Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni að taka þig, áður en þú áttar læra. þig á því, að ég er ekki í neinni aðstððu til þess að v gefa þér að éta? BRÉF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Simi 569 1100 • Símbréf 569 1329 Eflum löggæsluna á þjóðvegunum Frá Guðvarði Jónssyni: OFT HEFUR ruddaskapur öku- manna verið með ólíkindum, sér- staklega á vegum utan þéttbýlis, en núna upp á síðkastið má segja að ruddaskapurinn í framúrakstri, hafi keyrt um þverbak, sérsaklega í júlí. Eg held að slíkur aksturs- máti geti varla flokkast undir ann- að en hreina glæpamennsku, menn þjösnast framúr, hvar og hvenær sem er, án tillits til aðstæðna, menn þeytast áfram á yfir 100 km hraða í framúrakstri á blindhæðum og beygjum, vegmerkingar skipta þessa ökumenn engu. Lendi þeir í óhappi við þessar aðstæður, var það bara vegna þess að fíflið sem hann ætlaði að aka fram úr var fyrir svo hann gat ekki skipt um akrein og asninn sem hann mætti, var á svo miklum hraða að hann gat ekki stoppað, sjálfur lúsaðist ökufanturinn áfram af fyllsta ör- yggi- Föstudaginn 28. júlí var ég á ferð í Hvalfirði á leið vestur á firði, er ég kom að brekkunni fyrir utan veitingaskálann Þyril var óslitin bilaröð upp alla brekkuna, samt tók bíll, sem var á eftir mér, sig út úr röðinni og keyrði á öfugum vegarhelmingi upp alla brekkuna utan á bílaröðinni. Svona ökumað- ur ætti hreinlega ekki að hafa bíl- próf. En það er fleira sem er athuga- vert við framúraksturinn, það er ótrúlega stór hópur manna sem virðist ekki kunna að aka framúr, um leið og bílinn er kominn á móts við framhluta bílsins sem ekið er framúr, er svínað fyrir hann, og þurfa menn oft að vera snöggir að víkja sér undan til þess að fá ekki bílinn í frambrettið, ekki síst ef bílinn sem framúr ekur er með aftanívagn. Kannski þurfa ökukennarar að huga betur að þessu atriði. Ég spurði fjóra unga reykvíska ökumenn hvort þeim hefði ekki verið kenndur fram- úrakstur, svar þeirra allra var það sama, framúrakstur kemur nú af sjálfu sér. Ekki virtust þeir heldur hafa kynnt sér þann kafla umferð- arlaganna, sem fjallar um fram- úrakstur. Ökuhraðinn er alltaf að aukast ár frá ári. Fyrir um 40 árum óku menn á 50 til 60 km hraða og ökufantarnir á 80 km hraða, nú aka flestir á 100 til 110 km hraða og ökufantarnir á 130 til 140 kiti hraða, og það eru ekki miklar líkúf á því að menn láti hér staðar num- ið, heldur haldi áfram að auka hraðann og fjölga stóru slysunurú. Ríkisvaldið og tryggingafélögin kvarta mikið undan háum bóta- og tjónakostnaði. Þetta virðist mér vera bein afleiðing af þeirri stefnu stjórnvalda að halda niðri lög- gæslukostnaði. Myndi það ekki vera athugandi fyrir ríkisvaldið og tryggingafélögin að sameinast um það að hækka framlög til löggæslu og lækka með því bóta- og tjóna- kostnaðinn, væri það ekki pening- anna virði ef með því væri hægt að fækka þeim sem ökufantarnir senda í líkkistu eða hjólastól ár- lega? Er ekki betra að borga millj- ónir fyrir líf en lík? Ég ferðast töluvert um landið, sérstaklega á sumrin, og get ekið oft hundruð kílómetra, eða jafnvel dögum saman án þess að verða var við lögreglubíl, og farið marg- ar ferðir um Hvalfjörð án þess að sjá til lögreglubíls. Það er einmitt í skjóli þessa sem sá akstur, sem ég hef verið að lýsa, er stundaður. Skyldi það vera eitthvað sjálfsagð- ara að menn deyi í bílslysi af völd- um ökuníðings en fyrir hendi byssubófa? Ég held að engin lausn verði fundin á þessu máli betri en sú að efla löggæsluna, hindra akstur yfir hámarkshraða og taka hart á lífshættulegum framúrakstri. Það þarf ekki að fækka mörgum slys- um til þess að ná upp kostnaði á rekstri lögreglubíls. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Athugasemd við skrif um reiðhjólalása Frá Hrönn Gunnarsdóttur: í „BRÉFI til blaðsins" þann 11. ágúst var grein um reiðhjólaþjófn- aði. Þar er m.a. sagt að víralásar þeir sem mest væru í umferð hér- lendis hefðu reynst ágætlega. Ég vil mótmæla þessu harðlega. Ég veit nefnilega um fleiri en eitt dæmi þess að klippt hafi verið á þessa lása, að því ér virtist átakslít- ið, og lás jáfnvel klipptur á fleiri en einum stað ef þjófnum hentaði. Hins vegar eru U-lásarnir nokkuð öruggir því þá er ekki hægt að klippa heldur verður að saga, sem tekur miklu lengri tíma. Greinarhöfundur nefnir einnig að lásafyrirtækið Kryptonite sé með sterkustu lásana. Þetta fyrir- tæki sérhæfir sig þó ekki í víralás- um heldur U-lásum sem þeir hafa svo mikla trú á að þeir bjóða pen- ingaábyrgð U.S.$ 1000 ef hjóli láseigandans skyldi þrátt fyrir allt verða stolið. Þeir hafa þó einnig verið með víralása sem þeir kalla Kryptocabie og halda fram að standist næstum allar klippur en taka þó ekki ábyrgð á þeim. Ekki veit ég til þess að lásar frá Kryptonite fáist hér á landi en ef einhver veit betur væru upplýs- ingar um sölustaði vel þegnar. HRÖNN GUNNARSDÓTTIR, Hlégerði 10, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.