Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ _| m ; Endurskoðunarstofa mín er fluttfrá Háaleitisbraut 58-60 | að Lágmúla 5> 3.hœð. St'mi 568 3820 Fax 568 3825 Endurskoðun□ rstofo Sigurðar Guðmundssonar Gæða húsgögn á góðu yerði Stórglæsilegir hornsófar 2ja+horn+3ja sæta með leðri á slitfleti Litir: Svart - brúnt - grænt - rautt - vínrautt. Yerð aðeins kr. 123.900 stgr. Líttu á verðið! (JD VISA Euro raðgr. til allt að 36 mánaða. Visa raðgr. til allt að 18 mánaða. Yalhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375. IVIirt61í*íl ú (lyiil '), fli&Ó ciilti nlctytji t»y iitltim sitrlilliiiti .'tl íwitíauksbi htíði ki 990, itor fjizza (lyiii J 4). niöö öítiu .-ilcyyi oy stúrum kaiuiriti af iivitlhukábiauði kr i 350, l julskyldu|>í-'‘2tn iiicú okaypis qosí oy birtuostoíiyum lilburtírt yiltiií tií 31 áíjiiat Iti! ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi tU föstudags SKAK Umsjön Margeir Pétursson ur STAÐAN kom upp á opnu móti í Ceske Budejovice í Tékklandi í sumar. Úkra- ínski stórmeistarinn Genn- andi Kuzmin (2.525) hafði hvítt og átti leik gegn heimamanninum Joszef Pribyl (2.405). Svartur lék síðast 30. - Be7-d8? 31. Hxd8+! - Dxd8 32. Dc6 Nú tapar svartur manni, því hann getur ekki bæði haldið valdi á b7 peð- inu og riddaranum á f6) 32. - He7 33. Dxf6 - e3 34. fxe3 og svartur gafst upp. Alþjóðameistarinn Peter Haba sigraði nokkuð óvænt á undan gestunum. Hann hlaut 7‘/2 v. af 9 mögulegum. Næstir komu Rússamir Potapov, Feigin og Meister með 7 v. Óánægður með þjónustu BRYNJÓLFUR Sævar Kragh í Reykjavík hringdi og kvað farir sínar ekki sléttar í samskiptum sín- um við Stöð 2. Þannig var að sjónvarpstæki hans bil- aði og fór í viðgerð 10. júlí og var þar til 28. júlí. Þar sem Brynjólfur vissi ekki hvað að tækinu var vissi hann ekki hve lengi það yrði í viðgerðinni og hafði þ.a.l. ekki samband við Stöð 2. Þegar sjón- varpstækið kom úr við- gerð, fór hann upp á Stöð 2 með staðfestingu frá Radíóbæ hf. um tiltekna viðgerð og fékk þá þau svör að þessi staðfesting gilti ekki þar sem að hugs- anlega hefði verið hægt að nota önnur sjónvarps- tæki við afruglarann. Þar sem engin önnur sjón- varpstæki era á heimiii Brynjólfs fannst honum æði hart að ekki skyldi vera hægt að kanna það af hálfu Stöðvar 2. Þjón- ustufulltrúi fyrirtækisins tók alveg fyrir það að kanna málið, en vildi þó ekki gefa skriflega neitun þegar fram á það var far- ið. Þar sem Brynjólfur lenti í slysi 1973 og hefur verið meira en 75% öryrki frá þeim tíma, þá liggur nokkuð ljóst fyrir að hann telur sig ekki hafa efni á að eiga og nota fleiri en eitt sjónvarpstæki. Askorun ÉG SKORA á borgaryfir- völd að kynna sér vinnutil- högun og fólksfjölda innan Félagsmálastofnunar áður en farið er að taka lán til að fjármagna fyrirbærið. Þessar svokölluðu þjón- ustumiðstöðvar era svo sannarlega ekki til að gleðjast yfir. Ekki væri vanþörf á að taka til þar. Mér líst ekki á að núver- andi borgarstjómendur ætli að vinna að heill kjós- enda sinna með þessum hætti, en þeir hljóta að uppskera eins og þeir sá í næstu kosningum. Óánægður kjósandi. Leitað að systrum VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Ég hef verið beðin um að hafa upp á systram, sem dvöldu í Kalifomíu ca. frá 1970-1980 og bjuggu hjá Ellen Nelson, - Jó- hönnu og Þóru Magnús- dóttur.“ Ef einhver veit um systumar Jóhönnu og Þóra vinsamlegast skrifið til: Jóhönnu Magnúsdóttur, Marargrund 2,210 Garðabæ. Sími 565 6384, vs. 565 2200. Pennavinir KONA frá Litháen vill fræðast um ísland. Henni finnst mikið til íslendinga koma vegna stuðnings þeirra við sjálfstæðisbar- áttu Litháa. Adolfina Blauzdz- iunicné, R. Jukneviciaus 19-62, 4520 Marijampolé, Lithuanía. SPÆNSKUR frímerkja- safnari vill skiptast á merkjum: Blanca Ibanez, P.O. Box 328, E-20080 San Sebastian, Spain. FIMMTÁN ára Ghanapiltur með áhuga á íþróttum, bókalestri og tónlist: Kassim Salisu, P.O. Box 6, Boadua, Eastern Region, Ghana. TVÍTUGUR sænskur piltur með margvísleg áhugamál. Vill skrifast á við 18-22 ára stúlku: Dennis Áhning, Box 15129, S 75015 Uppsala, Sverige. LEIÐRÉTT Myndir víxluðust Á blaðsíðu 2C í blaðinu „Menning listir" í Morg- unblaðinu í gær víxluðust myndir af flytjendum tón- listar á tónleikum í Grindavíkurkirkju klukk- an 18 í dag, sunnudag. Myndin, sem sögð er af Hrafnhildi Guðmunds- dóttur er af Guðríði St. Sigurðardóttur og öfugt. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. „Suo f>ú ert að seýja., að f>ú h&fir heftdi heac/i/ua á. þeri/iðarygpisikýtítuiia-." Farsi Víkveiji skrifar... FRAMKVÆMD ríkisstjórnarinn- ar á GATT-samningnum virð- ist hafa leitt til þess, þvert ofan í loforð ráðherra hennar, að sumar tegundir innflutts grænmetis hafa stórhækkað í verði. Þannig var frá því greint í Morgunblaðinu í sein- ustu viku að heildsöluverð eins kílós af innfluttum blaðlauk væri komið upp í 500 krónur. Víkveiji frétti af eiganda austur- lenzks veitingastaðar, sem sérhæfir sig í grænmetisréttum og notar meðal annars í þá mikinn blaðlauk. Hann kvað hafa fórnað höndum er hann sá hvað blaðlaukurinn hafði hækkað mikið með nýju GATT-toll- unum (svo öfugsnúið sem það hug- tak hljómar) og sagt: „Ég verð að fara að drýgja réttina með kjöti — það er ódýrara!" xxx NÚ FER fram mikil leit að íslend- ingi, sem tekið geti sæti i hin- um nýja hafréttardómstóli. Þótt svo færi að íslenzkur maður settist í dómstólinn, gætu íslendingar að sjálfsögðu ekki búizt við að það yrði hagsmunum þeirra i einstökum al- þjóðlegum deilumálum til framdrátt- ar — dómarinn yrði aðeins einn af yfir tuttugu og honum bæri að sjálf- sögðu að meta hvert mál hlutlægt. Hins vegar gæti maður, sem hefði innsýn í málefni strandríkis, sem háð er fiskveiðum, eflaust lagt sitt af mörkum til túlkunar á hafréttarregl- um, sem væri strandríkjum almennt hagstæð. XXX AFTUR á móti er Víkveiji ekki viss um að leitin að íslenzkum hafréttardómara muni ganga vel. Það er satt að segja furðulegt, hversu fáir íslendingar hafa sérhæft sig í hafrétti sem slíkum og lokið doktors- prófi í greininni. Fáir íslenzkir fræði- menn, sem nú eru starfandi, stand- ast þannig samjöfnuð við Hans G. Andersen, sem var áreiðanlega einn færasti hafréttarfræðingur heims, enda naut hann mikillar virðingar og var ómetanlegur málsvari íslands í hafréttarmálum. Skortur á lang- menntuðum hafréttarfræðingum vekur upp spumingar um stefnumót- un stjórnvalda að þessu leyti. í mörg- um ríkjum þætti það hið eðlilegasta mál, að t.d. ráðuneyti sjávarútvegs- og utanríkismála byðust til að styrkja efnilega námsmenn til framhalds- náms í hafrétti, gegn því að njóta starfskrafta þeirra um eitthvert skeið. Víkveija skilst að fátt ungt fólk sé nú við framhaldsnám í haf- rétti eða þjóðarétti yfirleitt, og er það áhyggjuefni fyrir ríki, sem aug- ljóslega á mikið undir því að eiga færa og vel menntaða hafréttarfræð- inga. VÍKVERJA finnst hafa gætt ein- hvers konar Þórðargleði á ís- landi og víðar á Vesturlöndum vegna ófara fólks af serbneskum uppruna í Krajínuhéraði, sem króatíska stjórnin hefur nú náð á sitt vald að nýju. Víkveiji hefur jafnvel heyrt á fólki að nú séu Serbarnir loksins að fá á snúðinn eftir að hafa hagað sér eins og villimenn um árabil. Stað- reyndin er auðvitað sú að 200.000 flóttamenn frá Krajínu eru bara manneskjur eins og við öll, og fæstir þeirra hafa nokkuð til saka unnið. Samkvæmt alþjóðlegum reglum um stríð standa óbreyttir borgarar utan þess og njóta friðhelgi. í þjóðemis- stríði eins og geisar nú á Balkan- skaga snýst málið hins vegar ekki um það hvort fólk er í einkennisbún- ingi eða ekki, eða hvað það hefur gert — heldur hvert það er. Fólk er drepið eða hrakið á flótta vegna blóðsins, sem rennur í æðum þess. Það þarf að draga fyrir alþjóðlega dómstóla þá herforingja og stjóm- málamenn, sem bera ábyrgð á glæpaverkunum og hafa kynt undir þjóðernishatrinu í fyrrum Júgóslavíu. En vonandi fellur enginn í þá gryfju að tala um saklaust fólk í sömu andrá og þessa stríðsglæpamenn, vegna þess að það sé „Serbar“, „Króatar", „Múslimar" eða eitthvað annað. Þótt glæpaverkin séu unnin í nafni þjóð- emishyggju, hefur stærstur hluti þjóðanna ekkert með þau að gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.