Morgunblaðið - 10.08.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 10.08.1995, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR Vegna aukinna umsvifa óskar Domino’s Pizza eftir að ráða hresst fólk í sendlastörf sem fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar á Grensásvegi 11. Upplýsingar eru ekki veittar í síma. m • o l__ z, DOMINO'S PIZZA Gullsmiður Gullsmíðaverslun í Reykjavík óskar að ráða gullsmið í vinnu kl. 13—18 alla virka daga. Starfssvið er að sjá um viðgerðir og einnig einhverja smíði. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi upplýsingar um sig til afgreiðslu Mbl., merktar: „G - 10644“. Starf á ferða- skrifstofu laust á næstunni. Gott tækifæri fyrir dugleg- an starfskraft með reynslu til að bæta kjör sín í áhugaverðu starfi. Færni á tölvur áskil- in. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Sendið umsókn með mynd og greinargóðum upplýs- ingum til afgreiðslu Mbl., merkta: „Atvinna - VISTA 1995“. Öllum umsóknum verður svarað. Iþróttakennarar Staða íþróttakennara við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus til umsóknar. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, í síma 475 1159. Jón Bakan f Hafnar- firði Langar þig til þess að vinna á lifandi vinnu- stað með ungu og frísku fólki? Okkur vantar ferskt fólk í kvöld- og helgarvinnu við út- keyrslu. Láttu sjá þig á Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Jón Bakan, sími 564 3535. Frá Vopnafjarðar- skóla Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla. Æskilegar kennslugreinar eru kennsla yngri barna og raungreinar. Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga. Upplýsingar gefa skólastjóri, í símum 473-1108 og 473-1556, og formaður skóla- nefndar, í símum 473-1439 og 473-1499. Kennari Varmalandsskóli Heimilisfræði - sérkennsla - hannyrðir Kennarastaða við Varmalandsskóla, Borgar- byggð. í skólanum eru um 110 nemendur í 8 deildum. Varmalandsskóli er heilsdagsskóli með heimavist fyrir þá nemendur 6.-10. bekkjar sem það velja. Við leitum að áhugasömum og fjölhæfum kennara. Hafðu samband. Upplýsingar gefur Flemming Jessen, skóla- stjóri, í vinnusíma 435-1300, heimasíma 435-1302 og bréfsíma 435-1307. Verkmenntaskólinn á Akureyri Dönskukennarar! Dönskukennara vantar í Verkmennta- skólanum á Akureyri næsta skólaár. Umsóknir berist ekki síðar en 18. ágúst nk. Skólameistari. Afgreiðsla - bókaverslun Bóka- og ritfangaverslun óskar að ráða traustan og lipran starfskraft til afgreiðslustarfa. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 16. ágúst, merktar: „Framtíð - 100“. Framtfðarstarf Stórt fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu vill ráða vaktstjóra til afgreiðslu- og þjónustu- starfa sem fyrst. Við viljum gjarnan fá umsóknir frá fólki sem hefur reynslu af verslunar- og/eða þjón- ustustörfum, er tilbúið til að takast á við krefjandi verkefni og getur unnið vaktavinnu. Guðni Jónsson annast móttöku umsókna og veitir nánari upplýsingar á skrifstofu sinni, Háteigsvegi 7, Reykjavík, til næsta þriðjudags. Guðní Tónsson RÁDGTÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 ■» ' SlllCa auglýsingar Ræstingadeild Securitas óskar að ráða í eftirtalin störf: Fastráðnar afleysingamanneskjur Hjá okkur starfa nú 8 fastráðnar afleysinga- manneskjur, sem sjá um að leysa aðra af í veikindum o.þ.h. Okkur vantar nú tvo starfs- menn til viðbótar í afleysingar. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða, vera eldri en 25 ára og hafa nokkra reynslu af ræstingum. Vinnutími er frá ki. 16.00. Ræstingastörf í Garðabæ Hér vantar okkur nokkra duglega og vand- virka einstaklinga. Vinnutími 5 daga vikunnar frá kl. 17.00. Æskilegt er að viðkomandi búi í Garðabæ, Hafnarfirði eða á Álftanesi og sé á aldrinum 25-50 ára. Reynsla af ræstingum æskileg. Ræstingastörf Okkur vantar ræstingafólk til starfa í Reykja- vík og Kópavogi. Vinnutími 8.00-12.00 eða frá kl. 16.00. Leitað er að fólki á aldrinum 20-50 ára, sem er samviskusamt og natið. Ofantalin störf eru laus frá 1. september nk. Frekari upplýsingar um ofangreind framtíðar- störf og umsóknareyðublöð fást hjá Guðrúnu Gísladóttur, Síðumúla 23, milli kl. 10.00 og 12.00 til og með 14. ágúst nk. Ræstingadeild Securitas hf. er stærsta fyrirtækiö hérlendis á sviði ræst- inga- og hreingerningaþjónustu. Hjá ræstingadeildinni eru nú starfandi á fjórða hundraö starfsmanna er vinna við ræstingar á vegum fyrirtækisins víðsvegar í borginni og nágrenni. Leikskólakennarar óskast í Hveragerði Leikskólakennara eða starfskrafta vantar á leikskólana Óskaland, frá 15. ágúst nk., og Undraland, frá 1. september nk. Upplýsingar gefa leikskólastjórarnir Gunnvör Kolbeinsdóttir, sími 483 4139 og Sesselja Ólafsdóttir, sími 483 4234. Forstöðumaður æskulýðsmiðstöðvar - kennari - Auglýst er staða forstöðumanns æskulýðs- miðstöðvarinnar TÓPASAR, Bolungarvík, sem jafnframt getur tekið að sér kennslu við Grunnskóla Bolungarvíkur. Upplýsingar um starfssvið og launakjör gefur Anna Edvardsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í vinnusíma 456-7249 og heimasíma 456-7213. §Hjálpræðis- herinn K'r^*us>ræt'2 Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30. Daníel Óskarsson stjórnar, Miriam Óskarsdóttir talar. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 11.-13. ágúst: 1. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir um Mörkina. 2. Gengið yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk (8 klst. ganga). Gist í Þórsmörk. Dagsferðir: Laugardag 12. ágúst kl. 8.00: Gönguferð á Heklu (gangan tek- ur 8 klst.). Verð kr. 2.500. Sunnudag 13. ágúst kl. 8.00: Þórsmörk - dagsferð - verð kr. 2.700. Kl. 9.00 Brúarárskörð - Högn- höfði. Skemmtileg gönguferö meðfram Brúará og á Högn- höfða (1030 m). Kl. 13.00: Lakastígur - Litli Meit- ill (v/Þrengsli). Létt gönguferð fyrir alla fjölskylduna. 18.-20. ágúst: Árbókarferð á Hekluslóðir (3 dagar), sérstak- lega tileinkuö árbók F.(. 1995. Ferðin er í samvinnu við Hið ís- lenska náttúrufræðifélag. Ferðafélag íslands. Skíðamenn 30 ára og eldri Munið mótið í Kerlingafjöllum um helgina. Nefndin. \f i *s% IMJ 5 lallveigarstíg 1 « simi 561 4330 Fimmtud. 10. ágúst Kl. 18.00 Undirbúningsfundur fyrir Landmannalaugar-Bása 15.-20. ágúst, á Hallveigarstíg 1. Dagsferð laugard. 12. ágúst Kl. 09.00 Skjaldbreiöur, fjalla- syrpa, 5. áfangi. Dagsferð sunnud. 13. ágúst Kl. 10.30 Vitaganga. Gengið út í Gróttu og fariö í vitann. Brott- för frá BSl, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Texta- varpi bls. 616. Helgarferðir 11 .-13. ágúst 1. Fjölskylduhelgi í Básum. Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára. Pylsuveisla, ratleikur o.fl. innifalið. Miðar óskast sóttir. Fararstjórar Fríða Hjálmarsdótt- ir og Pétur Þorsteinsson. 2. Jarlhettur - Hagavatn. Ekið að Hagavatni og gist þar. Geng- ið á Tröllhettu. Á sunnudags- morguninn er ganga að Leyni- fossgljúfri. Fararstjóri Gunnar Gunnarsson. 3. Fimmvörðuháls. Fullbókað, miðar óskast sóttir. Fararstjóri Ingibjörg Eiríksdóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrifstofu Útivistar, Hallveigarstíg 1. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.