Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sbf e^jSþi-3 Stórglæsileg antik renaissance borðstofuhúsgögn til sölu Um er að ræða 12 stóla, 12-14 manna borðstofuborð og glæsilegan útskorinn skáp. Altár upplýsingar eru veittar í Antik-húsinu, l*verholtí við Hlemm. Upplýsingar ekki gefnar í síma. ^Oðkaupsveislur—útisamkomur — skemmtanir — tónlelkar — sýningar — kynningar og fi. og fi. og II. í KisdtiW - vt§isiu«§ðicL I 4* \ ofi) -°9 Ýmsir fylgihlutir «.«> ö Tjölej ^Siah* Ekki treysfa ó veðrið þegar ___i á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald ó staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum fró 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. laBelga sfeátta ..meo skótum ó heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 Starcraft. Einhver vönduðustu pallhús sem völ er á frá USA. Til afgreiðslu strax á stóra ameríska pallbíla, verð aðeins kr. 760.000,- og hagstæðir greiðsluskilmálar. C'SLI ■ IÓNSSQN HF Bíldshöfða 14, 112 Reykjavlk, Sími 587 6644 Œ>ijónum sjáíf - ^Prjónum sjáíf \ qjfc* tíman/ega mef) /umst- og jómmmrmmimptm. * Jóla - prjónaföndurblöðin komin (þýðing fylgir). 3fe 15% afsláttur af ullargarni í skólapeysuna. sk Móhair og angóra á fínu verði. $ Innritun hafin á prjónanámskeiðin. r/jam/iúsið, Suðurlandsbraut 52, (bláu húsin við Faxafen) Sími 568 8235. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Anægð með samkomu Benny Hinn GUÐBJÖRG hringdi með eftirfarandi: „Ég er aldeilis ekki sammála Þóru og Valgeiri sem nýlega hafa skrifað um Benny Hinn í Velvak- anda. Fyrir mér hófust þessar samkomur á því að falleg- ur kór byijaði að syngja yndislegan sálm og margt fólk í salnum lyfti upp höndum, söng með og lof- aði guð. Ég kenni bara í bijósti um þá sem geta kallað það skrílslæti. Það er minnsta kosti eins gott að að þeir fari ekki í Höllina endra- nær. Svo sjá þeir nú sjaldnast mikið sem hlaupa út á miðjum sam- komum. Ég sá mörg kraftaverk gerast, líkamlega, en það stærsta þegar fjöldi fólks kom fram sem vildi taka á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum. Sem sagt mér fannst þetta yndisleg stund og ég vona og trúi að við eig- um eftir að fá margar slík- ar.“ Tapað/fundið Bakpoki tapaðist SVARTUR Michael Jord- an bakpoki með fatnaði í tapaðist í byijun júlí mjög líklega við Esjuna. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í síma 551-9226. Myndavél tapaðist LÍTIL svört Olympus myndavél í svörtu hulstri tapaðist sl. laugardag mjög sennilega í brekk- unni fyrir ofan bílastæðin við Gullfoss. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í síma 561-9222 á kvöldin. Hjól fannst ICEFOX hjól frá Hvelli fannst í Seljahverfi um helgina. Eigandinn getur vitjað þess í síma 557-9096. Gæludýr Kettlinga vantar heimili FJÓRIR krúttlegir kettl- ingar, kassavanir og vel að sér í Sturiungu, þurfa að eignast góð heimili. Dýravinir eru beðnir að hringja í síma 552-0834. HÖGNIHREKKVÍSI „SkyncJ/Lega nCU/f hrdeiilegtþ&kur- þe>gn.írva. — " BBIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÞAÐ SÉST ekki í fljótu bragði hvort taka eigi af- stöðu með sagnhafa eða vörninni í fjóniin hjörtum dobluðum. Suður gefur; allir á hættu Norður ♦ K652 f Á86 ♦ ÁDG95 ♦ Á Vestur Austur ♦ ÁG984 ♦ 73 7 5 llllll V KD104 ♦ K8 111111 ♦ 75 ♦ DG987 ♦ K10532 Suður ♦ D10 7 G9732 ♦ 10432 ♦ 64 Vestur Norður Austur Suður - Pass 2 spaðar* Dobl 4 lauf** Pass Pass Dobl Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Pass Dobl Pass * spaði og lauf, 11-15 punktar ** hiodrun Utspil: spaðaás. Vömin á bersýnilega tvo slagi á hjarta til viðbótar við spaðaásinn, en spuming er: Fær austur þriðja trompslag- inn? Spilið er frá síðasta spilakvöldi BR og þar fengu menn 9-10 slagi í hjarta- samningi. Leiðin til að tryggja vöminni þijá slagi á tromp, er að þvinga blindan til að trompa lauf, svo ekki sé hægt að spila tvívegis að hjartagosanum. En eftir spaðaásinn út, getur sagn- hafí hent laufí niður í spaða- kóng og þarf þá ekki að trompa lauf í borði. En vömin ætti samt sem áður að hafa betur ef vestur skiptir strax yfír í lauf í öðr- um slag. Sagnhafí spilar spaða á drottningu og svínar tíguldrottningu. Spilar svo spaðakóng. Austur má ekki trompa, því þá yfirtrompar suður og stingur lauf í borði. Og gefur þá aðeins tvo slagi á hjartahjónin. Austur hendir því tígli og suður laufí. Nú er best að spila smáu hjarta úr borði. En austur banar þá samningnum með því að stinga upp drottningu og spila laufí út í tvöfalda eyðu! Nú gengur ekki að trompa heima og spila hjartaás og hjarta, því austur drepur á kóng og spilar enn laufi, sem er meira en suður þolir. Vömin ætti því að hafa bet- ur, þrátt fyrir illa heppnað útspil. Svefnsófarnir eru bæöi fallegir og vandaðir og síðast en ekki síst -þægilegir. Teg: Hartford svefnsófi í Full stærð 135cm breidd frá kr. 74.190,- Lazy-boy svefnsófarnir fást í Full eða Queen stærð í mismunandi áklæðum. Húsgapahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SIMI 5871199 Víkveiji skrifar... AÐ ER sagt, að baráttan um hillupláss í stórmörkuðum sé hörð og að það séu mikil vísindi að finna út, hvemig eigi að raða vörum í hillur til þess að fá fólk til að kaupa þær. Víkveiji er hins vegar að velta þvi fyrir sér, hvort í sumum tilvikum sé vörum raðað upp í því skyni að koma í veg fyrir að fólk kaupi þær. Egils appelsín frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, hefur í ára- tugi verið einn vinsælasti gosdrykk- ur, sem hér hefur verið á boðstól- um. En það er ekki auðvelt að finna þennan gosdrykk í tveggja lítra umbúðum í einni stærstu matvöru- verzlun landsmanna, Hagkaup í Kringlunni. Það er hins vegar auð- velt að fínna Hagkaups appelsín, sem blasir við nánast hvert sem lit- ið er. Vilji viðskiptavinur Hagkaups hins vegar kaupa Egils appelsín í tveggja lítra umbúðum verður hann að íeita vel og lengi. Það er hægt að fínna þessar flöskur í hillum neðarlega til hægri, þegar gengið er á milli gosdrykkjahillanna frá peningakössunum í Hagkaup en það er ekki auðvelt. Það fer ekkert á milli mála, hvað hér er að gerast. Verzlunin raðar Hagkaups appelsíni upp með áber- andi hætti til þess að ýta undir sölu á því en raðar Egils appelsíni upp með þeim hætti að það hlýtur að draga úr sölu á því. Víkveiji veit ekkert um viðskipti Hagkaups og Ölgerðarinnar en hitt er alveg ljóst, að þessir verzlunar- hættir eru ókurteisi við almenna viðskiptavini Hagkaups og er þá vægt til orða tekið. xxx AUNAR er það svo, að fólk ætlast til þess að í stærstu matvöruverzlunum sé ákveðið vöruúrval. Hver og einn hefur sína sérvizku í þeim efnum, sem verzlan- ir hafa komið viðkomandi upp á með frarhboði á vörum. Það er stundum haft á orði, að varasamt sé fyrir fiskútflytjendur að skipta yfir á aðra markaði, þótt hærra verð fáist annars staðar um skeið, vegna þess að kaupendur leggi mikla áherzlu á jafnt og öruggt framboð. Viðskiptavinur, sem gengur um matvöruverzlun hugsar alveg eins. Hann hefur vanizt ákveðinni vöru- tegund og vill geta gengið að henni. Hverfi hún skyndilega úr hillum vegna ósamkomulags á milli selj- anda þeirrar vöru og matvöruverzl- unar, eða viðskiptavini er gert óhægt um vik að finna vöruna, beinist reiði hans að viðkomandi verzlun, sem hann telur ekki sjá sér fyrir jöfnu og öruggu framboði af sinni uppáhaldsvöru. xxx AÐ KOSTAR áreiðanlega mikla vinnu og yfirlegu að reka matvöruverzlun. Neytendur gera kröfur um vöruúrval og fylgjast vel með verðlagi nú orðið. Kaupmenn- irnir sjá tilveruna út frá dálítið óvenjulegu sjónarhorni. Þeir þurfa t.d. að haga vöruframboði í verzlun- um eftir þvi í hvaða hverfi verzlun- in er. Eldra fólk kaupir annars konar vöru en yngra fólk. Verzlunarkeðja, sem selur heitan mat í verzlunum sínum verður að gæta þess að hafa annars konar heitan mat á boðstól- um í hverfum þar sem yngra fólk býr en þar sem eldra fólk er helztu viðskiptavinir. Það þýðir t.d. lítið að bjóða yngra fólki upp á saltkjöt, nema á sprengi- daginn en öðru máli gegnir um eldra fólk! Sauðfjárbændur hafa fundið rækilega fyrir breytingum á neyzlu- venjum yngri kynslóða. Neyzluvenjur breytast en það er hins vegar varasamt að reyna að breyta þeim með aðferðum af því tagi, sem nefndar voru hér að fram- an. Enginn vil láta nota sig með þessum hætti. Sízt af öllu neytend- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.