Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKRIÐURNAR ÚR KALDBAKSHORNI Atta ára telpa kjálka- brotnaði þegar steinn fór inn um bflglugga ÁTTA ára telpa kjálkabrotnaði og skarst illa þegar oddhvass steinn fór í gegnum rúðu á bif- reið fjölskyldu hennar í skriðu- föllunum undir Kaldbakshorni á sunnudagskvöld. Fjölskyldan var að koma úr Ijaldferð og á leið suður á Hólmavík þegar slysið varð. Um klukkan fjögur á sunnu- dag keyrði fjölskyldan fyrst fram á skriðu á veginum sem fallið hafði nokkru áður en lenti síðan í fremsta broddi annars skriðufalls. Hún þurfti ásamt nokkrum öðrum vegfarendum að fjarlægja gijót úr fyrri skrið- unni af veginum undir Kaldbaks- horni til að geta haldið ferð sinni áfram. Nærri því sloppin Rétt í þann mund sem fjöl- skyldan tók af stað að nýju heyrðuhún dyn í fjallinu. „Við sáum að fólkið sem hjálpaði okk- ur við að hreinsa veginn tók til fótanna," sagði Guðveig Hrólfs- dóttir, móðir telpunnar ungu, en hún var einn farþega í bifreið- inni. „Þá gerðum við okkur grein fyrir því að önnur skriða væri að falla í brattri hlíðinni. Við gáfum allt í botn og vorum mjög nærri því að sleppa við að lenda í skriðunni. Fyrsti steinninn í skriðunni hæfði aftur á móti bíl- inn, braut rúðu og lenti á andliti dóttur rninnar." Telpan sem slas- aðist, Áshildur Vilþjálmsdóttir, sat i miðið og segist Henry Ni- elssen, sambýlismaður Guðveig- ar, halda að hún hafi hallað sér fram á milli hinna farþeganna tveggja til að athuga skriðuna. Guðveig segir að mikil skelf- ing hafí gripið um sig í bilnum en enginn annar hafi slasast. Rúðubrot dreifðust einnig yfir Valborgu, 19 ára dóttur Henrys, en hún skarst ekki. Herdís Huld, fimm ára dóttir Henrys og Guð- veigar, sat fjærst fjallinu og hana sakaði ekki. Ekki urðu aðr- ar skemmdir á bílnum en að rúða brotnaði. Áshildur fór í aðgerð í gær vegna kjálkabrotsins á Borg- arspitalanum. Að sögn móður hennar líður henni bærilega og segir hana standa sig eins og hetju. Enn væri þó ekki ljóst hversu vel brotið mun gróa. Mátti engu muna „Skriðan ruslaðist niður fyrir aftan bílinn,“ segir Henry Niels- son, en hann var undir stýri á Subaru-bifreið fjölskyldunnar. „Það mátti ekki muna neinu og hefði getað farið helmingi verr. Ég keyrði eins og ég þorði og sá alltaf skriðuna út um fram- gluggann. Ég vildi ekki lenda í svona aftur.“ Vegurinn fyrir Kaldbakshorn liggur utan í skriðunni neðst í fjallinu, á aðra hönd gnæfír fjall- ið en á hina er bratt niður að sjó. Er vegurinn um svæðið krókóttur og erfiður yfírferðar og segir Henry að það hafi kom- ið sér vel að hafa oft ekið leiðina áður. Morgunblaðið/Þorkell ÁSHILDUR Vilhjálmsdóttir ásamt móður sinni, Guðveigu Hrólfs- dóttur, á Borgarspitalanum. Morgunblaðið/Arni Sæberg VALBORG Henrysdóttir og Henry Nielssen fyrir framan Subaru- bifreið fjölskyldunnar. í lófa Valborgar er steinninn sem lenti í andliti Áshildar. Steinninn er lófastór, þungur og oddhvass mjög. Leituðu vars undir klettabrún GUÐJÓN Haraldsson vinnuvél- stjóri, sem varð vitni að skriðu- falli úr Kaldbakshorni í fyrradag, sagði að litlu hefði munað að illa færi þegar skriðan féll. Fjölskylda Guð- jóns leitaði vars undir kletta- brún meðan hrundi úr fjall- inu. Guðjón var ásamt dóttur sinni og tengda- syni og fimm börnum þeirra á veginum þegar skriðan féll. „Það kom gijót þarna niður þegar engin umferð var á vegin- um. Skömmu síðar kom bíll að norðan á leið til Hólmavíkur og við sáum úr sumarbústaði okkar hvar ökumaðurinn fór að tína gijót af veginum. Við ákváðum að hjálpa honum og þegar við vorum að verða búin að tína gijótið af veginum heyrðum við að það brotnaði steinn hátt uppi í fjallinu. Maðurinn sem var á leið til Hólmavíkur stökk þá upp í bílinn sinn og brenndi af stað. Við stóðum úti á klettasnös og ég sá að hrunið var byijað að skipta sér og fór í sitt hvora átt- ina við mig. Ég hélt að gijót færi á bílinn sem var lagður af stað en hann slapp fyrir horn að því undanskildu að einn steinn fór í hliðarrúðuna og í stúlkuna. Dóttir mín og tengdasonur lögð- ust undir kletta rétt hjá með börnin en ég var einn uppi á snö- sinni til þess að athuga hvernig þetta færi. Það kom einn steinn, eins og handbolti að stærð, rétt hjá mér og lenti undir bílnum. Þá var eins og frysi í mér blóðið. Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ sagði Guðjón. Hann sagði að þetta hefði ekki staðið lengi yfir en seinna hefði. fallið stærri skriða. Guðjón lét lögregluna vita af skriðufallinu. „Eg tel að ástæðan fyrir hruninu sé sú að það hefur verið svo Iengi þurrt. Líklega hefur blautur leir haldið við steinana en þegar jarð- vegurinn þornar svona mikið rýrnar leirinn og þá fer að hryiya," sagði Guðjón. Vígt svæði illt yfirferðar KALDBAKSHORN er 508 metra hátt og er vegurinn fyrir hornið illur yfírferðar þar sem hann liggur utan í stórgrýtisurðinni. Merki eru beggja vegna hornsins sem vara vegfarendur við gijót- hruni. Fyrr á öldum lá troðning- ur fyrir Kaldbakshorn og þar sem hann var erfiðastur yfirferð- ar yfir Kaldbakskleif er oft nefnt Ófæra. í Árbók Ferðafélags íslands frá árinu 1952 er sagt að mælt sé að Guðmundur góði hafi vígt Kleifina á ferðalagi um Vestfirði þá er hann leysti héraðsmenn undan hinum forna fjanda Sel- kollu. Nokkrar saguir eru um hrakningar manna og gripa í kleifinni sem jafnan hafa bjarg- ast slysalaust. Segir í Árbókinni að það sé enn þakkað yfírsöngv- um og vígslu Guðmundar góða Kemur við sögu í Njálu í Njálu er einnig minnst á Kaldbakshorn þegar Svanur í Svanshóli fórst í róðri. Fiski- menn er voru við veiðar í Kald- baksvík, sem er norðan við Kald- bakshorn, þóttust sjá Svan ganga inn í fjallið og var honum vel fagnað þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.