Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 14

Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Steve Race hættur hjá Sony ÓLAFUR Ólafsson, forstjóri Sony Electronic Publishing Company í Bandaríkjunum, til- kynnti í gær að Steve Race, forstjóri Sony Computer Ent- ertainment væri hættur störf- um og að Martin Homlish myndi leysa hann af hólmi. Sony Computer Entertainment er dótturfyrirtæki Sony Electr- onic Publishing Company. Sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarið um væntan- lega uppstokkun hjá Sony í Bandaríkjunum, og gaf bandaríska tímaritið Forbes það m.a. í skyn að Steve Race myndi hugsanlega taka við stöðu Ólafs, sem var sagður valtur í sessi. Ólafur mót- mælti þessu í samtali • við Morgunblaðið fyrir skemmstu, og sagði að þessar sögusagnir væru úr lausu lofti gripnar, enda stæði hann sjálfur fyrir uppstokkuninni. ÓL í Sydney árið 2000 eiga að bera sig Sydney. Reuter. BANDARÍSKA sjónvarpsnet- ið NBC hefur tryggt að Ólympíuleikarnir í Sydney árið 2000 munu bera sig með því að samþykkja að greiða 715 milljónir Bandaríkjadala fyrir rétt til að sjónvarpa frá leikunum. Ólympíuráðherra Nýju Suður-Wales, Michael Knight, sagði að greiðslan næmi tæp- um þriðjungi kostnaðar við rekstur leikanna og væri meiri en gert hefði verið ráð fyrir í áætlunum. Hins vegar er gert ráð fyrir að kostnaður við gerð mannvirkja vegna leikanna verði hár. I maí var sagt að hann gært farið 400 milljónir Bandaríkjadala fram úr áætlun. Apple kynn- ir nýjar Power Mac- vélar Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. APPLE-tölvufyrirtækið hefur kynnt þijár nýjar Power Mac- hintosh-tölvur á samkeppnis- hæfu verði og herðir þar með sókn gegn keppinautum, sem bjóða upp á tölvur búnar öflugum Pentium-kubbum. Apple kynnti einnig nýjan búnað og þjónustu, sem auka mun ítök fyrirtækisins á mark- aði tengdum Internetinu. Nýju tölvumar — Power Macintosh 7200, 7500 og 8500 - kosta 1.700-4.700 dollara. Örgjörvar þeirra eru vopn Apples gegn Pentium- kubbi Intels, sem er orðinn útbreiddur. Að sögn sérfræðinga er verðlækkun Apples nauðsyn- leg, þar sem Intel hefur sí- fellt lækkað verð á Pen- tiumkubbum. Þeir segja einn- ig að lækkunin og nýjungar, sem nýju tölvurnar hafi upp á að bjóða, séu mótleikur gegn Windows 95 stýrikerfi Microsofts, sem kemur á markað 24. ágúst. * Chase Manhattan bankinn kaupir 20% í Islenska útvarpsfélaginu Frekari sala hlutabréfa til erlendra aðila hugsanleg CHASE Manhattan bankinn í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa 20% hlutaijár í íslenska út- varpsfélaginu hf. og er búist við að kaupin fari fram í lok þessa mánaðar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kemur til greina af hálfu forsvarsmanna íslenska útvarpsfélagsins að selja fleiri er- lendum aðilum hlut í fyrirtækinu. Kaupverð bréfanna fæst ekki gefið upp en með kaupunum verður Chase Manhattan bankinn þriðji stærsti hluthafinn í íslenska út- varpsfélaginu á eftir Jóni Ólafssyni og Siguijóni Sighvatssyni. Bankinn mun einnig íjármagna hlutabréfa- kaup átta hluthafa, sem mynda Útheija hf. og er með meirihluta í stjórn Islenska útvarpsfélagsins með 50,11% hlutaijár, af minni- hlutanum. Hlutur minnihlutans í félaginu er samtals um 46% hlutaijár eða um 253 milljónir króna að nafn- verði. Hann verður seldur á genginu 4,0 og heildarsöluandvirðið nemur því um 1.012 milljónum króna. Minnihlutinn ákvað að selja meirihlutanum hlutabréf sín eftir að hafa orðið undir í harðvítugri valdabaráttu í félaginu. í apríl síð- astliðnum náðist samkomulag að meirihlutinn keypti bréfin á geng- inu 4,0 gegn staðgreiðslu og hefur Chase Manhattan bankinn nú tekið að sér að ijármagna kaupin eins og fyrr sagði. Sigurður G. Guðjónsson, stjórn- arformaður íslenska útvarpsfélags- ins segir það vera gleðiefni að svo stór og virtur aðili eins og Chase Manhattan banki skuli koma af alvöru inn í fyrirtækið. „Þetta sýn- ir að sérfræðingar bankans telja það eiga bjarta framtíð fyrir hönd- um. Væntanlega mun bankinn óska eftir manni í stjórn en enn hefur ekkert verið ákveðið í þeim efn- um,“ segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kemur til greina að fleiri erlendum aðilum verði boðið að fjárfesta í fyrirtækinu, en spurst hefur verið um möguleika á slíku erlendis frá samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Meðal annars er þá litið til Norðurlandanna en þar hafa stórir aðilar á ijölmiðla- markaði sameinast að undanförnu. Ásamt því að kaupa hlut í ís- lenska útvarpsfélagsinu hefur Chase Manhattan bankinn einnig tekið að sér að enduríjármagna eldri og óhagstæðari lán þess að sögn Sigurðar. „Fyrirtækið er enn skuldugt eftir mikla uppbyggingu á síðustu árum. Með þessu fáum við gott tækifæri til að minnka enn frekar vaxtakostnað fyrirtækisins sem var um hundrað milljónir króna á síðasta ári.“ Gjaldeyrisforði lækkaði íjúlí Lækkunin nemur um 2,3 milljörðum króna og erlendar skammtímaskuldir hafa aukist um 1,6 milljarða króna GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka íslands lækkaði um 2,3 milljarða króna í júlí sl. Jafnframt jukust erlendar skammtímaskuldir um 1,6 milljarða. Þetta kemur fram í upp- lýsingum bankans um helstu liði úr efnahagsreikningi í lok nýliðins mánaðar, en Seðlabankinn hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að gefa út slíkar upplýsingar eftir hver mánaðarmót. Skýringin afborganir og vextir í frétt frá Seðlabanka kemur fram að skýringu á lækkun gjald- eyrisforðans og aukningu skamm- tímaskulda, megi að hluta rekja til greiðslu afborgana og vaxta af löng- um erlendum lánum ríkissjóðs í júlí. Greiðsla afborgana, eða nettólækk- un erlendra skulda, nam tæplega 1,4 milljörðum króna og greiðsla vaxta tæplega 1,5 milljörðum. Staðan frá ára- mótum batnað Þrátt fyrir þessa lækkun á nettó- gjaldeyrisstöðu Seðlabankans í júlí hefur staðan frá áramótum batnað um 2,5 milljarða. Eign Seðlabank- ans í markaðsskráðum verðbréfum jókst um 1,2 milljarða króna í júlí, einkum vegna aukinnar ríkisvíxla- eignar. Eign bankans í markaðs- skráðum verðbréfum er enn 5,8 milljörðum króna lægri í lok júlí en í lok síðasta árs. EIGNALIÐIR: Staða t lok tímabils Hreyfingar des. '34 júlí '95 frááram. fjulí Gjaldeyrisforði 20.311 18.955 -1.356 -2.304 Markaðsskráð verðbréf 25.265 19.420 -5.845 1.237 Ríkissjóðs 21.094 ú 15.416 -5.678 1.270 Annarra 4.171 4.004 -167 -33 Kröfur á innlánsstofnanir 5.5231) 4.587 -936 2.148 SKULDALIÐIR: Erlendar skuldir til skamms tíma 5.559 1.744 -3.815 1.652 Seðlar og mynt 5.201 5.531 330 74 Almennar innstæður innlánsstofnana 697 174 -523 -715 Bundnar innstæður innlánsstofnana 6.564 6.083 -481 -15 Nettóliðir til skýringar: Gjaldeyrisstaða Seðlabankans nettó 14.757 17.211 2.454 -3.956 Kröfur á ríkissjóð og ríkisstofnanir nettó 17.146 10.583 -6.563 1.232 1) Árslokatalan hefur verið leiðrétt til samræmis við breytingar á reglum um færslu endurhverfra viðskipta. Framkvæmdasljórn ESB samþykkir sam- starf SAS og Lufthansa Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDASTJORN Evr- ópusambandsins hefur lagt blessun sína yfir samvinnu SAS og Luft- hansa. Blessun ESB er háð því að félögin uppfylli skilyrði sem fylgja samþykktinni og er veitt til átta ára. Þar á meðal þarf SAS að segja upp samstarfi við önnur flugfélög, en ekkert er sagt um samstarfið við Flugleiðir. Allir aðilar hafa nú umhugsunartíma fram á haustið, þegar ESB og félögin tvö hefja viðræður um samvinnuna. í samtali við Morgunblaðið sagði Harald Rytz yfirmaður svæðisskrif- stofu Flugleiða í Kaupmannahöfn að hann hefði ekki héyrt að fram- kvæmdastjórnin gerði athuga- semdir við samstarf Flugleiða og SAS. Athugasemdirnar við samstarf SAS og Austrian Airlines, Swissair og Finnair vörðuðu samkeppni. Á þeirri forsendu gæti hann ekki séð að neitt væri athugavert við sam- Övíst hvort athuga- semdir ESB snerta samstarf SAS og Flugleiða starf Flugleiða og SAS. Þvert á móti veittu Flugleiðir SAS sam- keppni á flugleiðinni með því að fljúga þar líka. Morgunblaðið bar það undir Rytz hvort ekki mætti líta svo á að flug- félögin tvö drægju úr samkeppni á flugleiðinni með því að skipuleggja flugið í sameiningu, þannig að þau fljúgi ekki á sama tíma. Aðgangur að vildarkerfum félaganna Um það sagði Rytz að taka yrði tillit til farþegafjölda á leiðinni, sem ekki bæri nema vissa ferðatíðni og að það væri betri þjónusta að hafa fjórar ferðir milli borganna dreifðar yfir daginn, heldur en að hvort flug- félag um sig flygi tvisvar á dag og þá á sama tíma. Það er einnig út af samkeppnis- sjónarmiðum sem framkvæmda- stjórnin fer fram á að SAS og Lufthansa láti öðrum félögum eftir eitthvað af besta umferðartíma sín- um í Frankfurt og veiti öðrum að- gang að vildarkerfi sínu á leiðinni Stokkhólmur - Frankfurt. Það þýð- ir að sé flogið með öðru flugfélagi en þessum tveimur á þessari leið fái viðkomandi sama bónus og hann hefði fengið hjá hinum tveimur fé- lögunum. Samskiptaferlinu við fram- kvæmdastjórnina er þó ekki lokið, því í haust verða formlegar viðræð- ur milli félaganna tveggja og stjórnarinnar. Þeim á að ljúka í byijun október, en samstarf félag- anna hefst að öllu áfallalausu um áramótin. Almenna bókafélagið Gjaldþrota- krafa aftur- kölluð LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar- manna hefur afturkallað kröfu sína um að Almenna bókafélagið hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta. Hins vegar liggur nú fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur samhljóða krafa frá Nýheija hf. Að sögn Júlíusar Georgssonar, dómarafulltrúa hjá Héraðsdómi, má gera ráð fyrir að krafa Nýheija verði þingfest í sept- ember nk. Krafa Lífeyrissjóðs verslunar- manna um gjaldþrotaskipti Al- menna bókafélagsins hf. var tekin til úrskurðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur 12. júlí sl. Uppkvaðn- ingu dómsins var þá frestað, en að sögn Júlíusar hafði verið ákveð- ið að kveða upp úrskurð í þessari viku. Áður en til þess kom var krafa lífeyrissjóðsins afturkölluð. Áð sögn Júlíusar má búast við að krafa Nýheija hf. um að Al- menna bókafélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta, verði þingfest í september nk. verði ekki búið að afturkalla kröfuna áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.