Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Krónur og aurar - líf og heilsa, en hver á að borga? MIÐVIKUDAGINN 19. júní sl. birtist í Morgunblaðinu leiðari þar sem fram kom að það væri embætt- ismönnum og stjórnmálamönnum til skammar að 82 sjúklingar biðu eftir hjartaaðgerð. Viðráðanlegur biðlisti væri að sögn yfirlæknis 30-34 sjúklingar og einn til þrír sjúklingar á biðlistanum hefðu ef til vill látist. Jafnframt var haft eftir yfirlækninum að dánarlíkur sjúklinga séu 1% í aðgerðinni sjálfri en tífaldist ef sjúklingurinn þarf að bíða. Fyrrverandi heilbrigðisráð- herra hefði óskað eftir að Trygg- ingastofnun greiddi fyrir 30 til 40 hjartaaðgerðir en stofnunin talið eðlilegra að sjúkrahúsið fengi auka- fjárveitingu til verksins. Nú þurfi 35-40 milljónir króna til að stytta biðlistann niður í 30-34 sjúklinga sem Landspítalinn telji viðráðanleg- an Qölda. Greininni lýkur á því að segja að ríkisstjórninni beri að bregðast fljótt og vel við. Tafla 1 sýnir dánarlíkur íslend- inga á aldrinum 50-79 ára (Dánir á einu ári af hverjum 1.000 íbúum á sama aldri, meðaltal áranna 1991- 1992). Þær eru þannig': Tafla 1: Dánir á einu ári af 1.000 íbúum Aldur Karlar Konur 50-54 5,5 2,8 55-59 7,8 5,4 60-64 13,7 7,1 66-69 22,5 12,8 70-74 36,3 20,9 75-79 57,1 35,7 Tafla 2 sýnir áætlaða aldurs- og kynskiptingu fyrir 300 sjúklinga sem fara i hjartaaðgerð (áætluð aldurs- og kynskipting hjartaað- gerðarsjúklinga). Skiptingin er áætluð þannig: Tafla 2: Hjartaaðgerðarsjúklingar Aldur Karlar Konur 50-54 30 10 55-59 39 13 60-64 54 18 66-69 54 18 70-74 39 13 75-79 9 3 Samtals 225 75 Séu dánarlíkumar úr töflu 1 not- aðar á hópinn í töflu 2 kemur það út að vænta má um fimm dauðs- falla á ári. Þannig er ljóst að í þess- um aldursflokki eru verulegar dán- arlíkur hvort sem einstaklingurinn er á biðlista eftir hjartaaðgerð eða ekki. Ef dánarlíkur sjúklinga í að- gerð eru 1% má vænta þriggja dauðsfalla í viðbót af því einu að fara í aðgerð. í 34 manna hópi með sams kon- ar aldurs- og kynskiptingu og sýnd er í töflu 2 má vænta 0,6 dauðs- falla á ári samkvæmt almennum dánarlíkum þessa aldurshóps. Því er líklegt að á 34 manna „viðráðan- legum“ biðlista deyi sjúklingur a.m.k. annað hvert ár. En hvað með tíföldun á líkum á dauða með því að fara á biðlista? Hverjar skyldu vera líkumar á dauða ef úrlausn fæst samdægurs og hveijar skyldu líkurnar á dauða vera við eins dags bið? Það sér- kennilega er að það er hættuminna þann daginn að vera á biðlista til næsta dags en að fara í hjartaað- gerð. Þeir sem hafa stórhækkaðar dánarlíkur og mest óþægindi fara í aðgerð með örstuttum fyrirvara en þeir sem eru á biðlista em und- ir nákvæmu lækniseftirliti og þegar allt kemur til alls em sennilega lík- unar á því að deyja á biðlistanum svipaðar dánarlíkum íslendinga al- Ríkisstjórninni ber sið- ferðileg skylda til þess, segir Símon Stein- grímsson, að afla fjár á annan hátt en með skuldasöfnun ef hún ætlar að fjölga hjartaað- gerðum. mennt og dauðsföll í hlutfalli við lengd biðarinnar og má reikna líkur á dauða í þríliðu samkvæmt reikn- ingsbók Elíasar Bjarnasonar. Al- mennt er líklegt að í 84 manna hópi (t.d. biðlista) með sömu ald- urs- og kynskiptingu og er í töflu 2 verði eitt til tvö dauðsföll á ári. Þá kemur að þætti stjómmála- manna og embættismanna. Það mun vera þannig að árið 1994 vom fjármunir vegna hjartaaðgerða færðir frá Tryggingastofnun til Landspítalans og Landspítalanum áætlað fé til um 250 hjartaaðgerða. Bæði Landspítalinn og Trygginga- stofnun eru á föstum fjárlögum og hafa ekki úr neinum sjóðum að spila til að fjármagna fleiri hjarta- aðgerðir. Það er ekki venja að Tryggingastofnun greiði fýrir bið- listasjúklinga innan lands. Það eru bæði biðlistar eftir bakaðgerðum, mjaðmaraðgerðum og þvagfæraað- gerðum og fólk á þesum biðlistum deyr væntanlega eftir almennum dánarlíkum íslendinga. Þetta fólk verðskuldar alveg sömu samúð og hjartasjúklingar því það er vont að hafa bakverk eða geta ekki gengið út af ónýtri mjöðm og afleitt að geta ekki losnað við þvag. Stjórnendur heil- brigðisþjónustunnar hafa á undánförnum áram staðið í ströngu við að halda niðri kostnaði og verið fremstir í flokki við að stríða við ríkissjóðs- hallann. Þeir verða að hafa vinnufrið og stuðning til að taka yfirvegaðar ákvarðan- ir. Svo notuð séu orð Kamarillu fóstru. „O, þetta er nú bara lífsins gangur, Manga mín, og öllu þess háttar verður að taka með mannviti." Einar Benediktson hvatti líka til raun- sæis. Hann sagði ekki aðeins „vilji er allt, sem þarf“, hann sagði líka „Bókadraumnum, bögu glaumnum breyt í vöku og starf.“ Arið 1993 voru gerðar 208 hjá- veituaðgerðir hér á landi eða 83 á 100.000 íbúa, hlutfallslega fleiri en í nokkru öðru Evrópulandi. íslend- ingar, Svíar, Finnar, Norðmenn, Hollendingar, Belgar og Svisslend- ingar höfðu á bilinu 50-83 aðgerðir á 100.000 íbúa. Þjóðverjar, Austur- ríkismenn, Bretar, írar, Frakkar, Danir og Grikkir höfðu á bilinu 30- 50 aðgerðir á 100.000 íbúa. Sama ár voru lokuaðgerðir á íslandi 34, eða 13 aðgerðir á 100.000 íbúa, einnig yfir Evrópumeðaltali* 2. En þrátt fyrir þetta er fyllsta ástæða til að stytta biðlistana því aðgerðirnar bæta líðan fólks og auka starfsgetu þess. Það er hins vegar ljóst að hvorki Ríkisspítalar né Tryggingastofnun hafa fjárveit- ingar til að fjölga aðgerðum. Hvar má þá fá fé? Hér eru nokkur ráð. • Endurforgangsröðun stjórnenda heilbrigðisstofnana á viðfangsefn- um í heilbrigðisþjónustunni þarf alltaf að vera í gangi. Ríkisspítalar gætu t.d. sagt upp prestum. Laúna- kostnaðurinn er um 4 milljónir króna og nægir til að gera 5 hjarta- aðgerðir. • Stjórnmálamenn gætu dregið úr greiðslum vegna búvöruframleiðslu sem em um 5 milljarð- ar króna meðan kostn- aður við heilbrigðis- þjónustu er um 28 milljarðar króna. • Stjórnmálamenn og embættismenn gætu unnið að hagræðingu, t.d. á kostnaðarsam- asta sjúkrahúsi lands- ins sem er á Seyðisfirði þar sem 866 íbúar fá þjónustu á heimaslóð fyrir um 86 milljónir króna en sækja meiri- hluta sjúkrahúsþjón- ustu sinnar til Reykja- víkur.» Læknar gætu þurft að gera strangari kröfur til að velja fólk til hjartaað- gerða eins og gert er annars staðar í Evrópu. Hvorki hjartaaðgerðir né önnur heilbrigðisþjónusta verða lengur unnin útí skuld. Hvaða möguleika á ríkisstjórnin til að bregðast fljótt og vel við þess- um vanda? Lausnin er oftast sú sama. Það eru seldir ríkisvíxlar. Ávöxtun þeirra var 6,89% sam- kvæmt Morgunblaðinu 19. júlí sl. og það veit enginn hvemig á að borga þá. Fullyrðingin í upphafi fyrrnefnds leiðara um að biðlistinn eftir hjartaaðgerðum sé embættis- mönnum og stjórnmálamönnum til háborinnar skammar er ekki í fullu samræmi við leiðara Morgunblaðs- ins frá 2. júlí sl. um „víðtæka kröfu um skattalækkun“ og „niðurskurð opinberra útgjalda“ vegna þess að það „blasi sóun i opinbera kerfinu við“. Ríkisstjórninni ber siðferðileg skylda til þess að afla fjár á annan hátt en með skuldasöfnun ef hún ætlar að fjölga hjartaaðgerðum. Heimildir: 'Hagstofa íslands. 1994. Landshagir. 2Unger, Felix. 1993. European Survey on Cardiac Interventions, Open Heart Surgery, PTCA, Cardiac Catheterisation. Report of the Institute for Cardiac Survey of the European Academy of Sciences and Arts. Höfundur er verkfræðingur og sérfræðingur um rekstur heil- brigðisþjónustu. Kaupmannahöfn, staður vonar í hvers umboði skrifa þj óðarleiðtogar undir bindandi sáttmála? Grein nr. 1 ÞEGAR horft verður til ráðstefnu SÞ í tengslum við ráðstefnu þjóðarleiðtoganna í Kaupmannahöfn, verð- ur vafalítið skoðað, hvað sögðu þessir full- trúar mannkynsins? Við verðum að spyrja okkur, á hverra vegum voru þessir fulltrúar landa og þjóða? Hvað var viðfangsefnið og hvers vegna var verið að takast á við þetta viðfangsefni, atvinna, fátækt, eining og hverjir höfðu hagsmuna að gæta? Hvað er það sem rekur þjóðarleiðtoga heimsins til að setjast til samráðs? Getur verið að þróun síðustu ára sé til- viljun ein og að þessi merkilegi viðburður hafi enga þýðingu. Því miður hefur það hvergi kom- ið fram fyrir augu Islendinga um hvað var í raun samið og hvert er hlutverk íslensku þjóðarinnar eftir gerð þessa sáttmála. í þess- ari grein mun ég nefna hinar tíu skuldbindingar sem þjóðarleiðtog- arnir sömdu um. Þegar þeir mættu í Kaupmannahöfn höfðu verið und- irbúin, af nefnd sem starfað hafði um nokkurn tíma undir fomstu Juan Samavía sendiherra Chile hjá SÞ drög að sáttmála. Við lestur þeirra, er óhætt að segja að vega- nestið var vægast sagt stórkost- legt. í þessum drögum var ijallað, á raunhæfan hátt, um flest þau vandamál sem hægt er að skoða sem viðfangsefni heildarsamfélags mannkynsins sem sameiginlegt vanda- mál í samfélagslegu samhengi. Þar var fjallað um í þróttm- iklu og á virðinga- verðan hátt um, vel- ferð, rétt allra til heilsugæslu, jöfnun kynjanna hvað varð- ar lífið í heild og and- legra þátta til lausna vandamála. Innihald þess sátt- mála sem síðan var samþykktur er engu að síður gott og gefur vonir um breytingar og bjartari tíð fyrir hina verst stöddu og sameiginlegt viðhorf allra íbúa þessarar jarðar á rétti hvers og eins til að lifa við reisn. Það viðhorf hefur komið fram hjá Francois Mitterrand og fleirum, að mannkynið sé á leið inn í stefnuleysi og muni því hætta verða á ferðum. Það verði að bregðast við stefnuleysinu og móta sameiginlega alþjóðlega stefnu. Þessi sáttmáli er alþjóðleg stefnu- setning. Það er mikilvægt að þýða sáttmálann og nauðsynlegt að kynna hann fyrir öllum þjóðum. Hinar tíu skuldbindirrgar sem þjóðarleiðtogar heimsins sam- þykktu em í lauslegri þýðingu þessar: 1. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til þess að skapa það efnahagslega-, stj órnmál alega- ,fél agslega-, menningarlega- og lagalega um- hverfi sem opni fólki leið til félags- í stöðugt stækkandi samfélagsmynd mann- kynsins, segir Sigurður Jónsson, er stefnt að því að allir fái að búa við frið, réttlæti og öryggi. legrar þróunar. 2. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til þess að útrýma fátækt í heirriinum, sem er bráðnauðsynlegt vegna siðferði- legra-, félagslegra- og efnahags- legra þarfa mannkynsins. 3. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til þess að stuðla að því að full atvinna verði forgangur í efnhagslegri og félagslegri stjórnarstefnu okkar. 4. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til að stuðla að félagslegri sameiningu með því að hlúa að samfélögum sem em traust, réttlát, örugg og byggja á því að hlúa að mannrétt- indum og umburðarlyndi, hafna mismunun og vinna að viðurkenn- ingu á margbreytileika mannlífs- ins, sem stuðla að jöfnum tækifær- um, samstöðu, öryggi og þátttöku allra þar með taldir þeir sem era á einhvern hátt heftir eða eiga undir högg að sækja. 5. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til að stuðla að fullri virðingu fyrir mannlegri reisn og að ná jafnrétti meðal kynjanna og viðurkenna aukið mikilvægi á þátttöku og for- ystu kvenna í þróun stjórnmála, borgarmála-, efnahags-, félags-, og menningarmála. 6. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til að stuðla að og ná markmiðum varð- andi almennan og sanngjarnan aðgang að góðri menntun, stuðla að hæsta stigi líkamlegs og and- legs heilsufars og aðgengi allra að frumheilsugæslu með sérstöku átaki til að draga úr ójafnrétti sem á rætur að rekja til félagslegra aðstæðna og þess að mönnum er mismunað vegna uppruna, kyn- ferðis, aldurs eða einhverkonar heftingar, stuðla að viðurkennigu og styrkingu sameiginlegrar menningar okkar sem og hverrar þeirrar menningar sem á sér sér- stöðu en þetta miði að því að styrkja þátt menningarinnar í þró- uninni og viðhalda þannig mikil- vægum þætti sjálfbærrar þróunar og þroskun mannlegra hæfíleika og félagslegrar þróunar. Tilgang- ur þessara aðgerða er að útrýma fátækt, stuðla að fullri, arðsamri atvinnu og hlúa að félagslegri ein- ingu. 7. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til þess að hraða þróun á sviði efnahags- mála, félagsmála og mannlegrar getu í Afríku og öðrum þeim lönd- um sem skemmst eru komin í þró- un þessara mála. 8. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til að tryggja að þegar framfaraáætlanir eru samþykktar þá skulu þær inni- halda markmið og þá sérstaklega Sigurður Jónsson. á sviði félagslegrar þróunar og útrýmingu fátæktar, markmið sem stuðli að arðsamri atvinnu fyrir alla og sem auki mikilvægi félagslegrar sameiningar (sem vinni gegn hverskyns félagslegu misrétti). 9. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til þess að auka svo um munar og/eða nýta betur fjármagn ætlað til fé- lagslegrar þróunar og ná þeim markmiðum sem ráðstefnan hefur sett með starfsemi á þjóðlegum vettvangi sem og með svæðisbund- inni og alþjóðlegri samvinnu. 10. skuldbinding. Við skuldbindum okkur til að vinna að félagslegri þróun með því að bæta og styrkja innviði al- þjóðlegs og svæðisbundins sam- starfs í anda félagsskapar og í gegnum starf Sameinuðu þjóð- anna og annarra fjölþjóðastofn- ana. Auk þessara skuldbindinga var gerður langur texti sem kallað- ur er „framkvæmdaáætlun", í þeim texta koma fram, víða í mjög sterku máli, áætlanir og jafnvel sett tímamörk varðandi ákveðna þætti svo sem siðferði, sjúkdóma, fæðingar, atvinnu, menntun, stöðu kvenna, alþjóðlegan skatt, al- menna þjónustu ofl. Þannig hafa fulltrúar þjóða heimsins í fyrsta skipti í þróunar- sögu mannkynsins tekist á við mikilvægustu þætti er snerta hvert mannsbarn, þætti er lúta að því að geta lifað, átt samastað, fætt og klætt börn sín og sinnt mennt- un þeirra svo þau geti leitt sína kynslóð inn á svið hærra mannlegs vitundarsviðs, þætti sem hver fjöl- skylda á jörðinni er upptekin af. Höfundur er verslunarmaður og var fulltrúi Bahá'i-hreyfingar á ráðstefnu fijálsra félagasamtaka í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.