Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995' 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞRÓUN FJÖLMIÐLA- FYRIRTÆKJA AUNDANFÖRNUM árum hef- ur þróunin á sviði fjölmiðlun- ar verið mjög ör erlendis. í kjölfar hennar hafa orðið miklar svipting- ar á vettvangi þeirra fyrirtækja, sem starfa að fjölmiðlun. Samein- ing fyrirtækja hefur orðið æ al- gengari jafnframt því, sem hvert fjölmiðlafyrirtækið á fætur öðru hefur lagt áherzlu á aukna fjöl- breytni. Útgáfufyrirtæki dagblaða hafa keypt útvarps- og sjónvarps- stöðvar. Ljósvakafyrirtækin hafa keypt dagblöð. í seinni tíð hafá fyrirtæki í skemmti- og afþreying- ariðnaði lagt áherzlu á að tengjast fjölmiðlafyrirtækjum til þess að hafa aðgang að dreifingarkerfi fyrir framleiðslu sína. Nýjasta dæmið um þetta eru kaup Walt Disney-fyrirtækisins í Bandaríkj- unum á sjónvarpsfyrirtækinu ABC/Capital Cities. Þá hefur vaknað áhugi á tengingu fyrir- tækja á sviði síma- og fjarskipta- tækni og íjölmiðlarisanna. Nýlegt dæmi um það eru eignatengsl á milli News Corporation, sem er fyrirtæki áhrifamesta fjölmiðla- kóngs heimsins, Ruperts Murdochs, og bandaríska síma- og fjarskiptafyrirtækisins MCI. Jafnhliða þessari þróun hafa farið fram margvíslegar umræður um þjóðfélagsleg áhrif tengsla á milli blaðafyrirtækja ó'g sjónvarps- stöðva svo og um eignaraðild út- lendinga að fjölmiðlafyrirtækjum. Þegar Rupert Murdoch eignaðist sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum varð hann að selja tvö dagblöð, sem hann átti þá í Chicago og Boston. Jafnframt varð hann að gerast bandarískur ríkisborgari. í nánast öllum Evrópulöndum eru margar og flóknar reglur um gagnkvæm eignatengsl á milli blaðafyrirtækja og sjónvarps- stöðva. í Bretlandi hafa staðið yfir miklar umræður um þessi mál og nú liggja fyrir tillögur um, að dag- blöð megi kaupa sjónvarpsstöðvar, ef þau ráði ekki yfir meira en 20% af upplagi dagblaða þar í landi. Fyrir nokkrum dögum birtist leiðari í bandaríska stórblaðinu The Washington Post, þar sem þeirri spurningu var varpað fram, hvort almannahagsmunum væri stefnt í hættu með sameiningu fjölmiðlafyrirtækja. Blaðið nefnir tvær mælistikur í því sambandi. í fyrsta lagi hvort samkeppni minnki og aðgangur að fréttum, afþreyingu og auglýsingum þreng- ist. í öðru lagi hvort slík sameining hefti umræður og ein stjórnmála- skoðun móti og marki þær upplýs- ingar, sem fjölmiðlafyrirtæki sendi frá sér. Washington Post kemst að þeirri niðurstöðu, að enn sem komið er sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessu vegna þess, að tæknin opni nýja möguleika á íjölmiðlun hraðar en svo, að við- skiptajöfrarnir geti náð tökum á þeim. Hins vegar hljóti menn að fylgjast áfram með þessari þróun með almannahagsmuni í huga. Annað bandarískt stórblað, The New York Times, birti af sama tilefni grein eftir mann að nafni Bill Kovach, sem er forstöðumaður Nieman-stofnunarinnar við Har- vard-háskóla en hún er ein þekkt- asta rannsóknar- og kennslustofn- un á sviði fjölmiðlunar í Bandaríkj- unum. í grein þessari vekur höf- undur athygli á þeirri hættu, að yfirgnæfandi áhrif skemmtiiðnað- arins eða harðra viðskiptasjónar- miða dragi úr raunverulegri upp- lýsingamiðlun og bendir á erfiða stöðu fréttastofu ABC gagnvart afþreyingariðnaðinum í hinum nýja fjölmiðlarisa Walt Disney. Slík þróun hefur orðið á undan- förnum árum hjá annarri banda- rískri sjónvarpsstöð, CBS, þar sem hörð viðskiptasjónarmið hafa leitt til þess að fjármagn til fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar hefur verið skorið niður og fréttaflutningur hennar ekki nema svipur hjá sjón miðað við það, sem áður var. Kovach bendir í þessu sambandi á, að þegar fréttamaður ABC gerði tilraun til að spyrja æðstu for- svarsmenn hinnar nýju Di- sney/ABC samsteypu um áhrif sameiningarinnar á fréttastarf- semi sjónvarpsstöðvarinnar • var hann einfaldlega spurður, hvort hann væri ekki stoltur af því að vera meðlimur „Disney-ú'ölskyld- unnar“! Én jafnframt vekur höfundur athygli á því, að eigendur dagblaða á borð við New York Times, Wash- ington Post og Boston Globe hafi verið tilbúnir til að horfast í augu við opinbera rannsókn og máls- höfðun til þess að koma upplýsing- um á framfæri við almenning svo sem með birtingu Pentagon-skjal- anna svonefndu, sem kallaði yfir blöðin rannsókn saksóknara og lögreglu í Bandaríkjunum. Þau standa jafnrétt eftir én hið sama verður ekki sagt um þá, sem að atlögunni stóðu. Þeirrar þróunar, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni í öðrum löndum og þá fyrst og fremst Bandaríkjunum, er byrjað að gæta hér á landi. Snemma á þessu ári keypti íslenzka útvarpsfélagið hf. ^,35% hlut í Fijálsri fjölmiðlun hf., útgáfufyrirtæki DV. Það var í fyrsta sinn, sem slík tengsl sköp- uðust á milli blaðaútgáfufyrirtæk- is og sjónvarpsstöðvar hér. Nú fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt, að bandarískur banki, Chase Manhattan banki, mundi eignast 20% hlut í íslenzka útvarpsfélag- inu hf. og er það í fyrsta sinn, sem erlent fyrirtæki eignast hlut í ís- lenzku fjölmiðlafyrirtæki. Hér er því annars vegar komin til sögunn- ar tenging á milli blaðaútgáfu og sjónvarps- og útvarpsfyrirtækis og hins vegar bein erlend eignaraðild að sjónvarpsfyrirtæki og þar með óbein erlend eignaraðild að blað- aútgáfu. Við þessu er ekkert að segja svo lengi sem þessi þróun gengur ekki gegn fyrrnefndum mælikvörðum Washington Post, sem geta ekkert síður átt við hér en þar. En jafn- framt hljótum við einnig að gera ákveðna kröfu til þess, að íslenzk fjölmiðlafyrirtæki standi vörð um íslenzka tungu og menningu, þótt erlendir meðeigendur eigi hlut að máli. Ekki er ólíklegt að þessi þróun á íslenzkum fjölmiðlamarkaði vekji upp spurningar um hvert stefni. ÉG HEF ÁÐ- • ur minnt á virðingu W.H. Aud- ens fyrir íslenzkri arf- leifð og við vitum hvem hug William Morris bar til fom- bókmennta okkar sem hann þýddi með þeim hætti að aðdáun vekur, enda eitt helzta Ijóðskáld sinnar tíðar á Englandi og í æ meiri met- um eftir því sem tímar líða. Það sést ekkisízt á því að nú hefur verið gefin út enn ein ævisaga hans eftir Fionu MacCarthy (780 bls.) Þar kemur ísland mjög við sögu. Og við getum enn vel við unað þegar við höfum í huga dá- læti eins helzta ljóðskálds Breta nú um stundir, Ted Hughes, á bókmenntum okkar og arfi, en hann er lárviðarskáld Breta og hefur sótt land okkar heim. Þeir Thor Vilhjálmsson eru miklir mát- ar og kom það ekkisízt fram þegar skáldsaga Thors, Grámosinn glóir, eða Justice Undone var kynnt í Lundúnum í júní sl. Við eigum svo sannarlega hauk í homi þar sem Ted Hughes er. Ég hef lengi fylgzt með skáldskap hans stórmerkum og kynnti konu hans, Sylvíu Plath, fyrir íslenzkum lesendum eftir Bandarílqaför á sínum tíma, en hún giftist Hughes nokkrum árum áður (sjá Félaga orð). Nú er hún ein af goðsögnum enskrar eða banda- rískrar ljóðlistar. Ted Hughes sagði m.a. í kynningu sinni: ?Áhugi minn á ís- landi vaknaði fyrst þegar ég var komungur og tók að lesa íslendinga sögumar og ís- lenzkar þjóðsögur, en hvoru- tveggja hef ég lesið aftur og aftur síðar í lífinu. ísiendinga sögumar eru í raun einhveijar merkustu bókmenntir sem til eru, einhveijar raunsönn- ustu, kaldranalegustu og ógnleg- ustu harmleikir sem nokkum tíma hafa verið skráðir. í íslendinga sögunum eru æðstu gildi fléttuð saman við erfiðustu lífsskilyrði á nyrzta hjara hins byggilega heims, og þar myndast einhverskonar sagnadeigla, þegar helztu víga- mönnumi Norður-Evrópu lýsturþar saman. í þessari deiglu urðu til á fremur stuttum tíma þessar ótrú- legu sögur um hversdagslega við- burði í lífi venjulegra fjölskyldna. Þessar sögur em ekki aðeins merkilegar sökum hins ótrúlega raunveruleika og efnalegu að- stæðna sem fólkið bjó við, heldur vegna þess ekkisíður að þær eiga rætur í þessu einkennilega landi, þessu óraunverulega tungllands- lagi, en það er í rauninni nakið eldfjall, skreytt þeim gróðri sem tókst að festa rætur á eldfjallinu. Á þessum gíg bjuggu svo örfáar fjölskyldur, dreifðar um landið og áttu allar í einhveijum útistöðum hver við aðra, einkum vegna deilna um jarðir. íslendingar em mestu lögvísindamenn í heimi. Það er sagt að þriðji hver íslendingur sé lögmaður og þessir frambyggjar deildu og börðust svo heiftarlega að stofnun Alþingis varð brýn nauðsyn, ef unnt átti að vera að útkljá þessi eilífu deilumál. Sög- umar em ekki einungis naktar og nöturlegar frásagnir af raunvem- leika þessa tíma, þær heyra einnig til þeirri munnmælasagnahefð sem var vel þekkt fyrr á öldum í Evr- ópu. íslenzku þjóðsögumar, svo ólíkar sem þær em íslendinga sög- um, eiga einnig rætur í munn- mælasagnahefðinni og þær era einhveijar mögnuðust, draugaleg- ustu og skrýtnustu þjóðsögur sem ég þekki.“ Það er á mörkum raunvemleik- ans og hins yfirskilvitlega um- hverfís sem við höfum ávallt lifað og í þá reynslu höfum við sótt andlegt þrek og andörlög okkar eins og Malraux sagði. Semsagt, skáldskapinn. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBREF H ÁLFT ANNAÐ ÁR ER nú liðið frá gildistöku samnings Fríverslun- arsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópu- sambandsins um Evr- ópska efnahagssvæð- ið og því komin ákveð- in reynsla á framkvæmd samningsins, kosti hans og galla. Samningurinn er þeg- ar farinn að hafa mikil áhrif á íslenskt viðskiptalíf og þau áhrif eiga eftir að verða enn greinilegri á næstu ámm. Fram til þessa hafa þessi áhrif einkum stuðlað að aukinni samkeppni og bættri samkeppnis- hæfni íslenskra fyrirtækja. Aftur á móti hafa komið fram ábending- ar um að ákvæði samningsins kunni að gilda með öðmm hætti hér á landi en upphaflega var ætlað. Davíð Þór Björg- vinsson, lögfræðingur hjá EFTA-dóm- stólnum í Genf, ræðir tengsl EES-réttar og landsréttar í athyglisverðri grein í nýj- asta hefti Úlfljóts, tímarits laganema. Kemst hann þar að þeirri niðurstöðu að áhrif þeirrar löggjafar, sem komið hefur verið á fót með gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, svonefnds EES-réttar, kunni að verða meiri en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. Davíð Þór bendir í grein sinni á að tvö sjónarmið, sem höfð var hliðsjón af við samningsgerðina, stefni í andstæðar áttir. Annars vegar það sjónarmið að samning- urinn eigi ekki að skerða sjálfsákvörðunar- rétt EFTA-ríkja og feli þannig ekki í sér yfírþjóðlegt vald til handa stofnunum EES. Hins vegar sé í samningnum gert ráð fyrir að koma á einsleitu sameiginlegu efnahagssvæði en forsenda þess sé að sömu reglur gildi á öllu svæðinu og þær séu túlkaðar á sambærilegan hátt. Tvö af megineinkennum EB-réttar em annars vegar bein lagaáhrif en í því felst að réttargerðir stofnana ESB, til dæmis reglugerðir framkvæmdastjórnar, öðlast beint lagagildi í aðildarríkjum sambandsins án þess að þurfa að öðlast samþykki þjóð- þinga eða annarra yfirvalda í viðkomandi ríkjum. Hins vegar einkennist EB-réttur af beinum réttaráhrifum, en í því felst að einstaklingar eða lögpersónur í aðildarríkj- unum geta reist réttindi á ákvæðum í frum- rétti Evrópusambandsins (Rómarsáttmál- anum) eða afleiddri réttargerð (tilskipun- um og reglugerðum) en einnig geta skyld- ur verið lagðar á þá af sömu sökum. Ólíkt því sem gerist í ríkjum Evrópusam- bandsins er gengið út frá því í EES-samn- ingnum að aðildarríki EFTA innleiði rétt- arreglur ESB, sem varða fjórfrelsið, í eig- in löggjöf auk þess sem þau yfirtaka sam- keppnisreglur ESB, reglur um ríkisaðstoð og höfunda- og auðkennarétt. Davíð Þór segir í grein sinni að það sjón- armið hafi verið ráðandi að hafna því með öllu að reglur EES-réttarins geti haft bein réttaráhrif í þeim skilningi, sem það hug- tak er notað í EB-rétti. Sú regla sé „sprott- in af sérstöku eðli EB-réttarins og leiðir m.a. af því að stofnanir hafa fengið fram- selt vald til að setja reglur sem hafa beint lagagildi í aðildarríkjum Evrópusambands- ins. Ekkert slíkt vald er framselt til stofn- ana EES. Frá þessu sjónarmiði kemur í ljós að tæplega er unnt að líta á EES-rétt- inn sem sjálfstætt réttarkerfí í sama skiln- ingi og EB-réttinn, einkum vegna þess að stofnanir EES skortir að mestu hið yfir- þjóðlega vald sem stofnanir Evrópusam- bandsins hafa. Þá byggja reglumar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif á því að náð verði þeim gmndvallarmarkmiðum Evrópusambandsins sem skilgreind em í formála Rómarsáttmálans og síðari sátt- málum. Þessi markmið era orðuð með öðram hætti í EES-samningnum.“ Hann segir EES-samninginn í meginat- riðum byggja á almennum gmnnreglum um þjóðarréttarsamninga en i íslenskum rétti sé almennt gengið út frá kenning- unni um tvíeðii landsréttar og þjóðaréttar. í henni felist að skuldbindingar á grund- velli þjóðaréttar fái ekki lagaáhrif gagn- vart einstaklingum eða lögaðilum nema þær hafi áður verið innleiddar sérstaklega í landsrétt á stjórnskipulega gildan hátt. Davíð Þór segir samningamenn ESB hafa lagt áherslu á forgangsáhrif EES-reglna fram yfir landsrétt EFTA-ríkjanna með sama hætti og EB-rétturinn innan ESB til að tryggja samræmda framkvæmd og beitingu reglna á efnahagssvæðinu öllu. Er kveðið á um þetta í sérstakri bókun, bókun 35, við EES-samninginn. Sú staða getur vel komið upp að EFTA- ríki hafí ekki staðið við þá skuldbindingu sína að innleiða tiltekna reglu á gmnd- velli EES-samningsins. í slíkum tilvikum má spyija hvort einstaklingur eða lögaðili geti eftir sem áður byggt á viðkomandi EES-reglu fyrir dómstóli í því landi, sem ekki hefur innleitt regluna. „Hér virðast tvær leiðir koma til greina," segir Davíð Þór. „Önnur leiðin er sú að krefjast skaða- bóta vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna þess að regla hafi ekki verið innleidd með réttum hætti... Hin leiðin er að byggja rétt á EES-reglunni, sem samþykkt hafði verið í sameiginlegu EES-nefndinni og í öllum EFTA-ríkjunum, eftir efni hennar. Hér snýst spumingin í reynd um gildi þessarar þjóðréttarskuld- bindingar fyrir íslenskum dómstólum." Davíð Þór segir að það hversu viðamik- ill og flókinn samningurinn er, sé til þess fallið að „raska hefðbundnum sjónarmið- um um skilin milli landsréttar og þjóðarétt- ar og stuðla enn frekar að því að brjóta niður þá múra, sem þar eru taldir vera á milli í löndum þar sem byggt er á tvíeðlis- kenningunni.“ I lok greinar sinnar segir Davíð Þór: „Kjami EES-samningsins ej1 sá, að með honum taki EFTA-ríkin yfír hluta EB-rétt- ar. Um leið og það er gert er reynt að reisa vamargarða, til að tryggja sjálfs- ákvörðunarrétt og fullveldi EFTA-ríkj- anna. Niðurstaðan er í meginatriðum sú, að EES-rétturinn hafi tekið í arf ákveðna þætti EB-réttarins, sem gera það að verk- um, að svo kann að fara að þessir vamar- garðar haldi ekki eins og ætlunin var þeg- ar til lengri tíma er litið og áhrif EES-rétt- arins verði önnur og meiri en stefnt var að.“ Óvæntar hliðar á EES NÝJAR UPPLÝS- ingar um að ráð- herraráð Evrópu- sambandsins sam- þykki oft leynilegar undanþágur sumra ríkja frá einstökum tilskipunum eða reglugerðum ESB bæta dráttum í þá mynd, sem Davíð Þór Björg- vinsson dregur upp. EFTA-ríkin fá ekki upplýsingar um þessar leynilegu sam- þykktir þegar kemur að því að þau taka upp viðkomandi tilskipanir. Þau hafa held- ur engin áhrif á mótun viðkomandi undan- þága í því samráðsferli EFTA og ESB, sem kveðið er á um í EES-samningnum. Sendi- herra Noregs í Bmssel hefur mótmælt þessu harðlega fyrir hönd EFTA-ríkjanna þriggja, sem þátt taka í EES-samstarfinu, enda getur þetta þýtt að EFTA-ríkin verði að framfylgja bókstaf laganna á meðan ESB-ríkin verða sér úti um undanþágur í leynilegum samþykktum. Það ríkir breið samstaða um mikilvægi EES-samningsins og pólitískt virðist hann orðinn tiltölulega óumdeildur. Það sést kannski best á því að þegar þijú EFTA- ríkjanna gengu í ESB heyrðist ekki mikið í þeim er höfðu mælt með að samningur- inn yrði tekinn upp og gerður að tvíhliða samningi. Menn eru almennt sammála um að samningurinn sé góð lausn varðandi samband okkar við Evrópusambandið, að minnsta kosti á meðan sjávarútvegsstefna þess útilokar aðild íslendinga. Deildar meiningar era aftur á móti um hvort ganga beri lengra og sækjast eftir aðild að sam bandinu. Einu gildir hvorrar skoðunarinnar menn em í þeim efnum; EES-samningurinn er staðreynd og stuðningsmenn hans geta ekki litið framhjá þeim óvæntu hliðum, sem bent hefur verið á að fram hafi komið á framkvæmd hans. í Noregi eiga sér nú Laugardagur 12. ágúst stað líflegar umræður um þessi efni. Um- ræður af því tagi eru forsenda þess að hægt sé að tryggja þann hag, sem felst í EES-samningnum, og bæta úr þeim göll- um, sem koma í ljós. Ríkjaráð- stefnan og ísland MEÐ GERÐ EES- samningsins stór- jukust samskipti ís- lands við Evrópu- sambandið. ísland tekur nú að mestu leyti þátt í innri markaði ESB og talið er að EES-aðildin feli í sér að 60-70% allrar löggjafar Evrópusambandsins gildi nú á íslandi. ísland á samstarf við ESB um rannsóknir og þróun, íslendingar taka þátt í menntamálaáætlunum ESB og ný- lega var EES-samningurinn útvíkkaður þannig að EFTA-ríkin taka nú einnig þátt í samstarfi ESB-ríkjanna í menningarmál- um. ísland og Noregur hafa tengst utan- ríkissamstarfi ESB-ríkjanna á gmndvelli EES-samningsins og skrifað undir diplómatískar yfírlýsingar með Evrópu- sambandinu, auk þess sem EFTA og ESB hafa samráð um utanríkismál á ráðherra- fundum EES. Jafnframt þessu á ísland aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu, sem ætlað hefur verið að verða varnarmálaarmur Evrópusambandsins. Þá er stefnt að ein- hvers konar aukaaðild íslands að Schengen-samkomulaginu um afnám landamæragæslu innan ESB. Slíkt mun reynast nauðsynlegt til þess að unnt verði að viðhalda norræna vegabréfasamkomu- laginu um vegabréfslaus ferðalög milli Norðurlanda. Sennilegt er að íslendingar muni í raun taka að sér gæslu ytri landa- mæra Evrópusambandsins og þar með skuldbindingar þess varðandi eftirlit með fíkniefnasmygli og ólöglegum innflytjend- um. Samanlagt em samskiptin við Evrópu- sambandið orðin afar mikilvægur þáttur í utanríkismálum íslands og taka mikið af tíma og athygli utanríkisþjónustunnar, enda em mikilvægir hagsmunir í húfí. Af þessum sökum skiptir það ísland miklu máli hver verður framvinda mála á ríkja- ráðstefnu Evrópusambandsins um endur- skoðun stofnsáttmála sambandsins, sem á að hefjast á næsta ári. Undirbúningur ráðstefnunnar er þegar hafinn með starfi svokallaðs hugleiðingarhóps reyndra evr- ópskra stjómmála- og embættismanna, undir forystu Carlos Westendorp, Evrópu- málaráðherra Spánar. Allar helstu stofn- anir ESB hafa lagt fram skýrslur með sjón- armiðum sínum og tillögum. Jafnframt er umfjöllunarefni ráðstefnunnar að miklu leyti fyrirfram ákveðið, til dæmis með ákvæðum í Maastricht-samningnum og fyrri samþykktum ráðherraráðs Evrópu- sambandsins. Um niðurstöður ráðstefn unnar treysta hins vegar fáir sér til að spá um þessar mundir. Á meðal þeirra mála, sem koma munu til umfjöllunar á ríkjaráðstefnunni, verða mörg sem skipta hagsmuni íslands vera- legu máli vegna hinna nánu tengsla við Evrópusambandið. Hér má nefna fjögur atriði; fyrirkomulag öryggis- og varnar- mála; breytingar á samstarfinu í hinni svokölluðu þriðju stoð Evrópusambandins, þ.e. í dóms-, lögreglu- og innanríkismálum; breytingar á lagakerfí ESB; og loks breyt ingar á ákvarðanatöku sambandsins í því skyni að auka skilvirkni, gegnsæi og lýð ræði. Tímasetning ríkjaráðstefnunnar er valin með hliðsjón af því að árið 1998 rennur stofnsamningur Vestur-Evrópusambands- ins út. Maastricht-sáttmálinn kveður á um sameiginlega utanríkis- og öryggismála- stefnu aðildarríkja ESB og „hugsanlega sameiginlegar vamir“. Líklegt er að tekist verði á um nýtt hlutverk VES á ríkjaráð stefnunni. Frakkland verður án efa í farar- broddi þeirra ríkja, sem vilja sjálfstætt varnarsamstarf ESB-ríkjanna, sem óháð- ast Bandaríkjunum. Mörg ríki, með Bret- land í fararbroddi, eru hins vegar líkleg Morgunblaðið/RAX til að leggja áherslu á mikilvægi Atlants- hafssamstarfsins. Hafa ber í huga að bandarísk stjómvöld hafa í raun ýtt undir að Evrópubúar taki í auknum mæli ábyrgð á eigin vörnum og afskiptum af ófriði í álfunni, til dæmis í Júgóslavíu. Óvíst er hvernig mál þessi þróast á ríkjaráðstefn- unni. Hins vegar er ljóst að ísland hefur hagsmuni af því að eiga áfram aðild að samráðsvettvangi Evrópuríkja um varnar- mál og hlýtur jafnframt að óska þess að hlutverki Atlantshafsbandalagsins í vörn- um Evrópu verði viðhaldið. Aðildarríki VES, þar á meðal ísland, munu leggja sameiginlegar tillögur fyrir ríkjaráðstefn- una. Umræður um breytingar á samstarfi ESB-ríkja í dóms-, lögreglu- og innanríkis- málum taka meðal annars mið af ótryggu ástandi í Austur-Evrópu og Norður-Afríku, hættunni á auknum flóttamannastraumi, fíkniefnasmygli, glæpa- og hryðjuverka- starfsemi. í nýlegri skýrslu danska utan- ríkisráðuneytisins um ríkjaráðstefnuna kemur fram að sennilegt sé að þar komi fram tillögur um hert eftirlit á ytri landa- mæram ESB, aukið samstarf í fíkniefna- málum og lögreglumálum, meðal annars á vettvangi evrópsku lögreglustofnunar- innar Europol, og samræmingu á reglum um meðferð flóttamanna. Samþykki ESB sem heild nýjar reglur á þessu sviði, falli tilsvarandi reglur Schengen niður. Með þessum umræðum þurfa íslendingar að fylgjast vegna þeirra áhrifa, sem niður- staða þeirra getur haft á væntanlega auka- aðild íslands að Schengen-samkomulag- inu. í umræðum um einföldun lagakerfis Evrópusambandsins, í því skyni að gera það skiljanlegra og skilvirkara, hafa kom- ið fram tillögur um að breyta forgangsröð réttargerða ESB. Slíkar breytingar gætu haft áhrif á EES-samninginn og þær regl- ur, sem EFTA-ríkin taka við frá Evrópu- sambandinu í samræmi við ákvæði hans. Hugsanlegar ákvarðanir Evrópusam- bandsins um breytingar á ákvarðanatöku- ferli stofnana sambandsins geta haft um- talsverð áhrif á stöðu EFTA-ríkjanna sam- kvæmt EES-samningnum. Ákvæði EES um rétt EFTA-ríkjanna til að hafa áhrif á mótun þeirra reglna, sem síðar taka gildi á Evrópska efnahagssvæðinu, em miðuð við núverandi ákvarðanatökuferli sambandsins. Breytingar á þvi geta þvi bæði haft í för með sér tækifæri og óhag- ræði fyrir EFTA-ríkin. Þannig yrði það þeim eflaust til góðs, ef ákvarðanataka færi fram fyrir opnum tjöldum og Ieynileg ar samþykktir á borð við þær, sem áður var getið, yrðu aflagðar. Hins vegar gæti það dregið úr áhrifum EFTA-ríkjanna á ákvarðanatöku ESB, ef völd Evrópuþings- ins yrðu aukin. Nú þegar er oft togstreita á milli þingsins og ráðherraráðs sambands- ins um tillögur að nýrri löggjöf, sem þing- ið fær til umfjöllunar. Á því stigi ákvarð- anatökunnar hafa EFTÁ-ríkin lítil sem engin tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Upplýsinga- öflun og hagsmuna- gæsla ALLT BER ÞETTA að þeim bmnni að það er afar mikil- vægt að íslending- ar fylgist grannt með ríkjaráðstefn- unni, undirbúningi hennar og þeim umræðum, sem nú fara fram í aðildarríkj- um Evrópusambandsins. Haldgóðar upp- lýsingar em forsenda þess að Island geti komið eigin sjónarmiðum á framfæri á réttum tíma og við rétta aðila og kynnt hagsmuni íslands þannig að þeir verði hafðir til hliðsjónar á ríkjaráðstefnunni. Það er jákvætt að þýsk stjómvöld hafa boðist til þess að aðstoða Islendinga við þessa upplýsingaöflun. Jafnframt er mikil- vægt að tengslin við ESB-ríkin í Norður- landaráði verði notuð, bæði við upplýsinga- öflun og til að koma íslenskum sjónarmið- um á framfæri. Poul Nymp Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti því yfir nú í vikunni að Danir litu á það sem hlut- verk sitt að upplýsa ísland um þróun mála á ráðstefnunni. Fundur um ríkjaráð- stefnuna, sem áformaður er í haust á veg- um Norðurlandaráðs, gæti jafnframt orðið mikilvægt tækifæri. Vegna þess hvað Evrópumálin vega orðið þungt í íslenskum utanríkismálum, er auðvitað nauðsynlegt að utanríkisþjón- ustan leggi mikið á sig næstu misserin til að nýta tækifæri ríkjaráðstefnunnar sem best. Koma þarf upplýsingum um sjónar- mið og hagsmuni Islands gagnvart ESB á framfæri - en þá hagsmuni þarf ekki síð- ur að skilgreina með skýram hætti. Eðli- legt hlýtur að teljast að af hálfu stjóm- valda verði stuðlað að umræðum í því skyni — um hagsmuni íslands sem ríkis, sem háð er fiskveiðum; sem EFTA-ríkis; sem evrópsks smáríkis; sem aðildarríkis Atl- antshafsbandalagsins og sem aukaaðila að VES. Þróun EES-samningsins og ríkjaráð- stefna ESB em nærtæk og mikilvæg umræðuefni í íslenskri stjórnmálaumræðu, enda er hvort tveggja raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Það er engin ástæða til að eyða öllu púðri Evrópuum- ræðunnar í karp um það hvort ísland eigi erindi í Evrópusambandið eður ei; vemleik- inn í Evrópumálum er flóknari en svo. „Þróun EES- samningsins og ríkjaráðstefna ESB eru nærtæk og mikilvæg um- ræðuefni í ís- lenskri stjórn- málaumræðu, enda er hvort tveggja raunveru- leiki sem við stöndum frammi fyrir. Það er eng- inástæðatilað eyða öllu púðri Evrópuumræð- unnar í karp um það hvort ísland eigi erindi í Evr- ópusambandið eð- ur ei; veruleikinn í Evrópumálum er flóknari en svo.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.