Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 11
MORÓUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 11 LISTIR Morgunblaðið/Golli LAUFEY Sigurðardóttir og Elísabet Waage. Þjóðlífsþættir Jór- unnar Viðar fyrir fiðlu og hörpu Eftirspurn eftir tölvuhlutum Talsverður hluti tölvanna, eink- um ef um nýjar eða nýlegar vélar er að ræða, er seldur beint nýjum kaupendum. Sagt er að þegar búið er að stela tölvu falli hún um helming í verði miðað við verð í eðlilegum viðskiptum. Sá sem stelur getur fengið um 1/3 svartamarkaðsverðsins hjá þeim sem hann skiptir við, hvort sem um er að ræða mann sem selur tölvuna beint eða einhvem sem rífur hana í sundur til að nota úr henni innra minni og ör- gjörva. Slík starfsemi er sögð vera helsta nýlundan í undirheimum Reykjavíkur og vöxtur í henni er sagður útskýra aukna tölvuþjófn- aði. Einn heimildarmaður fullyrti að þessi þróun hefði hafist með því að ákveðinn maður setti upp verk- stæði á höfuðborgarsvæðinu og auglýsti að hann tæki að sér að breyta tölvum, stækka minni þeirra og auka afkastagetu þeirra. Starfsemin hafi byggst á því að kaupa stolnar tölvur, rífa þær í sundur og nýta innvolsið í vara- hluti eins og fyrr var lýst. Þjófur- inn fékk nokkur þúsund krónur eða lítilræði af amfetamíni fyrir hvert megabæt í innra minni tölv- unnar. Sagt er að fleiri hafi fylgt í kjöl- farið og nokkrir aðilar geri nú út á viðskipti af þessu tagi. Á verk- stæðum þessara aðila hafi verið útbúnar nokkrar af öflugustu einkatölvum landsins. Starfsemi „frumkvöðulsins“ var stöðvuð af RLR um páskaleytið og hann sat í gæsluvarðhaldi um tíma. Meðal annars fundust í húsa- kynnum hans stolnar tölvur, símar og faxtæki. RLR er um þessar mundir að ljúka rannsókn þess máls en sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur ekkert komið fram við þá rannsókn sem staðfestir fyrrgreindar lýsingar þeirra sem telja sig þekkja til í „undirheimun- um“. Væntanlegt ákærumál gegn þessum manni mun fyrst og fremst snúast um hylmingu og hlutdeild í brotum annarra þar sem hann mun hafa játað að hafa tekið að sér að koma þýfi í verð. 1,5 kg af amfetamíni seld á 6 vikum Amfetamín er mikið notað sem gjaldmiðill í viðskiptum með þýfi. A hápunkti glæpaferils síns sagð- ist einn viðmælandinn hafa notað 1,5 kg af amfetamíni á 6 vikum og keypt þýfi fyrir allan þorra þess. Þetta efni hefði hann fengið innanlands og tekið upp í 1 milljón- ar króna skuld. Hann seldi svo að sögn gramm- ið á 7.000 krónur og fékk sam- kvæmt því 10,5 milljónir fyrir eit- urlyfin. Fyrir stærstan hluta var keypt þýfi sem eiturlyfjaneytendur höfðu stolið. Neytendurnir fengu fyrir brot af endursöluverði og sé sagan sönn er ljóst að á þessum tíma hefur farið um hendur þessa eina manns þýfi að verðmæti tugir milljóna króna. Aðspurður segir hann að þetta hafi ekki verið dæmigerð velta í viðskiptunum hjá sér. „Þetta var góður tími og gott ár en ég setti mig líka í mikla hættu á þeim tíma og það munaði litlu að ég væri tekinn með þetta efni.“ Lítill útflutningur Þýfi héðan hefur a.m.k. tvívegis fundist erlendis. Þeir sem blaða- maður ræddi við töldu útflutning þó undantekningu; þorri þess sem stolið væri færi á markað hér inn- anlands. Viðskipti við rússneska sjómenn væru sáralítil enda gætu þeir ekki greitt í öðru en lélegu • Nokkrir menn iiafa um sig lokuð gengi sem þeir kaupa af dýfi og greiða fyrir í peningum eða eiturlyfjum, einkum amfetamíni. • Það sem helst hefur breyst varðandi undirheima borgar- innar undanfarin misseri er að eftirspurn eftir stolnum tölvum hefur störaukist. • Fyrir stærstan hluta var keypt býfi sem eiturlyfja- neytendur höfðu stolið. Neyt- endurnir fengu fyrir brot af endursöluverði og sé sagan sönn er Ijöst að á hessum tíma hefur farið um hendur hessa eina manns býfi að verðmæti tugir milljona króna. • Viðmælendur blaðamanns töluðu gjarnan um bað hve handahófskenndur og sem beir tengjast eða eru bátttakendur í, væri. Það væri hið versta mál. áfengi og þættu því ekki eftirsókn- arverðir viðskiptavinir. Þótt árlega sé stolið mörg hund- ruð bílaútvörpum og geislaspilur- um í innbrotum í bíla á höfuðborg- arsvæðinu er niðurstaða þessarar athugunar sú að aðeins lítill hluti þeirra verðmæta sé í raun gjald- gengur á svörtum markaði. Sagt er að hægt sé að selja dýrustu geislaspilarana en mest af þessu verði engum að peningum. Þeir sem bijótast inn í bíla eru yfirleitt unglingar sem eru að byija sinn feril og gefa vinum og kunningjum útvörpin, segir maður sem segist eiga flesta eiturlyfja- sala bæjarins að kunningjum. „Menn nota þetta sem skiptimynt, fá eitt gramm af amfetamíni fyrir góðan geislaspilara," segir hann. „Eða gefa þá mönnum sem þeir vilja hafa góða.“ Grísk mafía og bílaútflutningur Jafnvel þótt útflutningur á þýfi kuniii að vera lítill er ljóst að menn úr íslenskum undirheimum hafa sumir sambönd við undir- heima eriendra stórborga, ekki síst þeir sem staðið hafa í eituriyfja- smygli. Maður sem verslað hefur með þýfi segist hafa komist í sam- band við gríska mafíu í London, sem vilji kaupa af honum hvað sem er. Hann bindur vonir við að þessi sambönd skili sér árangri og ábata í framtíðinni. Besta leiðin til að koma þýfi úr landi er að hans sögn að setja það í bíla sem fara héðan með Norrænu. Þá leið seg- ist hann hafa notað í þau skipti sem hann hafi selt eitthvað úr landi. í því sambandi nefndi hann einnig að þess væru dæmi að illa fengnir bílar væru fluttir úr landi. Um væri að ræða bíla sem ein- staklingar eða fyrirtæki hefðu keypt hjá fjármögnunarleigum eða bílar sem væru yfirveðsettir. Við- skiptin væru gerð þegar eigend- urnir sæju fram á að geta ekki staðið við sitt gagnvart kaupleig- unum eða veðhöfum og ættu jafn- framt á hættu að tapa þeim pen- ingum sem þeir hefðu lagt í bíl- inn. Þá sé eigandanum greiddur hluti þess fjár sem hann hafi lagt í bílinn - brot af markaðsvirði hans - og síðan sé bíllinn fluttur úr landi en eigandinn tilkynni hann stolinn til lögreglu. Viðmælendur blaðamanns töluðu gjarnan um það hve handa- hófskenndur og óskipulagður glæpaheimurinn, sem þeir tengjast eða eru þátttakendur í, væri. Það væri hið versta mál. Einn sagði að það væri best fyrir alla ef ein- hver tæki að sér að ná utan um þetta. Þessir 2-300 fíklar sem gengju um og yllu tjóni og skemmdum skipulagslaust væru agalausir og stefnulausir og yrði aldrei neitt úr neinu. Hins vegar ætti að vera hægt að ná betri tök- um á þessu, veita þjófunum aga, sem byggðist á ótta og stýra at- höfnum þeirra úr þeim handahófs- kennda farvegi sem þær nú eru í. í undirheimum Reykjavíkur er stóri framadraumur þeirra, sem þar hafa tögl og hagldir, sá, að þeir verði sá, sem nær að koma skipulagi á óreiðuna og stendur uppi, sem guðfaðir íslenskrar maf- íu, sem beri nafn með rentu. LAUFEY Sigurðardóttir fíðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari munu spila verk eftir Jórunni Viðar, Sergei Rachmaninov, Mist Þorkels- dóttur og Willem de Vries Robbé á sumartónleikum í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar næstkomandi þriðju- dag kl. 20.30. Þær hafa unnið sam- an öðru hvoru í mörg ár og haldið tónleika bæði hér heima og í Hol- landi þar sem Elísabet býr hluta úr árinu. Verk Mistar heitir Haustlauf og er sérstaklega samið fyrir þær Lauf- eyju og Elísabetu og var frumflutt á Myrkum músíkdögum síðastliðinn vetur. Þjóðlífsþættir er titillinn á verki Jórunnar Viðar sem nú verður í fyrsta sinn flutt í heild á fiðlu og hörpu en verkið var upphaflega sam- ið fyrir fiðlu og píanó. Jórunn samdi verkið að beiðni Ríkisútvarpsins, þjóðhátíðarárið 1974, og byggir það m.a. upp í kringum ýmis stef úr ís- lenskum þjóðlögum. Nýttlíf „Okkur finnst verkið fá nýtt líf með því að nota hörpuna við flutn- inginn," sögðu Laufey og Elísabet í samtali við Morgunblaðið. Þær sögð- ust hafa flutt brot úr verkinu í Hol- landi en nú fyrst væri verkið flutt í heild með hörpunni. Elísabet þurfti að umrita hluta úr verkinu fyrir hörpua en hægt er að leika píanónót- ur beint að miklu leyti á hana enda ákveðinn skyldleiki með hljóðfærun- um. Píanóið er oft kallað slagharpa því ef gægst er inn í hljóðfærið má þar líta einskonar hörpu sem hamrar píanósins slá á og mynda hljóð. Jórunn Viðar hefur fylgst með verkinu í meðförum þeirra og lagt blessun sína yfir notkun hörpunnar og er spennt að heyra útkomuna á tónleikunum, að sögn Elísabetar. Glæsilegt hljóðfæri Ekki er algengt að fá tækifæri til að hlýða á fiðlu og hörpu saman á tónleikum hér á landi. Elísabet segir að þó nokkuð sé samið af verk- um fyrir þessa hljóðfæraskipan nú á dögum. Áður fyrr voru það einkum menn eins og 19. aldar tónskáldið Louis Spohr sem það gerðu en eftir hann liggur fjöldi sónata fyrir fiðlu og hörpu og hafa Laufey og Elísa- bet flutt eina af þeim sónötum. Kona Spohrs, Dorette, þótti afbragðs hörpuleikari og hann sjálfur góður fiðluleikari og spiluðu þau mikið saman. „Dorette hætti að spila á hörpuna á besta aldri og sneri sér að píanóinu. Það er talið að verk Spohrs hafi reynst henni ofviða að lokum enda eru þau æði strembin fyrir smávaxna og fínlega konu eins og Dorette var. Hörpuleikur krefst töluverðs líkamsstyrks og þeir sem leika á hana verða að velja sér hljóð- færi eftir stærð og þreki,“ sagði Elísabet og sýndi blaðamanni glæsi- lega hörpu sína sem er fagurlega skreytt og sannkallað stofustáss. Þær hafa báðar spilað áður í Listasafni Siguijóns og láta vel af því sem tónleikastað. Ú1SALAN HEFST Á M0RGUN 10-60% AFSLÁTTUR 0PNUM STUNDVÍSLEGA KL. 9 »hummel * SPORTBÚÐIN Ármúla 40, símar 581 3555 og 581 3655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.