Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Alaskalúpínan ógnun við fjöl- breytt gróðurríki víða um land SÍÐUSTU ár eru æ fleiri að átta sig á að alaskalúpínan sem flutt var hingað til lands fyrir hálfri öld stefnir í að verða hinn mesti vágestur í gróðurríki landsins. Með vissum hætti má líkja tilkomu hennar við minkinn, sem nú er varið háum fjárhæðum til að halda í skefjum. Lúpína er hins vegar ekki eina plöntutegundin sem með- höndla þarf með gát, heldur verður að móta almennar reglur um dreif- ingu innfluttra plantna í vistkerfi landsins. Þetta á sérstaklega við um plöntuval til landgræðslu, bæði jurtir og tijákenndan gróður. Efla þarf til muna rannsóknir í þessu skyni og beita varúðarreglu áður en heimilað er að taka nýjar plöntutegundir eða afbrigði í notk- un til landgræðslu. Því miður hafa opinberar stofnanir eins og Land- græðsla og Skógrækt ekki þekkt sinn vitjunartíma í þessu efni eins og of mörg dæmi eru um. Það er áhyggjuefni að jafnvel forstöðu- menn þessara ríkisstofnana skuli helst vilja loka augunum fyrir því stórfellda umhverfisslysi sem er að verða vegna hömlulausrar út- breiðslu lúpínu víða um land og á þeirra vegum er haldið áfram að dreifa henni tilviljanakennt eins og ekkert hafi í skorist. Þróunin sem við blasir Það hefur eðlilega tekið tíma að menn áttuðu sig á hvemig ala- skalúpína hegðar sér í íslensku . umhverfi. Fyrstu áratugina eftir að tegundin var flutt hingað var hún aðeins á smáblettum á fáein- um stöðum, aðallega innan skóg- ræktargirðinga, og þess utan hélt sauðfjárbeit henni niðri. Nú hefur tegundin víða komið sér vel fyrir og rekinn er áróður fyrir henni sem töfralausn í landgræðslu. Land- græðsla ríkisins hefur hafið fram- leiðslu á lúpínufræi í stórum stíl og afhendir það félagasamtökum og öðrum sem í góðri trú vilja leggja iandgræðslustarfi lið. Það er ekki síst vegna þessarar stefnu Land- græðslunnar að um er að ræða stórfellda aukningu á útbreiðslu alaskalúpínunnar. Þetta er þó aðeins lít- ill forsmekkur af því sem mun gerast í ná- inni framtíð, því að tegundin sáir sér ört út og dreifist hratt með vatni og vindum. Alaskalúpínan nemur hér ekki aðeins land á melum og hálf- grónum svæðum held- ur leggur undir sig vel gróið þurrlendi, þar á meðal lyngmóa og snjódældir þar sem vöxtulegur blómgróður er fyr- ir. Hún er það stórvaxin og öflug planta að hún kæfir flestar aðrar tegundir þar sem hún nær að þétt- ast utan skóglenda og kemur í veg fyrir eða seinkar því til muna að víðir og birki nái sér á strik. Stöngl- ar hennar rotna hægt og mynda teppi sem heldur öðrum tegundum niðri. Rannsóknir benda ekki til að lúpínan víki fyrir öðrum gróðri nema þá á löngum tíma, a.m.k. ekki í þeim landshlutum þar sem mest er úrkoma. Víða í grennd þéttbýlis, m.a. á Austurlandi, eru komnar „eyjar“ af lúpínu. Verði þeim ekki útrýmt mun plantan leggja undir sig æ stærri svæði, þekja innan fárra áratuga umhverfi þéttbýlisstaða og hlíðar í fjörðum, kæfa fjölbreyti- legan blómgróður, þar á meðal beijalyng, og seinka eðlilegri gróðurframvindu á svæðum þar sem líklegt er að sauðfjárbeit heyri sögunni til innan tíðar. Óvíða er bein jarðvegseyðing eða teljandi uppblástur nú á Austfjörðum, þótt land sé víða í sárum eftir langvar- andi ofnýtingu. Þar sem land er friðað fyrir beit sér sjálfgræðsla um endurnýjun gróðurlenda og rof lokast smám saman. Þetta sést m.a. vel í minni heima- byggð, Neskaupstað. Á slíkum svæðum er engin þörf fyrir aðstoð mannsins við land- græðslu, hvorki með sáningu né áburðarg- jöf. Utbreiðsla lúpínu er það hermdargjöf sem veldur tegundafá- tækt í stað fjölbreytni og bindur enda á þá veislu í gróðurríkinu sem kemur af sjálfu sér við friðun og blasir við fljótlega eftir að beit léttir. Rangar og villandi staðhæfingar Viðbrögð landgræðslustjóra og fleiri vegna ákvarðana Náttúru- verndarráðs og Umhverfismála- ráðs Reykjavíkur að hamla gegn frekari útbreiðsiu alaskalúpínu í Skaftafelli og í landi Reykjavíkur Móta verður almennar reglur um dreifingu inn- fluttra plantna í vist- kerfí landsins. Hjörleif- ur Guttormsson telur þetta sérstaklega eiga við um plöntuval til landgræðslu. eru afar mótsagnakennd. í öðru orðinu segir landgræðslustjóri að lúpínan eigi „ekkert erindi inn í þjóðgarða eða aðrar náttúruperlur landsins". (Morgunblaðið, 13. júlí 1995). I hinu orðinu reynir land- græðslustjóri að gera þessa veið- leitni tortryggilega og endurflytur margkveðnar staðleysur um ágæti lúpínu í Morsárdal. Undirritaður hefur fýlgst með gróðurbreytingum í þjóðgarðinum í Skaftafelli frá árinu 1972 að telja, fyrst sem trúnaðarmaður Náttúru- verndarráðs um sex ára skeið og síðan með árlegum heimsóknum. Lúpína var fyrst flutt í Bæjarstað vorið 1954. Allt fram um 1980 var útbreiðsla hennar þar óveruleg, enda nokkur sauðfjárbeit á svæð- inu til 1978. Fyrir þann tíma var þó birkinýgræðingur farinn að vaxa upp af blásnu landi umhverf- is gömlu skógartorfurnar, sem nálægt síðustu aldamótum var byijað að kalla Bæjarstaðarskóg. Það er fáránleg fullyrðing höfð eftir landgræðslustjóra í nefndu viðtali, að fyrir 30-40 árum „hafi Bæjarstaðarskógur verið að eyðast af uppblæstri og það megi heita að lúpínan hafi bjargað skóginum frá eyðingu."! Skógurinn var ekki að eyðast nema þá af skriðuföllum og endurnýjun birkis og fjölbreytts gróðurs var í fullum gangi í ná- grenni hans áður en lúpínan lagð- ist þar yfir. Óljós markmið í land- græðslustarfi Því miður eru markmið í land- græðslustarfi hérlendis enn harla óljós og þokukennd. Oft er talað um „endurheimt landgæða" án þess að nánar sé tilgreint hvað við sé átt, eða hvaða aðferðum menn hyggist beita í því skyni. Jafn- framt skortir oft á að metið sé og skilgreint til hvers menn hyggist nota landið að uppgræðslustarfinu loknu. Auðvelt er að vera sammála um að uppblástur og jarðvegseyðing sé eitt af stærstu umhverfisvanda- málum hérlendis. Sá vandi er hins- vegar misstór og af ólíkum toga eftir landshlutum og að sama skapi er þörf á mismunandi tökum við lausn hans. Þar'sem ekki er um virkan uppblástur að ræða er réttast að stuðla að gróðurvernd og Iáta náttúruna sjálfa vinna Hjörleifur Guttormsson Hreppaflutning’ar ÞRIÐJUDAGINN 27. júní síð- astliðinn, birtist í Morgunblaðinu skilmerkileg og fróðleg grein Ólafs Ólafssonar landlæknis, „Fram- tíðarsjúkrahús“. Heilbrigðisþjón- ustan virðist nú standa á krossgöt- um, legutími styttist mjög á bráða- sjúkrahúsum, en svo vitnað sé beint í grein landlæknis — „/ stað þess er komin dvöl á heimilum og vistun á góðum en mun ódýrarí sjúklinga- hótelum er þörf krefur.“ (letur- breyting mín). Skilgreining á sjúklingahótelum er eftirfarandi: „í nánum tengslum við deildarskiptu sjúkrahúsin verði rekin vel búin sjúklingahótel, búin góðri hjúkrunar- og endurhæfing- araðstöðu, en mun ódýrari í rekstri aðallega vegna þess að sjúklingar verða fyrr sjálfbjarga." Undirrituð hefur átt því einstaka láni að fagna að þurfa svo til ekki á sjúkrahússdvöl að halda á fullorð- insárum, fyrr en á þessu vori. Eft- ir fárra daga dvöl á Borgarspítalan- um og í beinu fram- haldi af henni á Grens- ásdeild spítalans, vegna slysfara og að- gerðar, sem fylgdi í kjölfarið, varð ég mjög greinilega vör við það óeðlilega mikla vinnuálag sem starfs- fólk spítalans má sætta sig við og hefur oft verið tíundað í ræðu og riti undanf- arnar vikur. Læknum er gert að útskrifa sjúklinga sína eins fljótt og nokkur kostur er og eru þar sýnilega undir miklum þrýstingi vegna fjárskorts stofnun- arinnar. Án efa bera þeir allir hag sjúklinganna fyrir brjósti, ljúf- mennska sumra þeirra er einstök, en háttvísi manna í þeirri stétt er að sjálfsögðu misjöfn og brugðu sumir fyrir sig eins konar gaman- málum við „brottrekst- urinn“ og tilkynntu óviðbúnum sjúkling- unum að þriðjungi ódýrara væri fyrir rík- ið að halda þeim uppi í svítunni á Hótel Sögu en láta þá liggja þar sem þeir væru komnir. Felmtri slegnir vesal- ingarnir þögðu yfirleitt þunnu hljóði og höfðu tæplega verið að velta fyrir sér hvílík ofur- byrði þeir væru allt í einu orðnir fyrir þjóð- félagið og skattgreið- endur landsins fáein- um dögum eftir mis- stórar skurðaðgerðir á bæklunar- deild. Flestir vilja án efa komast heim til sín sem fyrst, en það er kunn- ara en frá þurfi að segja að svo- nefndar heimavinnandi húsmæður eru að heita má úr sögunni og sú félagslega aðstoð sem í boði er fyrir sjúklinga í heimahúsum er fjarri því að vera nægileg enn sem komið er. Umönnun barna, aldr- aðra og sjúkra flyst í æ ríkara mæli yfir á stofnanir. Legupláss á sjúkrahótelum eru auk þess fá og allsendis ófullnægjandi í mörgum tilvikum þar sem ekki er þar um neina endurhæfingu að ræða og takmarkaða hjúkrun. Vistun á heimilum og góðum sjúklingahótel- um er því oft óskhyggjan ein,..þó ÚTSÁLA - ÚTSALÁ Sumarúlpur- heilsársúlpur - vetrarúlpur Ao^HUSID Mörkínni 6, sími 588 5518.- Næg biiastæði. Jóhanna Jóhannsdóttir Grensásdeild Borgarspít- ala er urnQöllunarefni Jóhönnu Jóhannsdótt- ur, sem gagnrýnir fjár- svelti stofnunarinnar. tekið skuli undir það með land- Iækni að slíkt myndi spara þjóð- félaginu stórfé. í millifyrirsögnum og skilgrein- ingu greinar hans, sem vitnað er til virðist einn mikilvægur þáttur í aðhlynningu sjúklinga hafa orðið útundan en það er endurhæfingin. Það er þó vitað mál að hún er í mörgum tilvikum jafnnauðsynleg og bráðahjúkrun. Grensásdeild Borgarspítalans, sem er til mikillar fyrirmyndar um rekstur og allan aðbúnað, er í slíku fjársvelti að með ólíkindum má teljast. Eðli málsins samkvæmt eru sjúklingar sem þangað koma undantekninga- lítið mjög ósjálfbjarga og þurfa jafn- vel á aðstoð að halda við flestar athafnir daglegs lífs. Erill starfs- fólks er því skiljanlega mikill en þolinmæðin í sama hlutfalli, og þar leggjast allir svo sannarlega á eitt við að gera dvölina sem árangurs- ríkasta og bærilegasta. Sem dæmi um vinnuálag sem bæði bitnar á starfsfólki og sjúkl- ingum eru helgarflutningarnir á milli hæða, sem ég leyfi mér að Iíkja við þá illræmdu hreppaflutn- inga, sem niðursetningar og annað ógæfufólk mátti sætta sig við allt fram á þessa öld. Skömmu eftir hádegi á iöstudögum eru_þeir sjúk- verkið. Þó getur í vissum tilvikum verið æskilegt að örva tilkomu birkis, sé það útdauða á viðkom- andi svæði, með því að planta því eða sá á blettum og láta síðan sjálfsáningu um framhaldið. Varúð og víðtækt mat nauðsynlegt Landgræðslustjóri segist telja „lúpínuna ómetanlegan þátt í land- græðslustarfi hér á landi. Hún er mjög hagkvæmur kostur, en hún á ekki alls staðar heirna." (Mbl. 13. júlí 1995.) Nauðsynlegt er að forráðamenn Landgræðslu ríkisins skýri frá því opinberlega, hvar þeir telji rétt að notuð sé lúpína og eftir atvikum aðrar tegundir til uppgræðslu. Hafa ber í huga hæfni lúpínunnar til að dreifa sér og að erfitt getur verið að stöðva hana við tiltekin mörk eða land- svæði. Sama á við um Skógrækt ríkis- ins, sem segja má að beri öðrum fremur ábyrgð á dreifmgu lúpínu víða um land til skamms tíma. Afleiðingarnar blasa víða við í ein- hæfum gróðurlendum. Ég er t.d. varla einn um að kunna því illa að sjá ekki aðra plöntu en lúpínu meðfram þjóðvegi í Hallormsstað- arskógi á 13 km langri leið, þar sem margar tegundir blómplantna skreyttu áður vegkantana. Áhugi almennings á gróður- vernd er mikil og vaxandi, en leið- sögn byggð á víðtæku mati, rann- sóknum og þekkingu er nauðsyleg til að virkja hann á heilladijúgan hátt. Flestir sjá nú að alltof langt var gengið í framræslu votlendis með tilheyrandi breytingu á lífríki og ásýnd landsins fyrir fáum tug- um ára. Við megum ekki láta víð- líka mistök endurtaka sig við jarð- vegs- og gróðurvernd með því að hleypa lausum tegundum í vist- kerfj. landsins sem augljóslega hafa óæskilegar afleiðingar. Náttúruperlur eru víða hérlendis og langt frá því að vera einskorð- aðar við friðlýst svæði. Víðtæk landslagsvernd og vel hugsað svæðaskipulag þarf hið fyrsta að taka við af handahófi og skamm- sýni í umgengni við náttúru lands- ins. Höfundur er alþingismaður og fyrrvcrandi ráðherra. lingar, sem eiga í nokkurt hús að venda, sendir heim og leyft að koma aftur snemma á mánudags- morgni. Þeim sem eftir eru er þjappað saman, ýmist á aðra eða þriðju hæð sjúkrahússins. Flytja þarf velflesta í lyftu í rúmum sín- um, svo og náttborð göngugrindur, hjólastóla og aðrar tilfæringar og taka þessir erfiðu flutningar að sjálfsögðu drjúgan tíma og orku starfsfólks. Sagan endurtekur sig um átta leytið á mánudagsmorgnum. Þá er aftur ætt af stað með allt sem flutt var á föstudögum, um leið og „úti- legumennirnir" tínast í hús. Það er öruggt að öllum sjúklingum er þetta til mikils ama og andlegu þreki sumra þeirra sem fluttir eru, er þannig háttað að þeir ruglast alveg í ríminu, eigra um og finna hvorki rúmið sitt né stofu á nýja staðnum. Sparnaður við þessar aðgerðir mun vera laun eins hjúkr- unarfræðings á næturvakt og ein- hvers starfsfólks á kvöldvakt. Til að bæta gráu ofan á svart var annarri deild sjúkrahússins síð- an lokað í sparnaðarskyni þann 9. júní og mun hún ekki opna aftur fyrr en í ágústlok. Við þessar að- gerðir fækkar vistunarrými um helming, þó langur vegur sé frá því að deildin anni eftirspurn þeirra sjúklinga sem nú þegar eru í brýnni þörf fyrir tafarlausa endurhæfingu, svo ekki séu nefndir þeir sem bæt- ast við á þessum lokunartíma. Læt ég lesendum eftir að meta sparnað þann sem af lengingum slíkra bið- lista hlýst. Höfundur er lögg. skjalaþýðandi og dómtúlkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.