Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Fjárlög ESB hækka Brussel. Reuter. Á SAMA tíma og flestar ríkis- stjórnir leita leiða til að minnka útgjöld á fjárlögum standa fjár- málaráðherrar ESB nú að því að fjárlög ESB fyrir árið 1996 verði hækkuð. Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að heildarupphæð fjárlag- anna verði hækkuð um sem nemur 8,1 af hundraði frá árinu í ár, í 86,4 milljarða ECU (um 7.250 milljarða króna). Heimildarmenn í Brussel telja að tillögurnar nái fram að ganga. Evrópuþingið þarf að sam- þykkja fjárlögin, en fær ekki að sjá frumvarpið fyrr en fjármála- ráðherrarnir hafa afgreitt það á fundi sínum, sem var í gær, mánu- dag. Talið er þó að meirihluti þingsins sé fylgjandi frumvarp- inu. Evrópuþingið hefur lengi reynt að fá meira ákvörðunarvald yfír helztu útgjaldaliðum Evrópusam- bandsins, en litlu fengið breytt í þá átt. Ákvarðanir um slíkar breytingar á skipulagi ákvarðana- töku innan ESB bíða ríkjaráð- stefnunnar á næsta ári. Þeir liðir í fastaútgjöldum ESB, sem gert er ráð fyrir að stækki mest, eru greiðslur til fátækari héraða ESB, rannsókna og tækni- þróunar og samstarfs við Miðjarð- arhafsríki. Fjárlög ESB fyrir 1996 munu að öllum líkindum ekki hljóta end- anlega afgreiðslu fyrr en í desem- ber nk. Leynilegar samþykktir ESB Athugasemdir einnig fyrir Islands hönd ATHUGASEMDIR þær og óskir, sem sendiherra Norðmanna í Brussel, Eivinn Berg, setti fram í síðustu viku vegna leynilegra sam- þykkta Evrópusambandsins varð- andi túlkun tilskipana, sem gilda munu á öllu Evrópska efnahags- svæðinu, voru settar fram^ fyrir hönd EFTA í heild. Bæði ísland og Liechtenstein eiga því aðild að kröfum um að EFTA-ríkin fái að- gang að samþykktunum. Noregur fer nú með formennsku í EFTA-ráðinu. Haldnir eru fundir í EFTA-nefndinni fyrir fundi sam- eiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem afstaða ríkjanna er samræmd og tala þau einni röddu í nefndinni. Strangari framkvæmd ESB-reglna en í ESB Norski sendiherrann krafðist þess að EFTA-ríki fengju aðgang að áðurnefndum samþykktum ESB um túlkun tilskipana og að þau fengju í hendur skýrslu um málið. Af hálfu formennskuríkis ESB, Frakklands, kom fram að það yrði athugað. EFTA-ríkin telja að núverandi fyrirkomulag geti þýtt að þau þurfi að framkvæma löggjöf ESB með strangari hætti en ESB-ríkin sjálf. Nokkur slík dæmi hafa raun- ar komið upp hér á landi. Þannig munu reglur um matvælamerking- ar hindra innflutning á nokkrum bandarískum matvörum eftir næstu áramót. Herbert Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Amerísk-íslenzka verzlunarráðs- ins, segir að þessum reglum sé ekki framfylgt jafnbókstaflega í ESB-löndum, samkvæmt könnun utanríkisþjónustunnar. Herbert nefnir einnig að fjar- stýrð leikföng þurfi, samkvæmt evrópskum reglum, að ganga í gegnum dýra skoðun bæði hjá Bifreiðaskoðun (til að ganga úr skugga um að þau séu leikföng) og hjá Fjarskiptaeftirliti (til að athuga að tíðni þeirra geti ekki truflað önnur tæki). Þessum regl- um sé ekki beitt jafnstíft í öðrum EES-ríkjum. Siemens í ddhúsið! E3 Örbylgjuofnar S Helluborð - mikið úrval og gott verð. - treystu Siemens. Mikið úrval af eldavélum, bakstursofnum, helluborðum, gufugleypum og örbylgjuofnum. Gæða- eldunartæki til að prýða eldhúsið þitt. Þúáttþaðskilið. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgames: Glitnir Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála • Hellissandun Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmun Skipavík • Búðardalun Ásubúð Isafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur. Rafsjá Siglufjörður Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður. Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðin SVeinn Guðmundsson Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson Höfn i Homafirði: Kristall Vestmannaeyjan Tréverk z Hvolsvöllun Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg • Garðun Raftækjav. Sig. Ingvarss. Á Kefiavik: Ljósboginn Hafnarfjörðun Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 >rv‘«flLBOÐ Bjóðum fáeina Suzuki Swift Hi Series með öllu á einstöku sumartilboði. Verð aðeins kr. 978.000,- á götuna. Innifalið í verði er m.a. sérstök Hl SERIES sport innrétting, rafdrifnar rúðuvindur, rafdrifnir útispeglar, samlitir stuðarar, snúningshraðamælir, vandaður geislaspilari, íslensk ryðvörn og skráning. Hagstæð bílalán í allt að 60 mánuði. -'fcBjóðum einnig nokkra sjálfskipta Swift Hi Series á sumartilboði. Verð aðeins kr. 1.068.000.- á götuna. EFTA-ríkin sætta sig ekki við að taka við lagabókstaf ESB, þau vilja einnig aðgang að samþykktum sambandsins um hvernig túlka eigi bókstafinn. $ SUZUKI Suzuki - Afl og öryggi. Finnar semja um flugmál Helsinki. Reuter. FINNLAND hefur undirritað loft- -ferðasamning við Bandaríkin, sem gerir ráð fyrir frjálsum flugsam- göngum milli ríkjanna. Greindi talsmaður finnska samgönguráðu- neytisins frá þessu í gær. Hann sagði að samkomulagið hefði tekið gildi þann 21. júlí. Neil Kinnock, sem fer með sam- göngumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er þeirrar skoðunar að einstaka aðildarríki ESB eigi ekki að semja við Banda- ríkin heldur framkvæmdastjórnin fyrir þau öll. Hefur hann hótað að draga þau ríki fyrir Evrópudóm- stólinn er $emja við Bandaríkja- stjórn um flugmál. „Það er erfitt að spá fyrir um hvort málið fari fyrir Evrópudóm- stólinn. Ef taka á hótanir Kinnocks bókstaflega eigum við hins vegar dómsmál í vændum," sagði finnski talsmaðurinn. M9507
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.