Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Verður Smith dæmd til dauða? Fundin sek um að myrða syni sína Union. Reuter. BANDARÍSKUR kviðdómur, sem dæmdi Susan Smith seka um morð á tveimur barnungum sonum sínum á laugardag, hlýddi í gær á frekari vitnisburð áður en hann tekur ákvörðun um hvort dæma eigi hana til dauða eða í lífstíðarfangelsi. Smith var fundin sek um að hafa bundið syni sína niður í aftursæti bifreiðar og ýtt henni út í stöðuvatn þar sem drengimir drukknuðu. í níu daga hélt Smith því fram að blökkumaður hefði rænt bílnum með börnunum í en játaði síðar á sig sökina. Vakti mál þetta geysi- lega reiði, ekki síst í heimabæ Smith, Union í Suður-Karólínu. Skalf og þurfti stuðning Níu karlar og þrjár konur eru í kviðdóminum sem taka mun ákvörðun um refsingu Smith, sem er 23 ára gömul. Það tók kviðdóm- inn tvo og hálfan tíma að komast að niðurstöðu á laugardag en hún var fundin sek um morð að yfir- lögðu ráði. Er dómurinn var lesinn upp yfir Smith byijaði hún að skjálfa ákaflega og þurfti á stuðn- ingi að halda. Hrollvekjandi lýsingar í gær hófust vitnaleiðslur að nýju áður en refsing verður ákveð- in. Búist var við að saksóknari myndi leggja fram hrollvekjandi lýsingar á málsatvikum til að fá kviðdómendur til að dæma Smith Keuter Susan Smith kemur til dóms- hússins I gær þar sem vitna- leiðslur hófust. Kviðdómur mun taka ákvörðun um refs- ingu yfir Smith byggða á því sem þar kemur fram. til dauða, m.a. áður óbirtar myndir af líkum drengjanna, en að veijend- ur myndu leggja áherslu á þung- lyndi Smith og áföll sem hún hefði orðið fyrir. Verði Smith dæmd í lífstíðar- fangelsi verður í fyrsta lagi hægt að náða hana árið 2024. Verði hún hins vegar dæmd til að láta lífið í rafmagnsstól verður hún fyrsta konan sem verður líflátin í Suður- Karólínu og sú fimmta sem dæmd er til dauða í ríkinu, en dauðarefs- ing var innleidd þar árið 1976. Friðarviðræðum frestað eftir sprengingu í Tel Aviv ÍSRELSKIR lögreglumenn flytja á brott lík eins þeirra sex sem létust í sprengingunni í gær. Þrjátíu og tveir slösuðust í árás Hamas í Ramat Gan, útborg Tel Aviv. Sex deyja í sjálfs- morðsárás Hamas \ Siemens ívksuffiir á útsöluverði! • 1300W • Stillanlegur sogkraitur • Afar lipur, létt og hljóðlát • Fylgihlutir í innbyggðu hólfi • Margfóld sýklasía í útblæstri • Sjálfinndregin snúra oghleðsluskynjari • Siemens framleiðsla tryggir endingu og gæði • Verð aðeins kr. 12.900,- • Kraftmikil, 1200 W • Lítil, létt og lipur • Stór rykpoki og sýklasía • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari • Verð aðeins kr. 9-900,- Einsíakt tilboð sem aðeins gildir í sumar. sifMf' SQÍ&S! (Jmboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvftárskála Hellissandur Blómsturveilir • Grundarfjörður. Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur. Skipavik • Búðardalur Ásubúð • isafjörðun Póllinn • Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur Rafsjá Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi • Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður Rafalda • Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson ■ Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn I Hornafirðí: Kristall Vestmannaeyjar. Tréverk Hvolsvöllur. Kaupfélag Rangæinga ■ Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavik: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Ramat Gan, Jerúsalem. Reuter. SEX manns létust og 32 slösuðust í sjálfsmorðsárás á strætisvagn í Tel Aviv í gær. Sprengingin varð á götu í Ramat Gan, útborg Tel Aviv, og hafa talsmenn skæruliðahópsins Hamas lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. Liðsmaður hreyfingar- innar lést sjálfur í sprengingunni. Liðsmenn Hamas eru andvígir friðarsamningum Araba og ísraela. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels sagði að friðarviðræðunum, sem staðið hafa á hóteli við Dauða- hafið, yrði frestað vegna atburð- anna í Tel Aviv, en teknar upp að nýju þegar búið yrði að jarða fólkið sem lést í sprengingunni. Arafat fordæmir Ilamas Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), for- dæmdi aðgerð Hamas og sagði hana hryðjuverk. Fatah, skæruliða- hreyfing Arafats, sagði að tilræðis- menn væru „svikarar" við málstað Palestínumanna. Aðal samninga- maður Palestínumanna sagði að viðræðurnar yrðu teknar upp að nýju eftir tvo daga, og þá hvorki í ísrael ná á yfirráðasvæði Palestínu- manna. „Friðarviðræðunum verður að halda áfram á fjarlægum stað, fjarri sálrænu álagi og öðrum hindr- unum.“ ísraelar brugðust við atburðun- um með því að banna hátt í tveim milljónum Palestínumanna sem búa á Gazasvæðinu og á Vesturbakkan- um að fara til ísraels. Þriðja sjálfsmorðsárásin Strætisvagninn var á leið frá útborginni Ramat Gan til Dizeng- off, aðalgötu Tel Aviv, en þar fór- ust 23 í október, þegar skæruliði Hamas fórnaði sjálfum sér með því að sprengja strætisvagn í loft upp. Mörg hundruð ísraelar söfnuðust saman þar sem sprengingin varð í gær og lýstu reiði sinni með atburð- inn, en þetta er þriðja sjálfsmorðs- árás Hamas-liða á ísraela á níu mánuðum. Friðarviðræðurnar, sem nú standa, eiga að leiða til stækkunar sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna á Vesturbakkanum. Til stóð að skrifað yrði undir samninginn í dag, en viðræðuaðilar hafa sagt að þeir þurfi að minnsta kosti nokkra daga í viðbót til þess að reka enda- hnút á samningsgerðina. Enn ósamið um stöðu Tsjetsjníu Grozní. Reuter. SAMNINGAMENN Rússa og Tsjetsjena settust að samninga- borðinu í gær í von um að geta gengið frá samkomulagi um fram- tíðarstöðu uppreisnarhéraðsins Tsjetsjníu, en þegar þeir stóðu upp í gærkvöldi lá samkomulag enn ekki fyrir. Vjatsjeslav Míkhaílov, aðalsamn- ingamaður Rússa, sagði fyrir fund- inn, sem haldinn var í Grozní, höf- uðborg Tsjetsjníu, að hann vonaði að saméiginleg yfirlýsing yrði und- irrituð undir kvöld. Samninga- nefndirnar gáfu ekki út sameigin- lega yfirlýsingu þegar viðræðum var slitið, en þó kom fram að þeim yrði haldið áfram í dag. Um er að ræða uppkast, sem myndi greiða fyrir allsheijarsam- komulagi um pólitíska stöðu Tsjetsj- níu. Arkadí Volskí, einn rússnesku samningamannanna, sagði hins veg- ar að gagnrýni Dzokhars Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjena, á viðræðumar hefði ekki bætt úr skák. Þá hefði tillaga nefndar rússn- eska þingsins um Tsjetsjníu um að samþykkt yrði stjórnarskrárbreyt- ing um að Tsjetsjníu yrði vikið úr rússneska ríkjasambandinu valdið aukinni spennu í viðræðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.