Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Á nyrstu bungum Grænlandsiðkuls Elínu Pálmadóttur að þeir hefðu farið 600 km leið á jöklinum, borað upp fimm ískjama, sem lengst náðu aftur á 8. öld, og lagt drög að vali á næsta djúpbomnarstað, líklega fyrir næsta sumar. FEGNIR voru þeir félagar, Hafliði Bárður, Þorsteinn Þorsteins- son og Þjóðverjinn Matthias, að komast í búðir Bandaríkja- manna, sem voru eins og lúxushótel eftir 6 vikna vist í tjöld- um á jöklinum. j menn bjuggu í tjöldum. „Byijað var á að hlaða sleðana," sagði Hafliði Bárður. „Þetta var feikilegur flutn- ingur, m.a. 80 tunnur af eldsneyti, bæði fyrir bíla og flugvélar. Við vorum með tvo stóra Kissbore snjó- bíla og þurfu þeir að draga allt á stórum sleðum. Bíllinn sem ég keyrði var með sleðum og öllu til- heyrandi 50 metrar á lengd og 20-30 tonn á þyngd. Við fylgdum svo alltaf 2800 metra hæðarlínunni í suðvestur og síðan suður á bóg- inn, alls um 600 km ferðalag, sem k endaði við 75. gráðu norður- m. breiddar og 42. gráðu vestur- K lengdar, sem er um 300 km jp fyrir norðan GRIP, djúþholuna mí sem Danir voru að bora und- MkL anfarin ár. Alltaf var stans- B að með 150 km millibili til pf að djúpbora og með 30-50 mp km millibili tii að bora 15 m Hr holur.“ |fr Færðin var mjög erfið“, segir Bárður. „Þarna er 30 stiga frost í snjónum. Allt í lagi að keyra í þessum snjó einu sinni, en ef aftur þarf að aka á sama stað er snjórinn eins og hveiti, þannig að ef bíllinn hreyfðist ekki í fyrsta sinn, þá urð- um við að draga hver annan upp.“ Hafliði Bárður sagði að þeir hefðu þarna sett hvert hraðametið og dýptarmetið á fætur öðru við borun á Grænlandsjökli. Aldrei hefði verið borað svo mikið með þessum bor, sem er sérsmíðaður hjá Alfred Wegener stofnuninni. En hann var líka notaður á Suðurskautslandinu 1992-1993. Þessi vísindastofnun var sett á laggirnar fyrir 10 árum í því skyni að gera rannsóknir á heimskautasvæðunum, bæði Suðurskautinu og Norðurskaut- inu og til hafrannsókna á þeim slóðum. Er hún meðal annars með rannsóknastöð á Suður- skautslandinu, þar sem 8 menn hafa bækistöð allt árið. Áformað hafði verið að Herkules- flugvélin kæmi og losaði leiðangur- inn við ískjarnana, sem búið var að bora upp og vógu þá orðið 5 tonn. „Flugvélin var komin yfir okkur. Við heyrðum í henni og gát- um talað við flugmennina. En þá kom babb í bátinn. Bandaríkjamenn eru bará með tvær Herkúlesvélar þarna. Hin hafði verið að aðstoða annan leiðangur og rekið vængend- ann í snjóinn, svo að fremra skíðið hafði brotnað. Þegar hin vélin var yfir okkur var henni því skyndilega snúið við til Thule, hún fékk ekki leyfi til að lenda. Við máttum því auk alls annars draga með okkur þessa ískjama, sem vógu orðið 8 tonn áður en við komumst á leiðar- enda á 75. breiddargráðu og 42. gráðu vesturlengdar. Staðið hafði til að Herkúlesvélin kæmi aftur og sækti okkur þang- að,“ hélt Hafliði Bárður áfram frá- sögninni. „En þá var hitastigið orð- ið mínus 17-18 gráður, enda komið hásumar, og það er of heitt fyrir þær að lenda á jöklinum. Twin Ott- er vélin þurfti því að koma aftur frá Akureyri. Hún fór 5 ferðir frá búðunum okkar að GISP, sem er staður þar sem Bandaríkjamenn höfðu verið með djúpboranir. Þang- að flutti hún ísinn og okkur. En við skildum farangurinn og bílana eftir LEIÐANGURINN undir for- ustu dr. Josefs Kipfstuhls leiðangursstjóra lagði upp með flugi frá Kaup- mannahöfn til Syðri- Straumsfjarð- ar á Grænlandi 29. maí sl. Leiðang- ursmenn voru 8, fimm Þjóðverjar, tveir íslendingar og einn Svisslend- ingur. Þorsteinn Þorsteinsson er að vinna að doktorsverkefni um krist- algerð í ískjarna hjá Alfred Wegen- er stofnuninni og hefur áður starfað í þijú ár við djúpboranir sem fram hafa farið á Grænlandsjökli á veg- um Dana og fleiri. Hafliði Bárður kom til móts við leiðangursmenn í Kaupmannahöfn. Hann er húsa- smíðameistari og hefur frá bam- æsku verið í leiðöngrum Jöklarann- sóknafélags íslands, fyrst með for- eldram sínum Herði Hafliðasyni og Ingu Árnadóttur frá 15 ára aldri einn af reyndustu jöklamönnum landsins í vísindaleiðöngrum á Vatnajökul. Því höfðu þýsku leið- angursmennirnir samband við hann í apríl fyrir milligöngu Jónasar El- íassonar, prófessors, og segja að reynsla hans hafi komið mjög að notum við akstur, borun, viðgerðir o. fl. Hekúlesvél frá Bandaríkjamönn- um sótti leiðangursmenn til Syðri- Straumsfjarðar og flutti þá að Thule flugstöðinni á jöklinum, þar sem þeir biðu í tvo daga eftir Twin Otter flugvél frá Flugfélagi Norður- lands. Hún hafði verið með Sigfús Johnsen dósent og danska leiðang- ursmenn er voru að reyna á jöklin- um prufubor, sem á að nota á Suð- urskautinu, þar sem þeir telja að þeir geti fengið upplýsingar lengra aftur í tímann en með djúpborun sinni á Grænlandsjökli undanfarin ár. Flutti Twin Otter vélin þýska leiðangurinn á hájökulinn og kom þar annað slagið. Sagði Hafliði Bárður leiðangursmenn fara mikl- um lofsorðum um Flugfélag Norð- urlands fyrir færni og hjálpsemi. Og Þorsteinn Þorsteinsson sagði að samstarf stofnunar hans við flugfé- lagið hefði verið með miklum ágæt- um og nytu fiugmenn þess mikils álits víða um lönd fyrir hæfni sína við erfiðar aðstæður. í 2800 m hæð á jöklinum. Bækistöðin var í 2800 metra hæð á 80. breiddargráðu og 45. gráðu' vestlægrar lengdar, en þangað hafði Herkúlesvélin áður flutt birgðir af mat og elds neyti. En leiðangurs- HAFLIÐI Bárð- ur í kuldanum á hájöklinum norður undir 80. breiddargráðu, þar sem menn sváfu með lopapeysu um andlitið. EINMANALEGAR búðir á hájökli Norður-Grænlands, þar sem leiðangursmenn í tjöldum í 32ja stiga frosti. Ljósmyndir tók Hafliði Bárður Harðarson. LEIÐANGURINN á 600 km langri ferð á jöklinum með allan sinn farangur og birgðir og með 8 tonn af ískjörnum áður en yfir lauk. Tveir íslendingar voru í miklum þýskum leið- angri um lítt kannaðan norðurhluta Græn- lands á vegum Alfred Wegener Institut. Þor- steinn Þorsteinsson jöklafræðingur, sem stjómaði bomn, ogþrautþjálfaður jöklafari, ÞORSTEINN með fugl, sem borist hafði upp á jökulinn og var að fijósa í hel þegar Þorsteinn bjargaði hon- um Hafliði Bárður Harðarson. Sagði Hafliði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.