Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR RAGNAR SNJÓLFSSON ÞÓRUNN KRIST- JANA HAFSTEIN + Ragnar Snjólfsson var fæddur hinn 11. febrúar 1903. Hann lézt á Skjólgarði, heimili aldraðra á Höfn, 6. ág- úst 1995. Foreldrar hans voru Snjólfur „yngri“ Ketilsson, f. 17. apríl 1849, og kona hans Steinlaug Ólafsdóttir, f. 10. september 1860. Eiginkona Ragnars var Margrét Stefanía Guðrún Davíðsdóttir, f. 20. ág- úst 1899, d. 21. marz 1986. Syn- ir þeirra eru: 1) Einar Baldvin, f. 1930, giftur Svövu Guðrúnu Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur börn, 2) Aðalsteinn, f. 1933, d. 1952. 3) Davið, f. 1935, ókvæntur, 4) Orn Hilmar, gift- ur Viviann Mary Gjöveraa, hún á tvo syni. Fyrri kona Arnar var Hulda Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur. Útför Ragnars var gerð frá Hafnarkirkju 14. ágúst. NÚ ER hann fallinn frá, hann afi „Snjólfsson", en þannig var hann alltaf nefndur hér af dætrunum í + Arni Vigfússon fæddist á Þorvaldsstöðum, Húsavík, 3. desember 1921. Hann lést í sjúkrahúsinu í Keflavík 23. júlí síðastliðinn og fór útförin fram 4fc» frá Innri-Njarðvíkurkirkju 31. júlí. INDRIÐI Árni, eða Addi, eins og við systkinin kölluðum frænda okkar ætíð, hverfur seint úr minni. Fyrstu fundir okkar við þennan góða dreng voru norður á Siglufirði, þar sem Addi bjó þá með fjölskyldu sinni. Þá var' Siglufjörður uppgripastaður og þar fjörlegt og jafnframt fjölþjóð- legt mannlíf, enda sfld um allan sjó og nóga vinnu að fá. Heimsóknin var okkur ævintýri. Addi ók með okkur og foreldra okkar hinn hrika- lega veg upp í Siglufjarðarskarð, svo að við mættum njóta náttúrufegurð- jafnt Skagafjarðar sem Siglu- fjarðar. Þessi ferð er okkur enn hug- stæð og ekki síður minningin um Adda frænda, sem okkur þótti þá þegar sem æ síðan skemmtilegur maður, fullur lífsgleði og starfslöng- unar. Síldin hvarf frá Siglufirði, vinnan varð stopulli og aðstæður manna versnuðu. Addi varð líka að fara. Hann gat ekki framfleytt sem hann vildi vaxandi fjölskyldu sinni fyrir norðan, svo að hann neyddist til þess að flytja burtu, eins og margir aðrir, og valdi það að setjast að í , Njarðvíkum. Þá var vinnu að fá á vellinum og víðar og mikið um að vera á Suðurnesjum. í Njarðvíkum byggði Addi sér hús nógu stórt til þess að hýsa böm sín öll. Það byggði hann að mestu sjálfur og gerði vel enda vanur margskonar verkum og hagur á flest þau verk, sem að hönd- um komu, auk þess sem hann var mikill þrekmaður til vinnu. Húsbyggingin var mikið átak manm, sern hafði rifið sig upp frá öllu sínu og flutt landshorna á milli. Hjá honum og fjölskyldu hans var því um tíma nokkuð þröngt í búi og mikil þörf á því að nýta vel. I þessu stríði, sem allar aðrar stundir, naut hann Ástu, konu sinnar. 1 félagi «^kópu þau sér nýtt og hlýlegt heim- ili í Njarðvíkum og af ástúð komu þau upp barnahóp sínum þannig, að þeim er mikill sómi af. Smám saman rættist úr efnum fjölskyldunnar og hagur hennar varð góður. í því sá Addi og fjölskylda hans árangur erfíðis síns og þess hafði hann notið að verðugu í mörg —Jiin síðari ár, þegar hann skyndilega varð fyrir miklu áfalli, sem því mið- Hlíðartúni 27, þótt raunverulegur afi þeirra væri hann ekki, það seg- ir sína sögu. Tveir voru þeir bræður fæddir um 1850, í Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu, Ketilssynir, Snjólfur og Halldór. Snjólfur átti þrettán böm og Halldór ellefu. Frá þeim er kom- inn mikill ættbogi hér um slóðir og víðar. Ragnar var næstyngstur af þrettán börnum Snjólfs og Stein- laugar, sem nú eru öll látin. Hann ólst upp í Lóni, stundaði öll almenn sveitastörf í æsku, síðan nám við Alþýðuskólann á Eiðum, en þar kynntist hann lífsföranaut sínum, Margréti Davíðsdóttur, ættaðri úr Eyjafirði, mikilli mannkostakonu. Margrét lézt 21. marz 1986. Þau eignuðust fjóra syni, og era þrír þeirra á lífi eins og áður segir. Ragnar stundaði margvísleg störf á sinni löngu ævi, var bóndi, verkamaður, vann við fiskverkun, slátran, kjötmat, svo eitthvað sé nefnt. Sá er þessar línur ritar, varð þeirrar gæfu njótandi að kynnast ur gerði starfsgetu hans að engu. Líkaminn hélt reyndar sínu og hug- urinn var ætíð við verk, þó ekki væri það endilega þau, sem unnin yrðu í samtímanum, heldur þau, sem hann áður hafði haft með höndum, og þá ekki síst róðra á trillu sinni, en þá stundaði hann af atorku hin síðari ár. Honum voru, eins og mörgum ættmennum hans, sjórinn og veiði- skapur kær, og naut þess að láta bárana vagga sér úti fyrir ströndum Faxaflóans. í sjósókninni fann hann frelsi sjálfaflamannsins; fann sig standa fyrir sínu og vera öðrum óháður. Þetta voru ráðandi og ein- kennandi þættir í fari Adda. Þeir gáfu honum reisn, sem einkenndi hann á hverju sem gekk alla þá tíð, sem hann gekk heill til skógar. Eftir að Addi flutti suður frá Siglufirði, var hann tíður gestur á heimili foreldra okkar systkinanna í Reykjavík, enda móðir okkar, Guð- björg Helga og hann, alsystkini. Með þeim var afar kært. Ekki síður þótti okkur systkinum vænt um þennan frænda okkar. Hann var ætíð + Ásgeir Samúelsson fæddist á Akureyri 29. ágúst 1926. Hann lést á heimili sínu 1. ág- úst síðastliðinn og fór útförin fram 10. ágúst. HVERFUM til Fáskrúðsfjarðar eitt fallegt sumar á fimmta áratugnum. Lítil stelpa hoppar óþolinmóð við hlið ömmu og afa úti á bryggju. Allir bíða í ofvæni eftir gestinum, sem er að tengjast fjölskyldunni. Nú er ekki horft út á fjörð eftir strandferðaskipi, en skimað upp í himingeiminn. Skyndilega tekur undir í fjöilun- um, Katalínuflugbátur kemur í Ijós, svífur meðfram íjallahringnum, rennir sér síðan mjúklega niður á hafflötinn. Flugsamgöngur eru ný- lega hafnar við Austfirði. Stelpunni finnst alltaf jafnmikið ævintýri að sjá þessa stóru fugla koma svífandi niður úr loftinu og lenda á sjónum. Stundin er enn ævintýralegri, þar sem unnusti yngstu móðursystur hennar er væntanlegur, og starfar við þetta undursamlega farartæki. allnáið þessum fjölskyldum, þeirra Snjólfs og Halldórs, og þá ekki sízt Ragnari, þar sem ég og fjölskylda mín vorum nánast heimagangar á heimili þeirra Margrétar og sam- gangur mikill þar á milli. Allra þeirra samskipta er hér með minnst með virðingu og þökk. Ragnar var mikill félagshyggju- maður, hann var samvinnumaður af hugsjón, einn af stofnendum Kaupfélags A-Skaftfellinga og dyggur félagsmaður þess til síðasta dags og hafði áhyggjur af stöðu samvinnuhreyfingarinnar eins og hún er nú, hann var sannur fram- sóknarmaður og tíður gestur á kosningaskrifstofu þar, þegar kosn- ingar nálguðust, fylgdist með lands- málum af miklum áhuga meðan heilsa entist, en fyrst og fremst var hann félagsvera, sem hafði gaman af að blanda geði við náungann og var um áratugaskeið einn af slyng- ustu bridsspiluram héraðsins og hafði af þeirri iðju ómælda ánægju. Nú að leiðarlokum viljum við fjöl- skyldumar hér á Höfn, og eins fjöl- skyldurnar í Stykkishólmi, þakka allan þann hlýhug, sem hann sýndi okkur í gegnum árin, um leið og við biðjum sonum hans, fjölskyldum þeirra og öðrum vandamönnum Guðs blessunar. aufúsugestur í okkar augum og ekki síður gaman að sækja hann heim, enda var hann jafnan léttur í lund og kíminn, þó á móti blési á stundum í lífsins basli. Honum fylgdi ferskur blær - á stundum blandaður eim af vélum eða sjó - þar sem hann sat í eldhúskróknum og saup af kaffi- bolla. Frásagnargáfa var honum gefín í ríkum mæli og það var skemmtilegt og hressandi og ekki síður fróðlegt að heyra hann segja frá sér og sínum, mönnum og mál- efnum, liðnum atburðum og samtím- anum og taka þátt í hressilegum hlátri hans og hrífast af orðum hans. Þannig minnumst við hans; glaðs og skemmtins. Sú minning er okkur kær og hverfur ekki. Það er eftirsjá að Adda, en enginn getur vænst þess, að eiga samferðamenn sína sér við hlið alla ævina. Góðar og hlýjar minningar eru hins vegar veganesti þeim, sem enn bíða sömu ferðar og Addi hefur lagt í. Hann er því í raun ekki horfinn, heldur lifir með þeim, sem áttu spor með honum á lifsins leið. Við systkinin fögnum því, að hafa átt þess að kost að þekkja hann og vottum Ástu, konu hans, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Haukur Ágústsson, Katrín Helga Ágústsdóttir. Hann er flugvélstjóri og sér um að allt sé í lagi með vélina. Ef eitthvað bilar, þá getur hann lagað það. Þama sá ég Ásgeir Samúelsson í fyrsta sinn, þegar hann steig upp á bryggjuna á Fáskrúðsfirði til að heilsa tilvonandi tengdafjölskyldu. Og hann tók sig sannarlega vel út í bláum einkennisbúningi Flugfélags íslands. Maðurinn var glæsilegur á velli og ákveðin festa í allri fram- komu. Traust og öryggi einkenndu Ásgeir alla tíð. Ásgeir eða Addi kom frá Akur- eyri, fallega staðnum á Norðurlandi, sem litla stelpan í Austfjarðaheimin- um hafði heyrt talað mikið um. Með komu Adda inn í fjölskylduna, tengd- ust þeir saman þessir fallegu firðir, Fáskrúðsfjörður og Eyjafjörður. Flugið átti allan starfshug Adda. Allt líf sitt helgaði hann íslenskum flugmálum. Hann var einn af fram- kvöðlum þeirra manna, sem standa á bak við öryggi íslenska flugflotans - einn hinna hljóðu manna, sem era ekki í sviðsljósinu. Þar stóð hann í fararbroddi, traustur og öruggur. + Þórunn Kristjana Hafstein fæddist á Húsavík 20. mars 1922. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 19. júlí síðastlið- inn og fór útförin fram 26. júlí. ÉG VAR ekki hár í loftinu þegar ég kynntist Þóranni K. Hafstein, sem ætíð var kölluð Dórí af vinum og vandamönnum. Hún giftist föð- urbróður mínum, Steinarri Krist- jánssyni Ásgeirssonar, faktors á Flateyri, árið 1945. Hann var í uppáhaldi hjá mér sem góður frændi og föðurbróðir og tók ég því Dórí strax vel, þótt ég óttaðist samkeppnina um Steinarr. Skömmu eftir að fjölskylda mín flutti í Hlíðarnar þá eignuðust Dórí og Steinarr sína fyrstu íbúð í nýju fjölbýlishúsi við Lönguhlíð. Eftir það varð Dórí tíður gestur í Drápuhlíðinni hjá móður minni og þar með var lagður grannur að ótrúlega nánum vinskap milli þeirra tveggja sem endist þeim ævina á enda. Dórí þótti gott að koma í mola- sopa til mömmu þegar Steinarr silgdi um heimsins höf á knörrum íslenska kaupskipaflotans, lengst af sem skipstjóri, enda fór það honum ætíð vel að standa í stafni og leiða sína menn. Fljótlega fædd- ist einkadóttirin, Þórunn Júlía, og urðum við strax miklir mátar, enda átti ég enga litla systur, svo að hún fyllti vel í það skarð. Þeir vora ekki margir dagarnir sem Dórí og móðir mín töluðu ekki a.m.k. sam- an í síma. Trúnaður, vinskapur og hlýja einkenndi samskipti þeirra og tóku þær virkan þátt í gleði og sorgum hvorrar annarrar þar til jarðneskt samband rofnaði. Dórí fæddist á Húsavík 1922 og var dóttir Þórannar og Júlíusar Havsteen, sýslumanns og var næst yngst átta systkina, en yngstur er Hannes Hafstein fýrrum skipstjóri og einn forystumanna í slysavam- armálum sjómanna. Kunnastur systkinanna var Jóhann heitin Hafstein, fyrrum formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra, einstakur sómamaður sem gleymist engum sem honum kynnt- ist. Mér era þær stundir enn ljóslif- andi þegar fundum Kristjáns afa míns og Júlíusar Havsteen bar saman. Báðir sterkir persónuleik- ar. Báðir miklir sjálfstæðismenn. Báðir rökfastir og fylgnir sér í Yfirflugvirki í 19 ár. Fyrst hjá Flug- félagi Islands. Síðan hjá Flugleiðum fram til ársins 1986. Lífsstarfið spannaði yfirumsjón flugvirkjans allt frá tæknibúnaði Katalínu-flugbát- anna til fullkomnustu tegunda af farþegaþotum. Addi þurfti að ferðast mikið vegna starfs síns, og helst vildi hann taka frænku mína með sér í allar ferðir. Á síðari árum var golfið sameigin- legt áhugamál. Ánægjulegt var að sjá þau hjónin, sportklædd, stefna saman á golfvellina hér heima eða erlendis, snúa síðan heim aftur, sól- brún og sælleg. Addi var líka dagleg- ur sundlaugargestur um áratuga- skeið, ekki fyrr kominn heim úr vinn- unni en náð var í sundfötin. Á heimilinu lá flugið alltaf í loft- inu í orðsins fyllstu merkingu. Fyrr á áram var ósjaldan hringt til hús- bóndans eftir vinnutíma. Ætíð var Addi tilbúinn að leysa vandann með sinni rólegu yfirvegun og öryggi. Hlý gestrisni og rósemd ríkti ætíð á heimili Adda og Ásu. Gisting var ætíð til reiðu fyrir fjölskylduna, hvaðan sem komið var. Þar var fyrsta heimili mitt í Reykjavík á menntaskólaáranum; annað heimili stelpnanna minna, þegar þær voru litlar; fastur samkomustaður frænkuhópsins, hvort sem móðir mín var í heimsókn frá Englandi eða móðursystir frá Fáskrúðsfirði. skoðunum. Þótt þeir væru miklir vinir og oftast sammála, þá vora umræður þeirra litríkar og hávær- ar. Þótti mér ungum sveininum gaman að leggja við eyran, þótt ég skildi oftast minnst af þjóðmála- umræðunni á þeim tíma. Þeir voru alla tíð hæst ánægðir með að það að börnin þeirra tvö skildu eigast. Dórí var um margt sérstök kona. Hún var mjög glæsileg, en fíngerð- ur og ljúfur persónuleiki. Hún var mikið fyrir heimili sitt og fyölskyldu og naut þess að vera innan um ættingja og tengdafólk. Það fór aldrei mikið fyrir henni, en þegar hún sagði eitthvað þá hlustaði maður grant á það sem hún hafði fram að færa. Því miður hrjáði heilsuleysi og hjartakvilli hana lengst af. Ekki var Dórí að flagga erfíðleikum sínum, nema því aðeins að maður spyrði hana um heilsu- farið. Hún kaus að bera erfiðleik- ana með æðruleysi. Trúuð var Dórí alla tíð og þótti gott að sækja guðsþjónustur reglulega. Dórí var vinur vina sinna og vildi fylgjast grant með velferð hvers og eins. Hún skipti sér lítið af pólitík, en tryggur sjálfstæðismaður var hún í anda Hafsteinsættarinnar og lék aldrei neinn vafi í hennar huga í þeim efnum. Síðustu árin heijaði heilsuleysið á hana með sífellt meiri þunga. Steinarr frændi stóð fast við hlið hennar allan tímann allt fram á lokastundina. Dóttir þeirra og syn- ir hennar tveir, Steinarr og Jónas, létu sig heldur ekki vanta. Strák- amir tveir voru augasteinar ömmu sinnar og áttu hug hennar og hjarta. Þeirra velferð var hennar velferð. Ég er viss um að nú þegar jarð- neskri tilvist er lokið, þá er hún kominn á þann stað, sem hún sagði að biði sín og þar hefur hún á ný fundið vinkonu sína og svilkonu, Svövu Sveinsdóttur. Mér þótti vænt um að hafa átt samleið með Dórí í hálfa öld og náð að kynnast fjölskyldu hennar, eins vel og raun ber vitni, en í þeim hópi er mikið úrvalsfólk. Vinskapur hennar og móður minnar er mér líka kær. Ég og fjölskyldan mín kveðjum Dórí með virðingu og söknuði um leið og við sendum Steinarri, Þór- unni Júlíu og strákunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Nú er skarð fyrir skildi hjá frænku minni eftir 46 ára hjónaband. Góður drengur fallinn í valinn fyrir aldur fram. Addi varð aldrei gamall. Þeim mun átakanlegra var að sjá sterk- byggðan líkamann gefa sig, sjáan- lega aðeins á þriggja mánaða tíma- bili. Sjúkrahúsdvölin var ekki löng. Þegar læknavísindin stóðu ráðþrota, var hinn sjúki maður sendur heim. Mæðgurnar tóku við hjúkrun eigin- manns og föður. Hún er falleg myndin af síðustu dögum Adda. Svo mjög var hann umvafmn ást og heimilislegri hlýju. „Góða ferð,“ voru síðustu orð Adda til mín. Fjórum dögum síðar lagði hann upp í sína síðustu og lengstu ferð. Flugið styttir fjarlægðir, gerir þær jafnvel að engu. En tíminn hleypur frá okkur. Stutt sýnist síðan flugbát- urinn lenti á Fáskrúðsfirði. Flugvirk- inn ungi frá Akureyri helgaði líf sitt öryggi í flugi á því tímaskeiði sem þróun í flugi var hvað örust. Hann sem var ungur og hraustur í gær, er hrifinn á brott í dag. Alltaf er jafnstutt á milli jarðlífs og hins há- leita sviðs. Nú hefur Ásgeir hafið annað og háleitara flug. Megi sál hans fljúga frjáls handan við mörk tíma og rúms jarðneskrar veru. Oddný Sv. Björgvins. Sigþór Guðmundsson. INDRIÐIARNI VIGFÚSSON Jón Hákon Magnússon. ÁSGEIR SAMÚELSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.