Morgunblaðið - 10.08.1995, Page 29

Morgunblaðið - 10.08.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 29 er haft í huga er mjög lítil áhersla lögð á hana í námi lækna og hjúkr- unarfræðinga. Það endurspeglar viðhorfin," segir hún. Norræn samvinna fulltrúa á þingi ESB mikilvæg Dybkjær vill Noreg og Island inn Norðurlöndin hafa margt fram að færa og margt að læra í Evrópusamstarfmu, að sögn danska þingmannsins Lone Dybkjær, sem er fulltrúi miðjuflokksins Radikale Venstre á Evrópuþinginu. Hún vill ekki auka vald þings- ins o g telur að það eigi fyrst og fremst að vera ræðupallur og málsvari almennings gagn- vart framkvæmdavaldi sambandsins ? . • sr NGA höfum bjargað og alvarlegar afleið- ingar koma vart í Ijós fyrr en eftir langan tíma.“ Vinnu kastað á glæ En Þórunn leggur áherslu á að verið sé að kasta á glæ dýrmætri vinnu með þessum ráðstöfunum. „Það er sett saman sérstök dagskrá fyrir hvern og einn sjúkling og reynt að vinna skipulega. Þegar deild er lokað er einfaldlega skorið á með- ferðina og því þarf að byija frá grunni þegar viðkomandi kemur aftur. Áður var kannski búið að koma sjúklingi yfir erfiðasta hjallann og verið að reyna að vinna upp starfs- getu sem tapast hafði í veikindun- um. En við þessar aðstæður dregst ferlið á langinn og maður missir traust sjúklings og trúnað. Þetta hefur líka mjög slæm áhrif á tengsl og því má ekki gleyma að í allflest- um tilfellum hefur sú ganga að leggja sjúkling- inn inn verið löng og ströng. Því er svo farið með geðsjúka að þeir koma yfirleitt ekki sjálf- viljugir á meðferðarstofn- un, öfugt við fólk með líkamlega kvilla. Þetta hefur því oftast nær verið þrautin þyngri fyrir aðstand- endur,“ segir Þórunn. Landlæknir efndi til fundar með aðstandendum geðsjúkra fyrr í sumar og segir Þórunn að einkum hafi verið kvartað yfir því að sjúk- lingar hafi verið útskrifaðir of snemma og að sambýli með sérþjón- ustu vanti. Einnig finni starfsfólk og aðstandendur til þess að geta ekki sinnt þeim sem skyldi. Þórunn segir erfitt að fá skilning fólks á þörfum og meðferð geð- sjúkra, nema þeir þekki slíkt af eig- in raun. „Geðlæknisfræði er stærsta sérgreinin í heilbrigðismenntun, stærsti sjúkdómaflokkurinn, ef mið- að er við sjúklingafjölda. Þegar það og endurskoðun á hvernig lág- marksréttindi sjúkratrygginga eru skilgreind. Sérstök lög um geðsjúka Ef meðferð og lækning geðsjúkra er hins vegar innifalin í þeirri þjónustu sem við teljum okkur eiga rétt á er verið að bijóta á þeim sjúklingahópi. Það sem er brýnast að mínu áliti er lagasetn- ing, sem kveður á um réttindi íslendinga í almannatrygginga- kerfinu, vegna geðsjúkdóma, það er lög um geðsjúklinga. Það er langt í Iand með að þeir fái sömu þjónustu og sama stuðning, bæði frá opinberum aðilum og almenn- ingi, og ýmsir aðrir hópar. Að- staða þeirra til að fylgja sínum rétti eftir er líka verri. Það er ekki nóg að góðhjörtuð manneskja klappi á öxlina á geð- sjúklingi, það þarf fagfólk sem getur umborið, hlynnt að og hjúkrað. Mér finnst gleymast að hugsa um líðan sjúklinganna. Það er eins og fólk hugsi með sér að þeir séu hvort eð er í lyfjavímu og því ami ekkert að þeim,“ seg- ir móðirin að lokum. Mannaflinn er okkar tæki Geðdeild Landspítalans hefur sætt flötum niðurskurði líkt og aðr- ar deildir spítalans og segir Þórunn að ekki megi við meiru. En má ekki segja hið sama um aðra starf- semi spítalans? „Munurinn á okkur og þeim er sá að mannaflinn er okkar tæki. Það eru engar vélar til sem hægt er að tengja við einstakl- ing með alvarlega geðsjúkdóma. Á meðan aðrir sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins leggja allt sitt traust á tækjabúnað og tækninýj- ungar sér til aðstoðar við sjúkdóms- greiningar og meðferð, treystum við á hæfni starfsliðs. Það er bæði erfitt og tímafrekt að vinna með geðsjúkum, þetta er þolinmæðis- verk. Geðsjúkdómar eru langvinnir sjúkdómar og starfsmaður er kannski að vinna árum eða áratug- um saman, með sama sjúklinginn. Það þarf jákvætt hugarfar og að manneskjan missi ekki trúna á það sem hún er að gera.“ Áratuga afturför Auk fyrrgreindra lokana starfa þær deildir sem opnar eru við tvö- falt álag og segir Þórunn að stöðu- gildum í hjúkrun hafi fækkað úr 327,5 í 281 síðastliðið ár. „Ég hef starfað innan geðheilbrigðisþjón- ustunnar í 32 ár. Þegar ég byijaði voru allir sjúklingar í sérstökum klæðnaði sem stofnunin átti; köfl- óttir kjólar fyrir konur og gallabux- ur og köflóttar skyrtur fyrir karl- menn. Fötin voru öll eins en til í þremur stærðum og auk þess var matast úr stálskálum. Á þessum tíma voru 330 manns til húsa á Kleppsspítalanum, í stað 70 líkt og nú er og þegar tekið var á móti mjög erf- iðum sjúklingum voru þeir lokaðir inni því það var enginn mannskapur til að sinna þeim. Með frekari niður- skurði á fjármunum og mannafla erum við að fara nokkra áratugi aftur í tímann. Við lokum einstaklinga ekki inni í dag eins og gert var en það endar með því. Spennitreyjur eru mikið notaðar víða erlendis en það hefur verið stolt okkar hingað til að þurfa hvorki að loka fólk inni né færa það í spennitreyju. Við höfum notað mannafla í staðinn. Hingað hefur komið fólk víða erlendis frá til að skoða hvernig við förum að. Mann- úðin hefur verið okkar aðalsmerki en hún kostar peninga. Ég hef áhyggjur af því að við stefnum til baka,“ segir Þórunn að lokum. Sumarlok- anir 1995 Eins og áður: Deild 16 6 vikur Deild25 52 vikur Deild33A 6 vikur Dagdeild barna og ungl. 6 vikur Legudeild barna lokuð um helgar Iðjuþjálfun Landspítala 6 vikur Viðbótarlokanir vegna niðurskurðar 1995: Deild 12 6 vikur Deild 26 6 vikur Deild 33C 6 vikur Legudeild barna 6 vikur Iðjuþjálfun á Kleppi 6 vikur LONE Dybkjær, einn af fulltrú- um Dana á þingi Evrópusam- bandsins (ESB, eiginkona Poul Nyrups Rasmussens forsætis- ráðherra og sjálf fyrrverandi ráð- herra, flutti fyrirlestur um reynslu sína af þingstörfunum í Norræna húsinu á þriðjudag og svaraði fyrir- spurnum. Hún sagði þingið vera mikilvægan vettvang fyr- ir skoðanir og viðhorf almenn- ings í sambandinu og væri nú ótvírætt áhrifavaldur í sam- starfinu. Dybkjær sagði Norðurlöndin geta í samein- ingu efit mjög norræn gildi, t.d. aukið jafnrétti kvenna, í ESB. Hún sagðist skilja vel umræðuna um fullveldi og menningarlegt sjálfstæði, Danir hefðu sjálfir þurft að takast á við þessi mál, en hún vonaði að Norðmenn og íslend- ingar gengju til liðs við sam- bandið í fyllingu tímans. „Það er aldrei of seint,“ bætti hún brosandi við. Sem dæmi um áhrif Evrópu- þingsins á stefnu ESB nefndi þingmaðurinn að það hefði hindrað samþykkt viðskipta- samnings við Tyrkland vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda. Hún taldi -einnig mjög líklegt að þingið hefði með skel- eggri andstöðu sinni haft áhrif á af- stöðu fransks almennings til fyrirhug- aðra tilraunasprenginga Frakka á Kyrrahafi. Dybkjær hóf mál sitt á því að rify'a upp sögu Evrópusamstarfsins. „Menn vildu treysta friðinn í Evrópu, það var meginforsendan," sagði hún og bætti við að þannig væri það enn. Fyrst í stað hefði framkvæmdavaldið verið haft mjög öflugt en réttur hverrar aðildarþjóðar tryggður með neitunar- valdi í æðstu valdastofnuninni, ráð- herraráðinu. Smám saman hefði þró- unin verið í þá átt að draga úr neitun- arvaldinu á ýmsum sviðum. Fulltrúar þjóðríkjanna hefðu þurft að venjast samstarfinu áður en þeir treystu sér til að taka áhættuna og láta meirihlut- ann, oftast svonefndan aukinn meiri- hluta, taka ákvarðanir í mikilvægum hagsmunamálum. Markmiðið gott en... Þingmaðurinn sagði að með Ma- astricht-samningnum hefði enn verið stefnt í átt til meirihlutaákvarðana en auk þess hefði verið bætt við svið- um á borð við ferðaþjónustu og heil- brigðismál sem teknar væru sameig- inlegar ákvarðanir um. „Sjálf efast ég mjög um skynsem- ina í því að bæta þessum málaflokkum við,“ sagði Dybkjær. Markmiðið með ákvæðum um heilbrigðismál væri baráttan gegn alnæmi og fíkniefnum, auðvitað væru þetta prýðileg mark- mið í sjálfu sér og í þessum efnum þyrfti fjölþjóðlegt samstarf. Meinið væri að gengið væri of langt í að útfæra hvert smáatriði sem betra væri að hver þjóð gerði sjálf og mið- aði við eigin aðstæður. Það væri einfaldlega of flókið að setja reglur sem allir gætu sætt sig við, sem dæmi mætti nefna heilbrigð- ismálin. Endalausar umræður hefðu orðið um þau á þinginu enda sætu þar læknar og aðrir sérfræðingar sem allir gætu kaffært aðra fulltrúa með sérfræðiþekkingu sinni þegar að smá- atriðunum kæmi. Verkefni þingsins ætti í mesta lagi að vera að marka grundvallarstefnuna í málum af þessu tagi. Dybkjær sagðist vera þeirrar skoð- unar að taka bæri inn í sambandið nýfijáls ríki í Mið- og Austur-Evrópu um leið og lýðræði í löndunum væri talið traust í sessi. Þau efnahagslegu aðlögunarvandamál sem því fylgdi yrði síðan að takast á við, þau mætti ekki gera að hindrun á vegi stækkun- ar sambandsins. „Viðfangsefnin sem við stöndum andspænis nú eru í þess- um efnum nákvæmlega þau sömu og þegar Kola- og stálsambandið [fyrir- rennari Evrópusamstarfsins] var stofnað, nefnilega að varðveita frið- inn.“ Hún sagði að bætt lífskjör í Mið- og Austur-Evrópu væru ein af forsendum friðar í álfunni. Átökin í gömlu Júgóslavíu væru stöðug áminning um hætturnar framundan. Á Evrópuþinginu sitja 626 fulltrú- ar, frá 1979 hafa þeir verið kjörnir í beinum kosningum en þátttaka er oft litil nema í þeim löndum þar sem skylda er að kjósa. „Þróunin hefur verið frá yfirlýsingum til raunveru- legra valda, þ.e.a.s. í hvert skipti sem þingið hefur séð færi á því hefur það aukið völd sín.“ Hún sagði andstöð- una við Maastricht-samninginn hafa slegið nokkuð á þessa hneigð, margir þingmenn og embættismenn ESB hefðu áttað sig á því að samrunaferl- ið yrði að vera í takt við skoðanir almennings í aðildarríkjunum. í þessu tilliti geti norrænir fulltrúar í samein- ingu haft áhrif, lagt áherslu á að hagsmunir almennra borgara væru hafðir að leiðarljósi en ekki valdafíkn þingmanna. „Ég tel að þingið ætti ekki að hafa mikið meira vald en það hefur nú, það getur verið að sumt ætti að ein- falda í störfum þess. Mér fínnst skipta mestu að stofnunin verði áfram eins konar raust almennings sem geti tjáð óánægju hans þegar okkur finnst eitt- hvað mikið að og einnig, þegar mikið liggur við, að við beitum þeim völdum sem við höfum“, sagði Dybkjær. t " Þing á faraldsfæti Fundir þingsins eru í Strassborg en öðru hveiju eru þeir haldnir í Brussel þar sem ekki hefur náðst samkomulag um einn þingstað. „Það er alveg ljóst að norrænir arkitektar hafa ekki haft hönd í bagga um skip- an mála, þetta er ekki fallegt. Hreint út sagt, þetta er hræðilegt. Innan- stokks er allt úr brúnu og gulu plasti,“ sagði Dybkjær um húsakynnin. Vegna þessa ráps á þinginu þarf öðru hveiju að pakka skjölum og öðrum gögnum hvers fulltrúa niður í kassa sem fluttir eru á milli borg- anna. Kostnaðurinn við flutningana nemur um þriðjungi rekstrarkosn*- aðar þingsins. Einnig veldur það mikl- um erfiðleikum að ekki skuli hafa náðst samkomulag um að nota eitt tungumál í þingstörfum. Allir fulltrúar mega nota móð- urmál sitt á þinginu og her- skari túlka reynir að snara ræðunum eftir bestu getu. „Stundum fer nú ýmislegt af ræðusnilldinni forgörðum f þýðingu," sagði þingmaðurinn kíminn. Þingmenn skipa sér í fyík- ingar eftir því hvar þeir standa í hinu pólitíska litrófi, þvert á landamærin. Dybkjær sagði að ekki væri um formlegt hóp- samráð að ræða milli fulltrúa hverrar þjóðar. Hins vegar væri jafnljóst að fulltrúar ákveðinna svæða ræddu mikið saman og hún minnti á Norður- löndin í því sambandi sem eru nú orðin þrjú í ESB. Dybkjær hefur tekið mikinn þátt í norrænni samvinnu. „Ég hef samt aldrei verið ein af þeim sem hafa miklað þetta fyrir sér, hef aldrei ímyndað mér að þetta sé allt dásamlegt og árangurinn frábær, við séum alltaf svo góðir \^g,- ir.“ Á Evrópuþinginu hefði hún hms vegar fundið meira fyrir norrænni samkennd vegna menningarlegra og sögulegra tengsla en annars staðar. Dybkjær nefndi sem dæmi að fyrr- verandi varnarmálaráðherra Finna, Elisabeth Rehn, hefði átt erfitt með að samþykkja bann við jarðsprengj- um. „Öll landamæri Finnlands að Rússlandi eru varin með jarðsprengj- um svo að við skiljum Finnana vel. Það breytir ekki því að sjálf er ég á móti þessum sprengjum en ég, skil Rehn af því að ég þekki sögu Finna.“ Þingmaðurinn sagði að fulltrúar annarra þjóða á þinginu sæju Norð- urlandabúana ræða saman í hópum á göngunum án aðstoðar túlka og litu að vissu leyti á Norðurlöndin sem eitt menningarsvæði. „Ég tel að það hefði mikla þýðingu fyrir evrópska samvinnu að Noregur og Island tækju þátt i starfmu því að það skipti máli fyrir norræna hóp- inn. Við yrðum öflugri þátttakandi gagnvart suður-evrópskri menningu. Þá er ég ekki að segja að allt sé slæmt í Suður-Evrópu en ég vil beijast fyrir þeim gildum sem ég trúi á. í því sam- bandi get ég nefnt ofur hversdagslegt mál: Jafnrétti kvenna... Mér finnst slæmt að Norðmenn skyldu ekki sam- þykkja aðild og tel að það væri gtfít að íslendingar ræddu málið. Þið íslendingar eruð fámennir en menningarleg sérstaða ykkar er mik- il og öflug, þetta held ég að eigi eft- ir að verða svo mikilvægt í Evrópu- samstarfinu. Við Norðurlandabúar höfum svo margt fram að færa og getum einnig svo margt lært af Evr- ópusamstarfinu.“ : Geðhjúkrun er ekki útflutn- ingsvara Morgunblaðið/Golli LONE Dybkjær ásamt forseta íslands, Vig- dísi Finnbogadóttur, í Norræna húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.