Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tengdasynir o g dætur Saddams Husseins í Jórdaníu Lýðræðisást og hugsjónir liggja varla að baki flóttans VARLA blandast mönn- um hugur um að þessi atburður veikir stöðu Saddams Husseins og undirstrikar það hamsleysi sem hefur færst í valdabaráttuna inn- an þess þrönga hrings sem er umhverfis forsetann. Hussein Kamel Hassan var iðnaðarráð- herra, af mörgum talinn hægri hönd forsetans og hafði átt hvað drýgstan þátt í að freista þess að endurskipuleggja hergagna- framleiðslu landsins, bróðir hans Saddam Kamel var yfirmaður sérsveita forsetans. Við fyrstu sýn gæti þetta verið vísbending um að tengdasynirnir hafi beðið lægri hlut fyrir Uday og Qasy Saddamssonum og ekki talið sig eiga annarra kosta völ en flýja ásamt konum sínum, Raghad og Rani Saddamsdætrum. Almenn skoðun margra á Vest- urlöndum virðist vera að þetta muni leiða til falls Saddams Huss- eins innan tíðar. Milli þess að Saddam fari frá völdum og lýð- ræði og friðsemd komist á í írak setja ýmsir vestrænir stjómmála- leiðtogar samasemmerki. Mér þykir það sýna nokkra fá- fræði á málefnum Iraks að álykta sem svo og ég tel að þeir einir kæmust til valda nú sem væru jafngrimmir og grályndir og hann. Hvort sem væri með valdaráni innan hersins eða æðstu klíku. Valdarán gætu varla aðrir gert í bili; Kúrdar eru sundráðir, íraskir útlagar og andófsmenn marg- klofnir og innanlands er ástandið ekki slíkt að óbreytt alþýðan hafí bolmagn til eins'né neins. Því er í sjálfu sér nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það eitt og sér að Saddam fari frá leysir ekki vandann. Sendir Saddam leynimorðingja eða skrúfar fyrir olíuna? Á næstu dögum verða sjálfsagt margir til að spá og spekúlera hvað muni gerast í kjölfar þessa. Sumir óttast að íraskar hersveitir geri innrás í Jórdaníu eftir að Hussein, konungur hét að veita þeim landvistarleyfi og sendi Uday Saddamsson tómhentan til baka þegar hann krafðist þess að systur hans sneru heim til Bagdad. Aðrir óttast að íraksfor- BAKSVIÐ Flótti tveggja tengdasona Saddams Huss- ein Iraksforseta ásamt eiginkonum sínum til Jórdaníu í vikunni hefur vakið feikna athygli og umræður um hvort veldi einræð- isherrans í Bagdad sé að hrynja. Jóhanna Kristjónsdóttir veltir þessu fyrir sér FRÁ Bagdad. Morgunblaðið/JK seti sendi launmorðingjasveit til Amman til að koma tengdasonun- um tveimur fýrir kattarnef. Enn er svo sú tilgáta að íraksstjóm muni skrúfa fyrir olíu til Jórdaníu í hefndarskyni. Væri ráð að íhuga þessar tilgátur Iítillega. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Saddam Hussein hefur verið óútreiknalegri en flestir þjóðhöfðingjar í Arabaheiminum. Aðgerðir hans eru æði oft á skjön við skynsemi að ekki sé talað um vestræna rökhugsun. Það er ekki fjarri að halda að honum dytti þessar þijár hugmyndir í hug. Á hinn bóginn er Iraksher illa vopn- um búinn að liðnum fimm árum efnahagsþvingana. Styrkur hers- ins var raunar mjög ofmetinn eins og sýndi sig í Flóastríðinu. Fjöl- þjóðaherinn fór létt með að kveða hann í kútinn - ekki bara vegna þess hve sá fyrmefndi var öflugur heldur af því hve íraksher var langtum veikari en erlendar leyni- þjónustur álitu. Það þurfti í sjálfu sér ekki að koma á óvart því 8 ára stríð íraks og írans fór langt með að sjúga síðustu blóðdropana úr hernaðarveldi íraks. Því er inn- rás í Jórdaníu ólíkleg en einhveij- ir tilflutningar herliðs íraka á næstunni ekki útilokaðir. Að mínu viti er fráleitt að írak- ar loki fyrir olíuna - þótt þeir muni e.t.v. hóta því. Jórdanía er írökum lífsnauðsynleg og eina landið auk Jemen sera þeir hafa getað farið til. Sennilegra er að Saddam Huss- ein íhugi í alvöm að gera út menn til að stúta tengdasonunum. Hann þyrfti ekki einu sinni að senda þá sveit alla leið frá írak; það er opinbert leyndarmál að margir þjálfaðir írakar og hollir Saddam eru í Jórdaníu undir aðskiljanlegu yfírskini. Velji Saddam þennan kost er óvíst hvort dætmnum yrði þyrmt. Þær hafa niðurlægt föður sinn og spurningin er hvort þær yrðu öfundsverðar af sínu hlut- skipti ef þær slyppu lifandi en yrðu fluttar til íraks. Fjölskylduþátturinn hefur verið stórlega vanmetinn Þá er komið að þeim þætti sem mér finnst hafa verið vanmetinn í þessum atburðum; þ.e. fjöl- skylduþátturinn því fjölskyldu- trúnaður er aröbum mikilvægari en Vesturlandabúum. Einhverra hluta vegna hefur það ekki farið hátt að innan fjöl- skyldu Saddams hefur verið mjög alvarlegt missætti síðustu ár. Það er ekki af pólitískum toga heldur tilfinningalegum. Ergo: valdabar- áttan innan fjölskyldunnar er af- leiðing þessa tilfinningalega mis- sættis en ekki orsök. Þetta kann að hljóma fáránlega í okkar vestænu eymm sem miða allt út frá okkar forsendum. Sá atburður sem hefur haft öðrum meiri áhrif á fjölskyldu Saddams Hussein er sú ákvörðun hans fyr- ir nokkram ámm að taka sér aðra eiginkonu. Sú heitir Samira Shah- bandar. íraskir kunningjar mínir, sem þekkja vel til mála, segja að Saddam hafi láðst segja Saijdu eiginkonu sinni til fjölda ára frá giftingunni. Þegar hún frétti af málinu tók hún það nærri sér og hefur lítið sést á almannafæri síð- an. Börn þeirra tóku afstöðu með móður sinni og fannst faðirinn hafa niðurlægt hana enda er sjald- gæft í írak að menn eigi fleiri en eina eiginkonu. Sá sem verst brást við var Uday, elsti sonurinn og löngu alræmdur. Saddam virðist hafa lagt sig í framkróka við að vinna bömin á sitt band á ný. Þótt Uday væri erfiður fýrst lét hann snarlega freistast af feitum embættum og völdum sem faðirinn rétti honum upp í hendur. Völd sem voru langtum meiri en greind og at- gervi Udays gefa tilefni til. Sonur- inn Quasy afþakkaði heldur ekki að fá sinn skerf. Raghad, 28 ára kennari, og Rana, 22ja ára, tóku að sögn gleði sína þegar eigin- menn þeirra hófust í einu vetfangi til áhrifa. Af yngstu dótturinni, Hala, fer ekki sögum. Menn vita að Saddam Hussein er sjúklega tortygginn maður og það á ekki síður við gagnvart fjöl- skyldunni seinni ár. Brottvísanir ráðherra sem era skyldir honum stafa jafnhliða af því hvaða af- stöðu honum hefur þótt þeir taka í eiginkvennamálinu og verða þar með ógnun við völd hans. Frelsisunnendur eða ófyrirleitnir valdagosar Það liggur auðvitað ekki í aug- um uppi hvers vegna tengdasynir Saddams og dætur ákváðu að biðjast hælis í Jórdaníu einmitt núna. í ýmsum fréttaskeytum hef ég lesið að þeim hafi blöskrað harðstjórnin og eymdin í landinu og vilji leggja sitt af mörkum til að efnahagsþvingunum verði af- létt. Sums staðar er gefið í skyn að þeir hafi haft samband við íráska útlaga og vilji fá þá til samvinnu til að steypa Saddam Hussein af stóli. Mér þykir þetta ekki hljóma sannfærandi. Þessir menn hafa átt sinn þátt í að einangra írak og bera sína ábyrgð á hörmungum almennings. Nú láta þeir eins og þeir séu bjargvættir og frelsisunn- endur. Það er langtum trúlegra að jörðin hafi verið farin að hitna undir þeim og þeir hafi ekki unað því hversu máttugur Uday Sadd- amsson hefur orðið sí. ár bg þeir borið skarðan hlut frá boí’ði. Með flóttanum síá þeir margar flugur í einu höggi: Þeir koma aí' stað grunsemdumum að Iraksfor- seti sé veikur í séssi, þeir vita að þeir geta með þessu vænst stuðn- ings Vesturlanda og velvilja og það sem kannski er mest um vert: Þeir niðurlægja Saddarn Hussein persónulega. Kannski er það það sem Iraksforseta verður erfiðast að rísa undir. Auðvitað er erfitt að átta sig á því hvort Saddam Hussein er að missa tökin. Kannski hrökklast hann frá. Kannski gæti flótti tengdasonanna tveggja og dætr- anna leitt til þess. En það er langt frá að vera gefið mál. Og uns annað kemur í ljós hef ég ekki trú á að lýðræðisþrá Iiggi að baki því sem nú hefur gerst. Yfirmaður sænska heraflans ýtir við stj órnmálamönnum Sænsk varnarstefna stenst ekki Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKI herinn getur ekki lengur varið Svíþjóð upp á eigin spýtur og því stenst staða landsins utan hern- aðarbandalaga ekki, því hún grand- vallast á að að þeir geti varið sig. Þetta er niðurstaða Owe Wiktorin, yfirmanns sænska heraflans, í skýrslu sem hann hefur tekið saman að beiðni sænsku stjórnarinnar. Skýrslan er liður í undirbúningi þingsályktunar 1996 um varnar- mál, sem sænska þingið samþykkir á fjögurra ára fresti. Wiktorin bend- ir á að þetta sé afleiðing niðurskurð- ar til vamarmála, sem allir flokkar styðja, en í mismunandi mæli þó. Viðbrögðin við niðurstöðu Wiktor- iiis endurspegla togstreitu meðal sænskra stjómmálamanna um hvort haldi eigi til streitu að vera utan hernaðarbandalaga, eða hvort Svíar eigi að ganga í Atlantshafs- bandalagið. Skoðanakannanir sýna að kjósendur eru hikandi yfir breyt- ingum á gömlu hlutleysisstefnunni. I tíð hægri stjómar Carls Bildts var hlutleysisstaða Svía skilgreind upp á nýtt og sögð fela í sér að Svíar stæðu utan hernaðarbanda- laga. Owe Wiktorin segir það horn- stein þessarar stefnu að sænski herinn gæti tekið á móti, haldið aftur af og sigrað innrásarsveit. Með niðurskurði sé herinn kannski fær um að taka á móti innrás, en tæplega meir. Því verði að ákveða hvar sé hægt að leita liðsinnis og samhæfa stjórn sænska heraflans og samstarfsaðilans. Samstarf eða tengsl við hemað- arbandalög er viðkvæmt mál í sænskum stjórnmálum, þar sem skoðanakannanir sýna að kjósendur vildu helst halda í gamla hlutleysið. Jafnframt er það viðkvæmt mál innan Jafnaðarmannaflokksins að þrátt fyrir yfirlýst hlutleysi síðan á sjötta áratugnum höfðu leiðtogar hans í áratugi náið samband við Atlantshafsbandalagið og Banda- ríkjamenn bak við tjöldin, ef-til inn- rásar Sovétmanna kynni að köma. Gamla stefnan hættuleg Eftir þingkosningarnar fyrir tæpu ári skipaði stjórn jafnaðar- manna varnarmálanefnd með full- trúum allra flokka til að kanna leið- ir í varnarmálum. Bæði Hægri- flokkurinn og Þjóðarflokkurinn hafa dregið sig út úr nefndarstarf- inu til að mótmæla því að nefndin megi ekki kanna afleiðingar aðildar að Atlantshafsbandalaginu. Hægri- maðurinn Henrik Landerholm, sem sat í nefndinni, segir að gamla stefnan, sem aldrei hafi verið skýrð út fyrir almenningi, sé hættuleg, því enginn viti í raun hvaða hemað- araðstoð Svíar eigi kost á, en hins vegar sé óviðunandi að sparnaðar- ráðstafanir þvingi Svía til að leita á náðir hemaðarbandalaga. Thage G. Peterson, varnarmála- ráðherra Svía, heldur hins vegar fast við stöðu Svía utan hemaðar- bandalaga, sem feli í sér að þeir trúi á mátt sinn og megin í varnar- málum. Engin ógn steðji hins vegar að Svíum nú. Hann vitnar í jafnað- armanninn Tage Erlander fyrrum forsætisráðherra um að í stríði yrðu Svíar á bandi þess, sem ráðist yrði á, en ræðir ógjaman baktjalda- makkið fyrrum við Atlantshafs- bandalagið og Bandaríkin um hern- aðarsamvinnu. Auk aðildar að Atlantshafs- bandalaginu er aðild að Vestur-Evr- ópusambandinu til umræðu, en Svíar eru áheyrnaraðilar að sam- bandinu, eins og Danir, Finnar, írar og Austurríkismenn. í sænskum fjölmiðlum hefur verið bent á að stjómin sé klofin í afstöðunni til sambandsins, þar sem Thage G. Peterson fylgi gömlu línunni og sé á móti, en hins vegar þykja um- mæli Lenu Hjelm-Walléns utan- ríksiráðherra um, að Svíar ættu að vera virkir áheyrnaraðilar, benda til áhuga á aðild. Svíar verða á næstunni að gera upp hug sinn í vamarmálum, þar sem þingsályktunin um varnarmál kemur upp á þinginu í haust, auk þess sem þeir verða að koma sér niður á varnar- og öryggisstefnu í tæka tíð fyrir ríkjaráðstefnu Evr- ópusambandsins á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.