Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 7 FRÉTTIR Tundurdufli eytt á Langanesi Þórshöfn. Morgunblaðið. FYRIR skömmu komu menn frá Landhelgisgæslunni hingað til Þórshafnar í þeim tilgangi að eyða tundurdufli. Duflið var á sandinum skammt frá bænum Syðri- Brekkum og er frá stríðsárun- um. Að sögn Sigurðar Asgríms- sonar hjá Landhelgisgæslunni hefði duflið getað sprungið við mikið högg eða jafnvel við fikt manna, en það eru starfsmenn Gæslunnar hræddastir við að geti gerst. í tundurduflinu var jafngildi 500 tonna af dynamíti og sagði Sigurður að svo mikið sprengi- efni í höndum misviturra manna geti verið stórhættulegt. Auð- velt er að gera sér í hugarlund hvílíkur kraftur leystist úr læð- ingi við slíka sprengingu. Gluggarúður í húsum Þórshafn- arbúa hefðu splundrast og einn- ig á nálægum sveitabýlum. Það tók um fjórar klukkustundir að brenna sprengiefnið. Um og eftir stríðsárin rak þessi dufl í haugum að Islands- ströndum, en um 110.000 dufl- um af þessari gerð var lagt með austurströnd Islands allt til Orkneyja. Duflin geymast vel í sandi þar sem lítið súrefni kemst að og geta legið þar graf- in í sandi áratugum saman, en komið upp, þegar sandurinn breytir sér. Hér á landi hafa tundurdufl sprungið og valdið miklu tjóni. í nóvember 1941 sprakk dufl á Skálum á Langanesi og stór- skemmdust og eyðilögðust hús í þeirri sprengingu. Sigurður Asgrímsson hjá Landhelgisgæslunni vill brýna það fyrir fólki að láta Gæsluna vita sem fyrst verði það vart við dufl eða ókennilega hluti við strendur landsins. ;, v r* Aích ||mh et úotgin þfh * & ftOYÁLMILE EDINBURCH B BB í haust og vetur • Þú finnur vart fallegri og þægilegri borg. Nánast allt í göngufæri við hótelin í miðbænum. BYRJAÐU FERÐINA I Afsláttur til korthafa VISA til Edinborgar - 500 sæti Almenn kort 10OO kr. Farkort 2000 lcr. Gullkort 3000 lcr. • Frábærar verslanir, fjöldi góðra veitingastaða og kráa og stutt í leikhúsin. Næturklúbbar og diskótek. • Við bjóðum verslunar- og kynnisferðir, skosk kvöld og pöbbarölt ásamt skemmtikvöldinu góða á hinu sívinsæla veitingahúsi Victoria & Albert. • Fjórar ferðir í viku frá 7. okt. til 30. nóv. • Frábær fararstjórn. • Vandaðir gististaðir. Verð frá iwmm á manninn í tvíbýli á Mount Royal í 2 nætur (frá 26.640 kr. í 3 nætur). Dæmi um verð með VISA PLÚS afslætti: 21.640 kr. á mann fyrir handhafa Gullkorts. Innifalið: flug, gisting, morgunverður, akstur til og frá hóteli, fararstjórn og flugvallarskattar. 6tFUSSSS-. ÆMrval-ötsýn hátt i 10(W tg-J 2g oW6ber, Uppselt !*■• Lágmúlct 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: simi 565 2366, Keflavik: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.