Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 1
 80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 181. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 13. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hættulegur golfvöllur HÆSTIRÉTTUR Maine-ríkis hefur staðfest dóm undirréttar um að Fort Kent-golf- klúbbnum beri að greiða konu einni 40 þúsund dollara skaðabætur en hún varð fyrir eigin golfkúlu. Konan, Jeannine Pelleti- er, náði góðu höggi en kúlan skall á járn- brautarteinum við hlið golfvallarins og kast- aðist aftur í andlit hennar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þó að golfklúb- burinn ætti ekki teinana bæri hann ábyrgð á því svæði sem hann leyfði félögum sínum að nota. Græna grasið blekkir BRESKIR garðyrkjumenn taka starf sitt mjög alvarlega og ríkir mikil spenna árlega um það hver hreppi sigurinn í keppninni „Bretland í blóma". Miklir hitar hafa hins vegar sett strik í reikninginn hjá mörgum í sumar. Þannig urðu embættismenn í bæn- um Stroud, sem höfðu talið sig eiga miklar líkur á sigri, fyrir því áfalli að allt gras hafði gulnað vegna hitabylgjunnar, skömmu áður en von var á dómurum keppn- innar. Þeir brugðu á það ráð að lita grasið grænt aðeins nokkrum klukkustundum áður en dómararnir komu. Margir bæjarbú- ar töldu þetta fáránlegt uppátæki en skipu- leggjendur keppninnar vissu ekki alveg hvernig þeir ættu að bregðast við. „Reglur keppninnar banna gerviblóm en hvergi seg- ir neitt um litað gras," sagði einn þeirra. Myndrænn vandi BÍLSTJÓRI á Nýja-Sjálandi, sem sektaður var fyrir hraðakstur, var ekki allskostar sáttur við þá niðurstöðu en hann hafði mælst á of miklum hraða með radarmynda- vél. Krafðist hann þess að lógreglan sendi honum afrit af myndinni. Var orðið við þeirri beiðni mannsins og fór ekki á milli mála af hverjum myndin var. Bílstjórinn var þó ekki af baki dottinn og sendi löreglunni á móti ljósmynd af ávísun fyrir þeirri upphæð sem sektin nam. Lauk málinu ekki fyrr en lög- reglan sendi honum nýja rukkun fyrir sekt- inni ásamt ljósmynd af handjárnum. Bakarar mót- mæla ÁSTRALSKUR bakari hefur ákveðið að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka með því að beygja franskbrauð sín þannig að þau líkist bjúgverplum (boomerang), kast- vopnum ástralskra frumbyggja. Að auki hefur bakarinn rétt úr frönsku croissant- smjörhornunum þannig að þau verði bein. Ekki er vitað um gagnaðgerðir franskra bakara. Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson KVOLDSTUND A HENGLI Utanríkisráðherra Rússlands segir góðar líkur á lausn Júgóslaviudeilu Harðir bardagar blossa upp í Mið-Bosníu Sanyevo, Moskvu. Reuter. HARÐIR bardagar brutust út í Mið-Bosníu í gær þegar stjórnarherinn hóf sókn frá Bugojno í átt að borginni Donji Vakuf, sem er á valdi Serba. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði að búist hefði verið við því að þessi sókn myndi hefjast undanfarin mánuð og hefði Bosníuher safnað saman miklum liðsafla á þessum slóðum. Þetta eru víðtækustu hemaðaraðgerðir múslima frá því að þeir hófu árangurslitla sókn í kring- um Sarajevo í júní. Stjórnarherinn náði bænum Bugojno á sitt vald í nóvember í fyrra með aðstoð Króata. Er markmið sóknar þeirra talið vera að ná Donji Vakuf á sitt vald en mikil- vægur vegur liggur í gegnum borgina. Talsmaðurinn sagði SÞ þó hafa litlar upp- lýsingar um átökin þar sem friðargæslulið- um og eftirlitsmönnum hefði verið meinaður Serbar á flótta sagð- ir myrða og pynta aðgangur að átakasvæðinu. Hann sagði að talið væri að múslimar nytu aðstoðar Bosníu-Króata í átökunum en að það hefði ekki fengist staðfest. Fá ekki að fara til Srebrenica Yasushi Akashi, sérlegur fulltrúi Samein- uðu þjóðanna í Bosníu, sagði í gær að ekk- ert miðaði í tilraunum SÞ til að fá leyfi til að senda eftirlitsmenn til Srebrenica, þar sem grunur leikur á að þúsundir múslima hafi verið teknir af lífí og grafnir í fjölda- gröf. Sex þúsund múslima er enn saknað á þessu svæði. Fulltrúar Flóttamannahjálpar SÞ greindu í gær frá því að nokkur dæmi væru um að hópar Serba, er væru á flótta frá Kraj- ina-héraði í Króatíu, hefðu pyntað og myrt múslima og Króata í Bosníu. Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði í gær að mikilvægt væri að aflétta viðskiptabanni á Serbíu ef koma ætti á friði i fyrrverandi Júgóslavíu. Einung- is þannig væri hægt að styrkja þau öfl í Serbíu er vildu koma á friði. Kozyrev á í dag, sunnudag, fund með Anthony Lake, öryggisráðgjafa Bandaríkja- stjórnar, þar sem þeir munu ræða leiðir til að binda enda á átökin í fyrrverandi Júgó- slavíu. Sagðist Kozyrev telja að miklar líkur væru á lausn deilunnar ef pólitísk leið yrði valin í stað loftárása. HAHDAN VIÐ LðGOGREGLU 14 Bosnía steins og sleggju? VIDSKIPniaVINNULÍF 20 Á SUNNUDEGI fc • VIÐ VONDUM OKKAR FRAMLEIÐSLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.