Morgunblaðið - 10.08.1995, Side 33

Morgunblaðið - 10.08.1995, Side 33
MÓRG'UN'BLAÐlb FIMMTUD^GLÍR 10. 111 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Vestnorræna þingmanna- ráðið í 10 ár Laugavegi. Gullpotturinn kemur vafalaust í góöar Vestnorræna þingmannaráðið var formlega stofnað á fundi í Nu- uk, Grænlandi, dagana 23.-24. september 1985. Það er því 10 ára um þessar mundir eins og áður sagði. Ráðið hefur starfað með reglubundnum hætti, haldið árs- fundi öll árin og fámennari miðs- vetrarfundi, auk þeirrar starfsemi sem fer fram í hverri landsdeild fyrir sig. Viðamesta aðgerð sem vestnorræna þingmannaráðið hefur staðið fyrir er Vestnorræna árið 1992, en þá voru haldnar sérstakar ráðstefnur, ein í hvetju landanna. Vestnorræn æskulýðsráðstefna í Færeyjum, umhverfisráðstefna í Grænlandi og geysifjölmennt vest- norrænt kvennaþing á Egilsstöðum, sem þótti takast framúrskarandi vel. Samtals hafa milli 70-80 þing- menn frá þjóðþingum þremur tekið beinan þátt í störfum ráðsins og gefur augaleið að þannig hafa skap- ast mikilsverð sambönd og tengsl milli vestnorræna stjórnmála- manna, sem ekki væru til staðar ella. Engu að síður hafa verið uppi innan ráðsins umræður um það hvort starfið innan ráðsins í því formi sem það er væri að skila nógu miklum árangri, hvort það væri tímans og peninganna virði (sem eru nú af skornum skammti hjá okkur á Vesturnorðurlöndum um þessar mundir). Því hefur verið ákveðið að eitt aðalumræðuefni næsta ársfundar, sem er framundan í Grænlandi verði framtíðartilhögun samstarfsins. Sýnist þar aðallega þrennt koma til greina: (fjórði möguleikinn að leggja niður skipulegt samstarf Vestnorrænu þjóðþinganna er von- andi útilokaður). 1) Víkka samstarfið þannig að það taki einnig til Norður- og Vest- ur-Noregs (eins og Vestnorræna nefndin) og ef til vill fleiri svæða eins og Skotlands eða skosku eyj- anna í framtíðinni. 2) Láta Vestnorræna þing- mannaráðið renna saman við þing- mannasamstarf Norðurheimskauts- þarfir og fær vinningshafinn bestu hamingjuóskir. En þaö eru fleiri sem hafa fengið glaðning undanfariö því útgreiddir vinningar úr happdrættis- vélum Gullnámunnar hafa að undanförnu verið að jafnaði um 80 milljónir króna í viku hverri. Þetta eru bæði smærri vinningar og svo vinningar upp á tugi þúsunda að ógleymdum Silfurpottinum sem dettur að jafnaði annan hvern dag og er aldrei lægri en 50.000 krónur. Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju og þökkum stuðninginn. P.S. Nú er nýr Gullpottur að hlaðast upp aftur og byrjar hann í 2.000.000 króna. Góða skemmtun! Vestnorræn samvinna á tímamótum MARGVÍSLEGT samstarf og samvinna milli vestnorrænu þjóð- anna þriggja, Færeyja, Grænlands og íslands hefur aukist til muna sl. 10-15 ár. Skipulegt samstarf hefur verið fest í sessi milli þjóðanna, bæði sem hluti af Norrænni svæða- samvinnu, en einnig á grundvelli sjálfstæðra samvinnuverkefna þessara landa, óháð öðru norrænu samstarfi. Dæmi um hið fyrrnefnda er starf Vestnorrænu nefndarinnar og Lánasjóðs Vestyrnorðurlanda, en hið síðarnefnda samvinna á sviði ferðamála og starf Vestnorræna þingmannaráðsins. Þó skipulagt vestnorrænt samstarf eigi sér ekki mjög langa sögu og hugtakið „Vest- norræna svæðið“ sé a.m.k. í þessu samhengi tæpast nema um tuttugu ára gamalt, þá hefur ótvíræður árangur náðst. En allt er breyting- um undirorpið, og ekkert síður vest- norrænt samstarf, en evrópskt eða norrænt, en þar hefur ýmislegt ver- ið að gerast eins og kunnugt er. Nýlega hafa verið gerðar breyt- ingar á skipan vestnorrænu nefnd- arinnar og eru nú komin á formleg tengsl við Norður- og Vestur-Nor- eg- Vestnorræna þingmannaráðið er 10 ára um þessar mundir og hefur ráðið sjálft ákveðið að meginvið- fangsefni næsta ársfundar skuli vera endurmat á stöðu þess og umræður um framtíðartilhögun samvinnu og samskipta vestnor- rænu þjóðþinganna. Af þessu tilefni vill greinarhöfundur, sem er for- maður íslandsdeildar Vestnorræna þingmannaráðsins og mikill áhuga- maður um vestnorræna samvinnu, gefa lesendum smá-innsýn í stöðu mála með eftirfarandi grein. ráðsins þegar eða ef það kemst á laggirnar. 3) Breytt og efid samvinna vestnorrænu þingmanna með auk- inni þátttöku fram- kvæmdavaldsins og auknum tengslum við norrænt samstarf. Ekki er rétt að úti- loka þann möguleika að ef annar af tveimur fyrri kostunum verður valinn þá verði eftir sem áður haldið í einhver formleg tengsl Vest- norrænu þinganna Steingrímur J. Sigfússon þriggja, t.d. funda- eða ráðstefnuhald annað hvert ár um sérstök vestnorræn hagsmuna- mál. Almenn samskipti alltaf að aukast Hvað sem skipu- lagðri vestnorrænni samvinnu milli opin- berra aðila.líður er eitt víst og það er að almenn samskipti milli land- anna eru alltaf að auk- ast og gera það vonandi og örugglega áfram. Almenn samskipti milli landa eru alltaf að auk- ast, segir Steingrímur J. Sigfússon og gera það örugglega áfram. Verslun milli landanna hefur vaxið, margvíslegt samstarf og viðskipti á sviði ferðamála vaxa ár frá ári, fyrirtæki hafa aukið samstarf sín á milli o.s.frv. Auðvitað er það þetta sem mestu máli skiptir. Hlutverk stjórnmála- manna og embættismanna og sam- starfs þeirra í milli er fyrst og fremst að greiða götu slíkra al- mennra samskipta. v Enn er að mörgu að hyggja og ýmislegt má áfram bæta, svo sem samgöngur milli landanna. Auka þarf upplýsingamiðlun og frétta- flutning (verkefni fyrir fjölmiðla), semja um óútkljáð mál á sviði sjáv- arútvegs (sameiginlega stofna) o.s.frv. Eitt er alveg víst og það er að ekki veitir okkur af að standa sam- an í okkar hörðu lífsbaráttu hér í „útnorðrinu" eins og Færeyingarnir orða það svo fallega. Höfundur er alþingismaður og formaður Islandsdeildar Vestnor- ræna þingmannaráðsins. Enn einu sinni er Gullpotturinn dottinn, 13.386.843 kr. Gullpotturinn í Gullnámunni að upphæð 13.386.843 krónur datt sl. þriðjudag í Mónakó, T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.