Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 20
u 20 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÝIR eigendur Saumastofunnar Sólarinnar, f.v. Hrönn Norðdahl og Sigríður Björnsdóttir. VIÐ VÖNDUM OKKAR FRAMLEIÐSL U VœSHFTl/AIVINNUljF Á SUIMIMUDEGI ►Eigendur Saumastofunnar Sólarinnar Nýbýlavegi 4 í Kópavogi eru þær Hrönn Norðdahl og Sigríður Björnsdóttir. Sigríður er Kópavogsbúi, hefur próf úr Ritaraskólanum og vann um árabil við bókhald hjá Guðlaugi Bergmann. Hún er í sambúð og á þrjú börn. Hrönn er Reykvíkingur, hún hefur mikla reynslu í sljórnun og rekstri innan fataiðnaðarins, vann m.a. hjá Sjóklæðagerðinni en lengst hjá Hagkaup. Hún er í sambúð og á tvö börn. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Saumastofan Sólin við Ný- býlaveg 4 í Kópavogi hef- ur verið starfrækt í 25 ár. Upphaflega var saumastofan á vegum Karnabæjar og í eigu Guðlaugs Bergmanns og Björns Péturssonar en seinna ein- göngu Guðlaugs. Hinn 1. apríl í vor varð hins vegar róttæk breyt- ing þar á, þær Hrönn Norðdahl og Sigríður Bjömsdóttur keyptu Saumastofuna Sólina og reka hana nú. „Þegar Guðlaugur Bergmann flutti á Snæfellsnes seldi hann fyrirtæki sín og við ákváðum að kaupa hluta þeirra, sem er nánar til tekið saumastofan og verslun sem henni fylgir," segir Sigríður. „Ég hafði starfað um árabil hjá Guðlaugi við bókhald og var því rekstrinum vel kunnug, Hrönn kom aftur á móti hingað til starfa mánuði áður en kaupin voru gerð. Við þekktumst því nánast ekkert þegar við urðum viðskiptafélagar. Rekstur saumastofunnar hefur verið á uppleið undanfarið eftir samdráttarskeið síðustu ára. Það er óneintalega mikil breyting að bera allt í einu alla ábyrgð á rekstri sjálfur. Það auðveldaði ekki þessa breytingu að ég var ófrísk þegar kaupin voru gerð og byijaði nán- ast á að fara í bameignarfrí. Ég er enn í því fríi en kem að rekstrin- um eigi að síður. Saumum eftir máli íslenskar saumastofur eru í harðri samkeppni við innfluttan fatnað, sem oft er ódýrari en það sem saumastofunar framleiða. Gæðin eru hins vegar ekki sam- bærileg oft á tíðum. Það sem fleyt- ir okkur áfram er að við getum boðið vandaðri fatnað úr betri efn- um en það sem innflutt er. Við getum líka sérsniðið föt og sér- saumað, það eru mjög margir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda, það er því mikilvægt að halda þessum iðnaði í landinu. Allur ein- kennisfatnaður, sem við saumum, er t.d. saumaður eftir máli og því ekki hægt að sauma hann erlendis svo vel sé. Fólkið þarf að máta og flíkin er í höndum klæðskera þangað til hún er afhent. Þessi hluti starfseminnar er lang stærst- ur hjá okkur. Það er ekki mikið framboð á menntuðum og þjálfuð- um starfskrafti til þessara starfa. Við höfum tekið á móti nemendum úr Iðnskólanum, sem eru að Ijúka sveinsprófí úr Fataiðnaðardeild- inni og þurfa á verklegri menntun að halda. Það höfum við gert á okkar kostnað í þeirri von að fá eitthvað af þessu fólki til starfa. Næg verkefni fyrir íslensar saumastofur Þær Hrönn og Sigríður eru sam- mála um að þörf sé fyrir allar þær saumastofur sem starfandi eru í landinu og verkefni fyrir þær séu næg. „Það er ekki dýrt dæmi að fá sér sérsaumuð föt hjá okkur, hvorki kven- eða karlfatnað," seg- ir Sigríður. „Dragtin kostar frá okkur um tuttugu þúsund og karl- mannaföt eru aðeins dýrari. Þetta verð miðast við klæðskerasaumuð föt. Herrafötin eru dýrari af því það er meiri vinna við þau. Launakjör saumakvenna eru um sjötíu þúsund krónur á mánuði hjá okkur. Við getum ekki rekið fyrirtækið á bónuskerfi, vegna okkar sérsaums. Það er ekki hægt að framleiða klæðskeraföt í akk- orði. Við erum ekki með fjölda- framleidd föt nema í mjög litlum mæli. Þess vegna borgum við okk- ar starfsfólki jafnaðarkaup. Við leggjum auðvitað til allar vélar og aðstöðu hér. Öll okkar framleiðsla fér fram innan veggja fyrirtækis- ins. Við tókum við fyrirtækinu í mjög góðri stöðu hvað verkefni snertir. Við erum með samninga í höndunum við stór og traust fyr- irtæki. Verðið sem við fáum fyrir okkar framleiðslu stendur vel und- ir rekstrinum. Við erum lítið í framleiðslu fatnaðar sem áhætta fylgir. Svo sem tískuvörum sem detta út eftir stuttan tíma og seld- ar eru í mistryggum verslunum. Fjármagnskostnaður í lágmarki Við leggjum á það mikla áherslu að reksturinn sjálfur standi undir því sem við þurfum að greiða og höfum ekki tekið lán, nema hvað við höfum þurft að fá skammtíma yfirdráttarheimild á reikninginn okkar tvisvar sinnum. Við ætlum að reka okkar fyrirtæki þannig að fjármagnskostnaður sé í algjöru lágmarki. Við yfirtókum lán frá Iðnlánasjóði, það er eina lánið sem hvílir á rekstrinum og það er langtímalán. Við höfum hins vegar ekki þurft að taka slíkt lán frá því við sjálfar tókum við rekstrinum," segir Sigríður. Hvað er framleitt? „Við framleiðum undir nafni Sólarinnar en okkar fyrirtæki heitir Sólstaða ehf, sem þýðir eignarhluta- félag,“ segir Hrönn. „Við saumum karlmannajakkafót og kvendragtir eftir pöntunum og einnig framleið- um við einkennisbúninga fyrir fyrir- tæki, t.d. Landsbankann, Landsam- band Sparisjóða, Ríkiskaup, allflest rútufyrirtæki landsins og fleiri aðila. Við kaupum efnin frá Foldu á Akur- eyri, en það eru íslensk efni í efsta gæðaflokki og einnig kaup- um við mikið af efnum frá Tékk- landi. Þar eru ofin afbragðsefni sem henta vel í starfsmanna- fatnað. Þau efni þurfa að vera úr blöndu af ull og pólyester eða hreinni ull. Slíkur fatnaður þarf að halda sér vel og þola mikið álag. íslensk efni í lögreglubún- in ga Einkennis- búningur I., sem lögreglan notar, er saumaður úr íslenskum efnum frá Foldu, lög- reglan og skip- stjómarmenn og fleiri sem nota einkennisbún- inga vilja ein- göngu íslensk efni. Sniðin búum við til sjálf. Við höfum í okkar þjónustu sex klæðskera auk annars aðstoðar- fólks við sníðagerð og sniðningar. Saumaskap og frágang annast tuttugu og sjö starfsmenn. Einnig eru tvær afgreiðslustúlkur í versl- uninni og svo erum við Sigríður í fullu starfi báðar. Við vinnum hér í fyrirtækinu nánast eingöngu dag- vinnu en á álagstímum, sem eru haustin, þá er unnin yfirvinna. Verkefni eru yfirfljótanleg á innan- landsmarkaði eins og er og ekki útlit fyrir að það breytist á næst- unni. Kvenföt háð duttlungum tískunnar Einkennisfatnaður er mjög svip- aður í sniði frá ári til árs þó vissu- lega séu einhverjar smábreytingar gerðar, einkum fyrir bankastarfs- menn og aðra í svipuðum störfum. Karlmannajakkaföt eru líka nokk- uð stöðluð í sniði, helst að hnepp'- ingar breytist, t.d. hvort föt em ) einheppt eða tvíhenppt. Einnig sídd j jakkanna mismunandi og vídd buxnaskálmanna. Kvenfötin eru * hins vegar meira háð duttlungum tískunnar. Tískustraumamir koma hingað til okkar erlendis frá, snið kven- jakka eru alltaf að breytast. Það sem er í tísku í dag er orðið úrelt eftir mánuð ef * tískunni er ná- | kvæmlega fylgt. , Okkar viðskipta- vinir em flestir af því tagi sem vilja vandaðar vömr og „klass- ísk“ snið. Þrátt fyrir það þurfum við alltaf að vera að breyta sniðun- | um. Við þurfum . líka stöðugt að vera að bjóða ný * og ný efni. íslendingar hafa mjög vand- aðan smekk og vilja almennt vera vel klæddir. Það þýðir ekkert að bjóða íslend- . ingum óvönduð efni sem þvælast I illa. Þetta verða ) íslenskar sauma- stofur að hafa í huga, sem þær og gera. Ég veit ekki um neina saumastofu sem framleiðir lélega vöm á íslandi. Ef vandað er til efna og allrar vinnu við flíkina þá fæst vönduð vara. > Ef þessa er gætt getur íslenskur i fataiðnaður haldið velli og keppt við erlenda framleiðslu með góðum árangri.“ Kvenfötin eru hins vegar meira háð duttlungum tískunnar. Tísku- straumarnir koma hingað til okkar erlendis f rá, snið kvenjakka eru alltaf að breytast. Það sem er í tísku í dag er orðið úr- elt eftir mánuð ef tískunni er ná- kvæmlega fylgt. Okkar viðskipta- vinir eru flestir af því tagi sem vilja vandaðar vörur og „klassísk“ snið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.