Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 17 á ísnum til næsta sumars. Það er hægt, því úrkoman er svo lítil svona norðarlega, ekki nema 15 sm á ári.“ Bað á ísnum í 18 stiga frosti „Að koma í bækistöðvar Banda- ríkjamannanna var eins og að koma á hótel. Þeir hafa þar ársdvöl og eru með stórt hús, mötuneyti, gufu- bað og sturtur, sem var lúxus eftir að hafa verið 6 vikur í tjöldum," segir Hafliði Bárður. En í spjalli okkar kemur svo í ljós , að hann hafði reyndar útbúið fyrir þá sturtu, svo þeir gætu fengið vikulegt bað. Slíkt hafði þeim hinum aldrei dottið í hug. Hann hafði notað bensín- tunnu og djúsbrúsa sem hann bor- aði göt á og hafði fyrir sturtuhaus. Snjó bræddi hann svo þegar hann var að brenna rusli og safnaði vatni. Með í leiðangrinum voru hitablásar- ar, sem notaðir voru til að hita upp vélarnar á bílunum og hreyfla flug- vélanna. Með þeim blés hann hita á þann sem stóð undir sturtunni í 18-20 stiga frosti. Sagði hann að hitararnir hefðu verið til margra hluta nytsamlegir, enda margt sem þurfti að „redda“, auk þess að vera í borunum með Þorsteini. „Þetta hefur verið mikið ævintýri. Allur umbúnaður í kring um þetta var svo miklu stærri í sniðum en maður á að venjast," segir hann. „Þama á Norður-Grænlandsjökli er maður bara einn í heiminum, ekki einu sinni flugvél yfír. Maður verð- ur bara að bjarga sér. Á nóttunni var 32ja stiga frost, svo maður svaf með lopapeysu yfir andlitinu. Á daginn var 17-20 stiga frost, en sólskin og eins gott að passa andlit- ið á sér. Þessvegna snerum við sól- arhringnum oft við. Þótti betra að sofa á daginn' í aðeins minni kulda og vinna á nóttunni vegna hins mikla kulda. Þegar við vorum komnir svona djúpt niður með bor- inn var það oft betra til að minni hitamunur væri á jámadótinu," eins og Hafliði Bárður orðaði það. Ann- ars er sól raunar alltaf á lofti svona norðarlega. Kristalgerð djúpt í jöklinum Tilgangur þessa leiðangurs á Grænlandsjökul er fyrst og fremst almenn könnun þessa lítt þekkta hluta jökulsins, en tengist öðrum rannsóknaverkefnum sem unnið er að við Alfred Wegener Institut og stofnanir sem hún er í samstarfí við. Upplýsingarnar um þau verk- efni vom fengnar frá Þorsteini Þor- steinssyni, jöklafræðingi, sem er í Þýskalandi. Nefndi hann þar fyrst til ákomumælingar, en býsna miklu munar á ákomu á Grænlandsjökli og Vatnajökli, því á þeim fyrr- nefnda er vatnsgildi ákomunnar norðantil víðast hvar 8-25 sm, en 200-400 sm á þeim síðamefnda. Með ískjarnaborunum má komast að því hvemig árleg ákoma hefur sveiflast gegn um tíðina. Venjulega snjóar meira á hlýindaskeiðum, því þá er meiri uppgufun frá sjó og meiri raki í lofti og gefa ákomu- gögn því vísbendingar um veður- farssveiflur. Við þetta em m.a. mjög hjálplegar rafleiðnimælingar, sem framkvæmdar vora á ískjörn- unum er þeir vom komnir upp á yfirborðið. Rafleiðni á tilteknu dýpi er háð sýrastigi íssins, sem aftur endurspeglar sýrastig andrúms- loftsins á þeim tíma er ísinn féll sem snjór á yfírborð jökulsins. Sýrastig- ið er breytilegt eftir árstíðum og má því nota það til að telja árlög. Við eldgos, t.d. á íslandi, berst stór- aukið sýramagn út í andrúmsloftið og geymist í jöklinum. Koma þá fram toppar í rafleiðnimælingunni, sem oft má af öryggi tengja við . þekkt eldgos. Hafa mörg þekkt stórgos Islandssögunnar komið fram við ískjamamælingar af þessu tagi, m.a. gosið í Lakagígum 1783, Öræfagosið 1362, Heklugosið 1104 og Eldgjárgosið mikla 934. Það er að sjálfsögðu háð ákomunni hversu langt verður komist aftur í tímann á hveijum borstað. Lengst náði Wegenerleiðangurinn í sumar aftur á 8. öldj þ.e. nokkuð aftur fyrir upphaf Islandsbyggðar, í tveimur kjörnum á norðausturhluta jökuls- ins, þar sem snjóar minnst. LEIÐANGURSSTJÓRINN Josefs Kipfstuhls á ferð. Mælt var hvernig eðlisþyngd snævarins eykst niður á við í hveij- um kjarna og verður að jökulís á 80-100 m dýpi. Lokast þá af loftból- ur í ísnum og geyma upplýsingar um samsetningu andrúmsloftsins fyrr á tímum. Þá er kristalgerð jök- ulsins áhugavert rannsóknarefni. ískristallamir leitast jafnan við að vaxa á kostnað „nágranna" sinna og eins snúast þeir undir þrýstingi til að auðvelda alla hreyfíngu jök- ulsins. Doktorsverkefni Þorsteins Þorsteinssonar við jarðeðlisfræði- deild Alfred Wegener Institut íjallar um kristalgerð hins 3000 m langa GRIP kjama og hefur m.a. komið í ljós að sveiflur í kristalstærð djúpt í jöklinum fýlgja veðurfarssveiflum fýrir meir en 100.000 árum mjög nákvæmlega. Má því nota kristal- stærðina til að greina veðurfars- sveiflur á miklu dýpi og var það áður ókunnugt. Fleira var gert, m. a. grafnar 2 m gryfjur og sýni tek- in til efnagreininga, stengur vora settar niður til að fá hugmynd um hreyfingu jökulsins á hveijum stað og áfram mætti lengi telja. ÍSKJARNINN dreginn upp, en borað var í ís frá 8. öld, þ.e. frá því fyrir landnám á Islandi. Ný cyúpborun áformuð í lokin skal nefnt hér eitt mikilvæg- asta viðfangsefni leiðangursins sem er undirbúningur fyrir nýja djúpbor- un. „Úr GRIP kjarnanum fengum við, sem að rannsókn hans höfum unnið, þær mjög svo óvæntu niður- stöður að síðasta hlýskeið ísaldar, Eem skeiðið fyrir 135.000-110.000 árum, hefði ekki verið samfellt hlý- indaskeið, heldur hefðu þá skipst á hlý skeið og köld og stundum kom- ið mjög snögg kuldaköst“, útskýrði Þorsteinn. „Niðurstöðu úr banda- ríska GISP kjamanum, sem boraður var 27 km frá GRIP og náði botni einu ári síðar, var beðið í ofvæni eftir þetta. Mundi hún staðfesta GRIP niðurstöðurnar eður ei? Því miður kom í ljós að lagskiptingin var trafluð á þessu mikilvæga tíma- skeiði í bandaríska kjarnanum vegna óreglulegs ísflæðis yfir botn- landslagi. Enn hefur ekki tekist, þrátt fyrir margvíslegar frekari rannsóknir á GRIP kjarnanum að komast að því hvort svipaðar trafl- anir hafí átt sér stað neðst í honum og þar með skapað þessar óvæntu sveiflur í Eem-skeiðinu. Virðist nú fullreynt að eina leiðin til að leysa þessa gátu sé að bora nýjan kjama einhvers staðar á Norðuijöklinum, þar sem ákoman er lítil og hið mikil- væga skeið því ekki eins djúpt í jöklinum og sunnar er. Ætti það því þar að vera ótraflað af áhrifum botnlandslags. Gögn okkar úr leiðangri þessum um Norðuijökulinn, einkum þau sem við öfluðum nú í sumar, gegna lykilhlutverki þegar nýr borstaður verður valinn. Stefnir nú flest í að ny djúpboran hefjist á jöklinum sem fyrst, jafnvel næsta sumar, en stað- setning hefur enn ekki verið ákveð- in.“ Fyrri leiðangrar Norðurhluti Grænlandsjökuls hef- ur fram að þessu verið sáralítið kannaður og aðeins örfáir leiðangr- ar hafa farið þar um. Fyrstir lögðu þangað leið sína þeir fjórmenningar Daninn J.P. Koch, þýski vísinda- maðurinn Alfred Wegener, íslend- ingurinn Vigfús Sigurðsson og Daninn Larsen, en þeir gengu yfír jökulinn frá austri til vesturs sum- arið 1913. Wegener stóð þá fyrir veðurathugunum og almennri könnun jökulsins. 1952-1953 stóðu breskir vísindamenn í British North Greenland Expediton að viðamikl- um leiðangri, sem einnig fór þvert yfír Norðuijökulinn frá austri til vesturs. 1960-65 fóru bandarískir leiðangrar um Norðuijökulinn í tengslum við stórverkefni á vegum bandaríska hersins. Kalda stríðið var þá í algleymingi og Thule her- stöðin við NV-jaðar jökulsins gegndi mikilvægu hlutverki í her- varnaráætlunum Bandaríkjanna. 1966-1993 hafa aðeins einstöku smáleiðangrar verið við rannsóknir á norðurhluta jökulsins. Á árunum 1993 og 1994 var far- inn leiðangur, forveri þess leiðang- urs frá í sumar sem hér var frá sagt. Hann hófst á hákolli Græn- landsjökuls í 3250 m hæð í júlíbyij- un 1993 og stóð einn mánuð það sumar. Lagt var af stað frá Summ- it, þar sem GRIP djúpboranin fór fram 1989-92 og eknir allt að 600 km í norðurátt. Með 150 km milli- bili var borað eftir ískjörnum niður á 100-150 m dýpi til sýnatöku ýmiss konar, framkvæmdar GPS staðsetningarmælingar svo sem venja er í leiðöngrum af þessu tagi og gerðar íssjármælingar. Sú íssjá er talsvert frábrugðin þeirri sem notuð er á jöklum íslands, að því er Þorsteinn segir, en hann var þátttakandi í leiðangrinum, og var henni aðeins beitt til að nema end- urkast frá lögum ofarlega í jöklin- um, sem innihalda óvenju mikið magn af eldfjallasýra. Leiðangurinn gekk að óskum og var flogið með leiðangursmenn af jöklinum til austurstrandar Grænlands og það- an til Akureyrar. Flugmenn FN sáu með Twin Otter vélum um allan flutning fólks, farangurs og ískjarna af stakri snilld, að sögn Þorsteins. Sumarið 1994 var haldið áfram norður á bóginn, alveg norður á 81. breiddargráðu. Stóð leiðangurinn 6 vikur að þessu sinni og voru svipuð verk unnin og sumarið á undan. Aftur voru boraðir 4 ískjamar, 100-160 m niður. Auk starfsmanna Alfred Wegener Instituts vora tveir þátttakendur frá háskólanum í Heidelberg og einn Breti frá British Antarctic Survey í Cambridge. Er þá komið að Ieiðangrinum 1995, sem hér hefur verið sagt frá og gekk vel. Veður vora talsvert vond með köflum en varla á við Vatnajökulsóveður, að sögn Þor- steins. Hann sá um borunina og gekk hún að óskum, boraðir 5 ískjarnar, 70-175 m og margir styttri. Verður spennandi að fylgj- ast með því hvað verður næsta sum- ar, hvort þá verður byijað á djúp- boran, sem getur gefið frekari upp- lýsingar um hinar snöggu veður- farssveiflur fyrri alda. Flug og hótel kr. 24.900. sendan Heimsferðir kynna nú í vetur glæsilega helgarrispu til London, mestu heimsborgar Evrópu, á ótrúlega hagstæðu verði. Glæsileg hótel, spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni. Bókaðu strax og tryggðu þér fyrstu sætin á sérstöku kynningarverði. Verð kr. 19.900 Verð með flugvallarsköttum kr. 22.530. Verð kr. 24.900 M.v. 2 í herbergi, Ambassador Hotel, 3 nætur. Verð með flugvallarsköttum kr. 27.530. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Þökkum ótruleqar viðtökur 200 viðbótarsæti til Lönaon 19.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.