Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 21 Hljómræn tónlist róNLisr Ilallgrímskirkja ORGELVEISLA Hans Uwe Hlelscher lék verk eftir Guilmant, West, Claussniann, Rheinberger og Cor Kee. Sunnudagurinn 23. júli 1995. ORGELVEISLAN í Hallgríms- kirkju heldur áfram og nú var róm- antísk orgeltónlist tekin til meðferð- ar, þ.e. verk eftir orgelleikara, sem fæddir voru um miðja 19. öldina, að einum undanteknum, Cor Kee, sem fæddist árið 1900. Það sem öll verkin áttu sameiginlegt var að tónbálkur verkanna er hljómrænn og raddfleygunin því ekki kontra- punktísk, heldur hljómræn útfærsla á hljómleysingjum, jafnvel í króma- tísku fúgunni hjá Rheinberger, passcaglíu eftir John E. West og fúgatóþætti, er var niðurlag til- brigða eftir Cor Kee. Flókin hljómræn raddskipan er ekki það sama og kontrapunktísk raddfærsla, þar sem hver rödd hef- ur sitt eigið raddflæði, í stað þess að hljómræn er eins konar lóðrétt samhljómun -raddanna. Þetta vandamál kom upp strax í upphafi klassískrar tónlistar og voru jafnvel menn eins og Haydn og Beethoven sakaðir um það að kunna ekki kontrapunkt. Rómantíkin, sem hafnaði nærri öllum vinnuaðferðum eldri tónlistar, lagði áherlu á tilfinn- ingalega frásögn, var í eðli sínu fráhverf öllum forskriftum og það var ekki fyrr en í módernismanum, sem tónhöfundar tóku að fást aftur við kontrapunktískar vinnuaðferðir. Hans Uwe Hielscher er ágætur orgelleikari og lék öll verkin með skýrri raddskipan, sem þó var helst til loðin íviðamiklum tónbálki fjórðu sónötunnar, eftir Rheinberger. Síð- asta verkið, Tilbrigði, eftir Cor Kee, um niðurlenskt lag, var á köfl- um skemmtilega leikið. Tilbrigðin voru skýrt afmörkuð, sum töluverk sérkennileg, samkvæmt frumleika- kenningu rómantíkurinnar og nr. 4 var í eins konar Conga hljóðfalli. Fúgatóþátturinn var besti hluti verksins og þar mátti heyra fyrir- bæri eins og skaranir og undir lok- in lengingu stefsins, vinnuaðferðir frá dögum barokkmanna, þó rit- hátturinn væri að öðru leyti hljóm- rænn. Það verður að segjast eins og er að klassísk og rómantísk orgeltónlist er með einhveijum hætti svipminni en hjá barokkmönnum og eins og þessi tími fyndi ekki leið til að tjá sig á orgelið, þó með þeirri undantekn- ingu sem var Reger, sem getur staf- að af því að flest orgeltónskáldin voru hreinlega ekki nógu góð tón- skáld, kunnu margt en „var eigi gef- in hin andlig spekðin". Jón Ásgeirsson Tvíeykið Valsson- Menelau með tónleika HÉR Á landi eru nú stödd Hjörleifur Vals- son fiðluleikari og Ur- ania Menelau píanó- leikari og munu þau halda tónleika á nokkrum stöðum á Norðurlandi og á Vestfjörðum nú í vik- unni. Þau hefja leik í Safnahúsi Húsavíkur í dag, þriðjudag, og halda svo til Dalvíkur þar sem þau spila í Dalvíkurkirkju 27. júlí. Föstudaginn 28. júlí verða tónleikar í sal Tónlistarskólans á Akureyri en svo mun tvíeykið spila á ísafirði, í sal grunn- skólans, sunnudaginn 30. júlí. Á efnisskránni verða verk eftir W.A. Mozart, G. Fauré og tékknesku tónskáldin B. Smetana og L. Janácek. Urania Menelau er fædd 1973 í Nicosiu, höfuðborg Kýpur, og hóf ung nám á ýmis hljóðfæri við tón- listarskóla Nicosiuborgar. Sautján ára að aldri hlaut hún styrk frá tékkneska ríkinu til tónlistarnáms við Prag Konservatórí- ið og lýkur hún þar námi að ári liðnu. Hún hefur komið fram í Tékklandi og Kýpur og vakið athygli fyrir flutning stofutónlistar. Hjörleifur Valsson fæddist á Húsavík 1970 og hóf þar fiðl- unám. Hann var tíu ára er hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Isafjarðar. Átján ára hóf hann sitt nám í fiðluleik í Ósló, og eftir útskrift vorið 1993, frá Óslóar-tón- listarkonservatóríinu, hlaut hann tékknesk- an ríkisstyrk og hefir numið síð- astliðin tvö ár í Prag. Valsson-Menelau tvíeykið hefur leikið saman í tæp tvö ár og kom- ið fram víða í Prag, og meðal ann- ars kynnt íslenska tónlist. Vorið 1994 léku þau fyrir Vaclav Havel forseta Tékklands og Vigdísi Finn- bogadóttur við opnun málverka- sýningar Errós í Prag. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Urania Menelau píanóleikari. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ballett á síðdegi LISTDANS P c r 1 a n LISTDANSFLOKKUR ÆSKUNNAR Ballettdagskrá á síðdegi. Danshöf- undar: Barioshinikov, Alvin Aley, David Greenall, Igor Bellsky, Palle Dyrvall. Dansarar: Hildur Ottars- dóttir og Katrín Ágústa Johnson frá Sænska ballettskólanum. Guðmund- ur Helgason úr Isl. dansflokknum. HannaKristín Skaftadóttir, Hildur Elín Ólafsdóttir, Kristín Una og Timia Grétarsdóttir frá Listdans- skóla íslands. Stjórnandi: David Greenall. Perlan, 22. og 23. júlí. ÞAÐ HEFUR löngum verið til siðs, að upprennandi listamenn í námi erlendis hafi leitað á heima- slóðir að sumarlagi til að leyfa fólki að fylgjast með framvindu námsins. Þær Hildur Óttarsdóttir og Katrín Ágústa Johnson eru við ballettnám við Sænska ballettskólann og efndu til sýningar í Perlunni nú um helg- ina. Þær fengu til liðs við sig nokkra dansara úr Listdansflokki æskunnar, Listdansskóla íslands og einn gesta- dansara úr íslenska dansflokknum. Borgarbúum var boðið uppá þtjár sýningar um helgina og aðgangseyr- ir var enginn. Fjöldi manns nýtti sér tækifærið til að sá unga dansara og voru móttökur með miklum ágætum. Perlan hentar aðeins í meðallagi fyrir hefðbundnar ballettsýningar og þar er erfitt um vik fyrir dansara í klassískum dansi að sýna sitt besta. En opið svæðið gæti skapað tæki- færi fyrir ýmiss konar uppákomur og nútímadans, sem forráðamenn Perlunnar hafa e.t.v. ekki nýtt sér til fulls. Hildur Óttarsdóttir opnaði dag- skránna með sólódansi úr Don Quij- ote, krefjandi dans eftir Barishnikov, sem hún dansaði ágætlega vel. Guð- mundur Helgason 'flutti af styrk og yfirvegun dansinn I want to be re- ady eftir Alvin Aley. David Greenall hefur verið drifijöðurin í starfsemi Listdansflokks æskunnar og hann samdi fyrir þessa sýningu verkið Tríó, sem þær Hildur Óttarsdóttir, Katrín Ágústa Johnson og Tinna Grétarsdóttir dönsuðu. Þá dansaði Hildur Elín Ólafsdóttir, ungur nem- andi í Listdansskólanum kreijandi sólódans úr Paquita og gerði það mjög vel, þrátt fyrir lítið dansgólf. Ungur sænskur danshöfundur, Palle Dyrwall, kom til landsins í stutta heimsókn og samdi dansverkið Þrjóska fyrir hópinn. Þijóska er nú- tímaverk með mikilli glettni og kó- mísku látbragði, sem skilaði sér einkar vel til áhorfenda. Loks dans- aði Katrín Ágústa Joþnson sólódans úr Carmen. Katrín Ágústa er vax- andi dansari, kattliðug og geislandi. I lokin brugðu dansararnir svo á leik í nokkurs konar „einnota dansi“ eftir David Greenall, Framkall, sem aðeins var ætlað til að enda dag- skrária og þakka fyrir komuna. Það er ekki hægt að segja annað en að framtak þeirra Hildar og Katr- ínar Ágústu hafí mælst vel fyrir og aðallega beindust augun að þeim á sýningunni. Þær hafa sýnt miklar framfarir og verður gaman að fylgj- ast með þessum framtakssömu stúlkum áfram. Þær sóttu um styrk til menningarmálanefndar Reykja- víkurborgar og fyrir hann var sýn- ingin haldin. Þeim stöllum og öðrum sem fram komu á sýningunni er þakkað og óskað velfarnaðar í erfiðu námi. Ólafur Ólafsson. Sarajevo á Borgar- firði Egilsstödum. Morgunblaðið. UM helgina voru sýningar á Borgarfirði eystra í tilefni af 100 ára verslunaraf- mæli Bakka- gerðis. Sýnd voru málverk eftir Borgfirð- inga og fólk sem búið hef- ur á Borgar- firði. Sýning- in var í Vina- minni sem er nýbyggt hús undir félags- starf aldr- aðra. Gamlar ljósmyndir frá Borgarfírði voru til sýnis í Fjarðarborg, ennfremur voru sýndar fundargerðarbækur og ljósmyndir ýmissa félagasam- taka. Sérstaka athygli vakti sýning á höggmyndum eftir Eyjólf Skúiason. Verk hans eru öll unnin í rekavið sem fenginn er úr fjörunni á Borgarfirði. Á sýningunni voru nítján högg- myndir af ýmsum stærðum. Stærsta verkið, Vor í Sarajevo, er um 150 sm á hæð. Orgelstund í Kristskirkju, Landakoti KJARTAN Siguijónsson leikur á orgel kirkjunnar í dag, þriðju- dag, kl. 12-12.30. Verkin eru eftir Buxtehude, Bach og Re- ger. Aðgangur ókeypis. UTSALA MONGOOSE Mongoose Switchback Mongoose Threshold 21 gíra. SHIMANO Acera-X 18 gíra, SHIMANO Altus C-90 Vepö áðun: 35.449,- / Útsöluverö: 21.270,- Verö áöur: 29.900,- / Úlsöluverð: 17.940,- •alvöru fjallahjól OAP ^ I | j I 20% afsl. af Sycamore • Alta • Iboc Comp. "L- 30% afsláttur at ölliiiu fylgihlutum - 40 - 50% alsl. at tijálmum FJALLAHJÓLABÚÐIN • G.Á. PÉTURSSOIM HF • Faxafeni 14 • Sími 568 5580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.