Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 13 50 ára afmæli Raufarhafnarhrepps Forsetinn kom með sólina Raufarhöfn - Það ríkti mikil stemmning á Raufarhöfn um helgina þegar Raufarhafnarbú- ar fögnuðu 50 ára afmæli sveit- arfélagsins. Hálf öld er liðin frá því Raufarhafnarhreppur var stofnaður út úr sveitarfélagi sem þá hét Presthólahreppur. Margir mætir gestir heiðruðu bæjarbúa með nærveru sinni og komu m.a. 120 Hólmvíkingar i tilefni afipælisins en Hólmavík er vinabær Raufarhafnar. Mörgum Raufarhafnarbúan- um leist ekki á blikuna dagana fyrir hátíðahelgina því veður var ekki í sumarham. Fjöll grán- uðu og í veðurfregnum heyrðist að hætt hafi verið að moka Hellisheiði eystri sökum skaf- rennings. Áhyggjur þessar reyndust óþarfar því þrátt fyrir talsverðan vind fyrri hluta laug- ardags lægði fljótlega. Svo virt- ist sem forseti Islands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, hafi komið með sólina með sér skömmu fyrir hádegi. Eftir það var rjómablíða alla helgina og var mál manna að hreppurinn hefði ekki getað fengið betri afmæl- isgjöf frá almættinu. Myndlist og matur Hátíðin hófst með því að 120 Hólmvíkingar marseruðu inn í bæinn að félagsheimilinu Hnit- björgum. Þar tóku bæjarbúar á móti þeim með kórsöng og voru afmælisbarninu færðar góðar gjafir. Síðar var opnuð mynd- listarsýning í anddyri íþrótta- hússins þar sem Raufarhafn- arbúar og aðkomnir listamenn sýndu list sína. Síðar um kvöld- ið opnaði Freyja Önundardóttir myndlistarsýningu í Byrginu. Þegar hungrið tók að sverfa að var Hólmvíkingum boðið til grillveislu við grunnskólann og síðar um kvöldið var efnt til skemmtunar við höfnina. Þar vörpuðu kirkjukórskonur af sér kuflinum og íklæddust búningi síldarstúlkna við harmoníku- og gítarleik. Á laugardeginum bauð átt- Harmoníkuleikur og önnur tónlistaratriði skipuðu veg- legan sess á afmælishátið Raufarhafnarbúa. hagafélag Raufarhafnar upp á lummur og kaffi og síðar tóku bæjarbúar fagnandi á móti for- seta sínum. Sveitarstjórnin efndi til hádegisverðar fyrir forseta, þingmenn kjördæmis- ins, sveitastjórn Hólmavíkur og fleiri gesti og af því tilefni af- henti þingmaður kjördæmisins, Halldór Blöndal samgönguráð- herra, Raufarhafnarhreppi málverk eftir Svein Þórarinsson af Þingvöllum. Skömmu eftir hádegi hófst skemmtidagskrá í gini hvalsins, skemmtipalli í hvalslíki, sem var smíðaður af tilefninu. Steig þar fyrstur á stokk Raufarhafn- arbúinn Jónas Friðrik og flutti hátíðardrápu. Því næst setti samkomuna sveitarstjóri Rauf- arhafnar, Gunnlaugur Júlíus- Morgunblaðið/Helgi Ólafsson SKEMMTIATRIÐI fóru fram í gini hvalsins, skemmtipalli sem smíðaður var í tilefni afmælisins. FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kom með góð veðrið snemma laugardags. KONURNAR í kirkjukórnum brugðu sér í gervi síldarstúlkna og tóku lagið son, og fluttu ávörp forseti ís- lands og fleiri mætir samkomu- gestir. I kjölfarið fylgdi skemmtidagskrá sem öll var unnin af Raufarhafnarbúum og Hólinvíkingum og kom þar söngur, leiklist og dans mikið við sögu og skemmtu allir sér hið besta. Aftur tók hungur að sverfa að og efndu þá Fiskiðja Raufarhafnar og Utgerðafélag- ið Jökull hf. til sjávarréttaveislu á heimsmælikvarða fyrir alla nærstadda undir stjórn lista- kokka. — og svo var stiginn dans Eflaust hefur hápunktur há- tiðahaldanna fyrir marga veí ið himnahátíð með tilheyrandi flugeldasýningu að miðnætti og að henni lokinni var dansað fram undir morgun undir skag- firskri sveiflu Geirmundar. Laganna verðir gerðu undan- tekningu á að fylgja eftir lög- boðnum lokunartímum dans- staða, svona í tilefni dagsins. Fór enda allt hið besta fram eins og í öllum góðum afmælis- boðum. 50 ára fermingarbörn afhentu kirkjunni góðar gjafir að morgni sunnudags og á sama tíma var farið í gönguferð um bæinn með leiðsögumanni. Hætt er við að einhveijir hafi verið vansvefta eftir dansleik nætur- innar en létu það þó ekki á sig fá, enda nægur tími til svefns síðar. Eftirminnileg helgi Við tók svo skemmtidagskrá í gini hvalsins þar sem leiklist og sönjpur voru í öndvegi sem áður. I íþróttavellinum tókust á íþróttagarpar Hólmavíkur og Raufarhafnar, götuleikhús skemmti gestum og gangandi og útimarkaðir settu svip sinn á hátíðahöldin. Einnig var boðið upp á vandaða tónlistardagskrá í Hnitbjörgum. Lokasamkoma hátiðarinnar hófst kl. 22. að kveldi sunnudags og var þá lítil- lega farið að draga af mönnum. Almenn ánægja er ríkjandi með framvindu hátíðarinnar og óhætt er að segja að veðurguðir og aðrar góðar vættir hafa lagst á eitt að gera helgina eftir- minnilega fyrir Raufarhafn- arbúa. Risaþyrla Bandaríkjahers flytur jámbita og sement í Loðmundarfjörð Seyðisfirði - Margt manna dreif sig niður að feiju- bryggju á Seyðisfirði þegar risaþyrla Bandaríkjahers hafði þar viðkomu á sunnu- daginn var. Seyðfirðingar höfðu af því mikla skemmtun að sjá þetta farartæki og fóru sumir jafn- vel um borð í ferlíkið til að sjá enn betur. Göngubrú yfir Fjarðará Þyrlan kom til þess að flylja járnbita og sement til Loð- mundarfjarðar þar sem til stendur að byggja göngubrú yfir Fjarðarána. Þungafiutn- ingar til Loðmundarfjarðar eru annars erfitt verk þar sem ekki er hægt að komast þar að bryggju á stórum bátum o g vegurinn erfiður yfirferð- ar og leiðin löng. Bitarnir sem farið var með neðan í þyrl- unni eru um þijú tonn að þyngt og því göldrum likast að fá þá flutta með svo þægi- Iegu móti sem raun bar vitni. Flestir bæir í Loðmundar- firði eru nú komnir í eyði. Þó eru tveir bæir sem einhveijar Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson. ÞYRLA Bandríkjahers á Seyðisfirði. nytjar eru af á sumrin. Á bænum Stakkahlíð er rekin bændagisting og tjaldstæði fyrir ferðalanga sem flestir koma ríðandi, gangandi eða með bátum. Á Sævarenda er töluvert æðarvarp og nytjar af því. ANTIK Nýju vörurnar komnar (tveir gámar). Troðfull verslun af glæsilegum hús- gögnum, handgerðum teppum og „ listmunum. Opið virka daga kl. 12 til 18. Ath! Næsta antik- og teppauppboð verður haldið í ágústmánuði. V Qr 'rj % BORG antik FAXAFENI 5, SÍMI 581 4400. <4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.