sviss og segist hafa verið mikið í förum milli Bret- lands, Sviss og íslands á þessum árum. Þau giftu sig árið 1973 og settust að í Reykjavík. Þau eiga tvö börn, Erna er tvítug og Kjart- an þremur árum yngri. Jón tók stúdentspróf í Bretlandi úr mo- BRÉFUM ÍFJÚSIÐ Nýir ábúendur á Stóra-Kroppi í Borgarfirði hafa byggt upp myndarlegt kúabú á stuttum tíma en jörðin var nánast komin í eyði þeg- ar þeir keyptu hana. Ábúendurnir eru Jón Kjartansson sem áður starfaði við verðbréfa- miðlun í 15 ár, meðal annars sem yfirmaður verðbréfadeildar elsta bankans í Sviss, Reg- ula Brem, sem er svissnesk kona hans, og 1 > ______________________________ tvö böm þeirra. I heimsókn Helga Bjama- sonar að Stóra-Kroppi kom fram að þau hafa lagt mikið í jörðina og ætla að berjast til þrautar gegn áformum Vegagerðarinnar um að leggja veg yfir land þeirra. og hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands þegar hann kom heim. Á sama tíma tók hann við rekstri Sælgætisgerðarinnar Vík- ings sem var í eigu fjölskyldu hans og stjórnaði henni í fimm ár. Seg- ir hann að minna hafi orðið úr náminu en til stóð enda fullt starf að stjórna iðnfyrirtæki með 50 manns í vinnu á umbrotatímum í íslenskum iðnaði. „ísland gekk í EFTA á þessum tíma og því fylgdi fríverslun með iðnaðarvörur, að vísu með nokk- urri aðlögun. „Ég fékk þarna góða reynslu af iðnrekstri. Verksmiðjan var seld þegar ég fluttist út og rekstri hennar hætt tveimur árum seinna. Með nýja GATT-samkomulag- inu er svipað að ganga yfír íslensk- an landbúnað og við kynntumst í iðnaðinum með EFTA-aðildinni á sínum tíma. Ég tel að erlend sam- keppni sé sjálfsögð og eðlileg í okkar hluta heimsins og raunar alveg óhjákvæmileg í nútíma sam- félagi. Ég er sannfærður um að íslenskar búvörur eru jafn góðar eða betri en vörur í þeim löndum sem hingað munu flytja afurðir sínar og á þá bæði við gæði og vöruval. Ég tel því ekkert að ótt- ast ef samkepþnin er á jafnréttis- grundvelli,“ segir hann. Jón segir að hagræða þurfi meira í búrekstrinum, lækka kostnað og auka framleiðsluna hjá hveijum og einum. Það telur hann mögulegt að gera og bendir á eig- in rekstur í því sambandi þar sem hann hafí keypt upp framleiðslu- rétt á þremur býlum fyrir sinn rekstur. „Ég geri mér grein fyrir því að það er engin allsheijarlausn að fækka bændum. En það er óhjákvæmilegt og gerist sjálfkrafa vegna þess að tekjur bænda eru orðnar það litlar, sérstaklega sauðfjárbænda, og lítið svigrúm fyrir þá að stækka búin eða skipta yfir í annan búrekstur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.