Morgunblaðið - 01.08.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.08.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 21 ERLENT Reuter BRESKIR lögreglumenn leita að vísbendingum á stað þar sem tveir drengir voru myrtir um helgina. Víðtæk leit að morðingjum í Bretlandi Stúlka og tveir drengir myrt London. Reuter. LÖGREGLA í Bretlandi hóf á sunnu- dag víðtæka leit að morðingjum þriggja barna. Tveir drengir, 12 og 13 ára, voru stungnir til bana og sjö ára telpa var kyrkt. Foreldrar barnanna hvöttu al- menning í gær til að aðstoða lögregl- una við leitina að morðingjunum. Telpan hét Sophia Lousie Hook og átti heima í bænum Llandudno í norðurhluta Wales. Hún var numin á brott þar sem hún svaf í tjaldi ásamt systur sinni í garði frænda þeirra. Lík hennar fannst klæðalaust á nærliggjandi strönd. „Sá sem framdi þennan glæp er mjög hættulegur maður, þrælmenni sem verður að nást. Þetta var hrylli- leg árás,“ sagði rannsóknarlögreglu- Afhroð Tamíla-Tígra í árás Colombo. Reuter. TALSMENN uppreisnarhers Ta- míla-Tígranna á Sri Lanka sögðu í gær að 128 konur hefðu verið meðal þeirra sem féllu í misheppn- aðri árás á fjórar bækistöðvar stjórnarhersins sl. föstudag. Varn- armálaráðuneyti Sri Lanka sýndi einnig myndir af líkum fjölmargra barna sem uppreisnarmenn voru sagðir hafa sent til árása; ríkisút- varp landsins fullyrti að allt að 500 manns hefðu fallið. Tamíla- tígrar sögðu að „svikari" hefði sagt stjórnarhernum frá fyrirhug- aðri árás. maðurinn Eric Jones, sem stjórnar leitinni. Drengirnir hétu Robert Gee og Paul Barker. Þeir bjuggu í bænum Eastham nærri Liverpool. Farið var að svipast um eftir þeim eftir að foreldrar þeirra höfðu samband við lögreglu þegar ekkert hafði til þeirra spurst seint á laugardagskvöld. Þeir höfðu farið í veiðiferð skömmu eftir hádegi þann dag. Lík annars þeirra fannst snemma á sunnudag og síðdegis fannst lík hins drengsins skammt frá. Dagblaðið The Sun hefur heitið sem svarar um einni milljón ís- lenskra króna hveijum þeim sem getur veitt upplýsingar er leiða til handtöku morðingja barnanna. Liðsmenn Tígranna hefndu á sunnudag ófaranna með því að myrða vinsælan herforingja úr röðum stjórnarhersins. .Barst njósn af fyrirhugaðri árás Ljóst þykir að stjórnvöldum hafi borist njósn af fyrirhugaðri árás um 3.000 Tamíla-Tígra á föstudag, menn voru reiðubúnir og aðeins tveir hermenn féllu. Stjórnarhernum hefur orðið mikið ágengt í stórsókn gegn uppreisn- armönnum undanfarnar vikur og sagðist hafa tekið um 78 ferkíló- metra svæði um helgina. Útvarpsstöð uppreisnarmanna í borginni Jafna í norðurhlutanum, sem þeir hafa valdi sínu, fjallaði ekkert um árásina um helgina. Heimildarmenn á svæðinu sögðu að sorg ríkti í annarri borg, Omanthal, þar væru allar verslan- ir lokaðar og svartir sorgarfánar blöktu. Tamíla-Tígrarnir hafa bar- ist fyrir sjálfstæði þjóðarbrots Tamíla á Sri Lanka í 12 ár og er talið að um 50.000 manns hafi fallið. Miðasalan opnar fimmtudaginn 3. ágúst Uppselt á frumsýningu (fýrir 3 mánuðum síðan) Sími í miðasölu: 552 3000 c VERSLUNARMANNAHELGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.