Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Haustvörurnar streyma inn Úlpur í fjölbreyttu úrvali. Póstsendum. Mörkinni 6, sími 588 5518. Bílastæði v/búðarvegginn. ‘VersCunarmáti nútímans G L Æ S I B Æ SÍMI 553 3366 Mikið úrval af BRIO kerrum & kerruvögnum. Vandaðar regnhlífakerrur frá kr 2.990 stgr. BARNAVÖRUVERSLUN FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA NÁMSKEIÐ FYRIR STARFANDI SJÚKRALIÐA Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið í september 1995: LYFHRIFAFRÆÐI I 20 kennslustundir. Fjallað verður um áhrif lyfja og aukaverkanir. Síðar er fyrirhugað að bjóða upp á framhaldsnámskeið. Kennari: Eggert Eggertsson lyfjafræðingur. Tími: 11 .-14. sept. kl. 17.00-21.00 í Fjölbrautarskólanum við Ármúla. SJÚKDÓMA- OG SÝKLAFRÆÐI 40 kennslustundir. Fjallað verður um grunnþætti sjúkdómafræði og helstu flokka sjúkdóma með áherslu á sýkla. Bók er innifalin í námskeiðsgjaldi. Kennari: Bogi Ingimarsson líffræðlngur. Tími: 22.-25. ágúst, 28.ágúst-1. sept. kl. 17.00-21.00 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. TÖLVUR I Námskeið fyrir byrjendur í tölvunotkun. Undanfari: Enginn. 40 kennslustundir. 25. sept.-12. okt. nk. Bók er innifalin í námskeiðsgjaldi. Kennari: Þórunn Óskarsdóttir tölvukennari. Timi: Kennt verður þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 17.00-20.15 í tölvuveri skólans. Innritað verðu á námskeiðin mánudaginn 14. ágúst og þriðjudaginn 15. ágúst kl. 9.00-12.00, sími 581-4022, bréfasími 568-0335. Skólameistari. J JUL \ L \ j. \' j j. Ilvar varsí f>á þvgar gullpoílarinn kr. 13.4 millfánir <lutl í Mánuká? Viá áskurn Irinunt Ireppna !it haminirju rnvá vinninginn. Kristbjörg Jenný Sig- urðardóttir, kenn- ari, fæddist að Hús- ey í Hróarstungu 25. apríl 1941. Hún lést í Landspitalan- um þann 5. ágúst 1995. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Dratthalastöð- um í Hjaltastaða- þinghá, f. 22. feb. 1914, d. 3. jan. 1977 og Sigurður Hall- dórsson frá Húsey, f. 4. des. 1913, d. 26. sept. 1992. Systkini hennar eru Guðrún f. 11. mars 1946, Halldór Hróarr f. 4. júní 1948, Aðalbjörg f. 21. jan. 1951 og Katrín Jónbjörg f. 28. des. 1956. Útför Jennýjar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. ágúst 1995 og hefst athöfnin kl. 15.00. Elsku Jenna mín. Það er erfítt að kveðja þig, kæra frænka, þú varst mér svo góð. Ég er þó glöð yfír því hvað við kynnt- umst vel á síðustu árum, og hvað við vorum góðar vinkonur. Þú varst mín stoð og stytta eftir að ég flutti til Reykjavíkur og hjálpaðir mér meira en orð fá lýst. Þú varst allt- af til taks fyrir mig ef eitthvað bjátaði á og það var því ekki að ástæðulausu að ég kallaði þig „sú- perfrænku". Kallið kom snögglega, eins og hendi væri veifað, en ég veit að þér líður vel. Mér þykir svo vænt um minningu þína og hún mun alltaf geymast í hjarta mínu. Ástarkveðja, Heba. Kristbjörg Jenný heimilisfræði- kennari lést í Landsspítalanum 5. ágúst sl. Þeir sem til þekktu vissu að hún átti við veikindi að stríða en engum kom til hugar að enda- lokin kæmu svo fljótt. En dauðinn, sá slyngi sláttumaður spyr einskis, kemur jafnan óboðinn. Jenný stundaði nám á Eiðum síðan í kvennaskól- anum að Hallormsstað og loks í Húsmæðra- kennaraskólanum. Að loknu námi þar kenndi hún á Hallormsstað. Hún annaðist veit- ingasölu í Valaskjálf um tíma en aðalstarf hennar síðustu árin var heimilisfræði- kennsla í Reykjavík, fyrst í Álftamýrar- skóla en mörg síðast- liðin ár í Seljaskóla. Heimilisfræðikennsla er líklega einhver mikilvægasta námsgrein sem kennd er í grunn- skólum landsins, því að það er beinn undirbúningur að heimilishaldi og í flestum tilfellum sá eini undirbún- ingur sem fólk hefur þegar stofnað er til heimilis. Því skiptir miklu máli að nemendum sé kennd hag- sýni í hvívetna, þrifnaður og góð umgengni. Á þetta lagði Jenný mikla áherslu og svo auðvitað að matur væri hollur og vel fram bor- inn. Jenný gerði miklar kröfur til nemenda sinna en allt of oft kunna nemendur ekki að meta það fyrr en síðar. Kröfur hennar voru ekki ósanngjamar því að hún gerði meiri kröfur til sjálfrar sín en ann- arra og undirbjó kennslu sína af fyllstu samviskusemi og mætti vel til vinnu sinnar þrátt fyrir að hún átti við veikindi að stríða. Jenný var aðeins 54 ára að aldri er hún lést en hafði samt skilað góðu og farsælu starfí sem kennari og það þakkar Seljaskóli henni, er lengst naut starfskrafta hennar. Systkin- um hennar og öðrum vandamönn- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Kristbjargar Jennýjar Sigurðardóttur. Hjalti Jónasson. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þessi bæn kom upp í huga mér þegar mér bámst fréttirnar um lát Jennýjar, minnar kæru vinkonu. Við höfum svo oft rætt um orðið „æðruleysi" og hvaða merkingu það hefði fyrir okkur. Ég átti alltaf frekar auðvelt með að „skynja“ orðið, því ég get ekki beinlínis sagt að ég hafí „skilið“ það. í huga mér sá ég fyrir mér tígulega konu á fornöld sem stjómaði búi bónda síns af skörungsskap á meðan hann var að í stríði fjarri heimili sínu. Hún tók örlögum sínum af æðru- leysi þegar henni bárast fregnir af því að hann hafí dáið af sáram sín- um. ... Jenný lagði allt annan skiln- ing í orðið. Hún fór stundum óhefð- bundnar leiðir að markmiðum sín- um og samkvæmt því skilgreindi hún það í huga sínum sem „kæru- leysi“ og öðlaðist þannig sinn eigin skilning á bæninni. En af hvetju „kæruleysi"? Hún Jenný var ekki kærulaus - nema síður sé. En stundum fannst henni að hún tæki hlutunum með of mik- illi ábyrgðartilfinningu og því var henni nauðsynlegt að tileinka sér svolítið kæruleysi til að verða ekki of ábyrg gagnvart öðru fólki. Þetta dæmi sýnir best hve vel Jenný þekkti sjálfa sig - hún leitaði eigin leiða sem færðu hana nær loka- markiði sínu - en hafði jafnframt aíltaf öll skilningarvit opin til að missa ekki af gullkomum frá öðr- um sem gætu hentað henni. En hvaða skilning á ég að leggja í orðið „æðruleysi" nú þegar Jennýjar nýtur ekki lengur við? Ekki með kæruleysi... Kannski get ég tekið því eins og konan á forn- öld sem með stolti sínu stóð óhögg- uð í lífsbaráttunni? Nei - í þetta skipti get ég ekki notað þann skiln- ing sem ég hafði áður, og ég get ekki breytt neinu um að Jenný er dáin, horfín á braut og burt úr daglegu lífi mínu - ég verð einfald- lega að sætta mig við ég get engu breytt um lát hennar. Bara yljað mér á góðum minningum og haldið áfram á þeirri braut sem hún að- stoðaði mig svo mikið við að kom- ast á. Það eru ekki nema tæp þrjú ár síðan við Jenný kynntumst. Þá stóð hún á ákveðnum tímamótum í lífí sínu og var ákveðin í því að nota allt jákvætt og gott sem gæti hjálp- að henni við að taka rétta ákvörð- un. Við vorum saman á fundi og ég sagði víst eitthvað sem höfðaði svo vel til hennar. Eftir fund kom hún til mín og sagði „ég get víst ekki neitað mér um að fá símanúm- erið þitt“. Þannig upphófst náinn kunningsskapur sem þróaðist smám saman í nána vináttu. Á þeirri stundu gat ég ekki séð fyrir hve náin samskipti okkar yrðu - _________MINNINGAR JENNÝ SIG URÐARDÓTTIR DROPLAUG RÓBERTSDÓTTIR ■+• Droplaug Róbertsdóttir ■ fæddist 17. september 1946 í Reylgavík. Hún lést af slysför- um 6. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 11. ágúst. FRÉTTIN um lát Droplaugar Ró- bertsdóttur var vinum og vanda- mönnum hennar eins og þruma úr heiðskíru lofti. Dauðinn minnti svo á staðreynd sína að við urðum agn- dofa og spumingin um réttlætið og meininguna með lífi og dauða varð áleitin og sár. Hvemig getur góður Guð sem öllu ræður Iátið þetta ger- ast? Eftir þtjátíu ára samfylgd við ijölskyldu okkar skilur þessi trygg- lynda og góða kona eftir margar minningar. Þær gengu um svipað leyti með sitt fyrsta barn, Þuríður mágkona hennar og Dobba, eins og hún var alltaf kölluð, og hittust daglega og studdu hvor aðra. Marg- ar stundir áttum við Þuríður á heim- ili þeirra Finnboga á Akranesi með bömin okkar og öll komumst við fyrir, það var alltaf nóg pláss ná- lægt Dobbu og hlýlegt. Það var aðdáunarvert að sjá hversu mikla alúð hún lagði við uppeldi barna sinna fimm, enda eru þau hvert öðru mannvænlegra. Hún var fyrst og fremst húsmóðir og hún naut þess að vera það. Hæfileikar henn- ar hefðu nýst til frama á ýmsum sviðum, en það var heimilið og böm- in sem hún valdi umfram annað. Hún var einstaklega lagin við að tala við böm og vinna traust þeira, uppörva þau og hugga ef með þurfti. Það var næstum því eins og hún gleymdi sjálfri sér, en þetta var henni eiginlegt. Hún fylgdist af lifandi áhuga með bömum ætt- ingja sinna og vina og vissi um hagi þeirra. Skemmst er að minn- ast sendinga hennar til dóttursonar okkar, Péturs Antonío, en hann er fæddur á afmælisdegi hennar. Það var gaman að fá hana og börnin hennar í heimsókn þegar við bjugg- um í Svíþjóð og ánægjulegt að end- urnýja kynnin við heimkomuna. Sorg bama hennar og bama- bama er þung og missir mestur, hún var kjölfestan í lífi þeirra og hún lifði fyrir þau. Hún skilur einn- ig eftir sig systur og aldaða for- eldra. Við vottum ykkur og öðrum ást- vinum hennar einlæga samúð. Megi minningin um Droplaugu og Guð, sem hún leitaði og eignaðist lifandi trú á, vernda ykkur og styðja. Þessi trú léttir smám saman af því fargi sem sorgin er. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helst er Herrann Jesús hjartans fró og líkar skaut. Þuríður, Pétur og börn. -.H----- DANCALL radiomidun Grandagaröi 9 • 101 Reykjavík Sími 511 1010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.