Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirtæki með löglega starfsemi hafa verið nýtt til að „þvo“ stolna peninga og illa fengin verðmæti. Starfsemi sumra þýfíssala ber mót af skipulagðri glæpastarfsemi. Pétur Gunnarsson kynnti sér undirheimana í Reykjavík. GLÆPASTARFSEMI sú sem stunduð er í svokölluðum undirheimum Reykjavíkur er yfírleitt tilviljanakennd og í flestum tilfellum ræð- ur helber tilviljun því hvar inn- brotsþjófar, sem flestir eru eitur- lyfjafíklar, bera niður. Meira skipulag er á viðskiptum með þýfi og samskiptum þeirra sem fremja þjófnaðina og þeirra sem versla með þýfíð. Nokkrir aðilar stunda þau viðskipti í talsverðum mæli, greiða þjófum oft með fíkniefnum og selja varninginn að langmestu leyti innanlands til kaupenda sem iðulega kaupa illa fengna munina vitandi vits. Blaðamaður hefur upplýsingar frá fyrstu hendi um aðila, sem segist hafa notað lögleg fyrirtæki til að „þvo“ þýfí og koma því í umferð með löglegum hætti auk þess að veita því þjófagengi sem sér honum fýrir varningi margháttaða þjónustu. í framhaldi af fréttum um vax- andi undirheimastarfsemi hér á landi, sem meðal annars tengdust innbroti í húsnæði Skákprents, þar sem eigandi fyrirtækisins greiddi þjófum lausnargjald til að endur- heimta eigur sínar, hefur höfundur þessarar greinar kynnt sér hina svokölluðu undirheima borgarinn- ar. Efnisöflun fór fram með sam- tölum við ýmsa aðila, þ.ám. lög- reglumenn en einkum menn sem segjast þekkja til í undirheimun- um. Frásagnir þær sem hér fara af því hvemig kaupin gerast á eyrinni í undirheimaviðskiptunum byggjast að mestu leyti á lýsingum manns .sem segist byggja frásögn sína á eigin reynslu. Einnig er stuðst við frásögn annars sem hefur nokkrum sinnum aðstoðað eigendur við að greiða þjófum lausnargjald fyrir þýfi. Þegar blaðamaður var að leita fyrir sér um viðmælendur sem þekktu til undirheimaviðskipta nefndu lögreglumenn nafn þessa manns og sögðu að árum saman hefðu gengið um það háværar sögur að hann væri á kafi í við- skiptum af þessu tagi en hins veg- ar hefði gengið illa að sanna á hann sök. Hann hefur þó fengið nokkra dóma fyrir auðgunarbrot og einu sinni afplánað fangelsis- refsingu. Þessi maður reyndist reiðubúinn að ræða um þann „bissness" sem hann stundar enda kæmi nafn hans ekki fram. í samtalinu kom oft fram að hann segist óhræddur við að láta fólk vita hver hann er og hvaða viðskipti hann stundar, svo lengi sem hann eykur ekki lík- uraar á að nást með því að blanda óþarfa milliliðum í málin. „Annars nær maður engum árangri,“ segir hann. Meðan tryggt sé að ekki standi annað en orð á móti nrði sé hægt að tala hreint út um hlut- ina án þess að ástæða sé til að óttast refsingar. Hugsar um hirðina Þótt athafnir innbrotsþjófa séu yfirleitt tilviljanakenndar virðist talsvert skipulag vera á því hvern- ig þýfi er komið í peninga. Nokkr- ir menn hafa um sig lokuð gengi sem þeir kaupa af þýfi og greiða fyrir í peningum eða eiturlyfjum, einkum amfetamíni. Sá þessara manna sem hér er til umræðu lýsti því fyrir blaða- manni hvemig hann hugsaði um sína „hirð“. Skjólstæðingar hans eru yfirleitt ungir síbrotamenn, heimilislausir, illa famir af eiturly- fjaneyslu. Hann segist leggja áherslu á að taka á móti þessum mönnum þegar þeir losna úr fangelsum, hjálpa þeim við að ná þeim pening- um sem þeir eiga rétt á úr kerfínu og svo útvegi hann þeim húsnæði. Hann segist hafa yfir að ráða fjöl- mörgum herbergjum og bílskúmm á höfuðborgarsvæðinu og það hús- næði noti hann til að sjá sínum mönnum fyrir ódým þaki yfir höf- uðið. Þegar skjólstæðingar mannsins em teknir til við sína iðju - og farnir að bijótast inn til að afla þýfisins sem hann kaupir af þeim - lánar hann þeim bíla og segist aðstoða þá við að skipta svo oft um bfla að þeir þurfi ekki að fara oftar en tvisvar eða þrisvar á sama bílnum í innbrotaleiðangur. Með því að hugsa um „sína menn“ með þessum hætti tryggir hann sér trúnað þeirra og eignast að eigin sögn í þeim hvert bein. Þeir vilji ekki bíta í höndina sem elur þá og þess vegna sé lítil hætta á að þeir beri vitni gegn honum þótt þeir lendi í gæsluvarðhaldi. Þeir koma til hans með afrakstur innbrotanna og fá greitt í pening- um eða fíkniefnum. Vinna ekki nóguspennandi Þessi maður er um fertugt, fjöl- skyldumaður, atvinnurekandi og segist vera fjárhagslega vel stæð- ur. Hann segist hafa farið að versla með þýfí í kjölfar persónu- legs gjaldþrots fyrir 10 árum. Eft- ir gjaldþrotið hafí hann farið að braska, nauðbeygður, því hefði hann farið að vinna sem launþegi við þau iðnaðar- og tæknistörf sem hann hefur menntun til hefðu öll launin hans fyrstu árin mnnið í að greiða skattskuldir úr gjald- þrotinu. Síðan hafi eitt leitt af öðru og fyrr en varði hafi hann verið far- inn að versla með þýfí og að nota amfetamín - sem hann segist sjálfur aldrei nota - sem gjaldmið- il í þeim viðskiptum. „Nú er ég krimmi og búinn að fá mína sénsa,“ segir hann. Hann segist ekki alltaf sáttur við sitt hlut- skipti og samvisku sína. „En ég er spennufíkill, ég ræð ekki al- mennilega við þetta en venjuleg launavinna er einfaldlega ekki nógu spennandi fyrir mig lengur." A undanförnum ámm hefur hann m.a. sett upp fyrirtæki, sem hann hefur notað sem „þvottavél- ar“ fyrir illa fengna fjármuni og margsinnis staðið að því að eiga viðskipti af því tagi sem nýlega komust í fréttir eftir innbrotið í Skákprent, þótt ekki ætti hann þar hlut að máli. Fyrirtæki notuð sem þvottavélar „Þvottavélarnar" voru tvenns konar. Annars vegar litlar verslan- ir sem notaðar eru til að þvo stoln- ar ávísanir. Eigandinn borgar inn- brotsþjófunum 20% af nafnvirði þeirra handhafaávísana sem þeir komast yfir í innbrotum. Hann framselur ávísanirnar sjálfur og fer með þær í bankann með upp- gjöri sinnar verslunar. Þetta er gert í trausti þess að það sé engin leið að sanna annað en að starfs- menn verslunarinnar hafí tekið við ávísununum í góðri trú af við- skiptavini. Þess vegna þurfi hann ekki að óttast refsingu. Hin „þvottavélin“ var umboðs- sölumarkaður í Reykjavík, sem stundaði að hluta til lögmæt við- skipti en var annars notaður til að ljá viðskiptum með þýfí löglegt yfírbragð. Nótur voru gefnar út á fölsk nöfn fyrir öllum stolnum hlutum sem teknir voru í sölu og allt gert til þess að gera erfitt að rekja slóð- ina og sanna hvers lags viðskipti væru á ferðinni. „Menn verða að hafa tryggingar, útbúa skjöl til að sýna að maður hafi verið grandalaus, þá er ekki hægt að dæma mann,“ segir eigandinn fýrrverandi. Þeir sem kaupa þýfi vita oft að hveiju þeir ganga ef marka má viðmælendur blaðamanns, en tals- vert er keypt í góðri trú í gegnum smáauglýsingar eða umboðssölur. Á ákveðnum veitingastað er sagt að hægt sé að gefa sig á tal við viðstadda og lýsa áhuga á að kaupa ódýran síma, sjónvarp, myndbandstæki eða hvaðeina og þá gefí áhugasamur seljandi sig yfirleitt fljótlega fram. Kaupendur varaðir við umboðunum Heimildarmaður sagði að þegar tölvur væru seldar eða nýleg sjón- vörp væri þó nauðsynlegt að segja fólki hvað það væri að kaupa. Koma yrði í veg fyrir að.farið væri með hlutinn í viðgerð í um- boðið, þar væru upplýsingar um framleiðslunúmer sem gerðu að verkum að hægt væri að rekja hlutinn til réttra eigenda. Þess vegna sagðist hann segja sínum viðskiptavinum að hafa við sig samband ef hluturinn bilaði og þá mundi hann sjá um að koma við- komandi í samband við menn sem gerðu við og spyrðu einskis; það væri nóg af þeim. Þess eru sennilega talsvert mörg dæmi að fólk hafi leyst til sín þýfí sem stolið hefur verið frá því og því er spáð að þess verði skammt að bíða að farið verði að gera út á slík innbrot með mark- vissum hætti. Við vinnslu þessarar greinar var rætt við menn sem segjast vita samtals um 17-18 dæmi slíkra viðskipta. Kunnugir menn í undirheimun- um segja það auðvelt að hafa upp á tilteknum stolnum munum og státa sig af því að það hafí tekið þá frá 30 mínútum og upp í nokkra klukkutíma að komast í samband við þjófana frá því að þeir ákváðu að hafa uppi á mununum. í þessum heimi lifí og hrærist ekki mikið fleiri en 2-300 manns. Nokkrir tugir séu virkir hveiju sinni og allir þekki alla. 5.000 krónur á megabæt Maður sem gerst hefur milliliður í nokkrum málum af þessu tagi, segist taka þetta að sér í greiða- skyni verði kunningjar hans fyrir því að stolið sé frá þeim hugverk- um eða öðru sem mikil vinna ligg- ur í og erfítt er að bæta. Þar er oftast um tölvur að ræða. Þessi maður segir að þjófarnir séu yfir- leitt sjúkir fíklar sem selji tölvurn- ar fyrir 5.000 krónur á hvert megabæt í innra minni og fái borg- að í peningum eða dópi. Það sé hægt að fá þjófana til að selja tölvurnar til eiganda náist til þeirra nógu snemma eða áður en þeir fara með þær til kaupendanna sem þeir skipta reglulega við. Annar sem nálgast þetta eins og viðskipti sagðist hafa gert þetta þegar honum hafí borist munir sem ekki hafi verðmæti í hugum neins annars en eigandans. Þá sé hringt og tjónþolanum boðið að leysa til sín muni sem annars hefðu farið á haugana án þess að nokk- ur hefði grætt á því. Einnig er eitthvað um að stoln- um fundargerðarbókum, víxlum, samningum og persónuskilríkjum sé skilað til eigenda af þeim sem kaupa þýfíð enda er þá markaðs- virðið ekkert. Blaðamaður fékk á tilfinninguna við að hlusta á lýs- ingar á slíku að þar byggi að baki vilji eða þörf viðkomandi sem hef- ur þýfið undir höndum til að gera yfirbót. Tryggingafélag sagt hafa keypt þýfið Þörfín fyrir yfirbót er hins veg- ar fjarri ef menn eru með fémæta muni í höndunum eða sjá sér von í því að eigandinn vilji greiða fé til að endurheimta eigur sínar. I einu slíku tilviki var um að ræða fjarskiptabúnað. sem stolið var fr^L félagasamtökum. Blaða- maður 'ræddi við mann sem kvaðst hafa komist yfir hluta af því þýfí, gamlar talstöðva með lokuðum rásum. Þetta hefði ekki verið hægt að selja á almennum markaði og þess vegna hefði hann hringt í forsvarsmenn samtakanna og boð- ið þeim góssið til kaups. * Eigendurnir vildu ekki eiga við- skipti og svívirtu manninn, sem vildi selja þeim það sem þeir áttu. Hann reiddist svívirðingunum og segist hafa fengið á tilfinninguna að eigendumir ættu von á að tryggingafélagið mundi bæta tjón- ið með nýrri og fullkomnari bún- aði. Þess vegna segist hann hafa hringt í tryggingafélagið þar sem hann kynnti sig og sagðist hafa búnaðinn undir höndum en eigend- urnir hefðu engan áhuga á að ná honum til baka. Starfsmenn trygg- ingafélagsins hafí sannfærst um að eigendurnir vildu græða á tjón- inu og þess vegna samþykkt að kaupa góssið til baka. Það sem helst hefur breyst varð- andi undirheima borgarinnar und- anfarin misseri er að eftirspurn eftir stolnum tölvum hefur stór- aukist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.