Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Osigurinn í Krajina er mikið áfall fyrir Serba, sem hafa fengið orð á sig fyrir að vera harð- skeyttir bardagamenn, og sem stendur bendir flest til þess að íraumur þeirra um að sameina þjóðina í „Stór-Serbíu“ rætist ekki. Keisari Ungveijalands lét flytja Serba til Krajina til að nota þá sem nokkurs konar „stuðpúða“ óg „eilífðarvörn" gegn Tyrkjum. í'ullt nafn héraðsins á serbó-króa- tísku, Vojna Krajina, merkir „hernaðaijaðar“. Serbneskum þjóðernissinnum sárnar einkum að hafa misst Knín, höfuðstað héraðsins, þar sem Serbar hafa verið í meiri- hluta í þijár aldir. Knín er einnig mikilvæg í sögu Króatíu, því þar voru konungarnir krýndir þegar Króatía var konungsríki frá 10. öld og þar til landið sameinaðist Ungveijalandi 1091. Franjo Tudjman, forseti Króat- íu, hafði ærna ástæðu til að fagna sigrinum í Krajina og hans verður minnst sem mannsins sem lét 1.000 ára draum um að sameina Króata í sjálfstæðu ríki rætast. Sigurinn í Krajina er mikilvæg- ur fyrir efnahag Króatíu. Króatar geta nú aftur opnað vegi og járn- brautir sem liggja um héraðið og tengja norður- og suðurhluta landsins. Króatar ættu einnig að geta byggt upp blómlega ferða- þjónustu að nýju því að sóldýrk- endur geta nú aftur spókað sig á strönd Króatíu án þess að hætta á að verða fyrir sprengjum Serba. Hagnast á vopnasmygli Krajina féll á aðeins þrem dög- um o g flestum kom á óvart hversu hratt og auðveldlega Króatar náðu héraðinu á sitt vald. Króa- tíuher beitti um 105.000 her- mönnum í sókninni, eða nánast öllum mannafla sínum, og þetta er fjölmennasti her sem barist hefur í Evrópu frá heimsstyijöld- inni síðari. Króatar höfðu undirbúið sókn- ina vandlega í tvö ár með mikilli vígvæðingu eftir að Serbar náðu um þriðjungi Króatíu á sitt vald í kjölfar þess að þarlendir ráðamenn lýstu yfir sjálfstæði landsins frá gömlu Júgóslavíu árið 1991. Kró- atar hafa aðallega eignast sovésk vopn, sem átti að eyðileggja eftir endalok kalda stríðsins en voru seld til Króatíu þrátt fyrir vopna- sölubann Sameinuðu þjóðanna á lönd gömlu Júgóslavíu. Breski hermálasérfræðingur- inn Paul Beaver telur að Króatar hafi fengið megnið af vopnum sínum frá fyrrverandi kommún- istaríkjum í Austur-Evrópu. Þeir hafi til að mynda fengið sovéskar orrustu- og sprengjuþotur af gerðinni MiG-21 og þyrlur af gerðinni MiG-24, sem gætu hafa komið frá gamla Austur-Þýska- landi. Þeir eigi ennfremur BM-21 flugskeytaskotpalla frá Tékk- landi. Króatíuher hefur ennfremur eignast Stinger eldflaugar frá Bandaríkjunum, Blowpipe eld- flaugar frá Bretlandi, sænsk flug- skeyti og vélbyssur frá Singap- ore, Þýskalandi, ísrael, Suður- Afríku og Argentínu. Ljóst þykir að Króatar hafi einn- ig hagnast mjög á vopnasmygli til Bosníu frá múslimaríkjum eins og íran og Saudi-Arabíu, sem virða vopnasölubannið að vettugi og verða að senda vopnin um Króat- íu. Talið er að Króatar hafi tekið „toIl“ af vopnasmyglinu. Aðstoð Bandaríkjamanna og Þjóðverja Nokkrir fréttaskýrendur segja hugsanlegt að Þjóðveijar hafi aðstoðað við að fjármagna vopna- kaupin, þótt engar sannanir séu fyrir því. Auk þess hafi Króatar sem hafa flust til annarra Janda, einkum Bandaríkjanna og Ástral- íu, verið örlátir á fé. Fréttaslfýrendur telja að Króat- Reuter KRÓATÍSKIR lögreglumenn fylgja serbneskum íbúum Knín að lögreglustöð eftir fall borgarinnar. Allt að 200.000 manns flúðu frá Krajina vegna sóknar Króata til Bosníu og Serbíu. Sigur Króatíuhers í Krajina Bosnía milli steins og sleggju? „Þetta er leynilegt samstarf og erfitt er að finna sannanir fyrir því,“ sagði breski hermálasér- fræðingurinn Jonathan Eyal. „Ég bendi aðeins á þá forvitnilegu staðreynd að margir fyrrverandi hershöfðingjar Bandaríkjahers hafa kosið að eyða ævikvöldinu á Balkan-skaga frekar en í Florída. Ég tel ekki að það sé vegna þess að fasteignaverðið sé lægra.“ Þá greinir The Independent frá því að stjórnkerfi Króatíuhers hafi verið breytt að vestrænni fyrirmynd, undir leiðsogn banda- rískra og þýskra ráðgafa. John Galvin hershöfðingi, fyrrum æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna SIGUR Króata á Serbum í Krajina gæti að margra mati auðveldað friðarsamning í löndum gömlu Júgóslavíu, skrifar Bogi Arason. Aðrir óttast hins vegar að Króatar ákveði að hætta samvinnunni við Bosníu-stjórn og notfæra sér betri hernaðar- stöðu sínatil að ná samkomulagi við Serbíu, sem gæfi Serbum frjálsari hendur í Bosníu. ar hafi ennfremur notið aðstoðar bandarískra fyrirtækja sem sér- hæfa sig í hemaðarráðgjöf. Eitt þessara fyrirtækja er í eigu fyrr- verandi yfírmanns leyniþjónustu bandaríska hersins og er talið hafa aðstoðað við þjálfun króatískra herforingja. Reuter KRÓATÍSKIR hermenn fagna sigrinum í Krajina á dráttarvél í höfuðstað héraðsins, Knín. Til hægritFranjo Tudjman, forseti Króatíu, fylgist með hersýningu í Zagreb. í Evrópu, hafi verið í sambandi við króatíska varnarmálaráðu- neytið og annar bandarískur hers- höfðingi, John Sewell, veitt ráð- gjöf um endurskipulagningu hers- ins. Viðbrögð Vesturlanda veik Þótt hernaðaraðgerðir Króata gengju i berhögg við friðarsamn- ing þeirra við Serba frá árinu 1991 voru viðbrögð leiðtoga á Vesturlöndum veik. Frakkar og Bretar mótmæltu sókninni þegar hún hófst en þögðu síðan þunnu hljóði. Bandaríkjamenn og Þjóð- veijar létu hins vegar í Ijós skiln- ing á aðgerðunum og bentu á að Krajina hefur tilheyrt Króatíu. Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Þýskalands sögðust vona að sigur Króata yrði til þess að Serbar í Bosníu neyddust til að fallast á friðarviðræður. Rússar voru hins vegar óánægðir og ut- anríkisráðuneytið í Moskvu for- dæmdi „þau ríki sem, þrátt fyrir veik mótmæli, stóðu í reynd á bak við hernaðaraðgerðirnar." Margir telja hugsanlegt að sig- ur Króata kunni þegar fram Iíða stundir að stuðla að friði í löndum gömlu Júgóslavíu. Nokkrir stjóru- arerindrekar hafa þó viðurkennt að náist samkomulag um frið verði það að lík.indum ekki byggt á „sanngjarnri lausn“ samkvæmt háleitum grundvallarreglum Sameinuðu þjóðanna, heldur verði svæðinu skipt milli öflugustu ríkj- anna, Króatíu og Serbíu. Leiðtogar Vesturlánda virðast líta svo á að Króatía og Serbía muni að lokum ráða lögum og lofum í þessum heimshluta; Kró- atía í bandalagi við Bandaríkin og Serbía hluti af slavnesku bandalagi undir forystu Rúss- lands. Viðbrögð bosnískra ráðamanna við falli Krajina voru varfærnis- leg, enda óttast þeir að Króatar komist að þeirri niðurstöðu að nú, þegar þeir hafa styrkt hernaðar- lega stöðu sína, sé rétti tíminn fyrir þá til að ná samkomulagi við stjórn Serbíu sem veitti Serb- um frjálsari hendur í Bosníu. Skýrari línur Sigur Króata í Krajina hefur breytt „þjóðerniskortinu" í gömlu Júgóslavíu og nýtt hernaðaijafn- vægi hefur skapast. Kortið virðist mun einfaldara nú þegar Krajina tilheyrir aftur Króatíu og verði Austur-SIavonía í höndum Serba og smáríkið Bosnía þar á milli. Línurnar eru skýrari, sem ætti að auðvelda lausn á deilunni. Bosníu-Serbar standa nú höll-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.