Morgunblaðið - 09.08.1995, Page 12

Morgunblaðið - 09.08.1995, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI 4W aénamnoa n |áaffI00 EJtf SD0 •OBOpafil AUÐUR Gunnarsdóttir sópran syng- ur á tónleikum í Listasafninu á Ak- ureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. ágúst, kl. 20.30. Ingibjörg Þor- steinsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskránni eru lög eftir Ha- ydn, Brahms, Alban Berg, Richard Strauss, Jórunni Viðar, Sigfús Ein- arsson og Sigvalda Kaldalóns. Auður stundaði söngnám í Söng- skólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1991. Hún var við nám í Ljóða-og óperudeild tónlistarskólans í Stuttgart og lýkur námi þaðan næsta sumar. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum skólans og komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Ingibjörg stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík og að loknu kennaraprófi þaðan var hún í nokkur á í Guildhall School of Music and Drama í London og lauk einleikara- prófi 1981. Hún starfar nú í Stykkis- hólmi. Tónleikarnir í Listasafninu eru í röð tónleika sem þær halda í sumar. Harpa Bjömsdóttir sýnir í Glugg- anum, sýningarrými Listasumars í verslunarglugga Vöruhúss KEA í Hafnarstræti. Sýning hennar stendur til næsta föstudags, en þá sýnir þar Aðalsteinn Þórsson. Dagskrá verður um Davíð Stef- ánsson skáld frá Fagraskógi í Dav- íðshúsi í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. ágúst. Hún hefst kl. 21.00. Aætlað að 7-8.000 hafi verið á Halló Akureyri Morgunblaðið/Hólmfríður Skondinn skógarþröstur JÓN Óli í Grímsey náði góðu sambandi við skógarþrastarungann sem er með honum á myndinni. Ungi lét sér fátt um finnast þó strákurinn klæddi hann örlitið upp á, setti á hann dálítinn hatt og sólgleraugu. Lj ósmyndamaraþon í fjórða sinn LJÓSMYNDAMARAÞON Áhuga- ljósmyndaraklúbbs Akureyrar, Kodak og Pedrómynda verður haldið á Akureyri næsta laugar- dag, 12. ágúst og er þetta í fjórða sinn sem efnt er til slíks mara- þons. Þátttakendur hafa að jafnaði verið á bilinu 50 til 70 talsins. Keppnin felst í að taka ljós- myndir af fyrirfram ákveðnum verkefnum eftir tiltekinni röð á ákveðnum tíma. Keppendur fá við rásmark 12 mynda litfilmu og fyrstu úr- lausnarverkefni sín, en þurfa síðan á þriggja tíma fresti að mæta á ákveðnum áfangastöðum og fá næstu verkefni. Aðeins má taka eina mynd af hveiju myndefni, en túlkun og úrfærsla er frjáls. Keppni hefst kl. 10.00 og Iýkur kl. 22.00. Keppnin er öllum opin, aðeins þurfa þátttakendur að hafa myndavél fyrir 35 mm filmu. Þátt- tökugjald er 500 krónur og innifal- ið í því er litfilma, framköllun, grillveisla á einum áfangastað- anna auk þess sem góð verðlaun eru í boði, en fyrir bestu filmu keppninnar er Canon EOS 500 myndavél og Canon Prima mini myndavél fyrir bestu mynd í keppninni. Að auki verða veitt 11 vegleg verðlaun fyrir bestu mynd hvers verkefnis. Verðlaunaafhending og sýning á öllum myndum keppninnar verð- ur síðan sunnudaginn 13. ágúst kl. 15.00. Skráning í Ijósmyndamaraþonið er hjá Pedrómyndum á Akureyri og þar fást nánari upplýsingar um fyrirkomulag. TEYGJUSTÖKKIÐ naut vinsælda, en hér sést hvar farið er með einn stökkvarann upp í háloftin. Forsvarsmenn segja veltuna um 150 milli. FORSVARSMENN hátíð- arinnar Halló Akureyri áætla að um 7-8.000 manns hafi sótt hátíðina um verslunarmannahelg- ina. Gera þeir ráð fyrir að velta vegna ferðafólks í bænum hafi numið að minnsta kosti 150 milljón- um króna um helgina. Magnús Már Þorvalds- son framkvæmdastjóri Halló Akureyri sagði að skipuleggjendur hafi ver- ið afar ánægðir með ár- angurinn, en þetta er í annað sinn sem slík hátíð er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgi. „ Við teljum að við höfum bætt okkur um 2-3.000 manns frá í fyrra og telj- um að þessi hátíð hafi slegið í gegn. Við erum ákveðin í að hér verði stærsta hátíðin á næsta ári,“ sagði Magnús Már. Um 2.000 manns voru í Kjarnaskógi um helgina og hafa aldrei verið fleiri. Þá gistu að jafnaði um og yfir 800 manns á Tjaldstæð- inu á Akureyri, einkum ungl- og hótelum í bænum. „Við teljum að gestir hafi verið á bilinu 7-8.000 talsins, þannig að við erum á góðri leið með að verða stærstir," sagði Magnús Már. „Ak- ureyri var steindauður bær um verslunar- mannahelgi fyrir nokkr- um árum en á því hefur svo sannarlega orðið breyting. Allra hagur Forsvarsmenn áætla að velta af ferðafólki sé ekki undir 150 milljón- um króna um þessa helgi þegar allt er talið. „Við teljum að þetta sé allra hagur og vonum að þess- ar tölur slái á þær óánægjuraddir sem heyrst hafa um hátíðina, einkum frá fólki sem gagnrýnir sóðaskap sem af henni hlýst. Við erum í nyöggóðu samstarfi við umhverfisdeild bæj- arins, sem sá um þrif og um- hirðu og stóð sig afar vel,“ sagði Magnús Már. Ljósmynd/Berglind H. Helgadóttir SUNDLAUGARGARÐURINN á Akur- eyri iðaði af lífi í góða veðrinu um helg- ina þar sem þessar myndir voru teknar. ingar frá föstudegi til sunnu- dags. Góð nýting var einnig á gistiheimilum, orlofsíbúðum Rændi leigu- bílstjóra TUTTUGU og átta ára gam- all karlmaður var handtekinn síðdegis í gær og viðurkenndi hann að hafa rænt leigubíl- stjóra á Akureyri aðfaranótt laugardags. Maðurinn tók leigubíl á BSO og óskaði eftir að sér yrði ekið að Grundargerði. Á leið þang- að, á gatnamótum Þingvalla- strætis og Mýrarvegar þreif maðurinn veski sem var í bíln- um og hvarf sjónum bílstjór- ans, sem reyndi að hindra hann í að taka veskið. í því voru um 50 þúsund krónur og eitthvað af þýskum mörkum. Rannsóknarlögreglan á Ak- ureyrar vann að rannsókn málsins um helgina en hún leiddi til handtöku mannsins síðdegis í gærdag. Hann viður- kenndi að hafa rænt peningun- um og að sögn rannsóknarlög- reglu hafði maðurinn ekki eytt fénu. Ekiðá konu á reiðhjóli EKIÐ var á þýska konu á reið- hjóli á Hörgárbraut skammt sunnan Lónsbakka um kl. 13.00 á mánudag. Hún var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri en meiðsl hennar voru minniháttar að sögn lögreglu. Reiðhjól hennar skemmdist Iít- ið þannig að hún getur haldið áfram för sinn um landið. Landa hellt niður LÖGREGLAN á Akureyri hellti niður töluverðu af landa um verslunarmannahelgina. Einkum bar á því að unglingar sem gistu á tjaldstæðinu á Akureyri væru með slíka drykki í farangri sínum. Að sögn rannsóknarlög- reglu var mikil ölvun í bænum alla helgina, en skemmtanir fóru vel fram. „Það má segja að þetta hafi allt sloppið vel, mun betur en oft áður þrátt fyrir fjölmenni," sagði rann- sóknarlögregla. HANDVERK 95 í Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit Sala og sýning á íslensku handverki 10.-13. ágúst. * Mesta úrval ó landinu af íslenskum minjagripum, gjafavörum og nytjamunum ó einum sta5. * Handverksfólk hvaðanæva af landinu sýnir og selur fjölbreyttar framleiðsluvörur. * Gamlar og nýjar vinnuaðferðir sýndar, s.s. skógerð, sútun ó skinni, meðferð ullar, leirmunagerð, glervinnsla og fl. * Spuna- og prjónakeppni föstudegi tilsunnudags kl. 14-17. * Utibósar með heimalöguðu góðgæti s.s. sultu, fersku og súrsuðu grænmeti, brauði og fl. * Nómskeið og sýnikennslo fyrir hondverksfólk * Hestaleiga fyrir börn ó öllum aldri föstudag og laugardag kl. 13-18. * Stórt veitingatjald með veitingum við allra hæfi. * Grillveisla föstudags- og Laugardagskvöld fró kl. 18. * Lifgndi tónlist._______________________________________________ Opnunartíml: Fimmtudagur 10. ágúst kl. 16-20 Föstudagur ll.ágúst kl. 13-20 Laugardagur 12. ágúst kl. 13-20 Sunnudagur 13. ágúst kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.